Tíminn - 19.11.1968, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.11.1968, Blaðsíða 13
Smifðá. hrásgagma og innrétt- fcnga er í dag þýðingarmikil SSngreHi á falandi, og hefur þró azt í sfejöli allmiMllar tollvernd ar.Telst þessi iðnaður þvf til vemdaðra iðngreina, þótt reynd ar hafi verið alUmikið um inn- flutning bæfði húsgagna og inn- léöáaga uadanfarin ár. Vegna mSdfia toHa, 90%, hefur inm- lendu framleiðslunni aftur á móti tekizt að halda hluit sin- um, en talið er, að á komandi ártrm verði þessar iðngreinar að aðlagast auMnni erlendri samikeppni vegma tolialsekkana, og sé þroí miMð verfcefni fram- undan hjá þeim mörgu, sem þeaaan iðnreíksteir stunda. Sferð iðngreinanna. Talið er, að árið 1966 hafi am 750 manns unmið við bús- gagnagerð og um 600 við inn- xéttíngasmíffi, em samamlagt feamleiðsluverðmæti þessara iðn gssána var um 600 milljóoir fslenzk húsgögn flutt lenda markaði á næstu a er- árum? króma það ár, og vinnsluvirðiið m 290 milljónir króna. Á síðasta ári var talið, að mamnár í húsgagnasmíði hafi verið 747, en mannlár í innrétt- ingasmiði 48S. Það ár voru um 120 fyrir- tæki í hÚBgagnasmí'ðionni, en mn 129 í innrétingasmíði, eða samtals um 250 fyrintæki í báð um iðngreinunum. Nokkuð hefur þó þróunin ver ið misjöfn í þessum greinum. Þammg hjeifúr fyrirtækjum í húsgagnagerð fælkkað nokkuð á síðustn árum, en fyrirtækj- um í innréttingasmíði fjölgað. Þannig er talið, að árið 1965 hafi 136 fyrirtæki stundað hús- gagmasmiði, 146 árið 1966, en 120 á síðaeta ári. Aftur á móti er talið, að 98 fyrirtæM hafi stundað innrétt ingasmíði árið 1965, 110 árið eftír og 129 á íiðasta ári. Mun yfirleitt talið, að þessi breyting stafi m.a. af þvi, að nokkur fyrirtæki hafi hætt húsgagna- smíði og snúið sér að innrétt- ingunum. Talið er, að meginhluti hús- gagnagerðarinnar, eða allt að 75%, fari fram í Reykjavík, og að þar séu yfir 50 fyrirtæki er stundi þá framleiðslu. Aftur á móti mun innréttingasmíðin meira dreifð um allt landið, og er talið, að um 25% hennar sé staðsett í Reykjavik- Tiltölulega ný framleiSslugrein. Þótt húsgagnasmíði sé orðin þýðingarmikil iðngrein hér á landi, þá á hún sér ekki langa sögu sem slík. Það er ekki langt síðan húsbyggingar og hús- gagnasmíði var talið eitt o-g hið sama, og húsgagnasmíðin hlaut ekki fulla viðurkenningu sem sj'álfstæð iðngrein fyrr en árið 1935 — fyrir aðeins 33 árum. En löngu fyrir þann tíma höfðu húsgagnasmíðastofur ver ið settar upp hér á landi Með þeim elztu er Völundur h.f. og Gamla Kompaníið. Er talið að á fyrri helmingi aldarinnar hafi mikill fjöldi húsgagnaverk stæða risið upp, og þeim lítið fjölgað síðan eftir síðari heims- styrjöldina, en mörg verkstæðin hafa stækkað og orðið að stór um verksmiðum. Fyrstu húsgagnaverkstæðin smíðuðu aðallega ódýr húsgögn úr furu til málunar. Síðar komu svo húsgögn úr dýrari viði, svo sem eik, hnotu, birki og rauða- viði. Var jafnan fylgt húsgagna- stfl nágrannalanda okkar, og var allmikið um útskurð á þeim órum. Það breyttist þó eins og flest arnnað eftir síðari heims- styrjöldina. Þá komu fram ný smíðaefni og uku möguleika til fjölbreytni, og húsgagnaarki- tektar koma til sögunnar og skapa ný form. Kvartað yfir fábreytni. Allmikið hefur verið yfir því kvartað, að fjölbreytni í hús- gagnaiðnaðinum hér á landi sé lítil. Útlit sé svipað í höfuðat- riðum — og þá aðallega stæl- ing á húsgögnum nágrannaþjóða — og efnið sé einkar fábreytt, aðallega tekk. Þessi gagnrýni á auðvitað einhvern rétt á sér, og munu ástæðurnar ýmsar. Þó má telja sennilegt, að ein aðal- ástæðan sé takmarkaður mark aður og smæð fyrirtækjanna sem þessa framleiðslu stunda. Það er mikill kostnaður því samfara að leggja út í nýjung- ar, ekki sízt þegar alls óvfet er um árangur á markaðinum sjálfum. Er í rauninni vart við mikl- um breytingum á þessu að ræða nema framleiðsla á húsgögnum til útflutnings hefjist. Þótt mikið af íslenzkri hús- gagnaframleiðslu sé stæling á erlendum húsgögnum, þá eig- um við marga húsgagnaarki- tekta. í Félagi þeirra eru nú 22 húsgagnaarkitektar. Á sýn- ingunni „Húsgögn ‘68“, sem haldin var í ágústmánuði s. 1. sýndu 12 þeirra verk sín, os vöktu bau mikla athygli. En það er auðvitað ekki nóg, ef fyrirtækin í iðngreininni hafa ekM bolmagn til að nota þær hugmyndir i framleiðslunni. Framleiöslukostnaður hærri en erlendis. Framleiðslukostnaður hús- gagna hér á landi er yfirleitt mun meiri en erlendis, sem bezt sést á bví. að hægt er að flytja inn og selja hér erlend húsgögn á svipuðu verði og þau innlendu, en greiða samt 90% toll. Var innflutningur a hus- gögnum op innréttingum all- mikill á síðasta ári en verk- smiðjuframleiddar innrétting- ar hafa mjög verið hér á mark aðinum síðustu tvö árin eða svo. Ástæður fyrir þessum mikla framléiðslukostnaði hér eru margar. Kemur þar m.a. til, hversu smá fyrirtækin eru — en það er áætlað, að af hús- gagnaframleiðendum hafi að- eins þriðjungurinn 10 starfs- memn eða fleiri. Hin erlendu stórfyrirtæki hafa mun betra skipulag og nýta betur vinnu og fjármagn, eins og eðli er stórfyrirtækja, sem verða að keppa á alþjóðlegum mörkuð- um. Ofan á þetta bætist, að hús- gagnaframleiðendur verða að greiða mikla tolla af ýmsum vörum, er þeir þurfa að flytja inn vegna framleiðslunnar. svo sem 35—40% toll af megin- hluta efnisins, og jafnvel 60— 70% af einstökum smáhlutum. Þá þurfa þeir að greiða 25% toll af áhöldum og vélum og 35% toll af byggingarefni. Ber þetta allt að sama brunni, og eins það, að vextir af fjárfest- ingar- og rekstrarlánum eru hér hærri en víðast erlendis og lána kjör óhagstæðari. Þá þurfa þeir að greiða 25% toll af áhöldum og vélum og 35% toll af byggingarefni. Ber þetta allt að sama brunni. og eins það, að vextir af fjárfest- ingar- og rekstrarlánum eru hér hærri en víðast erlendis, og lánskjör óhagstæðari. Húsgögn fil útflutnings. Það er skoðun margra, að íslendingar ættu að geta hafið framleiðslu á húsgögnum og innréttingum á erlenda mark- aði — og verði hvort sem er að framleiða þessa vöru á sam keppnishæfu verði, þar sem tollvernd muni minnka veru- lega á næstu árum. Otto Schopka, framkvæmdastjóri Landssamhands iðnaðarmanna, sagði nýlega í grein um þetta atriði. að „ef íslenzk húsgagna framleiðsla á að halda velli, þegar þær aðstæður eru oi'ðnar að veruleika verður ýmislegt að breytast frá því sem nú er. vinna þarf að breytingu þeirra skilyrða. sem háð eru ákvörð- unum stjórnvalda, svo sem vaxta, lánstíma, tolla af fjár- festingarvörum og hráefnum, afskriftareglna, skattalaga o. s. frv. En fleira þarf að koma til. Smæð fyrirt.ækjanna verður þeim tvímælalaust fjötur um fót, þegar lækka á framleiðslu kostnaðinn svo að um munar. Kyrirtækin þurfa að stækka og taka upp aukið samstarf og verkaskiptingu sín á milli, til þess að geta tekið upp þær framleiðsluaðferðir, sem fram- tíðin krefst. húsgagnaiðnaður- inn verður einnig að miða við framleiðslu fyrir miklu stærri markaði en til eru hér á landi, ef nást á umtalsverð lækkun framleiðslukoátnaðar. Þetta þýð ir, að eigi húsgagnaiðnaðurinn að halda velli í nokkurn veg- inn tollalausri samkeppni, verð ur hann að miða framleiðslu Framhald á bls. 4. J.P. ELDHÚSINNRÉTTINGAR eru landsþekkt gæðavara og hafa alla þá kosti sem þarf í nýtízkuleg og fullkomin eldhús. — ■ *** SPV- • I. ..‘•V'Srfl 1' a. 11 .,-■, VELJUM fSLENZKT <H) ÍSLENZKAN IÐNAÐ AÐEINS ÚRVALS EFNI NOTAÐ HÚSGAGNAVERKSMIÐJA JÓNS PÉTURSSONAR SKEIFAN 7 — SÍMI 31U3.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.