Tíminn - 02.03.1969, Page 4

Tíminn - 02.03.1969, Page 4
V ©AUGLVSINGASTOFAN 16 TÍMINN SUNNUDAGUR 2. nrarz »69- VIKING SNJÓHJÓLBARÐARNIR fást hjá okkur. með eða án snjónagla. Sendum um allt land gegn póstkröfu; Hjólbarðavínnustofan opin alla daga kl. 7.30 tll kl. 22.00. Gúmmlvlnnusfofan h/f Skipholti 35 — Sími 31055 — Reykjavík. 1-44-44 HVERFISGOTU 105 Frá Reykjavík............ 14. maí Til London................ 18. maí Frá London .............. 19. maí Til Amsterdam ............ 20. maí Frá Amsterdam ........... 22. maí Til Hamborgar ............ 23. maí Frá Hamborg ............. 24. max Til Kaupmannahafnar ...... 25. maí Frá Kaupmannahöfn ....... 28. maí Til Leith ................ 30. maí Frá Leith ............. 30. maí Til Reykjavíkur .......... 2. juní ALLT HEILLANDI FERÐAMANNABORGIR Verð farmiða frá kr. 13.000.00 fæði og þjónustugjald innifalið, Skoðunar- og skemmtiferðir í hverri viðkomuhöfn. Dragið ekki að panta farmiða. NOTIÐ FEGURSTA TlMA ÁRSINS TIL AÐ FERÐAST. Allar nánari upplýsingar veitir: H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Farþegadeildin Pósthússtræti 2, sími 21460 og umboSsmenn félagsins. KOMIÐ ÚR RÓÐRI. Framhald ai bls. 24. og fljótlega fá piltarnir að fara f róður. Ef pabbi er ekki sjó- maður þá eldri bróðir eða ein- hver nákominn, því varla mun fyrirfinnast sú fjölskylda í Vestmannaeyjum að einhver meðlimur hennar stundi ekki sjó. Tiltekinn dag komu að bátar sem stunda ýmiss konar veiði. Fyrstar komu trillurnar. Á þeim telur skipshöfnin ekki nema einn eða tvo menn. Handfærakarlarnir sækja á heimamið og róa stutt. Afli þeirra var tregur, og mikið af honum ufsi og karfi, fisk- tegundir, sem ekki eru í miklu uppáhaldi, enda ekki gefið hátt verð fyrir þær. En trillu bátaútgerð er ekki kostnaðar- söm og þótt aflinn sé lítill HAPPDRÆTTI SlBS 1969 Dregið 5. marz Umboðsmenn geyma ekki miða vi,ðskiptavina fram yfir dráttardag DRÉTTMMGS miðað við stóru bátana þarf ekki að skipta hlutnum milli margra aðila og trillukarlarn- ir eru kátir þegar vel veiðist. Nokkrix þátar eru á trolli. Fá trollararnir nú að veiða á sínum gömlu miðum, sem var lokað fyrir þeim er fiskveiði- lögsagan var færð út í 12 mil- ur um árið. Lagðist veiði þessi að mestu niður þar til gefin var undanþága nú í vetur. Sum ir sögðu veiði trollaranna vera sæmilega. Var þá ekki að sök- um að spyrja. f aflanum vaf mikið af flatfiski. En þeim, sem þessar veiðar stunda, finnst heldur lítið til bolfisk- afla koma þótt góður sé. Fáir Eyjaþáta eru nú á línu, en þeim mun fleiri stunda netaveiðar og bölva karlarnir mikið ef þeir fá ekki að minnsta kosti tuttugu tonn í róðri. Enn sem komið er á þessari vertíð er netafiskurinn ekki mikill og það sem verra er að í honum er talsvert af ufsa. Lætur nætri að helming- urinn sé ufsi, hitt fiskur, það er að segja, þorskur. Þegar líður á vertíð hverfur ufsinn, en þorskaflinn vex að sama skapi. Þetta hefur verið svona til þessa, og við skulum vona að svo verði áfram, en fiskur- inn í sjónum er duttlungafull- ur og ekki á allra færi að spá langt fram í tímann um fiski- göngur og aflabrögð. Síðastir koma loðnubátarn- ir að. Þeir hafa lengst að sækja og verða að eltast við loðnuna um allan sjó, allt aust ur fyrir Meðalland að Reykja- nesi. Konur eru heimavið og krakkar safmaðir þegar drekk- hlaðnir loðnubátarnir ösla inn, og bátarnir sem fyrr komu eru farnir í róður aftur, það er ekki eftir neinu að biða. Loðn unni er landað og síðan er farið strax út aftur og eltinga leikurinn heldur áfram.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.