Tíminn - 28.12.1968, Page 12

Tíminn - 28.12.1968, Page 12
12 ÍÞRÓTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 28. desember 19G8. Handknattleiksmenn læra lexíurnar sínar heima! Æfingasókn handknatfleiksmanna hefur stóraukizt að undanförnu. KIp-Reykjavfk. — Áhnginn hjá landsliðsmönnunum í knattspyrnu er mikilí um þessar mundir, eins og kunnugt er. Og nú hafa hand- knattleiksmenn tekið heldur bet- ur við sér eftir mikla deyfð í byrjun mánaðarins, en þá voru landsliðsæfingamar illa sóttar. Nú er æfingasóknin aftur á móti mjög góð, en að jafnaði mæta 16—18 af 22, sem valdir voru til iands- liðsæfinga. Þeir, sem ekki hafa getað mætt, hafa verið forfaUaJSr vegna vinnu eða veikinda, en „Mao-flensan“ herjar á handknatt ieiksmenn eins og aðra. Hilmar Björnsson, land'sliðs- þj'álfari, sagði í stuttu viðtali við iþróttasíðuna, að Jiaiui væri mjög ánægður með æfingasóknina og liðsandann hjá hópnum, en hann væri eins góður og bezt væri á kosið. HjLmar1, sem einnig er þjálfari unglingalandsliðsins ásamt Sigur- bergi Sigsteinssyni, sagði, að bæði liðm æfðu eftir nýju kerfi, sem væri eins fyrir bæði liðin. Væri það gert til þess, að unglingalands liðspiltarnir, sem síðar leika með aðallandsliðinu, ættu hægara með að aðlagast æfingum hinna eldri. Þetta nýja keifi hefur verið fjöl- ritað og sent öllum leikmönnum, sem valdir voru til æfinga með landsliðinu og unglingalandsliðinu. Heirna hjó sér yfirfara leikmenn- irnir svo kerfið. Má þvi segja, að þeir læri lexíurnar heima, áðul en þeir mæta á landsliðsæfingum. Þetta er nýlunda í sambandi við þjálfun landsliðsmanna, en Hiim- ar Björnsson sagði, að þetta gæfi góða rau-n. Landsliðið hefur leikið tvo æf- ingaleiki, við Víking og ÍR, og tapað þeim báðum með litlum mun, en Hilmar sagði, að í þeim leikjum hefði liðið leikið þetta nýja kepfi í fyrsta sinn, og hefði það getfizt vel, þriátt fyrir töp. Taka yrði tillit til þess, að þetta væru fyrstu leikirnir. Aðalhöfuðverkur liðsins eru mark verðirnir. Fjórir markverðir voru boðaðir til æfinga með landsiiðinu, en sá bópur er óðum að þynnast, Hjalti Einarsson er veikur, og vafasamt að hann verði orðinn heill heilsu fyrir Landsleikina. Emil Karlsson úr KR er slasaður á hendi og Birgir Finnbogason úr FH, sem varið hefur mjög vel í æfingalei'kjunum, - er nú veikur. Er þá Þorsteinn Björnsson, Fram, einn eftir. Hilmar sagði, að markvarðaleys ið væri mikið vandamál, sem leysa þyrfti. Þau erlendu lið, sem hér hafa Leikið á undanförnum árum faafa verið skipuð frábærum mark vörðum, og erfitt vaeri að finna jafningja þeirra hér hjó okkur. Æfingadagskrá landsliðsins um faelgina er ströng. í dag er æfinga leikur við FH, og á morigun eru tvær æfingar, ein fyrir hódegi og önnur eftir h'ádegi. Á mánudag verður leikinn æfingaleikur, Lík- lega við Hauka, og á laugardag fer fram Leikur milli iandsliðsins og pressuliðsins, en eftir þann leik verður landsliðið sem mæta á faeimsmeisturunum fró Tékkósló- vakíu þann 12. janúar, valið. Tommy Docherty Gengur vel hjá Docherty í byrjun Aston Villa hefur snúið taflinu við. Hinn umdeildi og skapmikli framkvæmdastjóri, Tommy Doc- faerty, sem á stuttum tíma faefur verið framkvæmdastjóri fjögurra liða á Englandi, Ohelsea, Rother- ham, QPR og nú Loks botnliðsins fræga í 2. deild, Aston Villa, hef- ur sannað hversu frtábær skipu- leggjari hann er. Bftir að hann tók við Aston Villa, hefur liðið leikið tvo leiki, og unnið þá báða, sem er sjald- gætft bjá þessu fræga liði, en því hetfur gengið óskapLega xHa ó þessu keppnistJímabili. Sigraði Aston Villa í fýrxi viku Millwall 1:0 og á annan í jólum lék liðið við eitt af efstu liðunum í 2. deild Cardiff, á heimavelli sínum og sigraði 2:0. Áhorfendur voru 43 þíisund talsins og er lamgt síðan að Aston Villa hefur fengið eins góða aðsókn. Það þarf ekki að taka fram, að áihorfendur fóru heim í sjöunda himnL Evrópubikarmeistararnir fengu skell á Highbury mÉm. Frá landsliðsæfingu í handknattleik. „hjóla“ af öllum kröftum. ..................:✓ -- - /v<r,X Aðunn Óskarsson, FH, sést (Tímamynd—Guunar). START ENGINE STARTING RUID Start vökvi •Gangsetningarvökvl sem auðveldar gangsetníngu, elnkum f frostum og köldum veðrum. SENDUM CEGN PÓSTKRÖFU UMiANDALLT' Fr'esta varð tveim leikjum í 1. deildinni ensku vegna ku'lda, og einum leik í 2. deild. Þessir leikir óttu að vera á milli Leicester og Totteniham og Úlfanna og Covent- ry. í 2. deild varð að fresta leik á milli Oxford og Portsmouth. Liver pool heldur enn tforustunni í 1. deild, þrótt fyrir, að liðinu tækist aðeins að gera jafntefli við Burn- Ley, 1:1. Leeds er í öðru sæti eftir sigur yfir Newcastle 2:1 og hefur nú 37 stig eftir 26 leiki. Arsenal „stal“ þriðja sætinu frá Everton, með stórsigri á Higfalbury er þeir léku sér hreinlega að Bvrópuhikarmeistarunum Manc- hester Utd. og sigruðu 3:0. Er þetta vissulega stór skellur fyrir Manchester Utd.. Mörk Arsenal skoruðu þeir Armstrong, Covert !og Ridford. j Everton er í 4. sæti eftir sigur jyfir öðrum meisturum fró Manc- jhester, en það eru sigurvegararnir j í 1. deild í fyrra, Manchester City. jSá leikur fór fram í Manchester og itöpuðu meistararnir enn á Iheimavelli sínum, 3:1. Urslitin í 1. deild: Arsenal — Manchester Utd. 3:0 Ipswioh — Chelsea 1:3 Leeds — Newcastle 2:1 Liverpool — Burnley 1:1 Manchester C. Everton 1:3 QPR — West Brom 0:4 Southamton — West Ham 2:2 Stoke — Notth Forest 3:1 Sunderland — Sheff. Wed 0:0 ÚrsEt í 2. deiLdt Astan Villa — Car'diff 2c0 Blackbum — Pieston HO Blackpool — Huddersf. 0:0 BioLton — Carlisie 0:1 Bristol City — Charlton 2:0 Derby — Middlesbro 3:2 Fulham — Birmingham 2:0 HuU — Norwich 0:1 Millwall — Bury 1:0 Sheff. Utd. Crystai Palace 1:1 Reynir formaður tækninefndar KSÍ Alf-Reykjaví'k. — Reynir Karls- son hefur tekið að sér formennsku í tækninefnd Knattspyrnusambands fslands. Hefur Reynir átt sæti í nefndinni oft á undanförnum ár- um og gjörþekkir þau mál, sem nefndin fær að glíma við, en það eru einkum þjólfaramálin. Sú breyting var gerð á starfsemi KSÍ á síðasta ár’sþingi, að fram- vegis sitja formenn hinna ýmsu nefnda annan hvern stjórnarfund. Munu formenn nefndanna leggja Reynir Karlsson fram starfsáætlun sinna nefnda næsta stjórnarfundi. f Þekkt íþróttafólk gengur í það heilaga í d-ag verða gefin saman í hjónaband í Garðakirkju á ÁLftanesi, tvær landkunnar íþróttastjörnur, þau Sylvia Hall steinsdóttir, landsliðskona í handknattlei'k og Helgi Núma- son, landsliðsmaður í knatt- spyrnu. Óþarfi er að kynna þessi tilvonandi brúðlhjón á í- þróttasíðunni, svo oft hefur verið ritað um þau hér, og þá ætíð sem afreksfólk með sín- um liðum, hvort sem liðið er FH, Fram eða íslenzka lands- liðið. Sylvía lék áður með FH, en leikur nú með Fram. Þrátt fyrir þann mikla tíma og kostnað, sem æfingum og keppni í íþróttum fylgir, hefur þeim í sameiningu tekizt að koma sér upp eigin íbúð í Sas- viðarsundi 29, og þar mun heimili þeirra verða í framtíð inni. íþróttasáða TÍMANS óskar hinum tilvonandi brúðhjónum til hamingju með daginn, og óskar þeim alLt hins bezta í framtíðinni. —Klp.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.