Vísir - 04.08.1977, Blaðsíða 5
VISIR Fimmtudagur 4. ágúst 1977
Skipafloti heims-
ins alltof stór
— og smíði umfram þörf er haldið ófram
Það eru alltof mörg
skip i heiminum og það
vandamál mun fara
versnandi ef ríkisstjórn-
ir halda áfram að að-
stoða skipasmiðastöðv-
ar sinar, segir i skýrslu
sérfræðinefndar Efna-
hags- og framfarastofn-
unarinnar, sem kom út i
Paris i dag.
1 skýrslunni segir að framboð á
skipum sé mun meira en e’ftir-
spum og samt sé haldið áfram að
smiða ný skip, sem auki bilið enn
meira.
Nokkur aukning varð á eftir-
spurn eftir flutningaskipum á síð-
asta ári. Aukningin varð fjögur
prósent fyrir ,,þurran” farm og
sextán fyrir oliu. Sfðarnefnda
aukningin varð einkum vegna
minnkandi oliuframleiðslu i
Bandarikjunum, samfara vax-
andi neyslu þar í landi.
Útgerðarsérfræðingar stofnun
arinnar segja að frá miðju ári
1975 til miðs árs 1976 hafi tank-
skipaflotinn vaxið um 13,6
prósent, þrátt fyrir að mörgun
skipum væri lagt og mörg n;
afpöntuð. bað gerir 60-70 milljó)
lestir framyfir þörf.
Reiknað er með að floti miðl
ungsstórra flutningaskipa stækk
um tuttugu og fimm prósent ;
næstu tveimur árum, en það e
lika langt umfram þörfina.
Kisaolluskipin eru orðin svo mörg að framboðið er um sjötlu milljón
lestir fram yfir eftirspurn.
TEINARNIR ÖFUGU MEGIN
Vestur-þýska vísindaráðuneytið hefur greitt mestan hluta kostnað-
arins við hönnun þessarar „loftlestar” sem verið er að prófa I tilrauna-
stöð Siemens.
„Teinarnir” eru i sjö metra hæð yfir jörðu. Hver vagn getur flutt
fiinmtiu farþega og það er tölva sem stjórnar öllu saman. Einn kiló-
meter af svona loftlinu kostar ekki nema tuttugu prósent af þvl sem það
kostar að gera einn kilómeter fyrir neðanjarðarlest.
Hœtta strax ef
heyrist „bang"
Bandarikjaþing hefur sam-
þykkt lög sem gera að verkum að
útl'Iutningur á úranium og hvers-
konar öðru dúllerfi sem þarf til
kjarnorkuframleiðslu stöðvast
sjálfkrafa ef viðkomandi land
sprengir kjarnorkusprengju.
Jafnframt áskilja Bandarikin
sér rétt til að hafa mjög strangt
eftirlit með framleiðslunni hjá
öllum þeim sem þau aðstoða við
smiði kjarnorkuvera, i friðsam-
legum tilgangi.
Þetta er liður i tilraunum Cart-
er stjórnarinnar til að hindra
framleiðslu kjarnorkuvopna.
Bandarikin veita nokkra aðstoð á
þessu sviði og hafa átt i útistöðum
við Vestur-Þjóðverja vegna að-
stoðar þeirra við lönd i Suð-
ur-Ameriku, sem bandarikja-
stjórn treystir ekki um of.
UMFERÐARHNÚTAR
Óskaplegt umferðaröngþveiti
myndaðist I miðri Paris þegar
yfirvöld þar reyndu i fyrsta
skipti á mánudaginn að hafa
„Strik” i borginni,, þ.e. sér-
staka göngugötu.
Ætlunin var að leyfa parisar-
búum og ferðamönnum að
þramma áhyggjulausir i kring-
um Sigurbogann og fimm
kflómetra niðureftir Champs
Elysees, að Pont Neuf.
Tilraunin hófst á þriðjudaginn
og gangandi vegfarendur urðu
glaðir við. ökumenn urðu hins-
vegar ókvæða við. Þeim var
beint i þröngar hliðargötur út
frá Champs Elysees og þar fór
allt i hnút. Tilraunin á að standa
fram i miðjan ágúst og vonast
lögregla borgarinnar til að hafa
þá greitt úr umferðarhnútun-
um.
Konungsríki í 100 ór?
Karl Gustaf, Svíakon-
ungur, er þeirrar skoðun-
ar að Svíþjóð geti verið
áfram konungsríki næstu
hundrað árin. Thorbjörn
Falldin, forsætisráð-
herra, virðist sömu skoð-
unar, því i haust ætlar
hann að leggja fram
frumvarp þess efnis að
drottningar geti ríkt yfir
Svíþjóð.
t fyrsta viðtalinu sem konung-
ur veitir, eftir að honum fæddist
dóttir, sagði hann meðal
annars: „Þaö er alveg raunhæft
að imynda sér að Sviþjóð veröi
konungsriki að minnsta kosti
næstu hundrað árin. Auðvitaö
getur ýmislegt gerst á hundrað
árum, en ef þróunin hér i landi
verður jafn róleg og núna, er
konungsriki raunhæft.”
Samkvæmt sænskum lögum
getur konungsrikið aðeins
gengið i erfðir til prinsa. En
með tilkomu litlu prinsessunnar
á að breyta þessu og veröur
frumvarp þess efnis lagt fram i
haust.
Karl Gustaf, konungur
Esso-nesti — Borgarnesi
Auk alhliöa verslunar rekur
Ferðamenn Kaupfélag Borgfirðinga Esso-nesti I
Borgarnesi
Heitir smáréttir, mjólk, brauð, álegg, gos-
drykkir, sælgæti ó.fl..
Ennfremur hjólbarðaþjónusta og smur-
stöð.
Veitingahús
að Vegamótum
Snœfellsnesi
Heimabakað brauð, kökur, gosdrykkir.
sælgæti.
Benzin, oliur og gasáfyllingar.
Veiðileyfi i Hraunsfjarðarvatni, Selvalla-
vatni og Baulárvallavatni
Verslanir: Hellissandi, Olafsvik og Akranesi
Kaupfélag Borgfirðinga