Tíminn - 16.04.1969, Side 9

Tíminn - 16.04.1969, Side 9
KÍÐVIKUDAGUR 16. apríl 1969. TÍMINN — Wmhm — Utgefandi: PRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjön Kristjan öenediktsson tíit.stjórar porannn Þórarinsson tábi Andrés Krlstjansson lón Helgason oe Indnði G Þorsteinsson Pulltrúi ritstiómar Tómas Karlsson auglýs ingastjóri- Steingnmui Gíslason Ritstjórnarskrifstofur < Eddu tiúsinu -simar 18300—18306 Skrtfstofur Bankast.rapt.t • 6.1 greiðslusími 12323 Auglýslngasimi 10523 Aðrar skrlfstofut simi 18300 Áskriftargjald kt 150.00 a mán mnanlands - f lausasölu kt 10.00 eint - Prentsmlðian Edda b.l Stjómmálayfirlýsingin, sem samþykkt var á nýlokn- um aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins, fjall- ar fyrst og fremst um þær ráðstafanir, sem gera þarf að dómi Framsóknarflokksins til endurreisnar íslenzku efnahagslífi. Fyrst er rætt um það, sem gera þurfi str^L, e^n síðan um það, sem meira snertir framtíðina. Það, sem flokkurinn telur að gera verði strax, er eink- um þetta: 1. íslenzkum atvinnuvegum verði tryggður rekstrar- grundvöllur með gjörbreyttri stefnu á sviði þjóðmála. Breyta beri lausaskuldum atvinnuveganna á föst lán og framkvæma skuldaskil í vissum tilvikum, lækka vexti af stofn- og rekstrarlánum og auka rekstrar- f jármagn. 2. Leggja verður áherzlu á sparnað, ekki aðeins á veg- um einstaklinga og fyrirtækja, heldur einnig á veg- um ríkisins og opinberra stofnana. 3. Erlendar lántökur þjóðarinnar takmarkist við arðvæn- legar framkvæmdir. 4. Tekjuöflun ríkissjóðs verði endurskipulögð í því skyni að beinir skattar komi réttlátar niður. Óbeinir skatt- ar leggist meira á óþarfa eyðslu en nú er. 5. Ríkisvaldið hafi markvissa forustu um eflingu og end- urnýjun atvinnulífs um land allt, í samstarfi við sam- tök launþega og atvinnurekenda, og sveitarfélög m. a. til að koma í veg fyrir atvinnuleysi 6. Óþörf fjárfesting og gjaldeyriseyðsla verði nú þegar stöðvuð og fjármagninu beint í þjóðhagslega mikil- vægar framkvæmdir með opinberri hagstjórn. 7. Miðstjórnin telur óhjákvæmilegt að vísitöluhækkun verði greidd á laun. samkv. síðustu samningum, en vanda atvinnulífsins verði eð leysa með öðru móti en kauplækkun. 8. Á meðan ástand og horfur í íslenzku efnahagslífi er eins og það er nú og öllum er orðið Ijóst, telur miðstjórnin ekki koma til greina að tengjast Fri- verzlunarbandalagi Evrópu eða öðrum hliðstæðum samtökum. Varðandi framtíðarverkefnin leggur miðstjórnin meg- ináherzlu á endurskoðun og breytingar á fræðslukerf- inu í samræmi við breyttar aðstæður og kröfur, á aukna fjölbreytni íslenzkra atvinnuvega, á skipulega stjórn fjárfestingarmála og gjaldeyrismála, á framkvæmd skipulegra landshlutaáætlana til að tryggja nýtingu landsgæða og aukið byggðajafnvægi, og á aukið sam- starf samvinnuhreyfingarinnar og verkalýðshreyfingar- innar, sem er tilfinnanlega lítið um þessar mundir. í utanríkismálum lýsti aðalfundurinn sig fylgjandi aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu að óbreyttum aðstæð- um, en vísaði að öðru leyti til samþykkta síðasta flokks- þings um utanríkismál, þ.á.m. um brottför varnarliðs- ins í áföngum. Fundurlnn lýsti sig eindregið fylgjandi þeim kröfum þjóðarinnar, sem heyra má nú úr öllum áttum, að ríkis- stjórnin segi af sér og efni til nýrra kosninga, svo að þjóðin geti markað nýja stefnu og valið nýja forustu. Fundurinn lýsti því sem höfuðverkefni Framsóknar- flokksins að mynda sterka og jákvæða umbótahreyfingu og skoraði því á öll þjóðholl öfl að fylkja sér um þá stefnu, sem hann hafði markað. í anda þessarar jákvæðu stefnu aðalfundarins mun Framsóknarflokkurinn herða baráttu sína fyrir endur- reistum hag landsins og þjóðarinnar, alhliða framförum og varðveizlu íslenzkra menningarerfða. Þ.Þ. Samvinna — ekkisundrung Kafli úr ræðu rifara Framsóknarflokksins Helga Bergs, á aðalfundi miðsfjórnar síðasfliðinn fösfudag Stjórnmálaástandið er udi þessar mundir óvissara en oft- ast áður. Þó enn séu tvö ár eftir af kjörtímabilinu, geta orðið kosningar hvenær sem er, og það er áreiðanlega meira los á kjósendum, viðhorf þeirra og viðbrögð óráðnari en fyr. Engin vafi er á, að mikil óánægja er nú í liði stjórnar- Iflokkanna og þeir eru með allra veikasta móti meðal kjós enda, en reynsla seinustu ára ætti að kenna okkur, að veik- leiki þeirra einn saman er okkur ekki nægilegur styrkur til siguis. Við megum ekki láta okkur yfirsjást, að þeir kunni að hafa á réttu að standa, sem telja, að í augum margra kjósenda séu allir flokkar tortryggilegir og njóti minnkandi trausts, og þar með hafi skapazt möguleikar fyrir ýmiskonar flokksbrot, nýja flokka og bandalög, ef þeim aðeins tekst að hafa á sér ann an svip en það sem fyrir er. Það eru viðsjálir tímar og allt getur skeð. Það eru tímar umbrota og örra breytinga, ekki aðeins hér á landi, þar sem skuggi at- vinnuleysis og skorts hvílir nú yfir í fyrsta sinn í áratugi. en einnig um heim allan. Austur í Kína eru nýlega um garð gengin — ef þeim er þá lok- ið — stórátök að því er virð- ist um grundvallaratriði í lífi þessarar risaþjóðar. Mikill harmleikur gerist austur í Evrópu þar sem lítil þjóð reyn ir að varpa af sér oki kommún- ismans. í V.-Evrópu og N.- Ameríku kraumar, og óeirðir eru daglegt brauð, en um all- an suðlægari hluta heims vakna nú nýjar þjóðir upp til nýs mats á getu sinni og hlut- verki og heimta sinn rétt og sinn skerf af gæðum þessa heims. Um allan þann hluta heims, þar sem menn hafa búið við allsnægtir um árabil hefur unga kynslóðin rísið upp og hafnað ríkjandi verðmæta- mati, enda vandséð hvernig nægtakynslóðin getur notað sömu mælistiku eins og sú, sem mótaðist svöng í heims- kreppuimi miklu. Raunar er um leið hafnað ýmsum öðrum lífviðhorfum eldri kynslóðar- innar án þess að enn sé að fullu ijóst hvað boðað verður í þeirra stað. f miðri þessari deiglu al- þjóðlegrar stórpólitíkur erum við fslendingar, hvort sem okk ur líkar betur eða ver og til vandamála hennar verðum við að taka afstöður um leið og við tökumst á við þau vanda- mál, sem eru sérstök fyrir okk ur og sum jafnvel alveg heima tilbúin. Oft hættir okkur tfl að einblína á vandamálin heima fyrir eins og örlög okkar væru án tengsla við örlög þess fólks, Helgi Bergs sem á annarsstaðar heima, eins og rás íslenzkra atburða væri óháð þurjgum straum* tímans. Undanfarin 30 ár, hafa póli- tískar umræður á íslandi ver- ið næsta einhæfar. Þær hafa snúizt um efnahagsmál fyrst og fremst og mótazt af þeim sérstöku vandamálum, sem þrálát verðbólga skapar, og sem enn eru óleyst — og ein- mitt fjær lausn en áður. Ég fullyrði, að Framsóknarflokk- urinn hafi yfirleitt túlkað heii brigðari og réttari viðhorf til þessara mála á þessu tímabili en aðrir flokkar, og það muni verða dómur sögunnar. En það er ekki víst að það hrökkvi til brautargengis að hafa haft rétt fyrir sér. Sár geta verið von- brigði flokka eins og manna yfir að hafa ekki verið metnir að verðleikum, hafa boðað rétta stefnu, en ekki fengið nægilegt traust til að fram- kvæma hana, en það er ekki víst að það verði metið í fram tíðinni, því ný vandamál berja að dyi-um og þau gömlu falla í skugga þeirra. Vandamál gær dagsins, jafnvel þó enn séu óleyst, vekja ekki áhuga þeirra sem eru að reyna að brjóta til mergjar vandamál morgundags ins. Það er hverjum flokki hættulegt, sem fær á sig svip einstrengingslegs predikara sem endurtaki f sífellu sinn fagnaðarboðskap án tillits til hins iðandi og síbreytilega lifs í kring um hann. Bezta vömin gegn þvi er það, að flokkurinn geti sýnt nægilega breidd; að hann nái til sem allra flestra þjóðfél- agsstétta. En ef vinna á fylgi fólks. sem er annarsstaðar í flokki, eða ná inn í raðir nýrra þjóðfélagsstétta, þá er ekki nóg að boða þvi skoðanir, sem það getur aðhyllzt. Flokka- skipting byggist eklci eingöngu á skoðunum. heldur einnig á mönnum; trausti eða tortryggni í garð leiðtoga. Revnslan sýnir þetta. Það er tfltölulégá auð- velt að skipta um skoðun; láta undan nýjum rökum og sjónar- miðum, en það er erfiðara að skifta um félagsskap. Margir fórna heldur skoðunum sínum, en vinum sínum. Þess vegna er ástæða til að ætla að und- anfari nýskipunar flokkakerf- isins í landinu verði einhvers konar bandalög flokka eða flokksbrota. Svo eru líka þeir sem aldrei hafa verið annarsstaðar í flokki; unga fólkið, sem ár frá ári bætist í hóp kjósenda. Hvað er hægt að gera fyrir það? Það fer ekkert milli mála að unga fólkið hér á landi og raunar í heiminum öllum er í dag bæði hávært og fyrir- ferðarmikið og finnst viðhorf og viðbrögð eldri kyn- slóðarinnar harla tilkomu- Iítil. En er það nokkuð nýtt? Hefur unga fólkið ekki alltaf verið hávært og fyrirferða- mikið og viljað rassaköst og róttækar breytingar? Ýmsir þykjast sjá verulegan mun á þessum seinustu ár- göngum og þeim, sem voru á þeirra aldri fyrir einum til tveimur áratugum. Við sem vorum ung hér áður vorum líka uppreisnargjörn og breyt- ingafús — innan kerfisins, þess bióðfélagskerfis, sem við bjusgum við. en við drógum ekki i efa kerfið sjálft sem grundvallarforsendu tilverunn- ar. Það vom bara kommúnist- ar, sem það cerðu bá. Nú dreg ur unsa fólkið allt f efa, þjóð- félagskerfið sjálft er ekki und anskilið Er bessi unghrevfing bvltin0'asinniið‘> Sumir telja unira fólkið aðeins vera að fet.a í fótspor þeirra eldri og vilji tryggja sér nláss bar sem sólin skín. Stúdentar vilja fá sæti í háskólanum. — ekki til að breyta háskólanum. heldur til að tryggja stöðn sína í kerfinu. Aðrir telia nnghrevfinguna bvltingarsinnaða. Hún vilji velta í rústir og byggja á ný. En sannleiknrinn er hvorugt betta. TJnffa fólkið vill brcyt- ingar. Það befur áttað sig á þvf. hvað bað er sem það vill ekki. en ekki mótað til fulls bað sem koma skal. f þessari stöðu er það ein- mitt blutverk flokks. sem vill vera frjálslvndiir. að vera gróð urreitur nvrra sknðana og við- horfa og skana sambengi milli fortfðar og framtíðar. sjá um björffun gamalla verðmæta yf- ir til nýs tíma og skana þeim nýgræðingi þroskaskilvrði, sem forðað getur þjóðinni frá þeim þjáningum, sem eru samfara bví að velta i rúst og byggja á ný. Unga kynslóðin sér fram á vandamál seinustu áratuga þessarar aldar og fvrstu þeirr ar næstu. Gömln vandamálin eru að vísu enn til — raunar fyrirferðarmeiri en áður — en ný skvggja á. Því fólki virðist eitthvað hversdagslegt við tframhald a bls. 15

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.