Vísir - 12.08.1977, Blaðsíða 1

Vísir - 12.08.1977, Blaðsíða 1
FRYSTIHÚSIN SUNNAN* OG VESTANLANDS: TAPIÐ ER 15% AF VELTUNNI Reiknað er með 15% halla á rekstri frystihús- anna á Suður- og Vestur- landi fram til áramóta miðað við veltu fyrir- tækjanna. Þetta kemur fram m.a. i atbug- un sem endurskoöunarskrifstofa i Reykjavik hefur gert á rekstri fyrirtækjanna á þessu svæöi og staöfest var af Guðmundi Karls- syni, forstjóra Fiskiöjunnar i Vestmannaeyjum, i samtali sem Vi'sir átti við hann i morgun. Þessi taprekstur frystihúsanna er forráðamönnum þeirra að sjálfsögöu mikið áhyggjuefni. Þegar hafa þrjú frystihús stööv- ast og fyrirsjáanlegt að mörg þeirra til viðbótar verða að hætta störfum verði ekkert að gert. Nefnd forráðamanna frystihús- anna á þessu svæði gekk f gær á fund Matthiasar Bjarnasonar, sjávarútvegsráðherra og geröi honum grein fyrir vandanum sem frystihúsinstanda nú frammi fyr- ir. Að sögn Guðmundar taldi ráð- herra sig þurfa nokkurn tima til að rannsaka þessi gögn áður en nokkuð verður hægt að segja hvernig rikisstjórnin muni bregðast við þessu máli. I viðtali við Visi i morgun sagði Matthias Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra, að rikisstjórnin heföi hafið könnun á umfangi Ríkisstjórnin lœtur nú kanna umfang vandans og hugsanleg úrrœði þessa vanda og myndi næstu daga safna upplýsingum um máliö. A grundvelli þess yrði siðan tekin ákvörðun um til hvaða aðgerða fært væri að gripa. HL. NORÐURIÖND: KRÓN- URNAR FALLA í HAUST Versnandi efnahagsstaða Svia hefur veikt stöðu sænsku krónunnar svo mjög, að aðeins fáum mánuðum eftir sfðustu gengisfellingu hennar virðist önnur álika yfirvofandi. Lik- legtþykir aðdanska og norska krónan verði felld um leiö og sú sænska, en sennilega verð- ur fall þeirra gjaldmiðla minna en þess sænska. Sjá Gengi og gjaldmiðlar bls. 17. Litabúnoður er icominn í stjórnklefa og upptökusal sjónvarpsins , Lokið hefur nú verið upp- setningu tækja i aðalstjórn- herbergi fyrir innanhússupp- tökur sjónvarpsins og nýjum myndavélum hefur verið komið fyrir i sjónvarpssaln- um. Er þar með stórum áfanga náð i litvæðingu islenska sjón- varpsins og er gert ráð fyrir, að allt efni úr sjónvarpssaln- um verði sent út i litum i haust, þegar búið er aö ganga frá endanlegri stillingu tækj- anna og þjálfa starfsfólk i notkun þeirra. Þessa mynd tók ljósmynd- ari Visis, Loftur Asgeirsson i stjórnherbergi upptökusalar- ins i sjónvarpinu en um glugg- anna sést inn i salinn. Nánar segir frá litamálum sjónvarpsins á baksiðu. Sumarfrí Guðmundar Hvaö gerir Guðmund- ur H. Garðarsson alþingismaður í sumar- friinu? — Þiö lesið um það á blaðsíðu 11 i Vísi i dag. V____^ Að gleymast í skugga hinna ellimóðu — Indriði G. Þor- steinsson skrifar Neðonmálsgrein á bls. 10 og 11 Með þrjú leikrit á fjölunum Björgvin w a toppnum — sjá íþróttaopnu * ............... < Borga sig inn og koma út heilaþvegnir — Svarthöfði fjallar um innhverfa íhugun á bls. 2 — sjá bls. 3

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.