Tíminn - 13.02.1969, Side 7
VETTVANGUR
FIMM'fUDAGUR 13. febrúar 1969.
TÍMINN
ÆSKUNNAR
Ungir Framsóknarmenn:
Varnarmalin fái verðuga
afgreiðslu á Alþingi
Tillögur Framsóknarmamia í
varnarmálum, þ. e. að hið
bandaríska varnarlið hverfi úr
landi sem fyrst og íslendingar
taki sjálfir við gæzlu ratsjár-
stöðva, ef þurfa þykir, og sjái
um viðhald á varnarmannvirkj
um, hafa verið allmikið til um-
ræðu að undanförnu. Þessar til
lögur eru umdeildar, en ómól
mælanlegt er að þær liafa leyst
af hólmi óraunhæft þjark
kommúnista og íhalds í þessum
efnum. Umræðugrundvöllur hef
ur vart verið fyrir hendi vegna
öfga fyrrgreinda aðila, sem
jafnan hafa yfirgnæft umræður
um varnarmál á opinberum vett
vangi. Nú hafa hinsvegar verið
settar fram ákveðnar tillögur
til breytingar á núverandi
ástandi, sewi verðskulda rann-
sókn á því, hvort þær séu raun
hæfar og framkvæmanlegar.
Fyrir jólafrí þingmanna lof
aði utanríkisráðherra skýrslu
um utanríkismál, fljótlega eftir
að þing kæmi saman á nýbyrj
uðu ári. Þingfundir eru nú hafn
ir, og vænta niá að í kjölfar
væntanlegrar skýrslu fylgi um-
ræður um utanríkismál, þó að
þess verði vafalítið gætt að þau
mál verði ekki lengi á dagskrá.
Á þessu ári, nánar tiltekið 4.
apríl, eru 30 ár liðin síðan
samningurinn um stofnun At-
lantshafsbandalagsins var undir
ritaður í Washington af tólf
þjóðum, þ.á. m. íslandi. Tuttugu
ár eru langur tími, enda var
ráð fyrir því gert að aðildarþjóð
irnar ættu að þessum tíma liðn
um að endurmeta hlutverk
NATO og afslöðu sína til banda
lagsins. Nokkrar umræður hafa
orðið í flestum NATO-ríkjum
um framtíðarhlutverk handalags
ins og uppi voru efasemdir á
tímabili t. d. í Frakklandi,
hvort landið ætti lengur heima
í því. Innrás Sovétríkjanna í
Tékkóslóvakíu hefur óspart ver
ið notuð til þess að kveða niður
slíkar umræður, en því er þó
ekki að neita að töluvert endur
mat liefur farið fram á hlut-
verki NATO í sjálfum höfuð
stöðvum bandalagsins.
Hér á landi virðist ætlun ráða
manna að þegj: þessi tímamót
í sögu vestrænnar varnarsam-
vinnu í hel, varla hefur nokkuð
verið ritað og rætt af alvöru
um NATO, og ekkert liggur fyr
ir um skoðun íslendinga á fram
tfðarhlutverki bandalagsins.
Úr þessu er þó enn hægt að
bæta því árið 1969 er rétt geng
ið í garð.
Ungir Framsóknarmeun gera
það að tillögu sinni, að skipuð
verði þingnefnd af Alþingi, sem
falið verði það hlutverk að
raunsaka, hvort ráðlegt sé að
gera breytingar á vörnum ís-
lands, og skila álitsgerð um af-
stöðu íslands til NATÓ og þró
unar vestrænnar varnarsam-
vinnu á komandi áruin, ekki
síðar en í okt.-nóv. 1969.
Tillögur Framsóknarmaima i
varnarmálum eru út af fyrir
sig næg forsenda fyrir skipun
slíkrar nefndar og gæti hún haft
þær að leiðarljósi.
Að niðurslöðum þinguefndar
sem þessarar fengnuin myndi
afstaða ríkisstjórnarinnar. þing
flokka og Alþingis í heild til
varna á íslandi og vestrænnar
varnarsamvinnu væntanlega
liggja ljósar fyrir en nú. Og
ekki er annað sæmandi, en að
framtíðarstefna íslands í þess
um málum líti dagsins ljós á
árinu 1969.
Ungir Franisóknurmenn beina
þeim tilniælum til hins háa Al-
þingis, að utanríkismál með
sérstöku tilliti til varna lands
ins fái verðuga afgreiðslu á
því þingi, sem nú situr.
j Kappræöur í
I Stykkishólmi
i um efnahags-
| og atvinnumál
' Ungir Framsóknarnienn og ung
\ ir Sjálfstæðismenn á Snæfellsiiesj
\ efndu til kappræðufundar um efna
' hags- og atvinnumál s. 1. sunnudag
| í Stykkishólmi. Húsfyllir var á
' fundinum og lætur nærri að um
100 manns hafi sótt fundinn. Verð
ur það' að teljast gott og sýnir vel
áhuganu sem ríkir fyrir fundum
sem þessum.
Framsögumenu ungra Framsókn
armanna voi-u Jónas Gestsson og
Stefán J. Sigurðsson en framsögu
fyrir unga Sjálfstæöismemi höfðu
Skúli Víkingsson og Arni Emils
| SOll.
Auk framsögumanna töluðu 4
ræðumenn af livorri hálfu. Fyrir
unga Framsóknarmenn Guðbjart
ur Guiinarssou, Tómas Einarsson,
Baldvin Kristinsson og Ölafur Jóns
son, en unga Sjálfstæðismenn Elv-
ar Sigurðsson, Ingólfur Þórarins
' son, Halldór Árnason og Sigþór
Sigurðsson.
Framsöguræða Eiríks Tómassonar á kappræðufundi FUF og Heimdallar um utanríkismál:
Sjálfstæða íslenzka utanríkisstefnu!
Vettvangurinn birtir hér fram
söguræðu Eiríks Tómassonar,
sem liann flutti á kappræðu-
fundi FUF og Heimdallar, sem
haldinn var í Sigtúni sunnudag
inn 2. febrúar. Ræðan fer hér
á eftir í heild sinni að sleppt-
um nokkrum inngangsorðum:
„Utanríkisstefna fslendinga
hefur, og þá einkum á síðustu
árum, mótazt af ósjálfstæðni
og undirlægjuhætti gagnvart
bandamönnum okkar, og þá sér
slaklega Bandaríkjamönnum.
Má þessu til stuðnings nefna
ótal dæmi, en hér skulu aðeins
fá upp talin.
Framganga íslenzku sendi-
nefndarinnar á A-Hsherjarþingi
S.Þ. hefur löngum verið skamm
arleg, sökum lítt sannfærandi
afstöðu hennar til ýmissa al-
þjóðlegra .stórmála, og nægir
í því sambandi að benda á
afstöðu sendinefndarinnar gegn
aðild Kína að samtökunum,
Með því skáru íslendingar sig
úr hópi Norðurlandanna, því
öll hin löndin fjögur, Noregur,
Svíþjóð, Danmörk og Finnand,
greiddu atkvæði með tillög-
unni. Jafnframt lýsir ríkis-
stjórnin yfir andstöðu við inn-
göngu Vt hluta mannkyns i al-
heimssamtök, sem aldrei ná
fullkomlega takmarki sínu. án
þátttöku allra þjóða heims. Að
vísu studdi ríkisstjórnin af-
stöðu sína þeim rökum, að
sæði tillagan fram að ganga,
yrði Formósa að víkja úr S.þ,
Þetta er ekki rétt, þar eð í
síðustu tillögu, sem lögð var
fram um mál þetta á Allsherj-
arþinginu, fólst aðeins, að
Formósa missti setu í Öryggis
ráðinu sem eitt af stórveldum
heims, og þar með einnig neit
unarvald í ráðinu. Þrátt fyrir
þessa breytingu, en áður hafði
tillagan ætíð falið í sér brott-
vikningu Formósu úr samtökun
um, sat íslenzka sendinefndin
samt hjá við atkvæðagreiðsl-
una, að fordæmi örfárra ann-
arra þjóða. Bandaríkjastjórn
greiddi atkvæði gegn tillögunni
á þeim forsendum, að Chiang
Kai-shek, núverandi forseti
Formósu ,og stjórn hans væri
eina löglega stjórn Kína, og
því bæri henni sælið í Öryggis
ráðinu, ásamt neitunarvaldinu.
Hafi íslenzka ríkisstjórnin lát-
ið sannfærast af slíkum fals-
rökum, því staðreynd er, að
margar stjórnir aðildarríkja
S.þ. hafa komizt til valda með
all vafasömum hætti, var það
skylda hennar að ^greiða at-
kvæði gegn tillögunni ,en hún
valdi enn lítilmótlegri kost
og sat hjá.
Annað dæmi, af svipuðum
toga spunnið, er furðuleg fram
koma ríkisstjórnarinnar gagn
vart kæru hinna Norðurland-
anna á hendur grísku herfor
ingjastjórninni, sem lögð var
fyrir Evrópuráðið á síðasta ári.
Stjórnin taidi sig að vísu full-
komlega samþykka tillögunni
efnislega. en kvaðst þó ekki
geta staðið að henni. vegna
aukinna fjárútláta af þeim sök
um. Mér er spurn: Til hvers
tökum við þátt í starfi alþjóða
samtaka? Og hvers vegna höld
um við uppi fjárfrekri utan-
ríkisþjónustu, ef við getum
ekki fylgt sannfæringu okkar
eftir í stórmálum sem þessum?
Þessi tvö dæmi, auk fjöl-
margra annarra, sýna ljóst, að
íslenzk utanríkisstefna er lítt
sannfærandi, og ósjálfstæð að
sama skapi, enda eru skoðanir
okkar virtar í samræmi við
það, öfugt við skoðanir t.d.
hinna Norðurlandanna, sem öll
hafa áunnið sér virðingu ann-
arra þjóða með einarðri og
sannfærandi framgöngu sinni
á alþjóðavettvangi.
í þessu sambandi er okkur
hollt að minnast ummæla öld-
ungardeildaþingmannsins Willi
ams Fulbright, sem hann við-
hafði hér á landi i ræðu ei
alls fyrir löngu, en þar taldi
hann, að smáþjóðir gætu haft
mikil áhrif á gang alþjóðamála
og nytu meiri virðingar stór-
þjóða, er.þær byðu þeim byrg
inn, í stað þess að lúta í einu
og öllu vilja þeirra. Sem dæmi
tók þingmaðurinn samskipti
Mexíkana og Bandaríkjanna. en
þeir síðarnefndu hafa hvað eft
ir annað seilst til áhrifa í
Mexíkó, en jafnan mætt harðri
mótspyrnu landsmanna. Stað-
reyndin í sambúð þessara
tveggja þjóða er hins vegar sú,
að Bandaríkjamenn virða Mexí
kana hvað mest hinna róm-
önsku þióða Mið- og Suður-
Ameríku. Ég minnist því bit
ur þessara orða Fulbrights, er
mér koma í hug þær lítilmót-
legu tnóttökur, sem forsætis-
ráðherra okkar fékk af hálfu
Bandaríkjaforseta, í heimsókn
sinni til Bandaríkjanna fyrir
nokkru.
Siík er þá sú „virðing", sem
• við njótum á aiþjóðavettvangi
í dag, og við hljótum að vera
sammála um, að hér sé sk.iótrar
breytingar þörf Verkefnin eru
óþrjótandi — heimur þrot-
lausra styrjalda þarfnast breyt
inga til betri vegar — til frið-
ar, og það er sannfæring mín,
að við, íslendingar, þó smáir
séum, getum snúið mörgu til
betri vegar. beitum við þeim
mætti, sem við búum yfir, til
heillaríkra áhrifa á önnur Iönd
t.d. Norðurlöndin og önnur
vestræn ríki.
Hernaðai-bandalög eru ekki
framtíðarlausn á vandamálum
heimsins, enda hvorki vænleg
til þess að koma á friði né við-
halda honum. Að mínu áliti er
leiðin til upplausnar þeirra
ekki sú, að veikja eitt á sama
tíma, sem annáð styrkist, því
þá myndi því valdajafnvægi,
sem nú ríkir t.d. í Evrópu og
sést glöggt á skiptingu álfunn-
ar í tvö áhrifasvæði. stefnt í
stórhættu. en slíkt eykur að-
eins líkurnar á enn einni heim
styrjöldinni. sem þá yrði að
líkindum gereyðingarstríð
Leiðin tii upplausnar hern
aðariiandalaga felst hins vegar
í auknum styrk S.þ., þar til
samtökin verða svo öflug’ að
þau geta komið til hjálpar öll-
um þeim þjóðum, sem órétti
eru beittar, þrátt fyrir and-
stöðu stórvelda. Þá fyrst horf
ir friðvænlegar, og því ber okk
ur, íslendingum, að efla S.Þ.
á alla lund, og hvetja aðrar
þjóðir til slíks hins sama.
Atlantshafsbandalagið byggir
á lýðræðislegum grunni, enda
hiigsjónalega til orðið til varð
veizlu lýðræðis í aðildarlönd-
um þess. Þó ríkir nú einræðis-
stjórn í tveimur þeirra, Grikk-
landi og Port.úgal, en slíkt veik
ir bandaiagið að sjálfsögðu
verulega hugsjónalega séð.
Þarna er brýnt verkefni fyrir
okkur íslendinga, sem aðila að
NATO, og gætum við beitt á-
hrifum okkar í enn ríkari mæli
en áður, til þess að komið verði
á því stjórnarfari, sem banda-
laginu var í upphafi ætlað að
vcrnda í þessurn tveimur að-
ildarríkjum þess.
Eins og sjá má eru verk-
efnin næg og ný hiaðast upp
með degi hverjum, cn sanit
heldur ríkisstjórnin að mestu
að sér höndum Slíkt aðgerðar
leysi í jafn mikiivægum mál
um sem þeim er áður hafa
verið upp talin, skipa okkur ís
lendingum á bekk vanþróaðra
eða nær ósjálfstæðra rikja.
Viljum við teljast sjálfstæð
þjóð .verðum við að móta sjálf
stæða stefnu í utanríkismálum.
þó með nánum samskiptum við
vestræn lýðræðisríki — nióta
sjálfstæða íslenzka utanríkis-
stefnw."
Ritnefnd: Einár Karl, Eiríkur Tómasson og Ólafur Þ. Þórðarson