Vísir - 12.08.1977, Blaðsíða 6

Vísir - 12.08.1977, Blaðsíða 6
6 Fösfudagur 12. ágúst 1977 VISIR Spáin gildir fyrir laugardag. Hrúturinn, 21. mars-20. april: bað gengur allt sinn vanagang I dag og fátt mun lifga upp á tilverúna. Þér tekst að koma ár þinni vel fyrir borð. Nautið, 21. april-21. mai: Þú skalt trúa varlega þvi, sem sagt verður við þig i dag, og þær ráðleggingar,'sem þú færð, eru ekki sem skynsamlegastar. Tvibutarnir, 22. mai-21. júni: ÞúTærð góða hugmynd i dag viðvikjandi þvi, hvernig þú get- ur sparað meira. Farðu yfir gamlar skýrslur, og þú munt finna þar upplýsingar, sem þig vantar. Krabbinn, 22. júni-23. júli: Þetta er hentugur dagur til að ræða mikilvæg mál, og taka þátt i ráðstefnum. Maki þinn eða félagi kemur með frábæra uppástungu. Ljónið, 24. júli-23. ágúst: Þú færð snjallar hugmyndir við- vikjandi starfi þinu i dag. Framkvæmdu þær eftir nánari umhugsun. Faröu vel með heils- Meyjan, 24. ágúst-23. sept: Þú nýtur þess að framkvæma það sem þér dettur i hug i dag. Láttu sköpunargleði þina njóta sin. Einhver leitar ráða hjá þér. Vogin, 24. sept.-22. növ: Aflaðu þér meiri upplýsinga um hvernig fjármálin standa og fylgstu vel með öllu, sem gerist heima við. Gefðu þér tima til að hlusta á maka þinn eða félaga. Drekinn 24. okt.-22.nóv. Þú færð eitthvert heimboð, sem mun gleðja þig mjög. Þú skalt nota daginn til að selja það sem þú þarft að losna við. Bogmaðurinn, 23. nóv.-21. des. Reyndu að koma i framkvæmd einhverjum breytingum á hög- um þinum. Treystu ekki um of á vini þina. Stundaðu útilif i dag. Steingeitin, 22. des.-20. jan.: Leggðu sérstaka áherslu á að njóta dagsins með ástvini þin- um það er ýmislegt sem þú get- ur gert til að betrumbæta um- hverfið. Vatnsberinn 21. jan.-19. feb.: Reyndu að laga þig betur að umhverfi þinu og aðstæðum, og taktu þátt i vandamálum ann- arra. Heimsæktu vini þina og skemmtu þér. Fiskarnir, 20. íeb.-20. mars: Það er alltaf gott að tala um hlutina og vera ekki að byrgja allt inni i sér. Þetta er hentugur dagur til smá ferðalaga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.