Tíminn - 19.11.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.11.1968, Blaðsíða 7
 iWfilPta »1 '’Wh.öj; Séð yfir verksmiðjur Sambands íslenzkra samvinnufélaga á Akureyri, W: E Þótt verzlim og viðskipti hafi apphaflega verið höfuðtilgang- ur þeirrar samvinnufélaga, sem stofnuð voru hér á landi, hófu samtök samvinnumanna fljót- lega víðtæka þátttöku í atvinnu Iffhm að öðru leyti. í dag stunda samvinnufélög víðtækan atvinnurekstur í verzlun, sjávar útvegi, landbúnaði og iðnaði — og er iðnrekstur þeirra ekki hvað minnsti þátturinn. Samvinnumenn hafa sótt fram £ fjölmörgum iðngreinum. Og þótt hér verði aðeins skýrt stutt lega frá framleiðslu helztu verksmiðja Sambands íslenzkra samvinnufélaga og Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri, þá er sá iðnrekstur aðeins hluti af heildarþátttöku samvinnumanna í íslenzkum iðnaði. Má þar til nefna þátttöku samvinnumanna í fiskiðnaði, svo sem hraðfrysti-iðnaðinum og niðursuðu, í skipasmíði og ýmissri annarri vinnslu búvara, en fram fer í helztu verksmiðj unum á Akureyri, og ber þá ekki sízt að minnast á niður- suðuverksmiðju, pylsugerð, ull arverksmiðju og sútunarverk- smiðju Sláturfélags Suðurlands en það er sem kunnugt er sam- vinnufélag. Framleiðsluverðmæfi SÍS- verksmiðjanna 250—300 millj. kr. „Verksmiðjur sambandsins eru ekki stórar, þó þær séu það á hérlendan mælikvarða“, — sagði Harry Fredriksen, framkvæmdastjóri Iðnaðardeild ar SÍS í ræðu nýlega. — „Fram leiðsluverðmæti þeirra nemur 250—300 milljónum króna á ári, og nemur útflutningurinn þar af um 50—60 millj. kr. Þessari framleiðslu hafa verk smiðjurnar náð á tiltölulega skömmum tíma; það eru aðeins um fjórir áratugir síðan Sam- bandið eignaðist sína fyrstu verksmiðju á Akureyri, Gefjun. Frá þeim tíma hefur' jafnt og þétt verið unnið að nýjum verksmiðjum, og þær stækkað- ar eftir því sem aðstæður leyfðu. Hefur framtak sam- vinnumanna í þessum efnum haldizt fyllilega í hendur við almenna iðnvæðingu þjóðarinn- ar, og á mörgum sviðum verið um frumkvæði að ræða. í samræmi við þessa þróun, var Iðnaðardeild komið á fót sem sjálfstæðri deild innan Sambandsins árið 1949, og hef- ur starfsemi deildarinnar aukizt jafnt og þétt. Verksmiðjur SÍS á Akureyri IJllarverksmiðjan Gefjun er hv&ð þýðingarmest verksmið.i- anna, en á síðasta ári, 1967. voru starfsmenn verksmiðjunn- ar 160 talsins, þar af 100 karl- menn. Verksmiðjan framleiðir m.a. lopa, band, fataefni, teppi, á- klæði og gluggatjöld, og eins nokkuð af Dralon-sængum og koddum. Iðunn er nafn á tveimur verksmiðjum, sem þó eru tengd ar. Er þar annars vegar um að v ræða sútunarverksmiðju, en hins vegar skógerð. Skinnaverksmiðjann Iðunn, sútun, hafði í fyrra 42 starfs- menn í þjónustu sinni, aðallega karlmenn eða 39. Verksmiðjan framleiðir loðsútaðar gærur og húðir; hrosshúðir, nautgripahúð ir og sauðskinn aðallega, fata- skinn, bókbandsskinn og svo hvers konar leður fyrir skógerð og söðlasmíði. Voru til dæmis framleidd á síðasta ári rúmlega 167 þúsund ferfet af leðri og skinni í skófatnað. Skinnaverksmiðjan Iðunn, skó gerð, framleiðir margs konar skófatnað á konur, karla og börn. Mun verksmiðjan hafa framleitt hátt á sjötta tug þús- unda para af skóm á síðasta ári, en starfsmenn voru 55 tals- ins. Fataverksmiðjan Hekla er stórt fyrirtæki ,sem hafði rúm- !ega eitt hundrað manns í þjón ustu sinni í fyrra. Verksmiðjan framleiðir m.a. prjónafatnað á karla, konur og unglinga. sokka og leista, vinnufatnað, úlpur ýmiss konar og ýmislegt annað. Verksmiðjur SÍS og KEA Sambandið og Kaupfélag Ey firðinga eiga tvær verksmiðjur saman á Akureyri. Kaffi- brennslu Akureyrar og Efna: verksmiðjuna Sjöfn. Kaffibrennslan hefur fátt starfsmanna, aðeins 10 á síð- asta ári, en framleiðslan er all- mikil. Framleiðir verksmiðjan Braga-kaffi og Santos-kaffi — á síðasta ári rúmlega 413 þús. kíló. Efnaverksmiðjan Sjöfn fram- leiðir aftur á móti ýmiss konar málningar- og hreinlætisvörur, svo sem þvottadaft, sápur ýmiss konar, og margs konar málning arvörur. Á síðasta ári störfuðu 45 manns hjá verksmiðjunni. KEA-verksmiðjumar Starfsemi Kaupfélags Eyfirð- inga er mjög víðtæk sem kunn- ugt er, og auk þeirra iðnfyrir- tækja, sem nefnd hafa verið að ofan, er þekktasta iðnfyrirtæk- ið Kjötiðnaðarstöð KEA. Upphaf þess fyrirtækis var Pylsugerð KEA, sem tók til starfa árið 1949, 1951 hóf pylsu gerðin niðursuðu á kjötvörum í dósir. Það var síðan fyrir tveimur árum, 1966, að nafni fyrirtækis- ins yar breytt í Kjötiðnaðarstöð KEA um leið og það flutti í nýja og fullkomna verksroiðju. Hefur Kjötiðnaðarstöðin mikla kjötvinnslu með höndum, auk niðursuðunnar. Sem dæmi roá nefna, að á síðasta ári fram- leiddi verksmiðjan 60 tonn af pylsum. Á þessu ári hefur Kjötiðnað- arstöðin framleitt 15 gerðir af niðursuðuvörum, aðallega kjöt- vörum, og eru þær vörur þrkkt ar og vinsælar um allt land. Nam söluverðmæti síðastliðins árs um 36 milljónum króna. FramtíSarútlitið Þróunin í hinum ýmsu iðn- greinum hefur verið misjöfn undanfarin ár og útlitið er einn ig nokkuð misjafnt. Stefnan í innflutnings- og tollamálum hef ur einkum komið illa við skó- gerðina og fataiðnaðinn. Kannanir, sem gerðar hafa verið nýverið, um útilitið í iðn aði á íslandi almennt í dag, virðast benda til þess að útlit í ullarvinnslu og sútun sé nokk uð gott, og eins í efnaiðnaðin- um. Mikil eftirspurn er einnig eftir framleiðsluvörum Kjöt- iðnaðarstöðvarinnar, en óviss- ara er um framtíð skógerðar, sem svo mjög hefur orðið fyrir barðinu á erlendu samkeppn- inni síðustu árin. En iðnaður samvinnumanna hefur eflzt við hverja raun, og er vissulega ástæða til að æDa, að svo verði einnig við hinar erfiðu aðstæður, sem ríkt hafa í efnahagsmálum undanfarið, og munu einkenaa efnahagslífið um nokkurn tíma enn að minnsta kosti. _ E.J. Frá Grasmjölsverksmiðju SÍS á Stórólfshvoli við Hvolsvöll.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.