Vísir - 20.09.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 20.09.1977, Blaðsíða 3
VISIR Þriðjudagur 20. september 1977 3 Mjólkárvirkjun er meðal þeirra eigna sem Orkubú Vestfjarða myndi yfirtaka. „Orkubúið œtti ekki að þurfa neinn hluta verðjöfnunar- gjaldsins" — segir Helgi Bergs formaður stjórnar Rafmagnsveitna ríkisins ,,Ef ákveðið hlutfall verð- jöfnunargjaldsins á að ganga til einhvers landshluta, hættir það um leið að vera verðjöfnunar- gjald,” sagði Helgi Bergs banka- stjóri formaður stjórnar Raf- magnsveitna rikisins i samtali við Visi. Tilgangur verðjöfnunargjalds er að jafna verð raforkunnar þannig að það ekki verði dýrara á þeim stöðum sem dýrast er að leggja rafmagnið til, en annars staðar. Helgi sagðist telja að með þvi að Orkubú Vestfjarða fái eignir Rafmagnsveitu rikisins fyrir brot af bókfærðu verði þeirra ætti raf- magnsöflun búsins að vera ódýrari en annarra rafveitna. „Þegar létt verður á skulda- byrði þeirra hefði ég álitið að þeir þyrftu ekki neinn hluta verð- jöfnunargjaldsins,” sagði Helgi. Eftir að Orkubú Vestfjarða tek- ur við raforkudreifingu og raf- orkuöflun á Vestfjörðum um næstu áramót hafa Rafmagns- veitur rikisins enga starfsemi þar. Helgi sagði að sér sýndist að þvi stefnt með þessu að lands- hlutarnir eigi hver um sig að taka við eignum rikisins og um leið taki hver landshluti við sinum hluta verðjöfnunargjaldsins. —SJ „Ríkisstjórnin hefur ekki enn afgreitt kaupverðið" — segir Jón Sigurðsson róðuneytisstjóri „Þessi hugmynd um að Orkubú Vestfjaröa taki á sig 500 milljóna króna skuldir gegn þvl að yfir- Jón Sigurðsson taka eignirnar er komin frá Vest- firðingum sjálfum, en þaö mál er engan veginn frágengið ennþá,” sagði Jón Sigurðsson ráöuneytis- stjóri i fjármálaráðuneytinu þeg- ar Visir spurðist fyrir um þaö hver ætti að greiða bókfært verð eigna Rafmagnsveitna rikisins á Vestfjörðum umfram þessar 500 milljónir. Bókfært verð eignanna er eitt- hvað á fjóröa milljarð króna en á stofnfundi Orkubúsins gerði iðnaðarráðherra, Gunnar Thoroddsen, ráð fyrir þvi aö skil- yrði yfirtökunnar væri að Orku- búið taki á sig 500 milljónir af þeim skuldum sem á eignunum hvila. Jón Sigurðsson sagði að málið ætti eftir aö koma tii endanlegrar afgreiðslu hjá rikisstjórninni. Þvi sagðist hann telja að ráðherra hefði ekki gengið frá neinu I þessu efni á fundinum, heldur hefði allt sem þar hefði verið sagt verið að áskildu samþykki rikisstjórnar- innar. —SJ Mikill áhugi fyrir einni orku- veitu fyrir öll Suðurnesin — segir Kári Þórðarson rafveitustjóri í Keflavík „Það er mikill áhugi hjá sveitarfélögunum á Suðurnesjum fyrir þvi að stofnuð veröi ein orkuveita fyrir öll Suðurnesin,” sagði Kári Þórðarson rafveitu- stjóri i Keflavlk, þegar Vlsir spurðist fyrir um það hvort sveitarfélög á Suðurnesjum hygðu á stofnun orkuveitu I llk- ingu'viö Orkubú Vestfjarða. „Við höfum lengi haft hug á þvi að komast i bein viðskiptatengsl við Landsvirkjun,” sagði Kári, en hingað til hafa Rafmagnsveitur rikisins verið milliliður i raforku- sölu tilrafveitna á Suðurnesjum. „Rafmagnsveitur rikisins leggja nú um 12% á raforkuverð Landsvirkjunar til okkar og er þaðmikilhækkunfrá þvi sem var fyrirnokkrum árum. Þetta hækk- ar verðraforkunnarhjá okkur, og þegar hækkanir verða hjá Lands- virkjun hækkar álagning Raf- magnsveitu rikisins. Til viðbótar þessu fer fjórða hver króna sem við tökum inn fyrir raforkuna i verðjöfnunargjald og söluskatt, en þessi gjöld eru nú 33% af allri raforku nema þeirri sem fer til húsahitunar.” Kári sagði að fyrir rúmum Kári Þórðarson tveim árum hafi verið skipuð nefnd að tilhlutan Gunnars Thoroddsen iðnaðarráöherra til að endurskipuleggja raforku- dreifingu á Reykjanesi og i ná- grenni Reykjavikur. I þeirri nefnd eiga sæti 3 Suðurnesja- menn, 3 menn af Stór-Reykja- vikursvæðinu og einn frá Raf- magnsveitum rikisins. Hafnar- fjöröur á þó ekki fulltrúa I nefnd- inni og taldi Kári það fremur óeðlilegt. Sagði hann að vonir stæðu til að nú færi að komast skriöur á afgreiðslu þessa máls. „Eins og kunnugt er stendur til að setja upp gufuvirkjun f Svarts- engi. Ef hún reynist vel, vonumst við til að geta átt þátt I orkuveitu til annarra svæða á Suðvestur- landi.” Rafveitur sveitarfélaganna á Suðurnesjum fá ekki fremur en aðrar einkarafveitur, neinn hlut af verðjöfunarsjóði. Við spuröum Kára hvort hann teldi að Orku- veita Suðurnesja myndi fara^ fram á að fá hluta veröjöfnunar- gjaldsins, ef Orkubú Vestfjarða fengi þau 20% sem iðnaðar- ráöherra gaf fyrirheit um. Kári sagðist ekki búast við þvi. Þvert á móti hefði hann óttast það að Byggðalinan svokallaða yrði til þess aö meðalverðið hækkaði, þvi „okkur mörgum hafa fundist Rafveiturnar á Suðurnesjum ásamt með Rafmagnsveitu Reykjavikur vera notaðar sem mjólkurkýr fyrir dreifbýlissvæð- in,” sagði hann. -SJ IÐNKYNNINGIN LEGGUR NÚ REYKJAVÍK UNDIR SIG: Albert Guðmundsson formaöur iðnkynningarnefndar, Birgir tsleifur Gunnarsson borgarstjóri og Pétur Sveinbjarnarson framkvæmdastjóri islenskrar iðnkynningar á leið til opnunarinnar. „Hefur farið eins og vorblœr um landið" „Iðnkynning hefur farið sem vorblær um landið og vakið unga sem aldna til umhugsunar um framtiðina. Engum dylst lengur þýðing öflugs iðnaðar fyrir þjóöfélagiö. Fólki er fariö að skiljast, að efla þarf Islensk- an iönað, það verður best tryggt, ef landsmenn kaupa og nota innlenda framleiðslu, þeg- ar þvl veröur við komið. Sam- staða þjóðarinnar er brýn eigi að tryggja atvinnuöryggi I land- inu.” Svo mælti Albert Guðmunds- son alþingismaöur meðal annars viö opnun iðnkynningar I Reykjavik i gær. Albert er for- maður iðnkynningarnefndar Reykjavikur og stjórnaði hann opnun kynningarinnar sem fram fór i Austurstræti I gær. Veöur var gott og fjöldi fólks hlýddi á ávörp Alberts, Birgis Isleifs Gunnarssonar borgar- stjóra, Hjalta Geirs Kristjáns- sonar formanns verkefnaráðs islenskrar iðnkynningar og sið- an setti Björn Bjarnason for- maður Landssambands iðn- verkafólks iðnkynninguna i Reykjavik. Reistur hefur verið gosbrunn- ur i Austurstræti og á Lækjár- torgi eru sýndar islenskar iönaöarvörur. Iönminjasýning verður opnuö I Árbæjarsafni a fimmtudaginn og iðnkynning i Laugardalshöll daginn eftir. Iönskólinn verður opinn al- menningi til skoðunar á föstu- dag og laugardag. A laugardag- inn mun Félag islenskar iðnrek- enda, Landssamband iðnaðar- manna, Iðja og Útflutningsmið- stöð iönaðarins veita viöurkenn- ingar sinar viö athöfn aö Kjar- valsstöðum. Ýmislegt fleira verður á döfinni fram til 2. októ- ber að iðnkynningu lýkur og i gangi er glæsilegt happdrætti iðnkynningar. Framkvæmda- stjóri iðnkynningar I Reykjavik er Kristján Hjaltason. MikiII mannfjöidi var samankominn I Austurstræti I gær. Visis- myndir: EGE.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.