Vísir - 04.08.1977, Side 12

Vísir - 04.08.1977, Side 12
13 ' . Fimmtudagur 4. ágúst 1977 VISIR VISIR Fimmtudagur 4. ágést 1977 Þarna er Ingi Björn aö komast i eftirlætisstööu sina, tilbúinn aö láta skotiö riöa af á mark andstæöings- ins. i þetta skipti fór þó boitinn framhjá, og sennilega hefur Magnús Steinþórsson, sein er aö berjast viö Inga Björn á myndinni, andaö léttar. Ljósm.Einar. KR-ingar komnir með Ameríkana! — Þó hafa tvö lið í 1. deildinni í körfubolta ráðið til sín bandarískan leikmann - ÍS og KR Þaö er nú ékveðiö aö tveir bandaríkjamenn leiki hér á landi næsta vetur í körf uboltanum. Liö IS gekk fyrir nokkru frá samningum við Dirk Dun- bar/ afar skemmtilegan bakvörð sem mun jafn- f ramt því að leika með lið- inu stunda nám við Há- skólann. Nú um helgina var svo endan- lega gengið frá þvi að Andrew Piazza, Bandarikjamaður af itölsku ættum leiki með KR næsta vetur, auk þesssem hann mun þjálfa alla flokka hjá félaginu. Mennea tapaði - og sigraði! Bandariski spretthlaupar- inn Steve Kiddock sigraöi i 100 metra hlaupinu á frjáls- iþróttamóti sem fram fór i Viareggio á italiu i gærkvöldi — hljóp á 10,23 sekúndum og sigraði italann Pietro Mennea sem fyrr i vikunni sigraði Hiddick á inóti i Siena. Menn- ea liljóp á 10.30 sekúndum. En Mcnnea lét ósigurinn ekki á sig fá og sigraði nokkuö örugglega i 200 metra hlaupinu sem hann hljóp á 20.20 sekúndum. Bandaríkja- mennirnir Clancy Edwards og Steve Williams urðu i öðru og þriðja sæti, Edwards hljóp á 20.5:isekúndum, cn Williams á 20.54 sekúndum. A móti sem haldiö var i Lausanne i Sviss í gærkvöldi stökk Earl Bell USA 5.40 metra i stangarstökki, Nic Itose frá Bretlandi hljóp 3000 melrana á 7:44.33 sekúndum, Samson Kimombwa frá Kenya liljóp 10.000 m á 27:59.0)! minútum, John Walker sigráði i 1500 metrun- um á 3:34.31 minútu og i há- stökki sigráði Dwight Stones — stökk 2.2« metra. —BB Piazza þessi er mjög skemmti- legur körfuknattleiksmaður, stórhættuleg skytta, mikill „mat- ari” fyrir aðra leikmenn og frá- bær varnarleikmaður. Hann hefur talsvert fengist við þjálfun, og hefur góð meðmæli sem slikur. Hann hefur talsverða menntun sem þjálfari, eða tals- vert meiri en islenskir iþrótta- kennarar, auk þess sem hann hef- ur mikla reynslu sem leikmaður þótt hann sé ekki nema 23 ára að aldri. Piazza er um 1.95 metrar á hæð, og leikur fyrst og fremst i stöðu bakvarðar, en leikur einnig oft i stöðu framherja. Hann hefur leikið með bandarisku háskólaliði i Michigan og getið sér þar góðan orðstir, og er „skoðunarmaður” frá KR fór til Bandarikjanna á dögunum til að lita þar á 60 leik- menn sem áhuga höfðu á að fara til Evrópu og leika þar, setti Piazza i efsta sæti. Ekki bara vegna þess að þar er góður leik- maður, heldur og vegna þess aö þar fær liðið góðan þjálfara fyrir alla flokka. Það er vitað að fleiri félög eru að hugsa sér til hreyfings i þess- um efnum, t.d. Armann og Valur. Verið getur einnig að önnur félög séu i þessum hugleiðingum þótt okkur hafi ekki borist af þvi spurnir, enda verður mikil harka i 1. deildinni næsta vetur, liðunum fækkað úr 8 i 5. gk—• Hart skal mæta höröu! Hér berjast þeir um boltann Magnús Steinþórsson (nn2), Guömundur Kjartansson og Magnús Bergs. Sigurjón Rand- versson fylgist meö af áhuga. Ljósmynd: Einar. Valsmenn þokuðu sér feti nœr titlinum! — Þeir unnu Breiðablik 3:0 í gœrkvöldi og hafa nú tvö stig í forskot á nœsta lið í 1. deildinni Valsmenn tóku forystuna i 1. deild i gærkvöldi þegar þeir unnu Breiðablik 3:0 á Laugardalsveili i afspyrnuslökum og leiöiniegum leik, einum þeim leiöinlegasta sem fram hefur farið um iangan tima. Valsmenn voru reyndar sterkari aðilinn i leiknum og sigur þeirra veröskuldaöur, en 3:1 eöa 2:0 heföi gefið betri mynd af þvi sem fram fór. Talsvert margir lögðu leið sina á völlinn i gærkvöldi til að sjá skemmtilegan leik, en fyrri leikur liðanna var mjög skemmtilegur og þá vann Breiðablik 4:3. Þessir áhorfendur urðu fyrir vonbrigð- um, og það má taka undir með einum valsáhangendanum sem tautaði fyrir munni sér um leið og hann yfirgaf stúkuna: „Þeir unnu 3:0 en hafa ekki leikið verr i sumar”. En hvernig voru þá Blikarnir i gær? Þvi er fljótsvarað. Þeir voru eins og „dúkkur” um allan völl, náðu að visu upp sinu netta spili úti á vellinum en þegar upp að markinu kom virtust þeir ávallt i vandræðum með hvað gera skyldi. Þetta á sér ósköp eðlilegar skýringar. Allir framlinumenn liðsins léku ákaflega slakan leik i gærkvöldi og reyndar stóð enginn upp úr meðalmennskunni nema e.t.v. Einar Þórhallsson i öftustu vörninni. Ingi Björn færði Val forustuna á 18. minútu leiksins i gærkvöldi með ákaflega vafasömu marki. Hann stjakaði illilega við einum varnarmanni Breiðabliks og náöi siðan af honum boltanum á Vita- teigslinu. Þar var Ómar Guðmundsson markvörður kom- inn út, og eftir að hafa komið honúm úr jafnvægi,, skoraði Ingi i autt markið. Gott framtak hjá Inga, en dómarinn illa á verði samt sem áður. Fjórum mínútum siðar skoruðu Valsmenn aftur, nú Albert Guð- mundsson eftir mjög skemmti- lega sóknarlotu Vals. Boltinn gekk frá manni til manns upp undir vitateig, þar sem Atii Eð- valdsson renndi boltanum þvert fyrir markið. Ingi Björn og Jón Einarsson létu boltann báðir fara framhjá sér og hann barst til Al- berts sem var á auðum sjó og hann skoraði með þrumuskoti. Þriðja markið var svo skorað rétt fyrir leikslok. Þá gaf Jón Einars- Guðmund Þorbjörnsson sem tók boltann með hælnum og gaf á Inga Björn sem var einn fyrir opnu marki, og hann skoraði af öryggi. Blikarnir áttu þó sín tækifæri i leiknum, flest eftir hrikaleg varnarmistök hjá Val Sigurjón Randversson átti skot rétt fram- hjá markinu úr góðu færi, og i annað skiptið stóð hann skýndi- lega einn og óvaldaður á mark- teig, en Sigurður Dagsson náði þá að reka stórutána i boltann þegar hann var búinn að skutla sér i öf- ugt horn. Og einnig má nefna skot Jóns Orra i þverslána eftir auka- spyrnu i fyrri hálfleiknum. En Valsmönnum nægði einn af sinum slökustu dögum til að sigra, og það virðist sem einhver meistaraheppni fylgi Val þessa dagana. Mér sýnist að það fari ekki á milli mála hverjir sigra i 1. deildinni, en þó má ekki mikið út af bera hjá Val. Ef þeir eiga svona slakan leik á móti sterkara liði, þá missa þeir forskot sitt i deildinni. Besti maður Vals i leiknum var Dýri Guðmundsson. Dómari var Ragnar Magnússon og dæmdi sæmilega, en ekki sýndist mér linuverðir hans væri ávallt með á nótunum. gfe- ' Keegan var sínu gamla liði erfiður Enski knattspyrnumaðurinn Kevin Keegan sem nú ieikur meö vestur-þýska knattspyrnufélag- inu SV Hamburg leiddi sitt nýja félag tilsigurs gegn sinum gömlu félögum i vináttuleik sem fram fór i Hamburg i gærkvöldi aö við- stöddum 55 þúsund áhorfendum. Leiknum lauk með sigri Ham- burg 3:2 eftir aö staöan i hálfJeik hafði veriö 1:0. Keegan, sem kostaði Hamburg 500 þúsund sterlingspund, skoraði fyrir sitt nýja félag þegar á 19. minútu leiksins og i upphafi siðari hálfleiks bætti Magath öðru marki við eftir að hafa fengið góða sendingu frá Keegan. Leikmenn Liverpool voru ekki á því að gefast upp þó að á móti blési og þeim tókst að jafna metin á næstu sex minútum. Fyrst skoraði David Johnson og siðan David Fairelough. En þegar^u minútur voru til leiks- loka tóKst Ferdinand Keller að skora sigurmark Hamburg. —BB Macdonald ófram hjá Arsenal! Markakóngurinn mikli í ensku knattspyrnunni, Malcoim Mac- donald sem leikur með Arsenal, hefur nú verið tekinn af sölulista hjá félaginu og allt útlit virðist fyrir aö hann leiki áfram með Ar- senai. Macdonald var sendur heim frá Ástraliu ásamt Alan Hudson þar sem þeir voru á keppnisferðalagi með Arsenal fyrir agabrot og C STAÐAN —“v--- Staöan i 1. deild tslandsmótsins i knattspyrnu er nú þessi: Valur— Breiðablik Vaiur Akranes Vikingur tBK tBV Breiðabl. Fram FH KR Þór voru siðan báðir settir á sölulista hjá félaginu. Macdonald sagðist vera saklaus af öllu i viðtali við enska blaðið Sunday Mirror — og þetta mál væri allt á misskilningi byggt. Eftir langan fund með for- manni Arsenal, Denis Hill-Wood og framkvæmdastjóranum Terry Neil, var ákveðið að Macdonald yrði áfram hjá félaginu. „Ég er ánægður með að Mac- donald verður áfram hjá Arse- nal”,sagði Neil — „og hann hefur verið tekinn af sölulistanum. Allt er óráðið um framtið Hudson hjá félaginu, en hann kostaði 180 þús- und pund þegar hann var keyptur frá Stoke. — BB FH - Fram og Valur - ÍBV t gærkvöldi var dregiö um þaö hvaöa lið leika saman i undanúrsiitum Bikarkeppni Knattspyrnusambands tslands. Beöiö haföi veriö meö mikilli eftirvæntingu eftir þessari athöfn, en svo fór að það verða FH og Fram sem mætast i Hafnarfirði og Valur og Vest- mannaeyjar á Laugardalsveilinum. Sýndist sem allir yndu vel þessum drætti, Framarar, FH-ingar og Valsmenn aö minnsta kosti, en sennilega eru Eyjamenn ekki jafn ánægöir. Leikirnir i undanúrslitunum eiga aö fara fram i næstu viku, en viö höfum ekki fengið nákvæma dagsetningu. KSÍ fœr gesti Næstkomandi laugardag 6. ágúst, eru væntanlegir til landsins góðir gestir. Þaö eru þeir dr. Artemio Franchi, forseti Knatt- spyrnusambands Evrópu (UEFA) og hr. Hans Bangerter, aðalframkvæmdastjóri UEFA. Koma þeir hingað i boði stjórnar Knattspyrnusambands Islands og er þaö i til- efni af afmæli KSÍ, en það er 30 ára á þessu ári. Me"ðan þeir dveljast hér, munu þeir kynna sér starfsemi KSÍ og alla aðstööu til fram- kvæmdar stórleikja á vegum þess. Þeir munu halda fund meö forystumönnum knatt- spyrnumáia hér, gera þeim grein fyrir ýmsum starfsþáttum UEFA og stöðu smá- þjóða innan þcss sambands. Þá munu þeir og svara fyrirspurnum. Til þessa fundar hefur verið boðið fréttamönnum blaða, útvarps og sjónvarps. // i I Strompur Höggi"1 Allir kylfingar eiga se'r draum, nefnilega þann að fara holu i höggi einhvern tima. Þeir sem ekki ná þeim mikla áfanga skemmta sér hins vegar viö það að segja sögur frá þvi þegar þeir fengu „draumahöggið góöa”, settu niður lengst utan af braut o.s.frv. En skyldi einhver hafa farið „stromp i höggi”? * Sennilega eru þeir ekki margir, en þó gerðist sá atburður á Nesvellinum í gær. Þá var sá er þetta ritar að sveifla kylfunni þar á 2. braut, og tókst ekki betur til en svo að „uppáskotiö” fór upp á golfskálann og þaðan skaust boltinn upp undir hlif sem er yfir strompinum og síðan niður i strompinn! Undirritaöur labbaði sig siöan inn í skál- ann.og gekk beintaö boltanum þar sem hann lá i eldstæðinu!! Já, það gerist ýmislegt skemintilegt i golf- inu. gk.— Næsti leikur i 1. deild er i kvöld. Þá leika KR og ÍBV á Laugar- dalsvelli og hefst leikurinn kl. 19. LIIHI) MITT Atkvœðaseðill í kosningu VÍ5I5 um vinsœlasta knattspyrnuliðið sumarið '77 LIÐIÐ MITT ER: NAFN HEIMILI BYGGÐARLAG SÝSLA StMI STB.'IX IPOST Sendu seðilinn til VíSIS Síðumúla 14, Reykjavík strax i dag. Hálfsmánaðarlega verður dregið úr nöfnum þeirra sem tekið hafa þátt i kosningunni og er vinningurinn hverju sinni 15 þúsund króna úttekt á sportvörum hjá SPORTVALI, Hlemm- torgi, Reykjavík. Aukavinningurinn er dreginn er út i lok kosning- arinnar úr atkvæðaseðlum þéirra, sem greiddu vinsælasta liðinu atkvæði sitt er 50 þúsund króna úttekt á sportvörum i Sportvali, Hlemmtorgi, Reykjavflí. VINNINGAR HALFSMANAÐARLEGA Ermasundiö hefur freistaö margra Igegnumárin og menn eru alltaf ööru hverju aö setja ný heimsmet i þessu sögufræga sundi. A meöfyigjandi mynd er eitt slikt I uppsigl- ingu, hún er af Bretanum David Morgan þar sem hann er aö leggja af staö frá Dover I Englandi til Frakklands. Morgan þessi er þrettán ára og niu mánaða og hann synti til Frakklands á 11 klukkustundum sléttum og er sá yngsti I heiminum sem þaö hefur gert. Fyrra metið átti stúlka frá Egyptalandi — Abla Adel Khairi sem synti á 12 timumog 30 minútum þá 13 ára og 10 mánaba.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.