Tíminn - 13.02.1969, Qupperneq 3

Tíminn - 13.02.1969, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 13. febrúar 1969. TIMINN 3 Englending, sem ók á bif- reið sinni yfir námasveitir í Vestur-Skotlandi, henti sú slysni, að keyra á hund og verða banamaður hans, og var eigandi hundsins viðstaddur, sem var hrottalegur náungi með byssu um öxl. Englending urinn bað margfaldrar afsök- unar, tók sterlingspund úr vasa sínum og fékk manninum. — Þetta er nú gott og bless að, sagði Skotinn, og flýtti sér að stinga á sig peningunum, — en hvað verður nú um veiðarn- ar mínar í dag? — Veiðarnar þínar í dag? — Við hvað áttu? spurði Eng- lendingurinn steinhissa. — Það eru þó áreiðanlega engin veiði- lönd hér á þessum slóðum. Segðu mér bara hvað þú ætl- aðir að skjóta í dag, ég skal gefa þér annað pund. — Samþykkt, sagði Skotinn. — Ég fór bara út til að skjóta hundinn. — Ég veit, að ég er ísbjörn, mamma, en mér er samt kalt á tánum. Það var fyrir nokkrum árum, þegar Flugfélagsfarþegum var boðið tyggigúmmí í upphafi flugferða. Páll Pálson bóndi var í sinni fyrstu flugferð til Reykjavíkur og flugfreyjan kom og bauð með sínu blíð- asta brosi, tyggigúmmí: — Það er til að maður fái ekki hellur fyrir eyrun, sagði hún. — Það er í rauninni það bezta sem við höfum. Um það leyti, sem vélin var að lenda í Reykjavík, kallaði Páll í flugfreyjuna: — Ég held ég verði að biðja yður um að hjálpa mér að ná þessu úr eyrunum, góða. — Forstjórinn skildi, að tvær manneskjur gætu ekki lifað á laununum mínum, svo hann ráðlagði mér að sækja um skilnað. — Ég vonkenni þér svo, fyrir að þurfa að taka með þér vinnu heim. Bandarískur rithöfundur lýsti því yfir, að þegar hann hefði tíma, myndi hann taka saman bók, sem ætti að heita: „Hvað vita karlmenn um konur.“ Bók in á að verða 500 síður og þær munu allar verða auðar. Von Atholl hershöfðingi segir svo frá, að í Búastríðinu hafi Búar eitt sinn slegið hring utan um tvo Skota. Þeir virt- ust ekki eiga neinna kosta völ, en þrátt fyrir það, brutust þeir út úr hringnum og náðu þeir að komast til herdeildar sinn- ar, en voru þá særðir mjög og að þrotum komnir. Deildarfor- inginn hrósaði þeim fyrir hreysti þeirra, og hugrekki og bætti því við, að þegar þannig stæði á, bæri það alls ekki vott um hugleysi að gefast upp- — Gefast upp, hrópaði ann- ar þeirra. — Gefast upp með hálfsmánaðar laun í vasanum. — Það byrjaði allt saman með rommköku í bakaríinu. Tveir félagar komu síðla nætur að dyrum annars þeirra. — Ég — hikk — vildi að ég væri orðin lítil mús, sagði ann- ar þeirra. — Nú, hvers vegna? spurði hinn. — Hún er það eina, sem konan mín er hrædd við. Leyndardómurinn við góða fjárhagsafkomu er að lifa jafn sparlega fyrstu dagana eftir út borgunardaginn og síðustu dag ana á undan honum. Þessi stúlka nefnist Dorrit Frantzen og hefur stanfað sem aðstoðarstúlka tannlæknis, en nú segir hún að aldrei framar skuli hún hræra sement í skemimdar tennur, því þessi danska stúlka vill mi'klu frem- ur vinna sér inn peninga með því að sýna sinn lögu'lega kropp. Hún starfar nú sem fyr- irsæta í New York, en innan tíðar heldur hún til Kaliforníu og mun þar leika í einhverri tovilkmymd. ★ Fyrir skömmu síðan var hald ið eitt heljarmikið igriímuball í Hollywood. Ba'U þetta sóttu eins og til var ætlazt fjölmarg- ar af frægustu kvikmynda- stjörnum veraldar, en þeir sem til ballsios buðu höfðu sett það skilyrði, að gestirnir væru grímuklæddir eins og þeir hefðu helzt vil'jað líta út í fyrra látfi, eða eins og sú per- sóna, sem þeir helzt befðu vilj að vera. Meðal gesta voru til dæmis þau Barbara Streisand, en húa var klædd eitnis og franska skáld konan Colette, og binn vinsæli Oimar Sharif, en hann var klæddur sem skæruliðaforinig- inn Ohé Guevara, en hann hef- ur einmitt nýlega lokið við að íeika hann í kvikmynd, sem gerð var um lóf hans. Mesta athygli vakti þó blond- ínan Ohanin Hale, hún dulbjó sig nefnilega sem formóð- ur sína Evu, klædd í næstum ekki neitt, og hafði epli í hend- inni. En þar sem „Evu“ tókst ekki að freista neins við- staddra karla með eplinu, þá varð hún að bíta í það sjálf! ★ sem hann hafi staðið í sam- bandi við einlhivcr dularfull öfl austur þar. Miklar bviksögur ganiga nú um Parísarborg um atvik þessa máls, Stephan Markovic fannst myrtur þann fyrsta október í fyrra. Lík hans var mjög illa útleikið, en morðinginn eða morðingjarnir böfðu sett það í plastpoka og þannig famnst lí'f- vörðurinn í nágrenni Parísar. * Þeix gömlu góðu Bítlar halda stöðugt vinsældum sínum á meðal táninganna. Um daginn héldu þeir konsert einn mik- inn, lögreglan mun hafa haft eitthvað við hann að at'huga, og þrátt íyrir að hidn skeggj aði Paul McCartney hafi sung- ið „Don‘t let me down,“ þá stöðvaði lögreglan hljómlei'k- ana og allir voru reknir út. Á þessari mynd sjást þeir heiðursmenn vera við upptöiku á sjónvarpsþætti. Upptakan fer fram á þaki húss þeirra, þar sem „Apple" fyrirtæki þeirra er til húsa. ★ Morðið á lífiverði fraaska leifcarans Alan Delon, Stephan Markovic, er orðið mjög flók- ið mál. Nú hefur fransfca lög- reglan sett vörð við beimili leikarans, því honum hefur hvað eftir annað verið ógnað með því að leigumorðinigi frá Belgrad myndi vera sendur til þess að drepa Antony, son leiik- arans. Hinn myrti lífivörður var Júgóslavi, og svo virðist ★

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.