Tíminn - 19.11.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.11.1968, Blaðsíða 5
Hús í smíðum, — verið er að steypa upp þriðju hæðina. Erfíðleíkar einkaframtaks- ins í byggingariðnaðinum Hugtakið byggingariðnað ur getur verið nokkuð víðtækt, en í því yfirliti sem hér fer á eftir verður yfirleitt aðeins gerð grein fyrir þeim þætti þess iðnaðar sem felur í sér íbúðariiúsabyggingar. En þær einar eru auðvitað mjög um- fangsmiklar. Það sýnir sú staðreynd, að fjármunamyndun í íbúðarhúsa- byggingum mun hafa verið um 1900 milljónir króna á síð- asta ári á verðlagi þess árs. Þess má geta, að það ár mun fjármunamyndun í byggingum og mannvirkjum hins opinbera hafa numið 2490 milljónum króna, og gefur það nokkra hugmynd um stærðina. Ann- ars er talið, að árið 1966 hafi verið unnin um 6500 vinnuár í byggingariðnaðinum hér á landi. Þróun húsgerðar í íslandi. Þar sem við fslendingar byggjum kalt land, þar sem von er á öllum veðrum, er eðli legt að mikil áherzla sé lögð á gæði þess húsnæðis er við höfumst við í. Má segja, að velferð og vellíðan lands manna sé að mjög miklu leyti undir því komin, að þeir búi í góðum, hlýjum og vist- legum húsakynnum. En ,hin almenna fátækt fs- lendinga og skortur á góðu innlendu byggingarefni var þess valdandi, að húsagerð hef ur hér á landi verið á mjög frumstæðu stigi til skamms tíma. Það mun hafa verið allt 'fram á síðari hluta síðustu ald ar, að íbúðarhús voru hér á landi byggð þannig, að veggir voru úr torfi og grjóti og með torfþaki en reft og klædd að innan með rekavið eða að- fluttu timbri. Nokkrar kirkjur voru þó byggðar úr timbri og sömuleiðis voru timburhús byggð í bæjunum er þeir tóku að vaxa. Þó voru tortflbygging- ar algengastar langt fram á nítj ándu öldina. Er talið, að um 1880 sé almennt farið að byggja úr timbri í bæjunum, og verða timburbús upp úr því algengustu byggingar þar. Þótt fáein íbúðarhús muni hafa verið gerð úr höggnum steini á átjándu öldinni, þá er talið, að 1880 hafi aðeins 5 slík íbúðarhús verið til í land- inu. Það ár var Alþingishúsið byggt, og mun það hafa átt sinn þátt í því, að steinhús tófcu að ryðja sér til rúms. Aukning steinhúsa. En það er ekki fyrr en upp úr aldamótunum að bera fer á steinhúsum að ráði, en þá var farið að nota sement til bygginga. Til er yfirlit yfir tegundir íbúðarhúsa 1910—’50, Og sýnir það vel þróunina. Árið 1910 voru skráðar 10.213 íbúðir í landinu. Þar af voru langflest húsin úr torfi, eða f. 354. Því næst komu timburhús, 4.488 talsins, en steinhús voru 371 talsins. 10 árum síðar, 1920 voru timburhúsin orðin flest eða 5196. En torfhúsin voru svip- uð að tölu, eða 5.007 talsins. Steinhúsum hafði fjölgað veru lega og voru alls 1.061. Tuttugu árum síðar, árið 1940, hafði veruleg breyting orðið, en samt voru timburhús in þá enn flest, eða 7.570 tals- ins, en næst komu steinhúsin voru þá orðin 6146. Torfhús- in voru þá 1744, En 1950 höfðu steinhúsin loks orðið flest eða 1.511, timburhúsin voru 8.033 tals- ins og torfhúsin aðeins 702. Segja má, að frá 1950 hafi flest hús verið byggð úr steini. íbúSarbyggingarnar. Það er að sjálfsögðu nokk- uð misjafnt eftir árum, hversu mikið af íbúðum hefur verið byggt að undanförnu. Er í því sambandi forvitnilegt, að líta á tölur um fullgerðar íbúðir á síðustu árum. Árið 1957 voru fuUkláraðar 1618 íbúðir á öUu landinu, en nokfcru minni næstu ár á eft- ir, 1431 íbúð árið 1958 1526 árið 1959 1484 íbúðir 1960, 1209 árið 1961, 1272 árið ‘62, 1303 íbúðir 1963, 1331 árið 1964 og 1518 árið 1965. Árið 1966 komst tala full- gerðra íbúða að nýju í há- mark. Það ár voru um 1680 íbúðir fuUgerðar, og árið eftir, í fyrra tæpar 1800 á öliu land- inu að því er talið er. Hver er íbúðaþörfin? Á síðasta ári gerði Efna- hagsstofnunin áætiun um í- búðaþörfina hér á landi á ár- unum 1967—1971. Hefur stofn unin gert ráð fyrir tveimur til vikum í þessu sambandi. í báð um tilvikum er gert ráð fyrir að íbúðarbyggingarnar sam- svari að fullu aukinni fjöl- skyldumyndun. í fyrra tilvik- inu er síðan gert ráð fyrir að hlutfall þeirra einhleypinga, sem geta ráðið yfir íbúð, geti aukizt jafnmikið og á árunum 1960—1966, eða um 1.3% á ári hverju. En í síðasta tilvikinu gerir stofnunin ráð fyrir. að hækkun þessa hlutfalls verði heldur minni á þessum fimm árum heldur en á árunum 1960—‘66, eða aðeins um 1%. Ástæðurnar fyrir þessu segir stofnunin vera, að rök eru fyrir því að reikna með hægari vexti hlutfalls þeirra einhleyp inga sem ráða yfir íbúð, þeg ar þetta hlutfall er orðið til- tölulega hátt, heldur en með- an það er lágt. Þar við bætist að á næstu árum verður fjölg- un einhleypinga nær eingöngu í yngstu og elztu aldurs- flofckunum, en einhleypingum á aldrinum 30—50 ára fækkar en einhleypingar í þeim aldursflokkum eru þeir, sem telja má, að helzt vilji eignast eða leigja ibúð“. Miðað við fyrra og hærra tilvikið í þessari áætlun Efna- hagstofnunarinnar var þörf íbúða árið 1967, 1700 íbúða á þessu ári og árinu 1969 og 1800 ibúða hvort áranna 1970 og 1971. Ráðamenn telja að hingað til hafi þessi áætlun staðizt. Fjármálaráðherra, Magnús Jónsson, sagði þannig í ræðu fyrr á árinu, að „í reynd er talið, að fjármunamyndun um reiknuð í fullgerðar íbúðir hafi verið um 1800 árið 1966 og 1900 árið 1967, og muni verða um 1800 árið 1968“. En eins og áður kemur fram, þá er tala fullgerðra íbúða lægri en þessar tölur Magnúsar. þannig var hún innan við 1700 íbúðir 1966, innan við 1800 í fyrra og er áætlað um 1700 á yfirstandandi ári. Staðan í dag. í dag er mikið af íbúðum í smíðum, einkum hér í Reykja- vík, þannig var hafin smíði á 1247 íbúðum á síðasta ári — einkum í Fossvogi og Breið- holti, en framkvæmdir á þess- um byggingarsvæðum hófust á því ári. Mestu heildarfram- kvæmdirnar eru að sjálfsöðgu íbúðahúsabyggingarnar á veg um Framkvæmdaneíndar ibyggingaráætlunar en fyrsta áfanga, 312 íbúðir í 6 fjölbýl- ishúsum fer að Ijúfca og verð- ur væntanlega hafizt nanda um næsta áfanga á næsta ári Er nánar gerð grein fyrir þess um framkvæmdum annars staðar. „En þrátt fyrir þessa framkvæmdir var í síðastliðn- um vetri nokkurt tímabundið atvinnuleysi hjá einstökum stéttum byggingariðnaðar- manna' einkum hjá múrurum og málurum. Er bent á þetta vandamál í skýrslum stjómar Landssambands iðnaðar- manna til Iðnþings íslendinga sem haldið var fyrir skömmu. Þar er bent á að fjárfesting í byggingariðnaðinum hafi aukizt verulega árið 1967. En þrátt fyrir þessa miklu heildaraukningu fram- kvæmda urðu margir sjálf- stæðir byggingarmeistarar og aðrir iðnmeistarar varir við samdrátt eftirspurnar sem stafaði af því að vaxandi hluti framkvæmda færist úr hönd um þeirra til annarra aðila. Á þetta einkum við um bygging- arframkvæmdir Framfcvæmda nefndar byggingaráætlunar innar í Breiðholti í Reykjavík. Framkvæmdir við Búrfells- virkjun eru í höndum norræns verktaka fyrirtækisins sem AI menna byggingafélagið h.f stendur að. Þessar framkvæmd ir hafa þurft á miklu mann- afli að halda og því komið í veg fyrir atvinnuleysi í bygg- ingariðnaðinum sem búast má við að orðið hefði ef þessar framfcvæmdir ftefðu ekki verið til staðar. Sama máli gegnir með byggingaframkvæmdir við álbræðsluna í Straumsvík en þær framfcvæmdir hafa að nokkru leyti verið boðnar út og látnar til innlendra verk- taka einkum í byggingariðnað inum. Á s.l. sumri störfuðu 225 manns við framkvæmdir FB í Breiðholti 780 manns við byggingu Búrfellsvirkjun- ar og 870 manns við álbræðsl- una í Straumsvík og hafnar- gerðina þar“ segir í skýrsl- unni Verulegur samdráttur? í skýrslunni er ekki beinlín- is uppörfandi spádómur um framtíðarástandið í vetur en vissulega raunhæfur spádómur. Þar segir að líkur eru á að nú í vetur verði enn meira Framhald á 15. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.