Tíminn - 17.11.1968, Side 2

Tíminn - 17.11.1968, Side 2
2 TIMINN SUNNUDAGUR 17. nóvember 1968. 'y. jrtttSsi iilii J WfÁLJ.i’.vr a *r£x . :<■ UTí.' Á, U HEFUR DR. GUNNAR JARRING MISTEKIZT? Mohammed Fawzy, hershöfðingi, varnarmálaráðherra Egyptalands (t.v.) og Nasser, forseti, kanna ástandið við Suez-skurð. Varnar- máttur Egyptalands er nú talinn slíkur, að ísraelsnienn geti ekki endurtekið leiftursókn eins og þá, sem þeir gerðu í fyrra. ÞÓTT MEIRA EN ár sé lið- ið frá sexdagastrríðinu milli ísraels og Arabaríkjanna, virð- ist ekkert hafa þokað í átt til friðar milli þessara aðila. Hef- ur verið fullyrt hina síðustu daga, að hið mikla starf Dr. Gunnar Jarrings, sáttasemjara Sameinuðu þjóðanna í þessu m'áli, hafi til einskis orðið. Jarring hóf starf sitt í desem- ber í fyrra, og hefur ráðning- artími hans verið framlengdur þrisvar sinnum, og nær nú til mlánaðarmótanna. Dr. Jarring hefur undan- farna daga og vikur lagt sig í líma við að fá fúlltrúa deilu- aðiianna — aðallega þó ísra- els, Egyptatlands og Jórdaníu — til að semja fyrir milli- göngu sína. Hefur honum tek- izt að fá utanríkisráðherra landanna til að skiptast á fyr- irspurnum og svörum á þann hátt, en ekki er þó hægt að nefna slíkt samninga. Hefur Jarring látið í ljósi þá skoðun sína, að ef þessi tilraun hans til að koma á frið- arsamningum í einni eða ann- arri mynd mistekst eins og hinar fyrri ,þá sé til lítils fyrir hann að halda áfram sátta- semjarastarfi sínu. Er því allt í óvissu um áframhaldandi starf Dr. Jarrings. ÞAÐ HEFUR GERT útlitið enn svartara nú síðustu daga, hversu mikil átök hafa orðið bæði milli herliðs fsraels og Egyptalands og ísraels og Jór- daníu. Hafa þessir aðilar marg sinnis lent í alvarlegum átök- um á vopnahléslínunni að undanförnu. En Jarring hefur haft að-. gang að utanríkisráðherrum landanna þriggja allt frá því í byrjun september síðastlið inn í New York. Utanríkisráð herra Egyptalands, Mahmoud Riad, og Jórdaníu, Rifai, fóru á dögunum til heimalanda sinna, en Abba Eban, utanrík isráðherra ísraels, dvaldi um kyrrt í New York um tíma. Telja margir, að heimför Ri ads og Rifais þýði, að Dr. Jarr ing hafi mistekizt, enda hefur afstaða aðilanna þriggja ekkert breytzt að því er virðist frá lokum sexdagastríðsins. Blöð í Kairó, höfuðborg Egyptalands, hafa einnig lýst því yfir, að til raunir hans hafi mistekizt. Segja þó góðar heimildir, að bæði Egyptar og ísraelsmenn- muni gera allt er þeir geta til þess að Dr. Jarring haldi á fram starfi sínu, því mjög hættulegt ástand geti skapazt. ef enginn sáttasemjari verður að störfum. ANNARS ER EKKI von til þess, að mikið miði í samkomu lagsátt á meðan hvorugur að ilinn gefur eftir svo nokkru nemi í afstöðu sinni. Þannig krefjast Arabaríkin þess, að ísraelsmenn yfirgefi hernumdu svæðin, og þannig verði upp tekin þau land~mæri er giltu fyrir sexdagastríðið. Aftur á móti virðast Araba ríkin ekki hafa hug á friðar samningum við ísraelsmenn. enda viðurkenna þeir ekki til verurétt ríkis þeirra. ísraelsmenn gera einnig mjög erfitt fyrir. Þeir krefj ast beinna viðræðna milli ísra Dr Gunnar Jarring, — hættir hann? els og Arabaríkjanna, ákveð inna friðarsamninga milli ríkj anna og samkomulag um ný landamæri, sem stækki fsrael verulega frá því sem var fyrir sexdagastríðið. Er vitað, að ísraelsmenn munu aldrei fall ast á að láta af hendi Golan hæðirnar í Sýrlandi, jórdanska hluta Jerúsalem og ef til vill allan vesturhluta Jórdaniir. Jafnframt krefjast þeir þess. að verði Sinaiskaga skilað aft ur, skuli engir egypzkir her menn staðsettir þar, og jafn framt skuli ísraelskum skipum heimilt að sigla um Suezskurð og Tiran-sundið. Er talið, að sögn New York Times,_ að í þeirri kröfu felist, að ísraels menn skuli áfram ráða Sharm el Sheik-virkinu við Tíransund ið. Á MEðAN KRÖFUR beggja aðila eru sem hér segir, virð ast litlar horfur á friði í lönd u.num fyrir botni Miðjarðar hafsins. Þá hefur ástandið í Jórdan íu síðustu dagana aukið mjög Levi Eskhol, — ráðherrar ósammála á ótta manna um víðtæk hern aðarátök á næstunni og fall Husseins, konungs í Jórdaníu. SEXDAGASTRÍÐIÐ fór mjög illa með_ Jórdaníu Huss eins konungs. ísraelsmenn her tóku vesturhluta landsins, sem er frjósamari hluti Jórdaníu — án veirturhlutans á Jórdanía euga möguleika á að standa á eigin fótum, sem sjálfstætt ríki. Til viðbótar við landmissinn hefur Hussein orðið að taka við miklum fjölda flóttamanna bæði frá vesturhlutanum. og eins flóttamenn úr fyrra stríði Jórdaníu og ísraelsmanna. Við bætist síðan, að eftir sex dagastríðið hefur fjöldi sam taka risið upp í landi hans og stundað skæruhernað gegn ísraelsmönnum, bæði í vestur hlutanum og ísrael Hafa hreyf ingar þessar talað um, að frelsa alla Paiestínu, þar á meðal ísrael. og afhcnda Pal estínu-Aröbum, sem orðið hafa að flýja þaðan síðustu áratugina. Hussein Ibn Tatal — milli steins og sleggju. ÞÓTT IIUSSEIN sé illa við öfgastefnu sumra þessara hreyfinga, er hann í mjög erf iðri aðstöðu, þar sem hreyfing arnar eru mjög vinsælar með al flóttamannanna í iandinu. Hann á því á hættu. að hrevf ingar þessar taki hreinlega völdin í landinu, ef hann legg ur til atlögu gegn þeim — eða ef hann gengur of langt í samningaátt við ísrael. Á móti kemur. að ísraels menn hafa látið á sér skiljast. að ef öfgahreyfingarnar taki völdin í Jórdaníu, muni þeir hertaka iandið allt. Virðast menn því ekki bein línis friðsamlega sinnaðir þar eystra sem stendur. í ÍSRAEL ER annars ekkert samkomulag um, hvað gera skuli í sambandi við hernumdu svæðin — en flestir reikna víst með, að þau verði hernumin um langan cima. Moshe Dayan, varnarmála ráðherra i stjórn Levi Eskhoi- hefur lengi lýst þeirrí skoðun sinni opinberlega, að vinna ætti skipulega að því að gera þá um eina milljón Araba, sem búa á herteknu svæðunum, að hluta af ísraelsþjóð. Á hann þá við, að aðlaga skuli þetta fólk ísraelsku efnahagslífi, og gera það svo háð ísrael, að óvilji þess í garð fsraelsmanna ihverfi vegna þeirra tengsla. Telur hann, að með því móti sé hægt að leysa grundvallar atriðið í máljnu, tveggja ára tuga deilu ísraelsmanna og PalestánuArab.a. Dayan telur, að vissulega verði um langt hernám að ræða. og því verði að vinna að slíkri lausn máls ins. UM síðustu helgi lét einn af álhrifamestu stjórnmálaleiðtog um landsins, Pinhas Sapir, ráðherra án ráðuneytis, í sér heyra um þetta mál, og and mælti sjónarmiðum Dayans mjög ákveðið. Taldi hann ótal hættur felast í því, að aðlaga Arabana ísraelsku efnahafslífi. Með því væri framtíð fsrael sem ríki Gyðinga sett í mikla hættu. Vitað var, að um afstöðuna til hernumdu svæðanna og Arabanna, se_m þar búa, eru ráðamenn í ísrael mjög ósam mála. og því undraði fólk ekki, að sú deila er nú orðin opin ber. Aftur á móti mun Eskhol lítt hrifinn af deilum ráðherra sinna á opinberum vettvangi og lét þá óánæg.iu sína í ljósi á fimmtudaginn var. ALMENNT ER TALIÐ. að mjög lítil von sé til þess, að Dr. Jarring takist að ná sam- komulagi milli deiluaðila j löndunum fyrir botni Miðjarð arhafsins- Það hefur þó verið haft eftir bandarískum heim ildum, að vel sé mögulegt, að einhver árangur náist í næsta mánuði. Virðist i raun, sem Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.