Vísir - 04.08.1977, Blaðsíða 9

Vísir - 04.08.1977, Blaðsíða 9
VISIR Fimmtudagur 4. ágúst 1977 9 BREIÐAR BYGGÐIR BORGAR- FJARÐAR Loks má svo minna á, a& tekiö er til starfa elliheimili á Skagan- um, og er ný hygging þess við sjávarsiðuna á fallegum stað. Bilaleiga, bifreiðavið- gerðir. A Akranesi starfar ein bila- leiga, er það Bilaleigan Brautin sem er starfrækt i sambandi við samnefnt bifreiðaverkstæði. Fleiri verkstæöi eru á Akra- nesi, og einnig er þar að finna hjólbarðaviðgeröastofu, þannig að hættulaust ætti að vera þótt svo óliklega skyldi vilja til að eitt- hvað bilaði i faraskjótanum! Eitthvað að gera, eitthvað að sjá? Já, já, fullt! Bió, böll, barir, minjasafn i Görðum, sundlaug, spennandi knattspyrnuleikir, og svo iðandi mannlif hvert sem litiö er! Reynið til dæmis að ganga á Akrafjall (Vegurinn er ófær), þar fáið þið stórkostlegt útsyni yfir allt Suðvestur- og Vesturland. Borgarnes. Borgarnes er kauptún i Mýrar- sýslu, og eins konar miðstöð hér- aðsins, til dæmis er þar aðsetur sýslumannsins, þar eru helstu verslanir og aðrar þjónustustofn- anir Mýramanna, þar er sjúkra- hús svo að eitthvað sé nefnt. Borgarnes heitir eftir sam- nefndu nesi sem kauptúnið stendur á, og er Borgarnafnið komið frá Borg á Mýrum, land- námsjörð SkallaerimsKveldúlfs- sonar og bújörð Egils og afkom- enda hans. Borgnesingar hafa aðalatvinnu af vinnslu landbúnaðarafurða, örum iðnaði og þjónustustarfsemi ýmiss konar. Ferðir til Borgarness Gott vegasamband er við Borgarnes, og mun þó batna enn á næstu árum þegar byggingu hinnar umdeildu brúar yfir Borgarfjörð lýkur. Auðvelt er þvl fyrir fólk að komast þangað á einkabilum sinum, og einnig eru þangaö tiöar áætlunarbilaferðir. Er farið frá Umferðamiðstöðinni i Reykjavik einu sinni til tvisvar á dag. Er það Sæmundur i Borgarnesi sem annast þær feröir, auk þess sem áætlunarbilar á leið til og frá Snæfellsnesi hafa þar viðkomu. Hótel, matsölustaðir I Borgarnesi er eitt hótel, Hótel Borgarnes. Þar eru nitján her- á faraidsfœti l Umsjón: Anders Hansen J Vísir kynnir 1 J óningarstaði 1 [ ferðamanna J Akranes og Borgarnes bergi, misstór, og rými fyrir nokkra tugi gesta. A hótelinu er einnig matsala, grillsalur, þar sem auk venju- legra grill-rétta eru framreiddir réttir dagsins á venjulegum mat- malstimum kvölds og i hádegi. Aðrir matsölustaðir eru ekki í Borgarnesi, nema sjoppur meö sölu á pylsum og samlokum eins og viðast hvar annars staðar á landinu. Þjónustustofnanir Nægar verslanir eru i Borgar- nesi, bæði matvöru- og vefnaðar- vöruverslanir, og flest þar á milli. Þá eru þar véla- og bifreiða- verkstæði, og einnig hjólbarða- viðgeröir. 1 Borgarnesi er að finna apótek, og þar er lika læknissetur. Það ætti þvi ekki að þurfa að skapa neinn óyfirstiganlegan vanda þótt eitthvað bjátaði á smávægilegt hjá mönnum eða faratækjum. Skemmtanalif Skemmtanalifið i Borgarnesi er varla með þvi fjölbreytilegra sem þekkist á landinu, en ýmislegt má þó sér til gamans gera þar ekki siður en annars staðar. Félagsheimili eru viöa um Borgarfjörð og nærsveitir, þar sem dansinn er stiginn flestar helgar. Hvað er að sjá og gera? Sögustaðir eru sem fyrr sögir margir á þessum slóðum, og nægir i þvi sambandi aðminna á Borg á Mýrum, Reykholt og fleiri. Þarna eru margar ár, svo sem Langá, Hítará, Norðurá og Hvita. Fagrir staðir eins og Norðurár- dalurinn og Húsafell, sumarhótel i fögru umhverfi eins og til dæmis Hreðavatnsskáli og Bifröst. Það er sama hvert litið er, all- staðar er nóg að sjá, og i Borgar- firði þarf engum aö leiðast. —AH ■ ■■ vjtfr-v,.- Þessi mynd er tekin af framkvæmdum viö Borgarfjarðarbruna, Borgarnes i baksýn. Brúin mun stytta akveginn milli Borgar- ness og Reykjavíkur verulega. Akraborgin, helsta samgöngutækið milli Reykjavíkur og Akra- ness. Eins og sést á myndinni er hún byggð sem bilaferja, og aka bílar ýmist inn að framan eða aftan, og sfðan út 'hinum rnegin. Þegar þér komið til Akraness er Hótel Akranes, Bárugötu, sími 93-2020, Sjólfkjörinn Alls konar veitingar óningarstaður allan daginn. Gisting Veitingabúð Heitir og kaldir réttir. opin allan daginn Kaffiterían opin frá kl. 8—22. VERIÐ VELKOMIN. Hótel Akranes SELJUM PEYSUR, JAKKA OG HYRNUR FRAMLEITT ÚR ÍSLENZKRI ULL. ENNFREMUR SELJUM VIÐ ULLARDLJKA OG AFKLIPPUR Stillholti 18 Akranesi simi 93-2080

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.