Tíminn - 19.11.1968, Blaðsíða 8
Fátt hefur ferið meira um
rætt síðustu árin en stóriðju
á íslandi., Hafa flestir verið
sammála um nauðsyn iðnvæðing
ar á íslandi og í því sambandi
nauðsyn stóriðju á ýmsum svið
um. Aftur á móti hefur mikil
deila um það staðið, þegar
stóriðjuframkvæmdir hérlend-
is byggjast á erlendu fjár-
magni, hversu dýru verði það
fjármagn á að kaupa, hversu
miklar undanþágur og forrétt-
indi skal veita-
Stundum er svo að heyra á
sumum aðilum, að stóriðja á
íslandi hafi fyrst hafizt með
samningnum við svissneska fyr
irtækið Alusuisse um __ bygg-
ingu álbræðslu á fslandi.
Þetta er þó alrangt, því þeg-
ar sá samningur var gerður,
voru til í landinu a.m.k. tv6
stóriðjutfyrirtœki, Áburðarverk
smiðjan og Sementsverksmiðj-
an.
Raforkan er undirstaðan.
Undirstaða stóriðju á fs-
landi er raforkan, og segja má
einnig, að stóriðja sé nauðsyn
leg til þess að fslendingar geti
fullnýtt helztu orkulindir lands
ins á hagstæðan hátt, þótt vita
skuid megi lengi deila um,
hvers konar stóriðja sé heppi-
legust.
íslendingar hafa til þessa
aðeins virkjað smábrot virkj-
anlegs vatnsafls í landinu, og
er það hald ýmissa, að nauð
syn beri til að virkja það á
næstu árum, til þess að íslenzk
vatnsorka verði samkeppnis-
fær hvað ver® snert'r við aðra
aflgjafa framtíðarinnar í iðn-
rekstri, svo sem kjarnorkuraf-
stöðvar.
Aðeins 2% virkjaS
Orkustofnunin hefur gert at-
hugun á virkjanlegu vatnsafli
á íslandi. Var virkjanlegt vatns
afl við eðlilegar aðstæður alls
talið vera 35 þúsund Gígawatt-
stundix (ein Gígawattstund er
sama og milljón kílóvattstund-
ir). Þar af er um 86% á 36
svæðum, sem hafa árlega fram
leiðslugetu yfir 200 GWst.
Virkjanlegt vatnsafl við mis
jafnar aðstæður var talið nokk
uð minna, eða 31 þúsund GWst.
Þar af eru 30% á vatnasvæði
Þjórsár, 13% á vatnasvæði
Hvítár syðra, 12% á vatna-
svæði Jökulsár á Fjöllum og
13% á vatnasvæði Jökulsár á
Brú.
Virkjað vatnsafl miðað við
virkjanlegt vatnsafl við mis-
jafnar aðstæður er aðeins 2%.
Virkjun vatnsaflsins.
Saga rafstöðva á íslandi er
rúmlega hálfrar aldar gömul,
eins og kunnugt er; fyrsta raf
stöðin var sett upp í Hafnar-
firði árið 1904.
Aftur á móti má segja, að
virkjunarframkvæmdir af stór
hug hefjist fyrst árið 1932, þeg
ar ákveðin var fyrsta virkjun
Sogsins. Þessi fyrsta Sogsstöð,
við Ljósafoss, hóf framleiðslu
árið 1937, en framleiðslugetan
var 8800 kw. í framhaldi af
þessu fyrsta framtaki héfur
svo verið virkjað tvívegis í
Sogi til viðbótar. Á síðasta
ári var ástimplað afl í Ljósa-
fossstöðinni 14.600 kw. í Stein
grímsstöð 26.400 kw og við íra-
foss 47.800 kw, eða samtals við
Sogið 88.800 kw.
Sogssvæðið er í dag stærsta
orkusvæðið, sem sézt vel, ef
litið er á orkuvinnslu síðast-
liðins árs. Það ár framleiddu
almenningsraforkuver landsins
695.892 MWst, en á Sogssvæð-
inu voru það ár unnar 534.
427 MWlhst-
Raforkuverin í dag
f lok síðastliðins árs voru
almenningsraforkuver lands-
ins alls orðin 169-966 kw að
stærð, þar af voru 122.678 kw,
eða yfirgnæfandi meirihluti,
vatnsafl, og 47.288 kw varma-
afl. Varmaaflið skiptist í 28.
288 kw díselafl og 19.000 kw
gufuafl. Aukningin á síðasta
ári nam 1.1%.
Samkvæmt yfirliti í „Orku-
mál“, tímariti Orkustofnunar-
innar, í april 1968, voru al-
menningsrafstöðvar í árslok
1967 51 talsins. Þar af voru
18 vatnsaflsstöðvar, 1 gufuafls-
stöð og 32 díselaflsstöðvar.
Auk þessa voru í lok ársins
1227 einkarafstöðvar í land-
inu með 21.742 kw í uppsettu
afli, eða tæp 18 kw á stöð að
meðaltali. Flestar stöðva þess-
ara eru í eigu bænda, sem
ekki búa á samveitusvæðum
rafveitna.
Þetta yfirlit yfir virkjanir á
fslandi er hér til að minna á,
að vatnsaflið er okkar ódýr-
asti orkugjafi, og jafnframt
hitt, að þótt vel hafi oft verið
staðið að virkjunarframkvæmd
um á íslandi, einkum varðandi
Sogið, þá er aðeins búið að
beizla um 2% af virkjanlegu
vatnsafli á íslandi.
Búrellsvirkjun
Sem kunnugt er, standa nú
yfir miklar virkjunarfram-
kvæmdir við Þjórsá, svonefnd
Búrfellsvirkjun. Sem kunnugt
er, samþykkti Alþingi einróma
byggingu þessarar virkjunar ár
ið 1965, og hófust framkvæmd-
ir við fyrsta áfangann í júní
1966.
Fulllokið mun Búrfellsvirkj-
un hafa 210 þúsund kw fram-
leiðslugetu, en mesta ársfram-
leiðsla á að vera um 1700 millj
ón kwst. Fyrsta áfanganum —
105 þúsund kw framleiðslugeta
— skal vera lokið í júní árið
1969.
Samkvæmt upphaflegri áætl
un, skyldi seinni áfanginn
unninn smám saman á árun-
um 1971—‘75, en í þeim áfanga
felst niðursetning þriggja við-
bótarvéla og miðlunarvirkjun
við Þórisvatn. Vegna samn-
inga um hraðari stækkun ál-
bræðslunnar er nú ráðgert að
fullgera Búrfellsvirkjun á ár-
unum 1971—‘72, og hraða
þannig framkvæmdunum um
þrjú ár.
En þótt Búrfellsvirkjun sé
stórfyrirtæki, þá er áætlað að
með tilkomu hennar takist að
eins að fullnægja rafmagns-
þörf landsmanna fram undir
1980 — og er þá ekki gert
ráð fyrir öðrum nýjum orku-
frekum iðnfyrirtækjun en ál-
bræðslunni í Straumsvík.
Það er því ljóst, að nauð-
syn er á nýrri stórvirkjun á
íslandi innan tiltölul'ega
skamrns tíma.
Upphaf stóriðju.
Sú stóriðja, sem hér hefur
risið, og er að rísa, hefur einn
ig oft í daglegu tali verið
nefnd orkufrekur iðnaður, af
því að hún grundvallast á mik-
illi raforku sem aflgjafa. Af
núverandi stóriðjufyrirtækjum
er það Ábui-ðarverksmiðjan,
sem langmesta raforkuna þarf
— og hefur undanfarin ár ekki
getað fengið alla þá raforku,
sem nauðsynleg er til fram-
leiðslunnar. Sementsverksmiðj
an notar tiltölulega lít-ið raf-
magn miðað við Áburðarverk-
smiðjuna, en með tilkomu
hinnar síðarnefndu er af mörg
um talið að stóriðja hefjist
hér á landi.
Áburðarverksmiðjan
Það var árið 1949, að sett
voru lög á Alþingi um áburð-
arverksmiðju hér á landi.
Skyldi hún búin tækjum til
framleiðslu ammóníaks og
ammóníum nítrats úr vatni og
lofti. Á grundvelli þessara laga
tóku ríkissjóður, Reykjavíkur-
borg, almenningssamtök og
einstaklingar höndum saman
og stofnuðu hlutafélag, „Á-
burðarverksmiðjan hf..“ 8.
febrúar 1951. Hlutafé hins
nýja félags var 10 milljónir
króna, en eignarhluti ríkis-
sjóðs nam 60% hlutafjárins.
Samband £sl. samvinnufélaga
á, ásamt ýmsum kaupfélögum,
20% hlutafjárins, félagið Borg
arvirki, sem var stofnað vegna
hlutafjárkaupa, á rúm 13%,
Reykjavíkurborg 5% og ein-
sitaklingar það. sem eftir er.
1—2% hlutafjárins.
Að loknum tæknjlegum og
fjáimálalegum undicb.úningi,
hófst bygging verksmiðjunnar
vorið 1952. Síðla vetrar 1954,
Vinnuskálar L efra athafnasvæðinu við Búrfellsvirkjun.