Vísir - 04.08.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 04.08.1977, Blaðsíða 4
f' c Fimmtudagur 4. ágúst 1977 VISIR Umsjón: Óli Tynes J Evrópa verður varín með kjarnorkuvopnum ef nauðsyn krefur, segir Bandaríkjastjórn Bandarikjastjórn hef- ur harðlega neitað þvi að hún hafi áætlanir um að gefa Rússum eftir þriðjunginn af Vestur- Þýskalandi, ef til meiri- háttar átaka kæmi i Evrópu. Fullyrðingar um þetta komu frá tveimur höfundum, Roland Evans og Robert Novak. Blaöamennirnir sögöu að að- stoöarmenn Carters væru mikiö aö velta fyrir sér breytingum á stefnu stjórnarinnar, á þann veg að afskrifa hluta af Vestur- Þýskalandi, frekar en auka út- gjöld til varnarmála. Talsmaöur Hvita hússins, Jody Powell, sagöi aö það væri rétt aö forsetinn fengi brátt i hendurnar skýrslu um varnir Evröpu. Hins- vegar væri alrangt að afskrifa ætti nokkurn hluta af Þýskalandi. Powell sagði að enginn breyting hefði orðiö á þeirri stefnu að verja Evrópu meö kjarnorkuvopnum, ef nauðsyn krefði. Þetta mál allt hefur komið af stað nokkru pólitisku fjaðrafoki. Meðal annars hringdi Zbigniew Brzezinski, öryggismálaráðgjafi Carters, i Hans Dietrich Gensch- er, utanrikisráðherra Vestur- Þýskalan-ds, til að fullvissa hann um aö ekkert væri hæft i þvi. Ráðgjafinn sagði að Bandarfkin myndu aldrei liöa nokkra land- vinninga Sovétrikjanna i Vestur- Evrópu. Hann sagði ennfremur að NATO gæti hrundið hvaða inn- rás Varsjárbandalagsrikjanna sem til kæmi. Þúsundir slökkviliðsmanna berjast nú við skógarelda viðsvegar um Kaliforniu. Flugvél- um er beitt i stórum stil. Miklir þurrkar hafa verið i fylkinu undanfarið. Myndin sýnir tvo menn fylgjast með eldinum nálgast hús vinar sins. Þeir ætla að hjálpa til við varnirnar. Skuldabyrði Bandaríkjanna Rikisstjórn Carters for- seta hefur beðið Banda- Milljónatugg Tyggigúmmif ram- leiðandinn Philip Wrigley (,,amerískt tyggjó") lét eftir sig 81 milljón dollara þegar hann lést í apríl síðast- liðnum. Það var faðir hans sem hóf fram- leiðslu á ,,Wrigley's" tyggigúmmíi ein- hverntíma um 1890 og það er líklega best þekkta ,,tyggjó" merk- ið í heiminum í dag. rikjaþing að samþykkja áttatíu og þriggja millj- arða dollara hækkun á skuldum ríkisins á næsta fjárhagsári. Skuldirnar yrðu þá 783 milljarðar doll- ara á árinu 1978. Þingið verður að samþykkja þessa beiðni fyrir fyrsta október næstkomandi, ef'rikissjóður a að geta haldið áfram lántökum til að greiða skuldir sinar. Roger Altman, aðstoðarfjár- málaráðherra, sagði fréttamönn- um að hallinn á fjárlögum þessa árs (fjárhagsárinu sem lýkur 30. sept.) yrði um 45.7 milljarðar dollara. Aætlað er aö á næsta ári veröi hallinn 61.5 milljarðar. Þingið var einnig beöið um leyfi fyrir rikisstjórnina að gefa út skuldabréf að upphæð samtals tiu milljörðum dollara. ,, Miðnœtu rfull- nœging," leyni- nafn tilrauna CIA á mönnum Edward Kennedy, öldungadeildarþing- maður, hefur skýrt frá þvi að svo virðist sem bandariska leyniþjón- ustan, CIA, hafi ráðið vændiskonur til að hjálpa til við tilraunir til aö ná valdi á hugum og hegðan manna. Vitnisburður sem liggur fvrir, bendir til þess að vændiskonurnar hafi laumað einhverri ólyfjan að mönnum áður en þær tóku þá til sængur með sér. „Sérfræðingar” CIA fylgdust svo með kynferðis- athöfnum mannsins i gegnum gegnsæjan spegil. Þessar aðgerð- ir gengu undir dulnefninu „Mið- næturfullnæging”, en ekki var sagt hvort þar var átt við fórnar- dýrið eða CIA mennina á bakvið spegilinn. Stansfield Turner, flotaforingi, sem nú er yfirmaður CIA upplýsti að þjónustan hefði fyrir sina tið varið um fimmtán milljónum dollara til svona tilraunastarf- semi. Hann lýsti andstyggð á þessu og sagði að ekkert svona gæti gerst undir sinni stjórn. Ray með fangaveröi. n u Eg reyndi ekkert að flýja — segir James Earl Ray James Earl Ray, morðingi Martins Luther King, hefur neit- að öllum ásökunum um að hann hafi reynt að flýja úr fangelsinu sem hann er geymdur í i Tennessee. Ray er að afplána 99 ára fangelsi fyrir morðið á blökku- mannaleiðtoganum. Hann hvarf úr fangelsi sinu ásamt nokkrum öðrum föng- um fyrir fáeinum vikum og var gerð að þeim einhver um- fangsmesta fangaleit sem um getur. Allir náðust þeir, og Ray þeirra siðastur. Og nú hefur hann semsagt neitað ásökunum um að hann hafi reynt að flýja úr fangels- inu, en það er lagabrot sem gæti fært honum viðbótardóm. t samræmi við bandarisk lög verða yfirvöld að sanna að hann hafi reynt að flýja. S-afrísk björgunar- sveit til Mosambique Suður-afriskir björg- unarsérfræðingar eru nú komnir til Mosambique til að hjálpa við björgun 150 námumanna, sem lokuðust niðri í námu sinni viö mikla spreng- ingu. óttast er að ekki takist að ná til þeirra í tíma. Þetta gæti oröið eitthvert versta námuslys i sögu lands- ins. Miklar óeirðir urðu i nær- liggjandi námuþorpi eftir sprenginguna og segir i fréttum að niu útlendingar hafi beðið bana. Fjölmargir útlendingar vinna i þessari námu og eru flestir þeirra belgiskir og portúgalskir tæknifræðingar. Ekki hefur ver- ið skýrt frá nöfnum og þjóðerni þeirra sem eru lokaðir niðri. Suður-Afrika er eitt af mestu námulöndum heims og á fær- ustu námuverkfræöinga sem fyrirfinnast. Þrátt fyrir pólitiskt hatur leitaði stjórn Mosambi»ue hjálpar þar og björgunarsveit var þegar send af stað. „Námu- menn hjálpa námumönnum”, sagði foringi hópsins. „Við, ætl- umst ekki til neinna launa fyrir þetta”. Tryllt naut Þrjátiu og tveir nautgripir sem tryllt- ust i sláturhúsi i Maringa i Brasiliu gerðu mikinn usla i borginni. Nautin tóku með sér einn Ut- vegg sláturhússins þegar þau fóru og héldu rakleiðis i kirkjugarð borgarinnar, þar sem þau fóru lika i gegnum vegginn. í kirkjugaröinum voru sam- ankomin um sexhundruð manns að hlýða á guðsþjón- ustu undir berum himni. Hún fékk snöggan endi. Nautin geystust fram og aft- ur um kirkjugarðinn, og kirkjugarðsgestirnir á undan. Nokkur slys urðu á mönnum og skemmdir á bifreiðum þeirra sem þannig reyndu að forða sér. Það tók átta slökkviliðsmenn og fimm kúreka einn og hálfan dag aö ná öllum gripunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.