Tíminn - 06.11.1968, Page 5

Tíminn - 06.11.1968, Page 5
M5ÐVTKUDAGTJE 6. nóvember 1968. TIMINN í SPEGLITÍMANS kaupum, af því að þeir liggia oft með miklar vörubirgðiT, gera talsverðan greinarmun á því, hvoru megin markanna í Þýzkalandi varan er upp runn in. Þeir spyrja, hvort varan sé framleidd í Vestur-Þýzkalandi eða Vestur-Berlin (Sambands- lýðveldinu Þýzkalandi), eða hvort hún sé upprunnin í Aust ur-Þýzkalandi eða Austur- Berlín (Alþýðulýðveldinu þýzka eða DD.R, eins og það er skammstafáð að þýzkum sið). í mörgum löndum er „mikill greinarmunur" gerður á því, í hvorum hluta Þýzka- lands vara er framleidd. f nær öllum tilfellum líta menn svo á, að gæði þau, sem fólgin séu í þýzkum varningi, geri hann nær alltaf „sam- keppnisfæran“ eða jafnvel ó- dýran, miðað við annan varn- ing sambærilegan.| Á myadinni hér að ofan ofan sjáum við bandaríska íþróttamanninn John Carlos, þann, er frægur varð á Olym- píuleikunum, er hann sýndi eindreginn stuðning sinn við hreyfingu bandarískra negra, „Svart vald“ þegar hann á samt öðrum svörtum íþrótta- görpum sté upp á vei*5- launapallana á leikvanginum í Mexíkó. Á þessari mynd sjá um við Carlos horfa á mót- mótmælaaðgerðir nokkurra svartra landa sinna í Mexíkó. Hún er tuttugu og eins árs að aldri og að sögn — mjög yndisleg — svo fögur, að hing- að til hefur- henni tekizt að lifa af fegurð sinni. Og eklri sem ljósmyndafyrirsæta, til þess er hún of lítil og þybbin. EkH sem dæmigerð dönsk stúlka á hvítu tjaldinu, til þess er hún allt óf sérstök, heldur einmitt þannig sem útlit henn ar gefur til Synna. Hún hefur verið látin leika gyðingastúlku í þýzkri sjón- varpsmynd mn hernám Dan- merkuf,' indiánastúlku í „Annie get your gun“, og þá hefur hún einnig leikið jap- anska stúlku, sem þýtur um á mótorhjóli. Og að síðustu hefur hún leikið grænlenzka stúlku, en einmitt það hlutverk 'hæfði henni bezt, vegna þess að sjálf er hún grænlenzk, en þeir Danir, sem hingað til hafa veitt hénni atvinnu, haldaj því fram, að hún sé heldur ekki dæmigerð fyrir gi-ænlenzkar stúlkur, og því hafi hún get- að leikið t.d. Japana. Hún heitir Rina Netsehajew, hún er ofurlítið skáeygð, með mjög dökkt hár og brosið er bjart. Rina hefur dvalizt í Dan mörku síðastliðin níu ár og lík að vistin vel. Hún kvéðst alls ekki hafa grætt neitt á þeim hlutverkum, sem hún hefur fengið, enda naumast við því að búast, þar sem þetta voru aðeins lítil aukahlutverk, en þó hefur henni tekizt að lifa af laununum. Hún kveðst raun ar mjög ánægð með þessa vel- gengni sína, því hún sé alveg ömenntuð, hafi ekkert lært, sem gæti komið sér að hag- nýtum notum í lífinu, hingað til hafi hún lifað á því að vera „falleg, grænlenzk stúlka" Rina segir sjálf að hún sé ekki grænlenzk í útliti, reyndar al- veg eins og hver önnur dönsk stúlka, en kannski með mátu- lega miklu grænlenzku , ívafi. í þau níu ár, sem Rina hefur búið í Danmörku, hefur hún búið hjá afa sínum og ömmu, en afi hennar nefnist Elias Lauf, sem áður var þingmað- ur Grænlendinga. Margir hafa viljað nefna Rinu fyrstu kvikmyndaleikkonu Grænlendinga, og sjálf er hún ákveðin í að reyna að freista gæfunnar frekar á þeim vett- vangi og hefur í þeim tilgangi fengið sér tíma hjá þekktri, danskri leikkonu. Henni hafa samt þegar verið boðin nokk- inn hefur lagt grundvöllinn að. Stjörnufræöingarnir halda þvi fram, að með rannsókn- um sínum hafi þeir komizt að því, að dimmir blettir, sem þeir hafi lengi tekið eftir á stjörnunni marz, séu grónir einhverjum plöntum, sem einna helzt iíkist kaktusum. Prófessorinn Ivhov hefur þá einnig látið frá sér fara álits- gerð um mögulúka fyrir Iífi á marz, og þe.rri álitsgerð byggja stjörnufræðingarnir í Kákasus hugmynair sínar í stjarnlíffræði. ★ ur hlutverk, en þeim hefur hún vísað frá sér, því hún segir það alls ekki koma til mála að leika í neinni kynlifs- mynd, en hlutverkin, sem henni hafa boðizt, hafa einmitt verið þess eðlis. 1 ★ Er það skoðun manna víða um heim, að varningur, sem merktur er „Made in Germany“ sé gæðavara? Gera menn grein armun á því, hvort þýzkur varningur sé frá Vestur- eða Austur-Þýzkalandi? Eru þýzk- ar vörur, sem boðnar eru á heimsmarkaðinum, taldar ódýr ar eftir gæðum eða dýrar? Þetta eru nokkrar þeirra spurninga, sem samtök þýzkra iðnrekenda og útflytjenda hafa reynt að finna svör við að und anförnu með því að efna til markaðsrannsókna víða um heim. Helztu niðurstöðurnar, sem menn hafa komizt að, eru á þá leið, að áletrunin „Made in Germany" sé enn sem fyrr víðast talin trygging fyrir góðri vöru. Margir kaupendur, einkum heildsalar, sem verða að vera útsjónarsamir í inn ★ Frá því að Daimler-Bcnz- verksmiðjurnar í Sindelfingen hófu framleiðslu eftir stríðið — árið 1946 — hafa þær sent frá sér tvær milljónir fólks bfla. Bíll nr. 2,000,000 reyndist vera af gerðinni 220 D af hinni „nýju kynslóð", sem DB- verksmiðjurnar nefna svo. Þess ar tvær milljónir fólksbfla (verksmiðjurnar framleiða einnig vörubíla, sem kunnugt er) nema 22,000 milljónum þýzkra marka að umsetningar verðmæti. Samkvæmt athugunum, sem fram hafa farið, eru þrír af hverjum fjórum Mercedes- Benz-bflum, sem afhentir hafa verið viðskiptavinum í Þýzka landi og erlendis frá 1946, enn í notkun. ★ Sljörnufræðingar í Kákasus, scm starfa undir leiðsögn pró- fessors að nafni, Gavril Tihov, hafa rannsakað, eða lagt nokkra stund á stjarnlíffræði — fræðigrein, sem pijófessor- Á tízkusýningu sem haldin var í Kaupmaninahöfn fyrr í þessu mánuði, bar það einna helzt til tíðinda, að kvenfatn- aðurinn sem þar var til sýnis, naut e^ki líkt því eins mikillar athygli og karlmannafatnaður inn. Kvenfatnaðuriinn var að sögn einungis eitthvað sem fataáhugamenn höfðu þegar séð, en um karlmannafatnað- inn gegndi víst allt öðru máli. Búningarnir voru litauðugir og mjög í hinum svö kallaða Mao- stíl, eins og kannski sést á meðfylgjandi mynd. § A VlÐAVÁNGÍ Jafnvægi í byggð landsins. Gísli Guðmundsson hefur endurflutt frumvarp sitt um sérstakar ráðstafanir til að stuðla að verndun og eflingu landsbyggðar og koma í veg fyrir eyðingu lifvænlegra byggðarlaga. í greinargerð með þessu frumvarpi segir Gísli m.a.: „Hér er um að ræða ráð- stafanir, sem verða munu allri þjóðinni til hagsbóta. Einnig sá landshluti, sem fjölmenn- astur er eða verður, mun — eins og fyrr var vikið að — njóta hér góðs af í ríkum mæli, ef takast mætti að stöðva eða minnka fólksstrauminn þangað, því að hið mikla aðstrevmi fólks, sem þar hefur átt sér stað áratugum saman, hefur skapað þessum landshluta ým- iss konar erfiðleika og ekki verið honum hentugt, enda á sumum sviðum haft í för með sér mikil fjárútlát fyrir borg- arana. f öðrum landshlutum mundi Byggðajafnvægissjóður með beinum fjárframlögihm og þá einkum lítlánum styðja þá uppbyggingarstarfsemi, sem að undangenginni athugun telst til þess fallin á hverjum tíma að draga ‘ úr fólksstraumnum þangað eða stöðva hann og koma i veg fyrir yfirvofandi eyðileggingu verðmæta. Hér er ckki um það að ræða, að livergi megi leggja niður byggt ból eða flytja á hagkvæmari stað. Uppbygginguna ber að miða við það að hagnýta sem bezt gæði náttúrunnar til lands og sjávar, þar sem þau eru til staðar. Þéttbýlishverfi Björgulega staði ætti ekki að yfirgefa, heldur stefna að því þar að gera mönnum kleift að koma atvinnurekstri sínum og aðstöðu í samræmi við það, sem hæfilegt má teljast og ó- hjákvæmilegt á hverjum tíma. En jafnframt ber að hafa það í huga, að ráðið til þess að hindra beina eða hlutfallslega fólksfækkun í einhverjum lands hluta getur verið m.a. í því fólgið að koma þar tipp þétt- býlishverfum eða efla kaup- s staði og kauptún, sem fyrir eru, og ber þá byggðajafn- vægisstofnuninni að sjálfsögðu að greiða fyrir uppbyggingu og vexti slíkra staða, jafnhliða annarri uppbyggingu þar um slóðir. Aukning fólksfjölda á slíkum þéttbýlisstöðum, þótt hún í bili dragi til sín eitt- hvað af fólki úr umhverfi sínu, getur verið brýnt hagsmuna- mál hlutaðeigandi landshluta, ef hún ræður úrslitum um það, að hann sem heild haldi sínum hlut. í bæjum og þorpum skap ast líka markaður og ýmsir aðrir slíkir möguleikar fyrir nálægar sveitir. Af þessu leiðir að byggðajafnvægismálið verð- ur ekki leyst svo að vel sé, nema á það sé Iitið frá lieildar sjónarmiði hinna stóru Iands- hluta, en þá jafnframt haft f huga, að björgulegar byggðir, þótt nú séu af einhverjum á- stæðum fámennar og eigi í vök að vcrjast, dragist ekki aftur lir í sókn þjóðarinnar til bættra atvinnuhátta og betri lífskjara. Byggðajafnvegisstarfsemin á ckki að vera fólgin í „atvinnu- Framhald á 15. siðu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.