Tíminn - 12.02.1969, Síða 6

Tíminn - 12.02.1969, Síða 6
6 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 12. febrúar 1969. LAUGAVEGI 38 SKÖLAVÖKÐUSllG 13 ÚTSALA ★ Okkar árlega vetrarútsala stendur yfir. ★ Peysur, buxur, blússur. pils, telpnakápur, undirföt og ótal margt fleira á stórlækkuðu verði ★ Allt vandaður og fallegur fatnaður. ★ Gerið kjarakaup ENSKIR RAFGEYMAR LONDON BATTERY fyrirliggjandi. Lárus Ingimarsson, heildverzlun, Vitastíg 8a Sími 16205. Sjónvarpstækin skila afburða hljóm og mynd FESTIVAL SEKSJON Þetta nýja Radionette-sjón- varpstæki fæst einnig með FM-útvarpsbylgju. — Ákaf- lega næmt. — Með öryggis- læsingu. ÁRS ÁBYRGÐ Radionette-verzlunin Aðalstræti 18, sími 16995. PJ IDI eykur gagn og gleði Hermóður Guðmundsson: Bændafækkun - Landsbyggðareyðing Þann 29. des. síðastl. birtist grein í Morgunblaðinu eftir ungan landbúnaðarráðunaut, Elías H. Sveinsson, undir fyrir- sögninni: „Eru 1000 bændur gerðir gagnslausir". Gjafir eru yður gefnar, sagði Bergþóra forðum. Mætti ekki svipað segja nú þegar mikill hluti bænda eru taldir gagns- lausir þjóðfélagsborgarar, eftir langt strit við uppbyggingar- starf til þess að gera landið betra og byggilegra. Allt þetta er nú talið einskis vert og verra en það, samkv. hinni nýju hagspeki Elíasar H. Sveinssonar, sem hefur valið sér að lífsstarfi að vinna fyrir bændur sem jarðræktarráðu- nautur. Oft áður hafa bændur heyrt ýmislegt misjafnt um störf sín á opinberum vett- vangi, en ég ætla að sjaldan hafi mælir óhróðurs og van- þekkingar verið fylltur rækileg ar en nú. Elías H. Svéinsson vill fækka þændum um allt að 20%, af- nema útflutningsþætur á land- búnaðarvörur, án þess að nokk uð eigi að koma í staðinn, að því er manni skilst, til þess að tryggja kjör bænda og draga úr styrkjum til jarðræktar og húsabóta, eða jafnvel fella þá niður og minnka útlán til land- búnaðarins — Nýbýlalög og jarðræktarlög og jafnvel Stofn lánadeildarlögin nýju, sem leggja sérstakan launaskatt á bændur til þess að bera uppi árleg gengistöp Búnaðarbank- ans, telur Elías mikils til of góð fyrir bændastéttina. Er nú héitið á Alþingismenn að duga sem bezt til þess að koll- varpa allri þessari landbúnaðar löggjöf, svo að innflutningur landbúnaðarvara geti hafizt sem fyrst í kjölfar minnkandi framleiðslu og bændafækkunar. í sambandi við offraipleiðsluna ætti hinn ungP maðufc að líta sér nær, þar sem mjólkurfram leiðslan á hans starfssvæði hef ur dregizt saman um 20% s.l. mánuð, miðaðj við ^yrra ár, og mjólkurframleiðsla alls lands- ins gerir nú lítið betur en að fullnægja daglegri neyzluþörf þjóðarinnar. Þetta telur víst Elías ráðunautur uggvænlega offramleiðsluþróun. Greinarhöfundur gerir að um talsefni útflutning á landbúnað arvörum undanfarin ár og greiðslu skuldbindingar ríkis- sióðs vegna þessa útflutnings. Fer Elías með rangar tölur um útflutningsverð búvara, meðal annars segir hann að það fáist ekki nema 35 kr. fyrir kg. af dilkakjötinu á erlendum mark- aði, eða ekki nema 20 kr. pr. kg. að frádregnum slátur- og flutningskostnaði ,en það svar- ar til lítið meira cnVt verðs samkv. því sem bændur eiga að fá. Hið rétta er, að verðið mun vera nú um 54 kr. á brezk um markaði og í Noregi um 80 kr. Gærurnar minnist Elías ekki á, en fyrir þær munu bændur fá fullt verð samkv verðlagsgrundvelli og vel það Um máólkurframleiðsluna segir Elías, að hún gefi bænd- um nær ekkert verðmæti á er- lendum markaði og það mundi hafa hverfandi áhrif á tekjur bænda, þótt mjólkinni yrði hellt niður heima hjá þeim, sem ætluð væri til útflutnings. Virðist hér flest á sömu bókina lært — mjólkurvörur taldar einskis virði til útflutnings þótt þær gefi allt að 44% mið- að við framleiðslukostnaðar- verð. Varðandi greiðslur ríkissjóðs vegna útflutnings landbúnaðar- vara telur ráðunauturinn að þær hafi numið 1220 milljón- um kr. síðan verðtrygging á út fluttar landbúnaðarvörur var lögleidd 1961 ,en hið rétta er að þessar verðbætur hafa num- ið á þessum tíma 1325 millj. kr., eða sem svarar 165,6 millj. að meðaltali á ári. Þessar tölur Elíasar eiga að sanna það, að landbúnaðarframleiðsla sé ekki samkeppnisfær og leggi of þungar byrðar á ríkissjóð. f sambandi við þetta er ekki úr vegi að spyrja hver ber ábyrgð á þeirri verðbólguþróun sem hér hefur ríkt á undanförnum árum og leitt til þess að ná- lega enginn rekstur eða fram- leiðsla getur staðið á eigin fótum? Getur það verið að Elías H. Sveinsson treysti sér til þess að halda því fram að íslenzkir bændur beri ábyrgð á þessu? Veit ráðunauturinn það ekki að laun bænda hér á landi hafa lengi verið reikn uð út, eða áætluð eftir á, þeg- ar hlutur annarra stétta í þjóð félaginu hefur verið ákveðinn? , Er greinarhöfundi ljóst að sauðfjárafurðir var hægt að selja úr landi fyrir næstum framleiðslukostnaðarverði fyrir nokkrum árum, eða áður en óðaverðbólgan var búin að hel- taka svo þjóðina að enginn framleiðslugrundvöllur var lengur fyrir hendi? Hefur Elías gert sér grein fyrir núverandi lánalöggjöf landbúnaðarins og hvað hún er óhagstæð samanborið við hlið stæða löggjöf hjá öðrum land búnaðarþjóðum, hvað snertir vexti og lánstíma, að ógleymd um launaskattinum á bændur, sem hvergi fyrirfinnst annars- staðar en á íslandi? Væri ekki rétt fyrir ráðu- nautinn að kynna sér tollamál- in á landbúnaðarvélum og tækjum, sem hér eru miklu óhagstæðari fyrii' bændur en gerist í öðrum löndum svo ekki sé talað um hið mikla misræmi sem ríkir í þessum efnum milli landbúnaðar og sjávarút- vegs, sem ávallt hefur búið við mun hagstæðara tollakerfi en landbúnaðurinn? Og væri ekki rétt fyrir greinarhöfundinn að gera sér grein fyrir þeim afar- kostum, sem bændur þurfa að sæta í áburðarmálum, sem sennilega á sér enga hliðstæðu meðal frjálsra þjóða? Væri ekki rétt að hugleiða þetta og ótal margt fleira sem hefur áhrif á rekstraraðstöðu landbúnaðarins, áður en hann er dæmdur úr leik < atv’nnu iífi þjóðarinnar? Væri ekk- þýð ingarméira yerk að vipna á þessum vettvangi fyrir leiðbein endur bænda, til þess að bæta rekstrarstöðu landbúnaðarins en sú óraunhæfa niðurrifs- og samdráttarstefna í framleiðslu málum bænda, sem fram kem- ur í þessari grein? Það er skylt að vekja athygli þjóðarinnar á því að landbún- aðurinn mun flytja út á þessu ári framleiðsluverðmæti fyrir 500 milljónir kr., >n þessi út- flutningur mun endurgreiða að fullu í verzlunarálagningu, toll um og sköttum, útfluíningsbæt urnar sem gert er ráð fyrir að greiða á þessu ári, auk þeirra ca. 2500 millj. kr. verðmætis, er landbúnaðurinn leggur til þjóðarbúsins á innlendum markaði. Þessar útflutningsbætur, sem stöðugt er stagast á, var áður heimilt, samkv. hæstaréttar- dómi ,að leggja ofan á innlenda söluverðið á búvörum áður en framleiðsluráðslögunum vax breytt 1960 til þess að bænd- um væru tryggð lágmarkslaun samkv. lögum. Margir velta því nú fyrir sér, hver hin eiginlega orsök fyrir áróðrinum gegn landbún- aðinum, sem ekki heyrist um aðrar atvinnugreinar og stétt- ir í landinu? Skyldi orsökin vera sú, að bændur eru frið- samit og hefur verið naumt skammtað úr sameiginlegum sjóði þjóðarinnar undanfarin aflaár? Margir hefðu haldið að seint mundu koma fram tillögur um það, að lækka minnsta skipta- hlutinn né fækka í þeirri starfs stétt, sem mest fækkun hefur orðið í og telur nú aðeins 8% þjóðarinnar í staðinn fyrir 40% fyrir nokkrum áratugum. Það er ekki stæðulaust að spyrja, hvers vegna bændur megi ekki halda áfram að gegna sínu starfi í sinum rækt- aða reit í dalnum eða við ströndina, þar sem rætur þeirra standa djúpt í moldu — þar sem bóndinn er ekki fyrir neinum og gengur ekki á hlut eins eða neins, þar sem hann er bæði ræktunar og land varnarmaður í senh? En í þessu sambandi, þegar rætt er um bændafækkun, hlýt ur sú spurning að zakna, hvar eigi að taka fjármagn nú til þess að byggja 1000 íbúðir, fyrir hina burtfluttu bændur, ásamt nýrri atvinnuaðstöðu, sem hvort tveggja mundi kosta 3—4 milljarða kr. og það á sama tíma og þjóðin stendur á gjaldþrotabarmi? Þessa efnahagsgátu gerir Elías ekki neina tilraun til að ráða, fremur en sjálft atvinnu spursmálið, sem þessum flutn ingum yrðu samfara. Honum nægir aðeins að full- yrða að þetta vinnuafl og fjár- magn sé verra en gagnslaust fyrir þjóðarheildina og því sé aðeins spurningin hvernig hægt sé að nýta það til einhvers gagns. Virðist hér á ferðinni hin nýja Gylfa-ginningar-hag fræði, trúleysið á i.andið og íslenzka atvinnuvegi. Það er ekki á það minnst, hvorj ísjenzka þjóðin haíi efni á því, 'að neita hinum stöðugt fækkandi vinnufúsu höndum Hermóður Guðmundsson. um atvinnu við framleiðslu- hvort sem heldur er á sjó eða landi? Atvinnuleysið virðist þó vera nóg um þessar mundir og gjaldeyrisskorturinn vex með hverju ári, sökum of lítillar framleiðslu. Fjölgun skrifstofu fólks og milliliða leysir ekki þennan vanda. Bændastéttin þarf ekki að bera kinnroða fyrir starf sitt og stöðu í at- vinnulífi þjóaðrinnar — hina eiginlegu verðmætasköpun síð- ustu ára — miðað við allar aðstæður. Staða bænda í atvínnulifiuu á íslandi í dag hefði þó þurft að vera betri og gæti verið ; betri, ef skynsamlega væri að því unnið að lækka framleiðslu kostnaðinn í stað þess að hækka hann með stöðugt vax- andi dýrtíð, lánsfjárokri, tolla álögum, áburðareinokun og alis konar veltusköttum. — NjTra markaða leitað fyrir fram- leiðsluvöru landbúnaðarins og allri vinnslu og meðfer'3 bú- vörunnar hagað í samræmi við kröfur tímans, í stað úreltra verzlunarhátta, sem ekki má hreyfa við áratugum saman. Það má ekki gleyma því að í framleiðsluvörum landbunað arins er að finna úrvais hrá- efni, sem ætti að vera auðvelr að afla hagstæðra markaða fyrir, ef skipulega væri að því unnið. Vil ég geta þess að hjá mér hafa dvalið eriendir veiðimenn um árabil og hafa þeir allir lokið miklu lofsorði á íslenzka dilkakjötið og taiið það lúxusvöru. Líta verður svo á að það sé mikið óþurftar- verk að beita áróðri er vakið gæti vantrú bænda á starfi sínu og gildi þess fyrir þjóðar- búið. Fjárhagslegt sjálfstæði þjóð- arinnar verður hér eftir sem hingað til bezt tryggt með því, að hér geti þrifizt traustur landbúnaður. Mesta verðmæti þjóðarinnar er landið sjálft. Því vil ég segja við bændur: Trúið ekki á hinar nýju hag- fræðikenningar, sem byggjast á bændafækkun og eyðingu landsbyggðarinnar. Slíkar kenn ingar stríða gegn hagsmunum þjóðarinnar og fjárhagslegu og menningarlegu sjálfstæði hennar. Gegn þessu verða bændur að ■ standa og jafnframt snúa vörn [ í sókn fyrir sameiginle|um hagsmunum stéttarinnar. um fullt jafnrétti til fjárhagslegr \ gr aíkomú og mennin^arlegrar ) aðstöðu landsbyggðarinnar allr í ar, — í sveit og við sjó. I

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.