Tíminn - 17.11.1968, Side 14
14
TIMINN
SUNNUDAGUR 17. nóvember; 1968.
Kristniboðsvika
Dagana 17.—24. þessa mánaðar
verða kristniboðssamkomur í
húsi KFUM og K við Amt-
mannsstíg hvert kvöld kl. 8,30.
Sagt verður frá kristniboðinu í
Konsó og þar sem ísl. kristni-
boðar starfa annars staðar í
Eþíópíu. Hugleiðing verður í
lok hverrar samkomu. Fyrsta
samkoman verður í kvöld kl.
8,30. Kristniboðsfrásaga verður
og séra Ingólfur Guðmundsson
hefur hugleiðingu. — Kvartett
U.D. í KFUM syngur. — Á
mánudagskvöld verða sýndar
litmyndir: Læknisvitjun í
Eþíópíu. — Árni Sigurjónsson
bankafulltrúi, hefur hugleið-
ingu. Einsöngur. — Allir vel-
komnir.
Samband íslenzkra
kristniboðsfélaga.
BANKARNIR
Firamhald af bls. 1.
izt verulega og öll viðskipti
orðin viðameiri en áður var.
Má nefna sem dæmi, að ávís-
anareikningar við bankastofn-
anir á Reykjavíkursvæðinu eru
vel yifir 60.000 og fjöldi tékka
sem bókaðir eru daglega, er
10-15 þús. í kjölfar þessarar
þróunar hefur misnotkun tékka
aukizt verulega.
Þessar aðstæður allar valda
því, að afstaða bankastofnana
hlýtur að breytast til aðila,
sem ekki eru í föstum viðskipt
um og er umrædd auglýsing
til komin þess vegna, að því
er segir í tilkynningunni frá
samivinnunefnd bankanna.
Vona þær stofnanir, sem að
þessu máli standa, að almenn-
ingur sýni því fullan skilning,
en markmiðið er að sjálflsögðu,
að skapa aukið traust í banka-
viðskiptum og styrkja gildi og
öryggi tékka.
©AUGLÝSINGASTOFAN
Böraimrita hvað
pu i ilfa
•••
•••
i'filfa kikföngin
grá l®f kjalnndi
REYKJALUNDUR, sími um Brúarland. Skrifstofa í
Reykjavík: Bræðraborgarstíg 9, síml 22150
Miðstjórn ASÍ mót-
mælir Þjóðvilja-
frétt
Svöhljóðandi ályktun var ein-
róma samþykkt á fundi mið-
stjórnar ASÍ í gær:
„Vegna skrifa dagblaðsins Þjóð
viljans í dag, þar sem veitzt er
að fulltrúum launþegasamtakanna
í Verðlagsnefnd og sérstaklega
að Birni Jónssyni og jafnvel gef-
ið í skyn, að hann og aðrir full-
trúar samtakanna hafi með starfi
sínu í nefndinni stutt að stór-
felldum verðlagshækkunum á því
tæpa ári, sem þeir hafa átt þar
sæti, vill miðstjórn Alþýðusam-
bands íslands lýsa því yfir, að
fulltrúar samtakanna hafa starfað
þar á þann hátt, að fullyrða má,
að þeir hafa hindrð verðhækk-
anir í verulegum mæli, og trú-
lega svo, að háum upphæðum
skiptir í skertum verzlunargróða
og lægra vöruverði en ella hefði
gi'lt.
Þá vill miðstjórnin lýsa því yf-
ir að gefnu tilefni, að Björn Jóns
son tók sæti í nefndinni að ein-
dregnum tilmælum miðstjórnar-
innar, þótt hann væri, vegna
anna við önnur störf, ófús til þess.
Miðstjórnin vill ennfremur lýsa
fyllsta trausti á fulltrúa sína í
Verðlagsnefnd og þakka mikils-
verð störf þeirra þar í þágu laun-
þega og neytenda".
DAGSBRÚN
Framhald af bls. 1.
gluggum. Sjást hvergi merki þess
að brotizt hafi verið inn í sjálfa
bygginguna.
Fyrst hafa þjófarnir reynt fyrir
sér á fjórðu hæð, en gefizt upp
, við að komast inn um dyr þar.
í Skrifstofur Dagsbrúnar eru á
fyrstu hæð. Þar hafa þjófarnir
komizt inn með því að taka stóra
| rúðu úr falsi í hurð. Rifu þeir
| listana, sem héldu rúðunni, úr.
Þegar komið var inn á innri gang
var sami háttur hafður á að kom
ast inn um aðrir dyr þar. Þegar
inn var komið hefja þjófarnir pen
ingaleit. Brutú-þeir upp hurðir og
skúffur og höfðu meðferðis sæmi
leg verkfæri til þess brúks. Er
innbrotið auðsjáanlega undirbúið
og hafa þjófarnir gefið sér góðan
tíma til að komast í hirzlur. Brutu
þeir upp fjóra litla peningakassa
og stóran peningaskáp. Fyrst bor-
uðu þeir gat á skápinn og stækk-
uðu það með viðamiklu verkfæri,
sennilega stóra meitlinum. Ekki
dugði þessi framkvæmd samt til
að ná í allt fé sem í skápnum var
og var nú byrjað á nýjan leik
og hurðin sprengd upp.
Eins og íyrr segir er ekki vitað
með vissu hve miklu stolið var.
Hvorki í peningum eða af öðrum
verðmætum. En víst er að pening
arnir sem hurfu eru ekki mikið
undir 200 þúsundum króna, kann-
ske meira. Meðal þeirra peninga
sem hurfu, var aðgangseyrir sem
greiddur var að dansleiknum í
Lindarbæ í gærkvöldi, og hafi
þjófarnir þurft að borga sig þar
inn, eru þeir búnir að ná þeim
kostnaði inn aftur. Verkfærin
skildu þeir eftir, hafa sennilega
haft nóg að bera.
Leiga Blikur
Út af samtali við Guðjón Teits
son, forstjóra Skipaútgerðar ríkis
ins, sem birtist í blaðinu í gær,
óskar hann að taka fram, að það
hafi ekki verið eingöngu vegna
gengisbreytingarinnar, sem áfram-
haldandi leiga Blikur myndi hafa
hækkað um nærri 20 þúsund kr.
á dag, heldur einnig vegna veru-
legrar hækkunar grunnleigu, sem
eigendur skipsins vildu fá. En að
lokum var skipið ekki falt, þar eð
eigendur höfðu ákveðið að setja
það í áætlunarsiglingu milli Fær-
eyja og Kaupmannahafnar.
Keflavík
Framsóknarfélag Keflavíkur
heldur aðalfund sinn sunnudaginn
17. nóv. kl. 8 síðdegis í Aðalveri.
Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundar
störf, 2. Kosnir fulltrúar á kjör-
dæmisþing, 3. umræður um bæjar
mál.
Kjósarsýsla
Framsóknarfélögin í Kjósarsýslu
halda almennan félagsfund mið-
vikudaginn 20. nóv. kl. 9, að
Fólksvangi. Kosnir verða fulltrúar
á kjördæmisþing.
Jón Skaftason, alþingism. mæt-
ir á fundinum. Stjórnir félaganna.
Dylgjur út af skip-
an miðstj. Alþ.-
bandalagsins
ATHUGASEMD FRÁ JÓNASI
ÁRNASYNI
Ég sé í blöðum að heiman, að
sú staðreynd, að ég er ekki meðal
miðsitjórnarmanna Alþýðubanda-
lagsins, er notuð til að lauma því
að fólki, að ég sé hundfúll út af
þessu öllu saman og vilji helzt
enga ábyrgð bera á flokksstofn-
uninni. Morgunblaðsmiaðurinn
Styimir Gunnarsson gengur
lengst í þessum dylgjum. Þó veit
hann, þessi gamli bekkjarbróðir
Ragnars Arnalds og persónulegur
kunningi okkar Ragnars beggja,
að með flokksstofnun þessari hafa
loks rætzt vonir, sem ég hef lengi
gert mér um Alþýðubandalagið,
bæði hvað skipulag og forustu
þess snertir. Ég fór hingað vest-
ur á þing S.Þ. beint af skemmtun
Alþýðubandalagsmanna á sunnu-
dagskvöldið, bjartsýnni og í anda
hressari en ég hef verið langa
lengi.
Ástæðan til þess, að ég baðst
undan kosningu í miðstjórn, var
einfaldlega sú, að ég hafði sem
kjörnefndarmaður lagt fram til-
lögu með nöfnum fólks, sem að
mínum dómi átti allt meira erindi
í miðstjórn heldur en ég, og við
þessa tillögu hlaut ég að standa.
Með því að taka kjöri, hefði ég
brugðizt því samkomulagi, sem
náðist í nefndinni og gert mig þarj
með að óþarflega ómerkilegri peri
sónu.
Þetta veit ég, að allt heiðarlegt I
fólk hlýtur að skilja — og einnigj
Styrmir Gunnarsson.
New York,_8. nóv. 1968,
Jónas Árnason.
Kirkjukvöld i
Hallgrímskirkju
Kirkjukvöldin í Hallgrímskirkju
eru fram að jólum að nokkru
leyti helguð heilbrigðismálum.
Lækning líkamlegra og andlegra
meina hefir á öllum öldum verið
áhugamál kristinnar kirkju, og í
flestum löndum er nú vaxandi
samvinna með læknum og prest-
um.
Á sunnudagskvöld er kirkju-
kvöld í Hallgrímskirkju, og hefst
kl. 8,30. — Ræðumaður kvöldsins
er prof. dr. med. Sigurður Sam-
úelsson. Ræða hans mun fjalla um
almennar heilsufarsrannsóknir.
Þá verður samleikur tveggja
nemenda tónlistarskólans á fiðl-
ur, Dóru Björgvinsdóttur og Júlí-
önu Kjartansdóttur. Ennfremur
mun organisti kirkjunnar, Páll
Halldórsson, leika einleik á orgel,
og söngfiokkurinn aðstoða við al-
mennan safnaðarsöng.
VIÐREISNARHRUN
Framhald af bls. 1
andi efnahagsvandræðum á fs-
landi, sem væri eitt aðildar-
ríkjanna.
íslenzku fulltrúarnir höfðu
ekki vitað um það fyrirfram,
að tillaga þessi yrði borin upp,
og mun hún hafa komið þeim
nokkuð á óvart.
ÁRÁS Á ALÞÝÐUNUA
Framhald af bls. 1.
jafn róttæki’a aðgerða í efnahags-
málum, án nokkurra tilrauna til
þess að leita samráðs við launa-
stéttirnar, stilla verkalýðnum upp
fyrir orðnum hlut og bjóða síðan
viðræður um hliðarráðstafanir,
sem eigi að létta byrði gengis-
fellingarinnar, sem þó er Ijóst, að
breyta eigi þeirri staðreynd er nú
blasir við, það er að afleiðing
gengisfellingar leiðir yfir verka-
lýðinn slíka kjararýrnun, að ó-
gerningur verður fyrir verka-
manninn að framfleyta sér og sín-
um af launum sínum.
Því mótmælir fundurinn harð-
lega gengisfellingunni og hinni
boðuðu bindingu kaupgjalds.
Skorar fundurinn á allan verka
lýð í landinu að rísa upp og hefja
bará-ttu fyrir lífvænlegri lífskjör-
um og verðtryggingu launa.
Til að undirstrika vilja sinn í
þessu efni og undirbúnings vænt-
anlegri baráttu, samþykkir fund-
urinn að segja upp samningum
við atvinnurekendur.“
I HEIMSFRÉTTUM
Framhald af bls. 2.
einhver samstaða sé milli stór
veldanna — Bandarfkjanna og
Sovétríkjanna — um að hafa
stjórn á málum fyrir botni
Miðj arðarhafsins, og koma í
veg fyrir frekari styrjaldará
tök. En stórveldunum hefur
áður reynzt erfitt að stjórna
þessum rí-kjum, hvort sem það
eru Arabaríkin eða ísrael, svo
vonir manna eru ekki sterkar.
Aftur á móti eru ýmsir þeirr
ar skoðunar, að nú sé síðasta
tækifærið til að koma í veg
fyrir nýja styrjöld milli fsra
els og Arabaríkjanna, en báð
ir aðilar eru að nýju mjög vel
vopnum búnir. Þannig lét Cara
don lávarður, lastafulltrúi Bret
lands hjá Sameinuðu þjóðun
um, i Jjós þá skoðun sína á
fundi Öryggisráðs S.Þ. á dög
unum, að „ef okkur mistekst
árið 1968, þá mun 1969 vissu
lega verða ár afleiðinganna,
árið. þegar hatur og ótti og
vonleysi taka alia stjórn. þeg
ar hryllingur annarrar styrj
aldar verður hræðileg stað-
reynd.“
Elías Jónsson.