Vísir - 04.08.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 04.08.1977, Blaðsíða 11
VISIR Fimmtudagur 4. ágúst 1977 „Enskumœlandi þjóðum gengur illa að skilja nauðsyn esperanto" — segir séra Hugh Martin, sem situr þing esperantista hér. Hann hefur mikinn óhuga á Islandi_ ,,Ég skrifaði mennta- málaráðherra i vor um það að mig langaði að fá að kenna ensku eða eitt- hvað svipað i isienskum skóla.” Það er Hugh Martin, sóknarprestur i Glasgow sem hefur orðið. Hann er einn af um það bil 900 fulltrúum á alþjóðlegu þingi esperantista, sem nú er haldið hér á landi. Hann er formaður esperantistafélagsins i Glasgow formaður skosk-islenska íélagsins i Glasgow, starfandi sóknarprestur þar i borg, og hann talar reip- rennandi islensku. Hann langar til að flytja til ís- lands. „Það fyrsta sem Skotum dettur ihug þegar minnst er á Island eru eskimóar, held ég. Flestir ibúar Glasgow halda að Island sé isi þakið land.”, segir Martin. ,,Ég byrjaði að læra islensku þegar hjá mér bjó islenskur kunningi sem var við nám i Skot- landi. Ég hafði að visu áður reynt að læra islensku en það var ómögulegt aö gera það einn. Ég hef áhuga á erlendum tungum, og sá áhugi sprettur mikið af esperanto.” Það kemur i ljós að fyrsta is- lenska bókin sem Martin las utan málfræðinnar var Nonni og Manni fara á sjó eftir Jón Sveins- son. Honum fannst hún mjög skemmtileg. Ég kom fyrst til tslands 1950 i sumarfri og varð hrifinn af landi og þjóð. Svo hafði ég prestakalla- skipti við Róbert Jack i Tjörn i Grismnesi 1963 eða 4. Ég hef komið hingað i sumarfri með fjöl- skylduna, og kona min og börn eru lika hrifin af landinu.” Ég vildi þó ekki búa i Reykja- vik, þvi að þar er lifið svipað og i öðrum löndum, en úti i sveit er það allt annað. Þar er lifið dálitið erfitt en ekki hratt. Ég held ég gæti lært mikið af þvi, hvernig lifa á i heimi þar sem alltaf er ófriður. ” Fólkferðast um en hittir aldrei ibúana. ,,Það er erfitt að koma fólki i Bretlandi og Bandarikjunum i skilning um, að það tali ekki allir ensku. Þvi finnst að allir eigi að gera það. Hins vegar skilja smærri þjóðir, sem ekki tala heimstungur, betur þýðingu esperanto.” „Það er hægt að ná valdi á esperanto á mjög skömmum tima.” fræðir Martin okkur á. „Það eru tæpar fjórar milljónir manna i heiminum nú, sem að minnsta kosti skilja málið. Það voru mörg lönd hér áður þar sem það var á móti lögum að læra og tala esperanto.Svovartil dæmis i Sovétrikju um .á Spáni, í Þýska- landi fyrir strið og reyndar i Austur-Þýskalandi þar til fyrir 8- 10 árum, — hvers vegna veit ég ekki. En það er hvergi bannað lengur.” Martin sýnir okkur litla bók, sem ber yfirskriftina Jarlibro 1977. í henni eru nöfn og heimilis- föng fulltrúa esperantista i öllum þeim löndum þar sem málið er talað. ,,Þá getur maður skrifað fulltrúa i þvi landi sem mann langar aö heimsækja, og hann veitir alla mögulega aöstoö. Þannig má heimsækja fólk i heimahúsum. Það er margt fólk i Skotlandi sem ferðast til Evrópu, en hittir aldrei ibúa landsins.” Mikið ort á esperanto A þinginu i Reykjavik er meðal annars á dagskrá lestur á ljóðum, sem samin hafa verið á esperanto, og komið hefur fram að mörg skáldverk hafa verið frumsamin á þetta alþjóðamál. Hvað um esperanto sem bók- menntamál og til dæmis saman- burð við islenskuna? „Esperanto er mjög fallegt mál að heyra og það er rikt svo að auðveídlega er hægt að segja margt sem ekki er hægt að segja á móðurmáli. En esperanto er aðeins 90 ára gamalt tungumál. Islenskan er ervrópumál, fellur inn i evrópu- menningu, en rithöfundar á esperanto eru frá svo mörgum löndum, til dæmis Japan, Kina, Austur-Evrópu auk Vestur- Evrópu. Skáldverk á málinu eru þvimargskonar, og má þar nefna japönsku esperanto-skáld, sem yrkja dálitið ööruvisi kvæði en mætti búast við i Evrópu. En það yrkja mörg evrópsk skáld á esperanto.” Sjálfur byrjaði Martin að læra esperanto 1947, eftir auglýsingu um kennslu i timariti. Hann getur talað esperanto reiprennandi. Hann segir að á þinginu hér á landi hafi aðallega verið rætt um nauðsyn þess að þjóðir geti skilið hver aðra. Það hafi verið merki legt að heyra i forsetanum, menntamálaráðherra og borgar- stjóra á þinginu. En hver er hann sjálfur? „Ég er aðeins sóknarprestur i Glasgow, — ekki meira en það,” segir hann og brosir. —HHH Frá þinghaldi esperantista I Reykjavik. — Vlsismynd: EGE. ........................ Afnám Rfldsútgáfunnar vœrí stór- skref að sjálfstœðu skólahaldi flokksins hafa aiöei reynt að leggja það niður aftur, þótt þau veigalitlu rök, sem voru með stofnun þess, séu löngu fallin úr gildi. Auðvelöara að stofna ríkisfyrirtæki en leggja þau niður Eins er meö Skipaútgerðina. Henni var komið á fót með geö- þóttaákvörðun Jónasar frá Hriflu. Ekki hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins reynt aö koma starfsemi hennar i ann- arra hendur siðan GiMi heitinn Jónsson, þingmaður Barö- strendinga, leiö. Hafa þó gefist a.m.k. tvö góð tækifæri i seinni tið. Það fyrra, þegar endurnýja þurfti skipakostinn árin 1967-70, og það sfftara, þegar forstjóra- skipti urðu i fyrra Þannig hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki staðið sig sem skyldi, hreinlega ekki sýnt nægan dugnað við að sópa gólfiö eftir aðfarir báknsflokkanna. Vita- skuld er auöveldara að sto£@a rikisfyrirtæki en að leggja þ^i niður á sama hátt og það er auöveldara að eyða pen- ingum en spara þá. Einnig verð- ur að rikja viss festa i stjórn- sýslunni, en það má ekki alltaf koma niður á stefnu Sjálfstæðis- flokksins. Hún hefur fengið þann hljómgrunn meðal fólksins i landinu aö þingmönnum flokksins ber skylda til að fram- fylgja henni. Ríkisútgáfa námsbóka. Rétt er að vikja aðeins nánar að þvi fyrirtæki. Frumvarp um það var fyrst lagt fram af þrem- ur þingmönnum Alþýðuflokks- ins árið 1931. Töldu þeir náms- bækur aiit of dýrar fyrir fátæk og barnmörg heimili, en átgef- endur og bóksalar græða á tá og fingri. Atti verö bókanna að sjáifsögðu að lækka verulega, þegar rikið færi aö gefa þær út með hagkvæmum hætti. Fyrstu hugmyndir kratanna voru þær, að rikið seldi bækurn- ar. Attu skólastjórar aö sjá um dreifinguna gegn 10% sölulaun- um. Var rifist um máiið fram til 1936 en þá höfðu kratarnir sitt fram. Hefur rikið siðan séð um útgáfuna og dreift bókunum ókeypis. Til þess að standa und- ir kostnaðinum var i fyrstu lagt námsbókagjald á fjöiskyldur sem áttu börn á skólaskyldu- aldri. Fljótt kom þóað þvi, að Rikis- útgáfan gat ekki gefið út bæk- urnar fyrir þaö verð sem ætlast var tií, ag óx hallarekstur fyrirtækisins ár frá ári. Var hann að lokum lögfestur áriö 1966 en þá var samþykkt, að námsbókagjaldið skyldi aðeins hrökkva fyrir 2/3 kostnaðar. Arið 1971 var svo endanlega hætt við aö reyna að reka Rikis- útgáfuna eins og fyrirtæki, þeg- ar námsbókagjaldið var alveg feiit niður. Einnig ber þess að geta að fyrir svo sem tuttugu til þrjátiu árum þótti þeim Rikisútgáfu- mönnum ekki nóg undir hana hlaðið og láhgaði til að bæta strokleðra- sg stilabókasöiu við reksturinn. Komust þeir upp með þetta oggþifa siðan rekið verslun með skólavörur viö lit- inn orðstir. A siifcm tima voru þingmenn Sjálfstæðisflokksins mjög á móti Rikisútgáfunni og vildu veita aukinn skattfrádrátt þeim fjölskyldum, sem áttu börn á skólaskylduakiri. 1 seinni tið hafa þeir hins vegar snúiö við blaöinu óg bera eins og aðrir fulla ábyrgð á tdvist Rikisútgáf- WBar. Bórmn lita ekki á skéto bækurnar sem verðmæti En hver eru svo áhrifin af þessu óheillafyrirkomuiagi? Langfiestir góðir skólamenn eru sammála um það, að skólabörn lita ekki á námsbækur sinar sem verðmæti. Bækurnar eru orönar aö einhverju óþægilegu, sem að börnunum er rétt, en ekki eitthvað, sem þau þurfa að leggja á sig fyrir. Bækurnar ganga ekki frá barni til barns, ef þær endast vel fyrir góða með- ferð eöa einhverja tilviljun, heldur fær hvert barn sina bók. A barnmörgum heimilum þar sem umgengni er sæmileg, eru venjulega til i geymslum fjöldi kassa af notuðum skólabókum, mörg eintök af hverri bók. Að auki er starfsemi Rikisút- gáfunnar ein styrkasta stoöin undir þá miðstýringu i mennta- málum, sem nú er að sliga allt skólakerfi landsmanna. Nokkrir mem i ráðuneytinu eru- swo gott sem þúnir að taka vihdin af Al- þingi i menntamálum, og skóla- stjórar og kennarar hafa varla undan við að lesa torkennilega pappira með allskyns boðum og skipunum, sem eru meira og mkma út i leftið. Með þvi að leggja niður Rikisútgáfu náms- bóka væri stigið mikitvægt skref i þá átt að tryggja nauftsynlegt sjálfstæði hinna einstöku skóla og breyta þvi ófremdarástandi, er nú rikir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.