Tíminn - 12.11.1968, Qupperneq 6

Tíminn - 12.11.1968, Qupperneq 6
TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 12. nóvember 1968. Hver er morðinginn í Melissa? Fjöldi íólks hefur undanfarin ! iþriðjudagskvöld fylgzt af mikilli ' eftirvæntingu með sakamálaleik- ■ ritinu Melissu í sjónvarpinu. Sýn ist flestum, að þarna hafi Bretum tekizt vel upp eins og oft áður i sakamálasögum og myndum. Blaðamaður og Ijósmyndari Tímans brugðu sér í gönguferð ' um borgina fyrir helgina og spurðu fólk, hver það héldi að ; væri aðalsökudólgurinu. í kvöld kemur svo vaentanlega í Ijós hver ,af þessu fólki hefur reynzt glögg- skyggnastur. Skyldi það verða ’ rannsóknarlögreglumaður eða 11 ára skóladrengur? Það er eftir að vita. Ásta Tómasdóttir, Verzl. Björns Kristjánssonar: Mér finnst læknirinn grunsam- legur, en alls ekki eiginmaðurinn. — Þetta er spennandj. Haraldur Theódórsson, í Verzluninni Geysi: Það er mjög gaman að mynd- inni. Það er nú spurningin hver er morðinginn. — Felix held ég. Þorsteinn Sigfússon, . lögreglulþjónn: Ég hef ekki horft svo oft, að ég ,-geti vel um það dæmt. Læknir- inn er grunsamlegur. Ólöf Hilmarsdóttir, i 7 afgreiðslustúlka: . Ég veit ekki. Það er ómögulegt að segj_a. Sveinn Björnsson, listmálari: Mér finnst leiðinlegt að segja það, en ég gruna lækninn. Þá hef ' ur mér dottið í hug að leynilögr- ; reglumaðurinn sjiálfur sé morðing inn, en ég vil ekki trúa þvi Rebekka Sverrisdóttir, nemarxdi í 2. bekk Hagaskóla Ég hef verið að hugsa um þetta alla vikuna. Það gæti verið dökk- (hærði karlinn, ég meina ungi mað urinn, Don Page heitir hann víst. Svana Eyj ólfsdóttir, húsmóðir: Eins og sakir standa finnst mér læknirinn grunsamlegur, hann er allavega eitthvað kúgaður. Annars kemur þetta allt í ljós í síðasta þætti, það er venjan. Eyjólfur Jóhannsson, rakari: Myndin er ekki sem verst. Mér hefur nú diottið í hug rS eiginmað urinn væri sá seki. Oddur Jónsson, nemandi í 5 bekk A Miðbæj- arskólans: Það er ábyggilega Dr. Swanley. Hugborg HjartardÓttÍr, Eða þá maðurinn með byssuna, ° ° sem þóttist vera George Anthrop- us. Sævar Halldórsson, starfsmaður tæknideildar rannsóknarlögreglunnar: Það er ómögulegt að segja. Mað ur hefur ekki getað rannsakað vettvanginn sjálfur. Læknirinn og Don Page eru grunsámlegir. En þeir eru gerðir grunsamlegir, svo að það er ekkert að marka. í verzluninni Vísi: Mér fannst Felix Hepburn grun samlegur í síðasta þætti. Annars * hef ég ekki horft n-ema tvisvar og get ekki vel myndgð mér skoð uin um þetta. Njörður Snæhólm, rannsóknarlögreglumaður: Það getur verið hver sem er, læknirinn eða Don, ungi maður- inn, sem gengur í augun á kven- - fólkinu. Þó held ég, að það sé 1 hvorugur þeirra. — Annars hef; ég ekki alltaf horft á myndina og get því ekki almennilega myndað mér skoðun á miálinu. Eftir 30 ára starfsemi er Iðunn skógerð, viðurkennd verk- smiðja í íslenzkum skóiðnaði. Iðunn fjöldaframleiðlr fyrir fjöldann. Meginþorri þjóðarinnar getur dæmt um Iðunnarskóna af eig- Jn reynzlu. Það er styrkur starfseminnar. ÖRUGG TRYGGING VERÐS OG GÆÐA. IÐUNN

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.