Tíminn - 19.11.1968, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.11.1968, Blaðsíða 11
steinshúsa Undanfarið hefur nokkuð verið rætt um mátsteinshús hérlendis, en talið er að hægt sé að lækka verulega byggingarkostnað án gæðarýrnunar á húsakosti með þessari byggingaraðferð. Jón Lofts son h.f., sem hóf framleiðslu hleðslusteina úr rauðmöl árið 1954, og framleiðslu staðlaðs mát steins til útveggja húsa úr rauða möl árið 1962, gaf nýlega út at- hyglisverðan bækling — „Leið- beiningar um hleðslu húsa“. Að vísu er ekki hægt að gera fulla grein fyrir gerð húsa í stuttri blaðagrein, en hér á eftir er þó gerð tilraun til að lýsa ýmsum aðalátriðum í sambandi við gerð hlaðinna húsa, og er byggt á áður nefndum bæklingi. I inngangi bæklingsins, sem Jón Kristinsson arkitekt ritar, segir m.a., að „í gerð bygginga á fs- landi er að myndast sú hefð, að járnbenta steinsteypu skuli nota í öll hús. Mótatimbur er flutt til landsins í stórum stíl í uppslátt og til þakklæðninga. Nágranna- löndin með svipaða úrkomu og sama meðalhitastig að vetri nota hins vegar aðrar byggingaraðferð ir. Þar sem óvenju mikill hluti þjóðartekna fslendinga fer f bygg ingar er það vel íhugunarvert, hvort ekki sé um aðrar byggingar aðferðir að ræða. Miðað við hreinhiaðna veggi (ómúrhúðaða) úr mátsteini, er steinsteypa í fullunnum veggjum orðin allmiklu dýrari. Þessi kostn aðarmismunur á eftir að breytast hleðslu í vil á komandi árum við meiri hleðsluþjálfun múrara. Nokkrir aukakostnaðarliðir við innréttingu steinsteyptra húsa, sem eru nauðsynlegir til þess að hljóm burður verði viðunanlegur svo sem gólfteppi út f öll horn, efnis- mikil gluggatjöld og jafnvel viðar klæðning á loft, þarf ekki við í hlöðnum húsum. Þá er fljótlegra að hlaða hús heldur en steypa þau og að lokum er minna vatn notað á byggingarstaðnum svo hlaðin hús eru fyrr íbúðarhæf vegna minni veggjaraka“. 9,5 cm eða 19,5 cm ef það er haft til mikils burðar. EINANGRUN Á milli veggþilja er 5 cm. loft- ræst bil, sem bæði er til einangr- unar og til varnar rakaflökti. Ódýrast og auðveldast er að koma einangrunarefni fyrir milli vegg- þilja, t.d. frauðplast-plötum, og skapast þá engar kröfur til múr- húðunar. Ekki er rétt að þrengja loftbilið vegna einangrunarefnisins, heldur hafa bilið milli veggþilja sem svarar þykkt einangrunarefnis- ins + 5 cm. Til varnar gegn gufu flæði og til frekara öryggis gegn leka má setja gluggaplast eða svart landbúnaðarplast innan við einangrunarlagið. INNVEGGIR Þar sem innveggir úr hleðslu- steini eða steinsteypu bera þak og/eða loft, verða þeir samkvæmt byggingarsamþykkt að vera minnst 12 cm. að þykkt. Hér má nota 9,5 cm. máthellur múraðar eða mátsteina. Ef sérstök burðargrind er notuð, þarf ekki að múrhúöa máthellur. GRÓP OG FRÁGANGUR VEGGJA Þegar múrblandan í hleðslunni er farin að harðna, skal krafsa úr á steinamótum sem svarar 1—1,5 cm. á útvegg, þar sem siðar á að hreingrópa, en það er gert þegar lokið er hleðslu hússins. Til litun- ar á grópfyllingu má nota ýmsar tegundir af sementi og sandi, en ekki kalk. Hleðslan er lítillega bleytt áður en grópað er. Þegar grópa skal, liggur blandan ' gróp- fyllinguna rétt hnoðrök á stálbretti og er þrýst inn í grópin með sér- stöku grópjárni. Það er oftast flatt 1 cm. á breidd en 20—50 cm. á lengd. Gróp standa oft 2—3 mm. dýpra en hleðslusteinninn, eða sem svarar grópjárnsþykktinni, en ann- ars er hverjum í sjálfsvald sett um lag og dýpt grópsins. Snyrti- leg og veðurþétt gróp eru jafn- Unnið að hleðslu mátsteinshúss. snar þáttur í útliti húss og vönduð hleðsla. Venjulega er engin ástæða til þess að múrhúða hlaðna útveggi. Ef þeir eru á annað borð múrhúð- aðir má múrhúðin ekki vera úr of sterkri blöndu. Þó það sé ekki nauðsynlegt má auðveldlega vatns verja veggina með því að sprauta kísilupplausn (silicone) sem einn- ig sparar utanhússmálningu. Með kísilvatnsvörn er steinninn ljósari að lit í rigningu en ella. Innveggi má múrhúða, sementskústa cg mála, mála einungis eða láta þá eiga sig. Þar sem hleðslusteinarn- ir eru nokkuð hrjúfir er æskilegt að gangar og stigar séu hafðir ca. 10 cm. breiðari en ella. GLUGGAR OG DYR í öllum aðalatriðum er frágang- ur á gluggum og dyrum sá sami í steyptum húsum og hlöðnum. í stað gyrðis eru hins vegar settir listar á gluggakistu. Ganga þeir inn í loftbilið á milli veggþilja í I útvegg. Æskilegt er að setja tjöru | papparenning með listanum. Gluggakista er fest með fjórum i til sex gluggaakkerum, sem skrúf- (uð eru í hverja gluggakistu og ;síðan múruð inn í veggbilin. Þá j er einnig framleiddur sérstakur mátsteinn með rauf fyrir glugga- járn. Yfir dyrum og gluggum eru settir tveir steypustyrktarteinar á milli laga í hvert veggþil. Inni- i dyrakarmar hafa engin séreinkenni Oft er auðveldara að láta glugga og dyr ná upp í loft. ÞAKFESTING Binda þarf þök ca. 140 cm. niður í veggi til þess að fá nóg viðnám gegn lóðréttu sogi á þakfleti. Reynslan hefur sýnt að auðveld- ast er að steypa lykkjur I vatnslás gólflistann í útveggjum og binda þökin niður í gólf með galvani- seruðu gyrði. Steypt þök eru óæski leg á hlaðin hús nema gerðar séu sérstakar ráðstafanir til styrking- ar, vegna jarðskjálfta og góð ein- angrun sé sett á þak og þakbrún. RAFLAGNIR Svo ekki þurfi að gera neinar raufir í óhulda hleðsluveggi, eru allar raflagnir fyrir tengla settar í steypta gólflista. f dyrakörmum er höfð rauf fyrir raflagnir upp að slökkvurum sem borað er fyrir eftir á við dyralistana. Raflögn- 1 um fyrir loftrás er komið fyrir j milli veggþilja í útvegg, í geymslu | vegg eða í bakhlið skápa eða slík- 'um stöðum. UNDIRBÚNINGUR Áður en hleðslumúrari og hand langari hefja vinnu, þarf gólfplata og gólflistar (með rafleiðslum og þakfestilykkjum) að vera tilbúin. Eftir því sem við verður komið þurfa dyrakarmar, gluggar og hleðsluleiðarar í innhornum að vera settir upp og skorðaðir. Þessi undirbúningsvinna er yfirleitt gerð af trésmið. FLJÓT HLEÐSLA Sjálf hleðslan er mjög fljótgerð, og hefur það sýnt sig í verki. Þann ig var sumarið 1967 hlaðið ein- býlishús í Fossvogi. Hollenzukr múrarasveinn, Andries Hendriks, hlóð húsið, og var það fullhlaðið 6 vikum frá því að byrjað var að grafa fyrir grunni. Með betri und irbúningi hefðu þrjár vikur nægt til hleðslunnar, þó með þeim fyrir- vara, að veðrátta sé hagstæð. ÓDÝR BYGGINGAR- AÐFERÐ Erlendis eru steinsteypt lág- hýsi allt að því óþekkt fyrirbæri, m.a. vegna mikils kostnaðar, og bendir þróunin í þá átt, að grinda hús og hlaðin hús úr millistærðar blokkum eigi sér mesta framtíð. Vermsmiðjubyggð hús með heil- veggjum eiga stöðugt erfirðara uppdráttar vegna mikils stofnkostn aðar og lítilla skifti- og breytan- leika. Aukin þekking á undirstöðum húsa á jarðskjálftasvæðum, meiri gæði á hleðslusteini og múr- blöndu, og síðast en ekki sízt rann sóknarstofuathuganir á gerð hlað- inna húsa, mæla með þessari ódýru byggingaraðferð, og gæti breytt þeirri skoðun, að verðmætisrýrn- un krónunnar réttlæti hinn háa byggingarstofnkostnað og langan byggingartíma. Hleðsla mát MÁTSTEINN OG MÁTHELLUR Mátsteinn og máthellur eru not- aðar sem skilrúmsveggir á milli burðarsúlna og burðarveggja. burðarveggir í lághúsum, innan- klæðning á reykháfa, og sem lofta- steinar í gólf til þess að spara mótatimbur. Þessi byggingaraðferð byggist á algerlega tvöföldum útveggjum úr mátsteini og máthellum úr gjalli (rauðamöl) frá Seyðishólum. Greina má milli einangraðra fbúð arhúsa og útihúsa sem ekki eru einangruð. Gert er ráð fyrir steypt um gólflistum með raflögnum, bæði undir út- og innveggjum. Hefur það reynzt hentugt, þar eð meginreglan er að veggir séu ekki múrhúðaðir. ÚTVEGGIR Hlaðin eru tvö veggþil. Ytra veggþilið er notað til hlífðar gegn veðráttu, þ.e.a.s. sem regnkápa og vetrarfrakki. Innra veggþilið er ti! burðar á gólfi og/eða þaki og ti! einangrunar Ytra veggþilið er máthella 9,5 cm. að þykkt og er tengt inora veggþilinu með eínu galvanseruðu vírbéizli á hvern fer metraveggjar . Innra veggþilið er HÚSGÖGN sem fengu viðurkenningu á sýningu húsgagnaarkitekta „Húsgögn 68“ eru til sýnis og sölu í Skeifunni. Fáanleg úr tekki og eik. Gunnar Magnússon húsgagnaarkitekt SKEIFAN KJÖRGARÐI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.