Tíminn - 03.12.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.12.1968, Blaðsíða 1
1. desember ræða forseta Sslands dr. Siristjáns Eldjárn ÞEIR ÁnU SÉR DRAUM ©63ir áíheyrendur! Hinn fyrsta desember ár hvert, þegar skammdegið er um það bil að leggjast með þunga á þá sem norðrið byggja, höldum við ís- lendingar hátíð til þess að minn- ast hins mesta sigurs, sem vér unnum í sjálfstæðisbaráttu vorri. í dag eru þessi hátíðahöld með veglegri hætti en verið hefur um sinn, þar sem nú er liðin hálf öld síðan í gildi gengu þau lög, sem gerðu fsland að fullvalda ríki og opnuðu oss leiðina að fullu sjálfstæði þjóðarinnar. í dag eru fimmtíu ár síðan þjóð- fáninn var dreginn að hún yfir fullvalda þjóð, hið sýnilega tákn um hinn nýja veg hennar heima fyrir og meðal þjóða heims. Fyrsti desember er ekki þjóð- hátíðardagur íslendinga. Það er 17. júní, fæðingardagur Jóns Sig- urðssonar forseta, og sá dagur, þegar lýðveldi var stofnað á ís- landi. En fyrsti desember er þjóð minningardagur, sem ekki má og ekki mun niður falla. Svo er að sjá sem þessum degi hafi þó fyrst framan af ekki verið neinn sér- stakur sómi sýndur. Sagt er frá því í blöðum 2. desember 1921 í fáorðri frétt, að í gær hafi verið þriggja ára afmæli fullveldisins, fánar hafi verið dregnir að hún víða í Reykjavíkurbæ og kennslu hlé gert í skólum, hátíðarbragur annars enginn. Minna gat það varla verið, en þó má sjá þarna nokkurn vísi að þvi, að menn gerðu sér dagamun, og 1922 komu svo stúdentar til sögunnar og tóku daginn upp á arma sér ,fæð- ingardag Eggerts Ólafssonar, full veldisdaginn frá 1918, og gerðu hann að minningardegi íslenzku þjóðarinnar og um leið að stúd- entadegi. í vitund þjóðarinnar varð fyrsti desember eins konar þjóðhátíðardagur, þótt ólöggiltur væri. En eftir að lýðveldið var stöfnað 1944, hefur dagurinn um fram allt verið dagur stúdenta, og allar líkur eru á að það muni Forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, flytur ræðu sína á samkomu Stúdentafélagsins. (Tímamynd:—GE). hann verða framvegis. Og það er að ósk og vilja stúdenta, að ég j stend hér í dag, til þess að mæla, i á þeirra samkomu, nokkur orð fyrir minni dagsins og fullveldis- ins. Hálf öld er ekki langur tími í lífi þjóðar. Enn er á lífi einn þeirra þingmanna. sem sæti átti af íslands hálfu í dansk-islenzku sambandslaganefndinni, enn eru þeir allmargir meðal vor, sem glöggt muna atburðina frá 1918 sem fulltíða menn, enn öðrum eru þeir fyrir barnsminni. Engu að síður er það önnur og ný kynslóð, sem nú byggir landið, og fyrir oss flestum eru þessir atburðir saga, sem vér lærum um í skól- um og lesum um í minningabók- um. Hratt líður tíminn, finnst oss, þegar horft er um öxl, og reyndar mætti svo virðast sem hann liði æ hraðar _ frá ári til árs á vorum dögum. Á fyrri skeið um mannkyns finnst oss eins og allt hafi staðið svo sem í stað, tíminn hafi silazt áfram eins og óendanleg hægstreym elfur, en vér nútímans börn erum því vön að sjá allt á himni og jörðu steypa stömpum hvað eftir annað. og tírninn, þetta torræða hugtak, sem vér þykjumst þó öll vita hvað táknar, brunar fram. Vér erum svo önnum kafin við að lifa daginn í dag, að vér gefum oss naumast tóm til þess að hugleiða minningar hins liðna eða reyna að skilja þann straum tímans, sem borið hefur oss í þann áfanga, sem vér erum í hverju sinni. Það er eðlilegt, að vér verðum fyrst og fremst að beina kröftum vor um að líðandi stund og íramtíð- inni, en til þess er sagan að vér megum skilja hvar vér stöndum og sú gata, sem er gengin, skal vera til leiðsögu á þeirri braut, sem framundan er. í dag er það fyrsti desember 1918 og allt, sem þeim degi er tengt, sem vér beinum hug vor- um að og reynum að skilja hvað að baki lá og hver hafa orðið ör lög vor á þeim nýja tíma, sem hann boðaði. Svo mætti vírðast, að sá mikli sigur sem vér unn- um, þegar Danir viðurkenndu ís- land sem fullvalda ríki í persónu sambandi við Danmerkurkonung hafi verið einkennilega auðunn- inn. Lokaþáttur sjálfstæðisbarátt- unnar, undir viturlegri og hag sýnni stjórn Jóns Magnússonar, forsætisráðherra, gerðist með býsna skjótum og að því er virð ast kann auðveldum hætti, sérstaklega þegar haft er í huga allt það þóf og stapp og seina- gangur, sem verið hafði í átökun um um stjórnarfarsleg réttindi þjóðarinnar allar götur síðan framherjarnir og síðar Jón Sig- urðsson hófu sókn sína á önd- verðri 19. öld. Vitanlega er það rétt, að heimsástandið og aðstaða Dana um þessar mundir voru o§s hliðholl, kröfur vorar voru ein mitt þess eðlis að þær voru í sam hljóman við þá kenningu, sem á loft var haldið viða, að þjóð- irnar ættu sjálfar að kjósa sér hlutskipti í þjóða'.Téttarlegu til- liti, og Dönum kom það vel að geta sýnt svart á hvítu, að þeir aðhylltust þessa keníiingu og breyttu í samræmi við hana. Hér er þó fyrst og fremst um það að ræða, að utanaðkomandi atvik flýttu fyrir endanlegri lausn, sem þó hlaut að koma fyrr eða síðar. Hún hiaut að koma sem ávöxtur af hinni löngu, torsóttu og þraut seigju baráttu, sem íslendingar höfðu háð fyrir þjóðfrelsi sínu Hún var afleiðing baráttunnar, hún var uppskerulaunin fyrir ævi langt starf beztu manna þjóðar- innar og þolgóðan stuðning allrar alþýðu manna við þá og trú á málstaðinn, hversu hægt sem mið aði og hversu mörg, sem vonbrigð ki urðu. Hver signr sem þeir unnu, hvert fet sem áfram miðaði, færði oss nær því marki sem náð ist 1918, það liggur órofin at- burðakeðja frá upphafi þjóðfrels isbaráttu íslendinga til 1. desem- ber 1918, þegar hinn mikli loka- sigur vannst. Látum hann því ekki, eða ljómann af honum, gera oss þá glýju í augu, að vér mun um ekki og metum allt sem á undan var gengið. Vér skulum í dag heiðra þá alla og hylla, for- ustumennina, stúdentana í Kaup- mannahöfn, sem merkið hófu fyrstir, Jón Sigurðsson og sam- herja hans, já, einnig þá sem á eftir honum komu og létu sér engan hálfan sigur nægja nema sem áningarstað af því að ekki j varð lengra komizt í bráð. Það er heilsusamlegt að minnast þess ara manna, sem af ævilöngum trúnaði unnu fyrir þá hugsjón, að ísland mætti irísa og islenzk þjóð hefjast úr öskustó, frjáls þjóð stjórnarfarslega, sjálfstæð þjóð efnahagslega, fuligild þjóð meðal þjóða menningarlega. Þessir menn skulu þess sannmælis njóta, að þeir áttu sér draum og fyrir hann unnu þeir af því þqlgæði, sem eitt gat árangur borið. Hér mun ég enga sögu rekja, og engin manndýrkun skal í frammi höfð, en manndýrkun er þ»ð ekki, þótt einn í allra stað sé mefndur Jón Sigurðsson forseti. Það er bæði rétt og ljúft og skyidugt að gera niú og við hvert það tækiíæri, þar sera íslendingar koma saman til að minnast þess hvaða götu vér urðum að ganga, frá hjálendu, næsbum því ný- lendu, til fuilvalda rfkis, sem sit- ur sinn bekk í eigin umboði meðai þjóða heimsins. Jón Sig- urðsson birtist á sviðinu í fyll- imgu tímans. Með honum urðu rómantískar draumsýnir um end- urreisn íslands að vitsvitandi sjálfstæðisbaráttu, raumhæft mark var sett og stefnt að því með kappi og fiorsjá. Enginn íslenzkur foringi jafnast á við Jón Sigurðs- son. Á unga aldri gerði hann sér ljóst ihlutverk sitt og hann spar- aði sér enga fyrirhöfn til að búa sig undir það. Hann fann þann grundvöll, sem sjálfstæðiskröfurn ar gátu 'hvílt á, og hvikaði aldrei frá honum, og á þeim grundvelli vann þjóðin alla sína sigra. Megini atriðið var þetta: fslendingar hafa aldrei formlega gengizt undir Noregs- eða Danmerkurríki eða nokkurt annað ríki, heldur aðeins konung þessara rikja. Það er rétt ur fslendinga að vera í persónusam bandi eimu við Danakonung, bæði löndin lúti sama þjóðhöfðingja, en séu annars óháð hvort öðru. Langt var enn að þessu marki, þeg ar Jón Sigurðsson féll frá, en engu að síður voru það ávextirnir af baráttu hans, er þessi réttindi féllu oss í skaut árið 1918. Vér heiðrum nú og jafnan minningu Jóns Sigurðssonar. Hann er hinn mikli foringi fslendinga, en hann er einnig ein hin fegursta mann- hugsjón íslenzk, dœmi um hæfi leikamann, sem þroskaðist eðlilega og varð það úr sér, sem efni stóðu • til, en dæmi hans er þeim mun skýrara sem saga vor þekkir fleira af miklum mannsefnum, sem fóru forgörðum, góðum gáfum, sem kyrktust og köfnuðu eða máðu varla hálfum þroska. En þó að Jón væri mestur og hans verk væri undirstaðan, má það eigi henda, og allra sízt á þess um degi, að látið sé í þagnargildi liggja starf þeirra, sem við merki hans tóku og þeirra sem að lokum báru það fram til sigurs 1918. Fyrir fiimmtíu árum gengu íslenzk ir menn, þeir sem bezt var til treyst, til samninga við göfuga danska menn, sem hingað voru sendir þeirra erinda. Það var þessi nefnd, sem samdi dansk-íslenzku sambandslögin, sem stundum voru kölluð Nýi sáttmáli fullveldisskrá- in og lykillinn að fullu sjálfstæði. Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.