Vísir - 20.09.1977, Page 1

Vísir - 20.09.1977, Page 1
Þriðjudagur 20. sept. 1977 231. tbl. 67. árg Orkubú Vestfjarða yfirtekur eignir Rarik ó Vestfjörðum: Verður kaupverífið aðeins 1/6 híuti raunverulega verðsins? Nýstofnað Orkubú Vestfjarða tekur um áramótin við allri raf- orkudreifingu og raf- orkuöflun á Vestfjörð- um. Jafnframt tekur það við þeim hitaveitu- framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru i fjórðungnum. Gunnar Thoroddsen iðnaðar- fáðherra gaf Vestfirðingum fyrirheit um það á stofnfundi Orkubúsins, að þvl yrðu af- hentar allar eignir Rafmagns- veitna rikisins á Vestfjörðum. Er gert ráð fyrir þvi að eign- irnar, sem eru bökfærðar upp á rúmlega þrjá milljarða króna, verði greiddar með þvl að Orku- búið taki að sér 500 milljónir af áhvilandi skuldum. Um það hefur þó engin ákvörðun enn verið tekin I rlkisstjórninni. Auk þess lýsti ráðherra þvl yfir að rlkisstjórnin myndi beita Se'r fyrir því á Alþingi að Orku- búið fengi 20% verðjöfnunar- gjalds til raforkudreifingar- innar og að Rafmagnsveitum rikisins yrði falið að gera kostn- aðaráæltun um byggingu háspennulina úr Hrútafirði að Mjólkárvirkjun. Kemur sú áætlun slðan til afgreiðslu á Alþingi með öðrum fjárlagatil- lögum. Talið er að Iagning lln- unnar myndi kosta rikissjóð um tvo og hálfan milljarð. A bls. 2-3 er nánar fjallað um væntanlegan kostnað rlkissjóðs af Orkubúinu og birt viðtöl við nokkra aðila málsins. —SJ Hórgreiðslu- meistararnir Áfram smó- auglýsinga- happdrœtti Sjó blaðsíðu 2 Iðnkynning í Reykjavík hófst í gœr Sjó blaðsiðu 3 Úr veðurdagbók vikunnar SJÁ BLAÐSÍÐU 10-11 Líf legt er nú um að lit- ast i göngugötu Reyk- víkinga, Austurstræti, þar sem meðal annars hefur verið komið upp gosbrunni og fjöl- breytilegum sýningar- gripum i tilefni iðn- kynningar, sem hófst í Reykjavík í gær. Vísismynd: EGE Tveir lögreglumenn eru á verði i Austurstræti og Lækjar- torgi að næturlagi meðan á iðn- kynningu stendur. Þarna hefur verið komið upp smekklegum gosbrunni, listaverki eftir As- mund Sveinsson og sýnishorn- um af islenskum iðnaði. Strax eftir að gosbrunnurinn hafði verið settur upp voru unn- in skemmdarverk á honum og eftir fyrri reynslu mátti búast við frekari spjöllum ef ekki væri lögregluvakt viðhöfð. —SG

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.