Tíminn - 02.03.1969, Síða 10
22
TIMINN
STJNNUDAGUR 2. marz 1969.
Hasar í skólunum
ÞaS hefur svo sanniarlega sýnt
sig vel síSustu vikurnar, aS heim-
urinn er vondur og fólkiS, sem
bfvggir þpnm aS mestu leyti hálf-
gert hys-ki. Ég tek þaS strax fram
til að fyrirbyggja allan misskiln-
ing, að þegar ég tala um heim-
inn, þá á ég auðvitað við allt fyr-
ir utan fsland.
Maður heyrir hreinlega ekkert
nema slæmar fréttir þessa dag-
ana, en þar sem ég veft, að þið
sjáið öll þessi válegu tíðindi á
SV-inu inni á heimilisgafli hjá
ykkur, því það gerir ekkert nema
koma ykkur í iilt skap.
Ég sé því ekki ástæðu til að
hrella ykkur með tíðindum um
það, að ástandið í hgskólum lands
ins hér, og jafnvel gagnfræðaskól
um iíka, er alltaf að versna. Marg
ir af stæx'stu háskólunum eru næst
um óstarfhæfir vegna aðgerða mik
ils minnihluta nemendanna, sem
hafa í frammi alls kyns skrílslæti
og lúabrögð. Þetta eru aöallega
blámenn, stundum ekki nema 2—
3% nemenda, sem leggja undir
sig stjQrnbygigingar, setja upp
verkfallsverði, og himdra meiri-
hluta stúd-entanna í að sækja
tíma. Þessi meirihluti kýs ekkert
frekar en að halda áfram mennt-
ua sinni.
•Sánnarlega ætla ég ekki að
hryggja ykkur með því að segja
ykkur, hverjar séu aðalkröfur
þessarra uppreisnarseggja. Sjálf-
um finnst mér krafa þeirra um
aukna kennslu á sögu svartra og
menningararfi þeirra, fjölguin
svartra kennara og aukim ítök í
stjórn skólanna, næsta fráleit.
Hér or fjöldinn allur af þjóðar-
brotum, og ef kenna ætti náið
sögu hvers og eins, yrði lítill tími
til annars.
Ég veit, að þið hafið engan á-
huga á því að heyra álft ýmissa
manna hér, sem segja, að þessi
barátta í skólunum ætli að verða
þjóðinni átíka erfið og Víetnam
stríðið. Það sé hvorki hægt að
vinna né tapa. Það hefur verið
reynt að taka hart á, beita lög-
reglu og herliði og handtaka söku
dólgana, en það hefur reynzt hald
iaust. Maður virðist koma í manns
stað. Við beitingu valds virðist
líka stærri hluti nemenda, sem
annars hefði staðið utan deild-
anna, snúast á sveif með uppreisn
armönnum. Alveg eins og í Víet-
nam.
Sé látið að kröfum ofbeldis-
mannanna virðast þeir einungis
koma með frekari kröfur, og hef-
ur reynslan orðið sú, að illsemj-
andi sé við þá upp til hópa. Slík
varð reyndin í Swarthmore Coll-
ege hér í Pennsylvaníu, þar sem
reynt var að semja. Upprcisnar-
------------!--------------------
meinm stóðu ekki við meitt, sem
um hafði verið samið. Friður
komst ekki á fyrr en rektor skól-
ans, maður innan við fimmtugt,
fékk hjartaslag og dó á skrifstofu
sinni í einni sennunni.
Síðasta úrræðið er svo að loka
skólanum, eins og gert var í
Columbia háskóla í New York í
fyrravor. Með því móti verða þús-
undir sakfausra nemenda af
menntuinni vegna aðgerða bald
ins minni'hluta, sem margir efast
stórlega um að sæki skólana til
að afla sér menntunar.
Allt fram að þessu hafði ég tek-
ið þessum fréttum með stöku jafn
aðargeði, eins og ég veit að þið
gerið þarna heima á Fróni. Og
ég var, og er, algerlega skilnings-
laus og sneyddur samúð núna
einnig til gaginfræðaskólanna.
Veit ég fyri-r víst, að þið viljið
nú alls ekki heyra meira um
þetta,
Ég sé því ekki ástæðu til að
þreyta ykkur með fréttum um
það, að óiæti hafa nú byrjað í
gagnfræðaskólum Harrisborgar,
hérna rétt hinum megin við ána.
X gær varð að loka öllum almenn-
um gagnfræðaskólum borgarinnar
eftir að svartir strákar í efstu
bekkjum (16—18 ára) höfðu tek-
ið til við að lumbra á kennurum
og nemendum, og ganga síðan út
úr itímum. Fóru þeir síðan um
hluta borgarinnar vinnandi ýms-
an óskunda. •
Ekki get ég séð, hvaða áhuga
þið getið haft á því, þótt þeir
hafi líka lamið nokkra fullorðna
menn, sem urðu fyrir þvi óláni
að verða á vegi þeirra. Einn mað-
ur hlaut nefbrot fyrir. í einum
eða tveimur skólum báru svartir
fram kröfur um það, að kennsla
yrði aukin í sögu svartra. í gær
var svo öllum skólum lokað, eins
og ég sagði áður.
Auk spellvirkjanna, sem voru
margvfsleg, tókst þessum ungling-
um að hræða líftóruna úr mörg-
um rólegum og værukærum borg-
aranum, sem búinn var að segja
í mörg ár: „Svona lagað^ getur
ekki gerzt í Harrisburg". Ég ætla
nú ekki að fara að telja upp
helztu skemmdarverkin, en það
fór um margan manninn, þegar
kveíkt var í tveimur verzlunar-
húsum meö Mólatoff-kokkteilum.
Það gerðist seint um kvöldið, og
er reyndar ekki enn búið að finna
brennuvargana. Ekki leið heldur
mörgum kaupmanninum vel að
heyra hvað gerðist í útibúd einn-
ar beztu karlmannafataverzlunar
bæjarins. Það var reyndar um há-
bjartan daginn. Um 30 dökkfr pilt
ar ruddust inm i búðina og tóku
til við að velja sér alls konar
fatnað. Afgreiðslufólk stóð sem
stejni lostið og þorði hvorki að
hreyfa legg né lið meðan peyjarn-
ir létu greipar sópa. Lögreglan
var ekki kvödd á vettvang fyrr
en þeir voru á bak og burt. Þeir
höfðu þá framið gripdeildir upp á
rúmlega 2000 dollara.
í dag átti svo að hefja kennslu
aftur með eðlilegum hætti, eftir
að skólayfirvöld, kennarar, borg-
arráðsmenn og lögregla höfðu set
ið á fundum allan gærdaginn.
Mikil ólga var í flestum skólun-
um, og entist þessi ótryggi frið-
ur ekki nema til rúmlega ellefu
í stærsta skólanum, en þar eru
flestir blánemendur, Óspektirnar
hófust að nýju og var lögreglan
kvödd til hjálpar en gat Utið gert.
Skemmdarverk voru framin í skól
anum og eldar kveiktir á tveim
stöðum. Fulltrúar svertingjanem-
enda sátu fund með forráðamönn
um skólans og báru fram endur-
tefcnar kröfur.
Allt þetta hefur komið miklu
róti á hugi margra hér, en ég
ætla nú ekki að segja ykkur meira
frá því. Ég ætlaði reyndar aldrei
að minnast á þetta einu orði til
að byrja með. En það er svona
að geta ekki setið á sér. Þið er-
uð líklega öll orðin grútfúl yfir
þessu.
Þórir S. Gröndal.
Nýtt slökkviefni notað í
Reykjavík — létt froðq
TÉKKAFALSARINN
ÓFUNDINN ENNÞÁ
OÓ-Reykjavík, laugardag.
Enn hafa engar fregnir borizt
frá Interpol, um íslendinginn sem
leitað er að í mörgum Evrópu-
löndum, sem falsaði tékka og
strauk úr -'landi s.l. þriðjudag. Lög
regluyfirvöld hér fóru þess á leit
við Interpol, að hgfa uppi á mann
inum, en hann hvarf sporlaust úr
hóteli í Luxemborg á nþðviku-
dagsmorgun.
Skýrt var frá þessu í Tímanum
í gær, Var þar sagt að hann hafi
stolið ávísanahefti í fyrirtæki hér
í borg. Þetta er ekki alls kostar
rétt, því tékkhefti varð hann sér
úti eftir öðrum leiðum. Hins veg
ar útbjó hann stimpil með nafni
vel þekkts fyrirtækis og notaði
á fölsuðu ávísanirnar. Keypti mað
Þökkum af alhug öllum, bæði nær og fjær, auðsýnda samúð viS
andlát og útför, móSur okkar og tengdamóSur,
Soffíu Jónsdóttur,
Neðra-Ási
Börn og tengdabörn.
Innilegustu þakkir fyrir sýnda hluttekningu og samúð við andlát
og útför eiglnmanns míns,
Júlíusar Kemp,
skipstióra. '
F.h. barna, foreldra, systkina og annarra vandamanna.
, Þóra Kemp.
HREPPSFÉLÖG
FÉLAGSHEIMILI
Kaupfélög
Nú er rétti tíminn til við-
halds á húseignum.
Önnumst hvers konar
MÁLNINGARVINNU
Sigursveinn og
Kristján
Símar 12711 og 81308.
Skólavörðustig 3 A II. hæð.
Sölusími 22911.
SELJENDUR
Látið okkur annast sölu á fast-
eignum yðar Áherzla lögð
á góða fyjirgreiðslu Vinsam-
legast haflð samband við skrif
stofu vora er bér ætlið að
selja eða kaupa fasteignir sem
ávallt eru fyrir hendi í miklu
úrvali hiá okkur.
JÓN ARASON, HDL.
Fasteignasala Málflutningui
(JlIWÍIN Styrkársson
hæstaréttarlöcmadur
AUSTURSTRÆTI í JÍM/ /8354
urinn gúmmístafasett gejn seld
eru í leikfangaverzlunum og
krakkar leika sér með. Með þess
um tækjum var auðvelt að falsa
stimpilinn.
Braskað
með sjón-
varpstæki
OÓ-Reykjavík, laugardag.
Rannsóknarlögreglan komst á
snoðir um það í gær, að tveir
menn voru að reyna að selja sjón
varpstæki á ótrúlega lágu verði, \
og var atferli þeirra hið grun-
samlegasta. Þegar farið var að at
huga málið nánar kom í ljós, að
mennirnir höfðu ekki leyfi til að
selja tækið.
Sjónvarpstækið keyptu þeir í
verzlun og var kaupverðið 28.600
krónur. Þeir greiddu tvö þúsund
krónur inn á tækið og afgangur-
inn átti að greiðast með jöfnum
afborgunum. í kaupsamningi er
skýrt tekið fram að kaupandi
megi alls ekki selja tækið aftur,
fyrr en það er að fullu greitt.'
Verðið sem náungarnir settu upp
fyrir sjónvarpstækið var tíu þús-
und krónur og hafa þeir reiknað
með miklum afföllum. Endir máls
ins var sá, að öll kaup gengu til
baka og um umrætt sjónvarps-
tæki nú til sölu hjá kaupmann-
inum fyrir kr. 28.600,00.