Vísir - 20.09.1977, Page 7

Vísir - 20.09.1977, Page 7
VISIR Þriðjudagur 20. september 1977 7 Danir þóttu skera hár manna best á Norðurlandakeppninni í hárgreiðslu og hárskurði Niels Schou var aö vonura kampakátur þegar hann tók viö verölaunum sinum úr hendi Ryno Höglunds, formanns Noröurlandasambands hár- greiöslu — og hárskerameistara. Esa Kokko og Anneli Palmgren hiutu önnur og þriöju verölaun fyrir rétt handtök á greiöunni. Eitt þaö mikilvægasta I keppninni I karlaflokki var aö háriö mældist I réttri sldd og aö eyrun fengju aö njóta sfn á réttan hátt. Hér eru dómar- arnir aö rannsaka hvernig til tókst. Einn islensku keppendanna, Lýöur Sörlason, I fullum gangi. Norðmaður var hins vegar fimastur með greiðuna Hárin risu — og hnigu í stórum stíl í Laugardals- höllinni á sunnudaginn, en þá fór þar fram Norður- landakeppni í hárgreiðslu og hárskurði. Islendingar stóðust ekki allt of vel samkeppnina við nágranna okkar á þessu sviði. Féll aöeins einn af tuttugu og einum verð- launabikar gestgjöfunum I skaut. Hann hlaut Grétar Benónýsson, öðru nafni Brósi, fyrir næst best- an árangur i klippingu og blæstri. Danir voru úrskurðaðir bestu hárskerar Norðurlanda og hlutu þeir öll efstu sætin i þeim þætti keppninnar. Efstur var Niels Schou, annar Gert Reneé Jensen og i þriðja sæti var Jens Erik Behrendtz. I keppninni um bestu hár- greiðsluna bar Björn Thorstensen frá Noregi sigur úr býtum Hann greiddi Anne-Lise Petersen og þótti dómendunum tveim höfuö hennar bera af eftir meöferðina. önnur verðlaun hlaut Esa Kokko frá Finnlandi og Anneli Palmgren frá Sviþjóð varð i þriðja sæti. Efst islensku keppendanna vár Elsa Haralds- dóttir, en henni var dæmt 11. sæt- ið. —SJ DUSCHOLUX rennihurðir og þil í sturtur og baðherbergi Notið DUSCHOLUX til að njóta ánœgju í baðinu Þegar farið er i sturtubað er alltaf hætt við að skvettist á gólfið. Plasttjöld leysa sjaldan vandann, þegar dýr teppi eruá gólfum, þess vegna hönnuðum við DUSCHOLUX, sem aflað hefur vinsælda um alla Evrópu. Einfalt er að loka rennihurðunum, skrúfa frá full- komnu.vatnsrennsli og njóta ánægjunnar án þess að skvetta á gólfið. YÐAR ER VALIÐ annað hvort auðhreinsað matt efni eða reyklitað. DUSCHOLUX öryggisveggir eru ekki brothættir, endast vel og þola hita. þokkalegt; sterkt og vandkvæðalaust Þannig er DUSCHOLUX. Rammarnir eru úr mjög góðu áli, sem ekki ryðgar. Hægt er að fá það gull- og silfurlitað og það er jafn sterkt og það er fallegt. DUSCHOLUX er prýði baðherbergisins. Það er afgreitt tilbúið með öllum festingum og þarfnast einungis uppetningar. Ef veggir eru ekki réttir leysir DUSCHOLUX vandann með allskonar álprófilum. DUSCHOLUXHOLYDOOR Þetta er lausnin þar sem rými er takmarkaö. Auðvelt er að fella þilin saman að baði loknu. Hægt er aö fá þil sem henta hverju baðher- bergi og sem auðvelt og fljótlegt er að koma fyrir. Um fjórar gerðir er að velja. DUSCHOLUXBADKLEFAR Hægt er að fá sérbyggðar einingar i nákvæmu máli allt að 3.20 metra breiðar og 2.20 metra háar. DUSCHOLUX baðklefarnir eru byggðir fyrir framtiðina. Til afgreiðslu strax! Söluumboð: HEILDVERSLUN KR. ÞORVALDSSON OG CO. Grettisgötu 6, Rvik. Símar 24478 og 24730.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.