Tíminn - 18.03.1969, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.03.1969, Blaðsíða 9
/ ÞRffiJIIDAGUR 18. marz 1969. Útgefandi: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN Rramkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórartnn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði C- Þorsteinsson. Pulltrúi ritstj órnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Steingrínrnr Gislason Ritstjómarskrtfstofur t Eddu- búsinu, símar 18300—18306 SkrifsWur: Bankastræti 7. Al- greiðslusimi: 12323 Auglýsingasími: 19523 Aðrar skrifstofur sími 18300 Áskriftargjald kr 150,00 á mán Innanlands. — f lausasölu kr 10,00 eint. — Prentsmiðjan Edda hf. Kaupmátturínn 15,2% minni en 1959 Á sunnudag birtist hér í blaðinu línurit um þróun verðlags og kaupmáttar tímakaups verkamanna s.l. 10 ár. Kemur þar fram, að kaupmáttur tímakaups verka- manna hefur minnkað frá því í marz 1959 til marz 1969 um 15.2%. Kaupmáttur tímakaups í dagvinnu jókst nokkuð, er vinnuvikan var stytt á árinu 1965 í 44 stundir. Kaup- máttur vikukaupsins jókst hins vegar ekkert við það. Með samdrætti í atvinnu hafa fæstir verkamenn ann- að, en dagvinnukaupið að lifa af, þ.a.a.s. þeir, sem á annað borð hafa vinnu. Sé kaupmáttur vikukaupsins reiknaður út, kemur í Ijós, að hann hefur minnkað um 22,3% síðan í marz 1959. í marz 1959 höfðu stjómarflokkarnir þó nýlokið við að lækka allt kaupgjald 1 landinu með lögum, þar sem teknar voru aftur þær kauphækkanir, sem atvinnurek- endur Sjálfstæðisflokksins höfðu boðið fram á silfur- diski sumarið 1958 til að koma ríkisstjórn Hermanns Jónassonar frá völdum. Verkamaðurinn fær nú nær fjórðungi minna fyrir vikulaun sín, en'hann fékk fyrir vikulaunin í marz 1959. Svo stórkostlegur hefur orðið árangur „viðreisnarinnar“! ' Samt er því haldið fram af ríkisstjórninni að hið eina, sem standi atvinnurekstrinum fyrir þrifum á íslandi sé of hátt kaupgjald þessa verkafólks! Þegar „viðreisnin“ hófst var fagnaðarboðskapurinn sá, að hin nýja efnahagsstefna mundi hafa í för með sér stórkostlega eflingu atvinnulífs með tilsvarandi kjarabót- um almennings. Hinar auknu tekjur almennings meðan aflauppgripin stóðu yfir samfara síhækkandi verðlagi á útflutnings- vörum, áttu rætur að rekja til eftir- og næturvinnu laun- veganna. Kaupmáttur tímakaupsins jókst ekki. Á sama tíma og þessi reynsla fékkst af „viðreisnar- stefnunni“ álslandi jókst kaupmáttur tímakaups verka- fólks í nágrannalöndunum jafnt og þétt. Enda er svo komið, að íslenzkir verkamenn eru hálfdrættingar í kaupi á við stéttarbræður í nágrannalöndunum. Getur verið að stjórnarherrarnir haldi það ennþá, að það sé hægt að telja fólki með heilbrigða dómgreind trú um það, að ekkert sé bogið við þá stjórnarstefnu, sem slíkum „árangri" skilar? Þrátt fyrir hina raunveru- legu kauplækkun sem orðið hefur á þessu tímabili við- reisnarinnar, eiga ýmis fyrirtæki í erfiðleikum nú. Vanda þessara fyrirtækja verður að leysa með öðrum hætti en þeim að lækka enn kaup hinna lægst launuðu. Sannleik- urinn er líka sá, að fjöldi atvinnufyrirtækja á líf sitt undir því að kaupmáttur almennings vaxi. Um hvað er ‘deilt? Verkalýðshreyfingin hefur ekki farið fram á annað, en að sú hefð, sem ríkt hefur í kaupgjaldsmálum undan- farna áratugi verði ekki rofin. Það hefur verið föst hefð, þegar gildistími kjarasamninga rennur út, að kaup hefur gerið greitt samkvæmt kaupgjaldsákvæðum síð- asta samnings, þar til nýr hefur verið gerður. Verka- lýðshreyfingin hefur engar kröfur gert aðrar en að sú hefð verði ekki rofin. í því felst það, að áfram verði greiddar verðlagsbætur á lægstu laun. Samt leyfa mál- gögn ríkisstjórnarinnar sér að ásaka verkamenn um óbil- girni og kröfufrekju. — TK. TÍMINN Ingvar Gíslason alþm.: LAGAFRAMKVÆMDiN SKIPTIR ÖLLU MÁLI Fáein orð um frumvarp til laga um menntaskóla Frumvarp til laga um mennta- skóla var til 1. umræðu í neðri deild alþingis s.l. fimmtudag. Menntamálaráðherra ___^fylgdi frumvarpinu úr hlaði með ræðu, gat þess m. a. að frum- varpið væri samið af nefnd sérfróðra manna, sem í áttu sæti forstöðumenn mennta- skólanna, háskólarektor, ráðu- neytisstjóri í menntamálaráðu- neytinu o. fl. Ég, sem þessar línur rita, lét í Ijós þá skoðun, að frumvarpið væri jákvætt og til hóta í flestum meginatrið- um. Að vísu hafði ég, sem fleiri, athugasemdir að gera við 1. gr. frv., vegna óheppilegs orðalags greinarinnar um vald- svið ráðherra að því er varðar stofnun menntaskóla, en menntamálaráðherra lýsti yfir því i umræðunni, að hann myndi ekki standa í vegi fyrir því, að greininni yrði breytt. Það, sem hér fer á eftir, eru höfuðdrættir úr ræðu minni s.I. fimmtudag: Ég tel það fyrst og fremst jákvætt við frumvarpið, að i því felst viðurkenning á nýj- um viðhorfum gagnvart hlut- verki menntaskóla og starf- semi þeirra. Frumvarpið er þvi að sínu leyti stefnumótun og þó fremur STAÐFESTING Á STEFNU, sem menntaskól- arnir hafa þegar viðurkennt í verki, að svo miklu leyti sem kostur hefur verið. . Frjálslynd stefna. Eins og fram kemur í grein- argerð menntaskólanefndar, sem er höfundur frumvai-psins, hafa menntaskólamir „í sívax- amdi mæli teldð upp margvís- lega nýbreytni ... og ... í öll- um menntaskólunum standa yfir einhverjar breytingar á tilraunastigi, allt frá niðurfell- ingu einstakra skyldugreina til stofnunar nýrra deilda.“ Frum- varpið er því staðfesting á gildi þessa tilraunastarfs. Af þessu sézt, og rétt er að hafa það í huga, að jafnvel gildandi lög um þetta efni veita nokkurt svigrúm tU breytinga, til ný- skipunar á námsefni og kennslutilhögun. Einnig ber að hafa í huga, að frjálslyndir og athafnasamir skólameistarar hafa þegar hafizt handa um ný skipan menntaskólanáms, sem rofið hefur stöðnun og íhalds- semi á þessu sviði. Gildi frum^ varpsins felst aðallega í því, að nú skal með lögum knýja íhaldssama skólastjóra, ef ein- hverjir eru að verða, til þess að láta af kyrrstöðutilhneiging- um sínum og fylgja frjáls- Iyndri stefnu í anda nútímans. M.ö.o.: Hér eftir eiga aftur- haldssamir skólastjórar ekki að standa í vegi fyrir nauðsyn- legum breytingum á starfi menntaskólanna, ef öðrum skil yrðum er þá fullnægt. Af þess um sökum er ávinningur að frumvarpinu. Það er spor í rétta átt. Leysir ekki allan vanda. En jafnframt þvi sem ég lýsti stuðningi mínum við meg Ingvar Gíslason inefni frumvarpsins, leyfi ég mér að minna á, að ekki leys- ir það allan vanda menntaskól- anna, þótt að lögum verði. Frv. hefur ekki í sér fólgna neina lausn á aðalvanda menntaskól- anna um þessar mundir, en hann er skortur á húsnæði og tækjabúnaði, þ.e.a.s. kennslu- aðstöðu í samræmi við stefnu þessa frumvarps, — svo og meinlegur skortur hæfra kenn ara í mörgum greinum. Ég vil því leggja áherzlu á að frum- varpið, þótt að lögum verði, leysir ekki aðalvandamálið, heldur fer lausn þess algerlega eftir framkvæmd þeirrar stefnu, sem þar er boðuð. Spumingin er, hvort húsnæðis- mál skólanna verði Ieyst og hvernig það megi verða, hvort unnið verði að því að efla tækjabúnað menntaskólanna, koma upp viðunandi bókasöfn- um og kennslubókakosti og síð- ast en ekki sízt, hvort bætt verði úr kennaraskorti, sem fyr irsjáanlegur er, ef auðið á að vera að framkvæma stefnu menntaskólafrumvarpsins. Þau atriði, sem ég hef hér minnzt á í stuttu máli, eru ákaflega yfirgripsmikil og vandasöm úrlausnar, ein út af fyrir sig, en samþykkt þessa frumvarps er mjög gagnslítil, cf ekki fylgj:- athafnir á þeim sviðum, sem ég hef nefnt. Flest, sem í þessu frumvarpi stendur, er þess eðlis, að fram- kvæmd laganna skiptir þar öllu máli. Bókstafurinn leysir í sjálfu sér ekkert af vanda- málum menntaskólastigsins. Allt stendur og fellur með framkvæmdinni. Ég held það sé afar nauðsynlegt að gera sér grein fyrir þessu þegar í upp- h afi. Frumvarp sem þetta má - ekki vekja neinar falsvonir um bráðí. lausn þess vanda, sem við er að etja. Hið sanna er, að löggjöf ' þessum anda gerir vandamál menntaskól- anna að mun augljósari en þeg ar er orðið að þvi leyti að rík- isvaldið — þar með Alþingi — tekur á sig siðferðilega ábyrgð á viðhlítandi framkvæmd slíkr ar löggjafar, þ.e.a.s. þá ábyrgð að tryggja það, að lögin verði annað og meira en pappírs- gagn. Víti til varnaSar. Við höfum því miður nokkra reynslu af því, að stundum verður velhugsuð og vel meint löggjöf lítið annað en pappírs- gagn. Sumir mikilvægustu þættir fræðslulöggjafarinnar, til dæmis að taka, hafa löng- um verið sem orðin tóm. Það stafar af því, að fræðslulög eru ekki framkvæmd eins og til er ætlazt. Það hefur tekið miklu lengri tíma að fram- kvæma lögin en upphaflega var gert ráð fyrir. Ég nefni það, að framkvæmd fræðslu- skyldu og lítrýming farskóla- fyrirkomulagsins átti að taka 6—7 ár miðað við árið 1946, en þessu verkefni er ekki Iok- ið eftir nær 23 ár. Og nú boðar hæstvirtur menntamálaráð- herra lengingu fræðsluskyld- unnar! Það er lagaskylda að hafa fullnægjandi gagnfræða- skóla í hverju fræðsluhéraði. Ekki hefur það verið fram- kvæmt enn sem komið er. Slík dæmi eru víti til varn- aðar. Ég minni því enn á það, að framkvæmd nýrra menntaskóla laga er fyrir öllu, en ekki gerð þeirra, orðalag og samþykkt eitt sér. Mörkum heildarstefnu. Þá ber háttv. þingmönnum að hafa í huga, að þetta frum- varp fjallar einungis um af- markað svið innan víðtæks málaflokks, — menntamál- anna. Þetta frumvarp gefur ekki til kynna, hver sé heild- arstefna í fræðslu- og mennta- málum þjóðarinnar. En það skiptir ekki litlu máli, að heild arendurskoðun þess mikilvæga málaflokks verði látiu fara fram og henni flýtt svo sem auðið er, auk þess sem þessi mál þurfa sífellt að vera í rann sókn og endurskoðun. Á þetta hafa Framsóknarmenn hér á Alþingi bent margsinnis á und- anförnum árum og flutt tillög- ur í þá átt. Þessar tillögur hafa ekki náð fram að ganga, og ég leyfi mér að efast um að hæst- virt ríkisstjóm hafi sinnt því verkefni nægilega af eigin hvötum. Hér er um stærra verkefni en svo að ræða, að það verði unnið af einum manni eða mjög fáum. Til þess að framkvæma slíka endur- skoðun þarf að koma til víð- tækt rannsóknarstarf í félags- og skólamálum, samstarf margs konar sérfræðinga og samvinna við kennara. Heildar stefnu í menntamálum verður að reisa á sérstökum skóla- málarannsóknum ( víðri merk- Framhald á bls. 15 ÞRiÐJUD£GSGR$NIN 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.