Vísir - 12.08.1977, Blaðsíða 24

Vísir - 12.08.1977, Blaðsíða 24
VÍSIR P. STEFÁNSSON HF. SÍÐUMÚLA 33 SiMI 83104 83105 IjSfT ~ TH " aveling barford " ÞUNGAVINNUVÉLAR /jg $?v ÖLL ÖKUTA.KI SMÁOG STÓR P.STEFÁNSSONHF .„,. HVERFISGÖTU103 SÍMI 26911 i_„. ..... Stefnt að raforkuframleiðslu við Kröflu eftir helgi: NÁ NÚ ÞREM MEGA- VOnUM AF SEXTIU Aflvél númer eitt var gangsett viil Kröflu i gær, og gekk það vel að sögn starfsmanna Orkustofn- unar. Gufan sem notuð var viö verkið var úr holu ellefu, en hún er nú eina holan sem eitthvert gagn er I á Kröflusvæðinu. Ekki var framleitt neitt raf- magn i þessari tilraunakeyrslu, og verður það ekki gert fyrr en eftir helgi i fyrsta lagi. Aðeins var verið að prófa og stilla vélarnar og þvi um likt. Þá munu verkfræðingar hafa æftsig i aflestri á mæla og fleira i þeim dúr. Eftir að aflvélin hefur verið látin ganga þannig i nokkra daga, verður hún opnuð og skol- uð, og fyrst að þvi loknu á raf- orkuframleiðsla að geta hafist. Verður það nú eftir helgina sem fyrr sagði. Þessi fyrsta aflvél er gerð fyr- ir 30 megawött, en ekki verður unnt að framleiða nema i mesta lagi 3 megawött til að byrja með. Framhaldið fer svo eftir þvi hvernig gengur að hreinsa holurnar, og hvort bora þarf á nyjum stöðum, ef til vill nokkuð langt frá stöðvarhúsinu. —AH 64 atvínnu- lausir Alls voru sextiu og fjórir ts- lendingar atvinnulausir i júli- mánuði i sumar. Mánuði áður voru þeir áttatiu og einn. Flestir voru atvinnulausir i Reykjavik, eða 33, en næst flestir á Akranesi, eða 15. 7 vantaði vinnu á Akureyri, 1 á Húsavik og 4 i Kópavogi og Hafnarfiröi. Annars staðar var atvinnuleysi ekki til að dreifa. Er þetta atvinnuástand með þvi besta sem gerist hérlendis, en þrátt fyrir það voru atvinnu- leysisdagar i júlimánuði 1360 talsins alls yfir landið allt. —AH OPINBERRI HEIMSÓKN FINNLANDSFORSETA FORMLEGA LOKIÐ: Kekkonen rennir fyrir kix í dag Hinni opinberu heimsókn Kekk- onen Finnlandsforseta í boði for- seta islands lauk i morgun. Laust fyrir klukkan 10 komu forseta- hjónin dr. Kristján Eldjárn og forsetafrú Halldóra Eldjárn til ráðherrabústaðarins og kvöddu Kekkonen. Skömmu seinna hélt finnski forsetinn á stað til Þingvalla i boði rikisstjórnarinnar. A leiðinni var numið staðar i Mosfellssveit þar sem Kekkonen afhjúpaði minnismerki viö hús þau f Mos- fellssveit sem Finnar gáfu er náttúruhamfarirnar urðu í Vest- mannaeyjum. Hádegisverður er snæddur að Þingvöllum og þaðan ekið að Laxá i Kjós. Þar ætlar Kekkonen aö renna fyrir lax og að þvi búnu verður ekið til Reykjavikurflug- vallar þar sem Kekkonen stígur upp i f lugvél er flytur hann norður á Króksstaðamela. Hann verður við laxveiðar i Viðidalsá á morg- un, en heldur siðan heimleiðis sið- degis á sunnudag. —SG Þegar Kekkonen kom i Norræna húsið I gær var honum meöal annars Eftir að forsetahjónin höfðu kvatt Kekkonen i morgun, hélt hann til Þingvalla i boði rikisstjórnarinnar sýnd vönduöbók er haföi að geyma ræöur hans. (Visismynd L.A.) og hérerGeir Hallgrimsson forsætisráðherra aðfagna finnska forsetanum viðupphaf feröarinnar. <Visismynd EGE) Liturinn fœrist smám saman yfir sjónvarpsefnið: Erlendir sérfrœðingar halda námskeið fyrir sjónvarpsfólk Nú er að mestu lokið við að „litvæða” tækjakost sjónvarps- ins, þann hluta sem notaður er við upptökur i sjónvarpssal. Eftir mun þó vera að finstilla Utbúnaðinn og ganga betur frá honum og einnig að kenna starfsfólkinu á tækin. ,,Það veröur haldið hér meiri háttar námskeiö I september”, sagði Pétur Guðfinnsson fram- kvæmdastjóri sjónvarpsins i samtali viö Visi. „Dagana 16. til 24. september verða hér á landi danskir og norskir sérfræðingar til að leiöbeina fólkinu. Viö fá- um norska verkfræðinga til að leiðbeina um rafeindatæknina, ekki valin hér. „Það er rétt að farnar eru mismunandi leiðir við svona lit- væöingu. Astæðan fyrir að við völdum þessa leiö er kannski fyrst og fremst sú að tækjakost- ur sjónvarpsins var orðinn gamall og þurfti nauðsynlega endurnýjunar við. Auk þess gef- ur þetta okkur möguleika á aö sýna islenskt efni fyrr i lit, en ef hin leiðin hefði verið farin.” „Ekki liggur enn fyrir á- kvörðun um það hvenær fengin verða tæki til að sýna i lit, eða framkalla filmur. Þaö verður þó örugglega ekki á þessu ári.” — GA og daninn mun leiðbeina með sviðsmyndagerð og þess háttar. Eftir námskeiðin veröa siðan reynsluupptökur i nokkurn tima, en ég þori ekki að slá neinu föstu um hvenær litút- sendingar úr stúdióinu hefjast.” t nágrannalöndunum mun hafa verið valin nokkuð önnur leið við litvæðinguna en valin var hér. Þar voru nefnilega fyrst fengin tæki til að fram- kalla og sýna filmur i lit, þannig að þulir voru i svarthvitu á- fram þótt allar fréttafilmur og biómyndir væru komnar i lit. Við spurðum Pétur um ástæð- una fyrir þvi að þessi leið var Ein nýju litsjónvarpsmyndavélanna I upptökusal sjónvarpsms vinstra megin á myndinni, en ein svart-hvitu sjónvarpsvélanna fyr- ir aftan hana. Visismynd: LA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.