Tíminn - 03.12.1968, Blaðsíða 6
18
TIMINN
ÞRIÐJUDAGUR 3. desember 1968.
JÖ NYJAR BÆKUR FRÁ GRÁGÁS
Estelle Roberts
Bókaútgáfan Grágás í Kefilavík
sendir þessa dagana frá sér sjö
íýjar bækur, þar af eina eftir ís-
’enzkan höfund, Hafstein Snæland
3n bók hans heitir Benni og
,«ýenni finna gultskipið. Hinar
^ækbrnar eru Miðill í fjörutíu ár,
líetjur á hú'ðkeipum, Flugvélar
forsetans er saknað Laumufar-
>eginn, Hamingjan er hverful og
stjörnubrautin.
MIÐILL í FJÖRUTÍU ÁR, sjálfs
svisaga Estelle Roberts, eins
iremsta miðils, sem starfað hefur
á þessari öld. Hún segir frá öll-
um helztu dulrænu fyrirbærum,
sem kunn eru sVo sem skyggni-
lýsingum, dulheyrn, hlutskyggni,
huglækningum og miðilsfundum,
þar sem beint samband hefur
náðst. Gylfi Gröndal íslenzkaði.
HETJUR Á HÚÐKEIPUM, eft-
ir C. E. Lucas Phillips.
Haustið 1942 tókst 10 brezkum
hermönnum á 5 húðkeipum að
komast óséðir upp fljótin Gar-
onne og Gironde, alla leið til
Bordeaux í Frakfclandi, og sökkva
eða valda miklum skemmdum á
mörgum birgðaflutningasfcipum
Þjóðverja.
í bók þessari segir frá undir-
búningi og framkvæmd þessarar
árásar og flóttanum að henni lok-
inni.
18 ljósmyndir eru í bókinni af
húðkeipunum og mönnunum sem
þátt tóku í árásinni. Þýðinguna
gerði Ingólfur Aðalsteinsson.
FLUGVÉLAR FORSETANS ER
SAKNAð, eftir Robert J. Serling.
Bók þessi, sem er mjög spenn
andi, vakti mikla athygli í Banda-
ríkjunum, en hún kom út á síð-
astliðnu hausti. Hún segir frá
hvarfi fíugvélar Baijdaríkjaforseta
og hinni ógnþrungnu spennu, er
skapast vegna óvissunnar um af-
drif hans. Grétar Oddson íslenzk
aði.
BENNI OG SVENNI FINNA
GULLSKIPIÐ eftir Hafstein Snæ
land Skemmtileg og spennandi ung
lingabók um tápmikla stráka.
Höfundurinn: Hafsteinn Snæ-
land er fæddur í Reykjavík 1934.
Hann lauk prófi frá Hvanneyri
1953 og hefur síðan stundað alla
almenna vinnu til sjávar og sveita.
Þetta er fyrsta bókin, sem kemur
út eftir hann.
LAUMUFARÞEGINN, eftir
Ronald Johnsfcon, er spennandi
skáldsaga með óvenjulega hraðri
atburðarás. Óli Hermannsson ís-
lenzkaði.
HAMINGJAN ER IIVERFUL,
eftir danska skáldsagnahöfundinn
Erling Poulsen sem kunnur er
víða um lönd fyrir afburða
spennandi ástarsögur sínar. Bald-
ur Hólmgeirsson íslenzkaði.
STJÖRNUBRAUTIN, ástarsaga
eftir Mary Howard í þýðingu
Önnu Jónu Krdstjánsdóttur.
THORVALDSENSHEIMELIÐ AF-
IINT REYKJAVIKURBORG
19. uóvember afhenti Thorvald-
ensfélagið Reykjavíkurborg
■jarnaheimili tU eignar og rekstr-
ir, en hér er um að ræða nýbygg-
ngu við Vöggustofu Thorvald-
ænsfélagsins við Dyngjuvog. Af-
íendingin fór fram í kaffisam-
iæti í barnaheimilinu, en félagið
itti 93 ára afmæli þennan dag.
5'rú Unnur Ágústsdóttir, formað-
ir félagsins afhenti1 Geir Hall-
jrímssyni barnaheimilið. Bo.rgar-
itjóri þakkaði þessa höfðinglegu
íjöf og fórnfúst og heilladrjúgt
;tarf félagsins í þágu Reykvík-
nga á 93 ára starfsferli. Afsal fé-
agsins fyrir fasteigninni til borg-
irsjóðs Reykjavíkur var lagt fram
’ borgarráði í gær.
Barnaheimihð er að öllu kost-
að af Thorvaldsensfélaginu, en
byggingardeild borgarverfcfræð-
ings veitti nokkra tæknilega að-
stoð.
Húsið er rúmir 300 fermetrar
að flatarmáli og um 1000 rúm-
metrar. Það er mjög vandað að
efni og frágangi. Verkið var hafiö
í ágúst 1967 og lokið nú nýlega.
Arkitekt hússins er Skarphéðinn
Jóhannsson, en verktaki var Böðv
ar Bjarnason húsasmíðameistari.
Formaður byggingarnefndar var ^
frú Steinunn Guðmundsdóttir, en
með henni í byggingarnefnd frú
Guðný Albertsson og írú Halldóra
Guðmundsdóttir.
(Frá skrifstofu borgarstjóra.)
Hafsteinn Snæland
Jnnur Ágústsdóttir afhendir borgarstj. Geir Hallgrímssyui, heimilið. ■
Frumþættir sið-
fræðinnar og
Ævintýri leyni-
félagsins 7 saman
Tvær nýjar bækur eru komn-
ar út hjá Bókaverzlun Sigfúsar
Eymundssonar. Eru það Frum-
þættir siðfræðinnar eftir Johan
B. Hygen )og Ævintýri Leynifé-
lagsins sjö saman. eftir Enid
Blytin.
Um tilgang bókarinnar Frum-
þættir siðfræðinnar segir höfund-
ur í forspjalli: Bókin hefur tvenns
konar tilgang. Að nokkru leyti
snýr hún sér að fólki, sem telur,
að það hafi þörf á leiðbeining-
um um þessi efni að öðru leyti
var það hugmyndin að leggja
fram yfirlitsbók til afnota við
ýmsa skóla og námskeið, þar sem
siðfræöi er meðal námsgreinanna.
Upphaflega' var það hjúkrunar
skólinn, sem hafður var í huga
og hefur það ákveðið stærð bókar
innar. Jóhann Hannesoon þýddi
bókina með leyfi höfundar. Er
hún 205 bls.
Ævintýri Leynifélagsins sjö
saman er önnur bókin í þessum
flokki, sem út kemur hér á landi.
Þessar bækur eni eftir hinn vin-
sæla barna- og unglingabókahöf-
und Enid Blyton, en bækur henn
ar hafa notið fádæma vinsælda
víða um heim
BUNMMRB/VNKINN
er ItiinUi loILsins
Ur bókinni Hetjur á Húðkeipum
BREYTiNGAR A
HÚTEL BORG
— Nú eru hartnær fjórir ára-
tugir síðan Hótel Borg tók til
starfa. Hótelið var í byrjun reist
af miklum stórhug og myndar-
skap eins og gleggst má sjá af
því, að enn er að mestu í fullu
gildi hin upprunalega húsaskipan
gistiherbergja og veitingasala,
sögðu fulltrúar hótelsins á blaða-
mannafundi.
— Hins vegar hefur tímans
tönn auðvitað náð að setja mark
sitt á eitt og annað á löngum
ferli, og því er það, aö undan-
farið hafa núverandi eigendur
hótelsins vei'ið að betrumbæta óg
endurbyggja hótelið lið fyrir lið,
Skriðan, eftir
Desmond Bagley
Suðri gefur nú út bókina Skrið-
an eftir Desmond Bagley. Er
þessi bók eftir sama höfund og
bækurnar Gullkjölurinn, Fjalla-
virkið og Fellibylur sem áður
hafa komiö út hjá Suðra.
Framhald á bls. 23
og nú má heita að fari að sjá
fyrir endann á því mikla verki.
— Sama er að segja um veit-
ingasalina. Á þeim hafa átt sér
stáð miklar endurbætur í seinni í
tíð, allar í því augnamiði að þeir
standist enn fyllilega kröfur tím-
ans. Nýjasta og veigamesta breyt- •
ingin þar varð nú vikunni, þeg-)
ar ný húsgögn voru fengin í alla '
veitingasalina, 'en eins og vænta
mátti, breyta þau útliti salanna.
mjög. Er hér um að ræða bólstr-
uð húsgögn af vönduðustu gerð, [
yfirdekkt með frönsku gobelin-.
ofnu áklæði.
— Einnig er stutt síðan ráðin j
var til að leika í danssölum Hótel
Borgar ein þekktasta hljómsveit
landsins Sextett Ólafs Gauks, sem
ásamt Svanhildi skemmtir þar nú
um helgar.
—- Hinn gamalkunni og sívin-
sæli veitingastaður, Hótel Borg,
hefur því sett upp nýtt andlit í
takt við tímann, og má því bæði
búast við því að gamlir kunn-
ingjar hafi hug á því að endur-
nýja kunningsskapinn við Borg-
ina, og nýir gestir að líta inn, því
að enn sem fyrr er Hótel Borg
staður fyrir alla.
\
I Salurinn á Borgiuni eftir breytíngarnar.