Tíminn - 19.11.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.11.1968, Blaðsíða 3
HUGLEIDING UM BYGGINGARIDNAÐINN RÉtt er atf iðngreinum hérlendum, sem meiri heilabrotum haia valdið en byggingariðn aðurinn. Ekki er þetta allt að ósekju, því áhrif byggingariðnaðarins eru tvímaelalaust mikil í hagkerfinu og meiri en margur gerir sér grein fyrir. Hreyf- ingar eða sveilflur í byggingariðnaði hafa hrist efnahags- kerfi a.m.k. flestra Evrópujlanda. Framleiðlsla ibúðarhús- næðis virðist einn staersti þáttux þess vandamáls, enda hefur framleiðsluverð og framiboð húsnæðis áhrif á alla afikomu manna. Hin öra uppbygging á íslandi krefst mikils fjármagns. Baráttan um það hefur verið hörð. Þegar þjóðin óskar sér lífsþæginda í harðbýlu landi er eðlilegt, að eigin húsnæði sé þar efst á baugi. Það er einnig þungt á metaskál- i nm, að í öllum tæknilega þróuð- j um samfélögum á stór hluti (um j 10%) allra starfandi íbúa afkomu sína beint eða óbeint undir bygg- ingariðnaðinum. Því er nauðsyn á, ; að rétt sé á málum haldið og á , sem árangursríkastan hátt. Það sætir furðu hve seint hefur sótzt fram á við. Þrátt fyrir öra þróun í flestum greinum iðnaðar, hefur byggingariðnaðurinn farið sér hægt í þeim efnum. Miðað við vinnuafl og fjármagn, sem ráðstaf að hefur verið til byggingarfram kvæmda hefur ekki náðst árangur sem skildi. Framleiðsla íbúðarhús næðis hefur einkennzt af tilviljun mn, spámennsku og fálmkennd- mn aðgerðum. Hver hér á sökina eða hverra hagur þetta hefur ver- !ð, skal ekki spáð í hér, Megin má1 er, hver er orsökin og hvað má betur fara? Og skulum við öta á nokkra liði, sem eru hlutar af byggingariðnaðinum. 1. VerktakL Verfctakhm eða byggingarlfyrir- tæikið er stjóimaiThlekkur fram- kvæmda. Haim samræmir vinnu- og efni, þamiig, að úr verður mann virki. Hann leggur til þekkingu á kostnaði, stjómun og byggingar- aðferðum. Hér hafa byggingarverktakar verið of margir og smáir, jafnvel iðulega ógreinileg mörk milli verk taka og vinnuafls. Eitt skilyrði til þróunar byggingariðnaðarins eru stórir verktakar, með fullkominn tæknibúnað og starfslið, sem veld- ur skipulags- og stjórntækni. Ný- lega hafa verið stofnuð samtök íslenzkra verktaka og ættu þau að geta orðið vísir að réttri uppbygg- ingu verktakaaflsins og stuðlað að þekkingu á stjórnum og skipulagn- ingu við mannvirkjagerð. 2. Vinnuaflið. Ný tækni og tæki auka fram- leiðni vinnuaflsins. Hér er skil- yrðið meðail annars stöðlun os meiri fjöldaframieiðsla á* samsettum og ósamsettum ein- ingum, endurtekning verkþátta með bónuskerfi og stöðug vinna allt árið. Það bónuskerfi sem nú er notað við fagvinnu í byggingar- iðnaðinum, eru svonefndir uppmæl ingatextar. í dag er ekkert eða a.m.k. losara legt kerfi á gerð þeirra. Til dæmis skynja þeir ekki þátt fjöldafram leiðslu og endurtekninga og hindra tilkomu nýjunga, í þeim er engin skilgreining á því starfi sem þeir eiga að fela í sér o.g álag á þá reikninga er jafnvel torskildara ___ _ _ _ en sjálft skattakerfið. Þeir, sem stjórna eiga hagkerfinu verða að taka þetta fyrirkomulag undir eftir lit. 3. Framleiðendur og innflytjendur byggingarefna og byggingarhluta Þeir geta aukið framleiðni með þróun betri efna og betri dreif- ingakerfa. Skapa þarf þeim skil- yrði til fjöldaframleiðslu og þá hagstæðari innkaupa á byggingar- efnum. 4. Fjármagnið. Hagstjórnaraðgerðir ríkisvaldsins (t.d. lánsfjártakmarkanir) og lána fyrirkomulag veðlánakerfisins hafa skapað framkvæmdasveiflur, sem valda öryggisleysi í rekstri bygg- ingarfyrirtækja og hindra eðlilega og heilbrigða þróun þeirra. Fjár- straumar hafa beinzt í byggingar iðnaðinn eftir ýmsum leiðum og er þar helzt að telja: Veðlánakerfi Húsnæðismálastofnunar ríkisins, lán sérsjóða svo og byggingarsjóðs verkamanna, lán lífeyrissjóða, lán frá sparisjóðum, lán frá bönkum til skamms tíma og svo eigið fé íbúðareigenda. Yfirleitt hafa straumar frá lána- kerfunum farið beint til einstakl- inganna, en þó ekki fyrr en við- komandi bygging er vel á veg komin. Þetta fyrirkomulag hefur leitt til þess, að fjármagnið fer næsta óskipulagt á markaðinn, á tvist og bast, iðulega hefur það týnzt í óeðlilega milliliði. Ennfrem ur er stór hætta á, að við þetta skapist spenna og ójafnvægi á vinnumarkaðinum. Sérhver pukrar 1 svo í sínu horni með sína fram- j kvæmd og leggur nótt við dag, jafnvel í mörg ár, það kann að vera holt dugmiklu fólki, a.m.k. hefur ríkisvaldið stuðlað að því \ með ákvæðum í skattalöggjöf um i skattfrjálsa vinnu við eigin íbúðir. Þessi leið getur ekki skapað heil- brigðan byggingariðnað né heldur | lækkað raunverulegan byggingar-' kostnað. Hér þarf að finna aðrar leiðir, sem nýta mundu fjármagn ið betur. 5. Byggingarlóðir. Fyrirkomulag á lóðaúthlutunum í mesta þéttbýlinu og misjafn gang ur á því að gera landsvæði bygg- ingarhæf, hafa hindrað skipulega byggingarstarfsemi og haft trufl- andi áhrif á framkvæmd íbúðar- bygginga. Barátta hefur skapazt um byggingarlóðirnar eins og um fjármagnið. Sá háttur er hafður á, að skipulag viðkomandi bygg- ingarlands er svo rígbundið, að það verður nær engu um þokað Framkvæmdirnar í Breiðholti, séðar úr lofti, ■ ■ þegar til framkvæmda kemur. Ef sú stund rynni upp, að bygg inigarverktakar fengju að glfma við stærri heildarverkefni en hingað til, þarf athugun og skipu lag byggingarsvæðanna að gerast mun fyrr og í samráði við fram kvæmdaaðilana. Rétt er þó að geta þess, að Framkvæmdanefnd byggingaráætl unar hefur brotið blað á þessu sviði, þar sem nefndin fékk bygg ingarsvæði fyrir síðari áfanga framkvæmda sinna og hefur nú látið starfsmenn sína, sem eru í beinum tengslum við fram- kvæmdirnar, skipuleggja og kanna íbúðabyggingasvæðið. NÝ VIÐHORF Spor hefur verið stigið í rétta átt með samningi ríkisstjórnarinn- ar við verkalýðsfélögin um bygg- ingu 125 íbúða. Flestar þessar íbúðir eiga að seljast á kostnaðar- verði og mestur hluti andvirðis þeirra lánaður til 33 ára. Þarna er kominn vísir að því, að safna fjármagni saman á einn stað, framkvæma fyrir það á skipu lagðan hátt og veita það í formi húsnæðis sem lán til kaupenda í gegnum veðlánakerfið. Þetta átak á vonandi eftir að opna möguleik- ann á nýjum viðhorfum í bygg- ingarmálum þjóðarinnar. Áætlað er, að þörf sé fyrir um 1700 nýjar íbúðir árlega, þar af um 900 á höfuðborgarsvæðinu. Á árinu 1966 var fjármunamynd un í íbúðabyggingum um 1700 milljónir króna. Af því fé kom um helmingur frá hinu almenna lánakerfi, en hinn hlutinn eftir óvissu leiðum, vafalaust mikið sem stutt lán og dýr, sem geta haft áhrif til hækkunar á íbúða- verði og verðbólgu. • Augljóslega væri heilbrigðara að þetta fjármagn færi um opin berar lánastofnanir, þannig, að hægt væri að beina því á réttum tfma á réttan stað. Þá fyrst er hægt að vænta fullrar og réttrar nýtingar þess. Og þá fyrst getur byggingariðnaður þróazt og leyst þann vanda, sem honum ber sem atvinnugrein. B. E. HREINSUM rúskinnsjakka rúskinnskápur *:Á sérstök meöhónölun ° EPNALAUOIN &J&RG Hðalelllsbratit 88-60. SSIrÁl 3J^6Q BarmahllA 6. Sim) 33^7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.