Vísir


Vísir - 20.09.1977, Qupperneq 8

Vísir - 20.09.1977, Qupperneq 8
8 Þriðjudagur 20. september 1977 VISIR Skólatannlæknar Reykjavikur munu ann- ast tannlæknaþjónustu fyrir 6-12 ára börn í barnaskólum Reykjavikur í vetur. 11 og 12 ára börn i Fella- og Hólabrekku- skóla verða þó að leita til annarra tann- lækna fyrst um sinn og verða reikningar fyrir þá þjónustu endurgreiddir hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur. Aðrir reikningar verða ekki endurgreiddir nema með leyfi yfirskólatannlæknis. — Smurbrauðstofan i BJÖRISJÍIMIM 1 Njálsgötu 49 — Sími 15105 Sendisveinn óskast Félagsprentsmiðjan Spitalastig 10 VÍSIR Bergstaðastræti Sóleyjargata Bergstaðastræti Skúlagata frá nr. 50 Rauðarárholt. Uppl. i sima 86611. PASSAMYIVDIR leknar i litum ftilliúnar strax I barna & flölskyld LIOSMYNDIR AUSTtíBSlBÆTI 6 S. 12644 »'y KÓPASKERSBÚAR í RÆKJUSTRÍÐI VIÐ RÁÐUNEYTIÐ: Vilja forgangsrétt til rœkjuveiða ó öxarfirði „Það hefur hingaö til verið viðurkennd regla bæði við Húnaflóa og tsafjaröardjúp, að bátar frá viðkomandi fjörðum sætu fyrir þeirri rækjuveiði sem þar væri stunduð. Það er þvi harla einkennilegt, aö sjávarút- vegsráðherra skuli úthluta veiðileyfum i öxarfirði til báta frá Húsavik, ekki sist þar sem frá Kdpaskeri er ekki stunduö önnur útgerð en rækjuveiðar”, sögðu forráðamenn Kópaskers- búa á fundi með fréttamönnum. Tilefni fundarins er sú ákvörðun Matthiasar Bjarna- sonar ráðherra að skipta þvi magnisem leyft verðurað veiða af rækju i öxarfirði milli báta frá Kópaskeri og Húsavik. Þeir sem boðuðu til fundarins voru þeir Kristján Armannsson framkvæmdastjóri rækjuverk- smiðjunnar Sæbliks á Kópa- skeri, Friðrik Jónsson oddviti Presthólahrepps og Björn Guð- mundsson oddviti Keldunes- hrepps. Þeir bentu á, að Hafrann- sóknarstofnunin hefði lagt til að leyft yrði að veiða 650 tonn af rækju á vertiðinni sem nú er að hefjast. Rækjubátar frá Kópa- skeri gætu auðveldlega veitt þa ð magn og verksmiðjan tekið það til vinnslu. Engu að siður hefði ráðherra ákveðið að skipta þessu magni jafnt milli báta frá Húsavik og Kópaskeri eða 325 tonn á hvorn stað. Sæblik væri eina atvinnufyrirtækið á Kdpa- skeri fyrir utan Kaupfélagið. Hluthafar eru auk hreppanna, Verkalýösfélag Presthóla- hrepps, Kaupfélag Norður Þingeyinga og um 80 einstakl- ingar, en ibúar á Kópaskeri voru 136 þann 1. desember siðast liðinn. Vegna lélegrar hafnaraöstöðu er ekki hægt að geraútstóra báta frá Kópaskeri ogþvier treyst á rækjuveiðarn- ar. Töldu þremenningarnir það ekkert áhorfsmál að ibúar við öxarf jörð ættu að hafa algjöran forgang við nýtingu rækjumið- anna þar i firðinum. Hafrannsóknarstofnunin hef- ur lagt til að aðeins átta bátum verði úthlutað veiðileyfum og megi hver bátur ekki veiða yfir 5 tonn á viku. Þá megi bátar yfir 30 tonn ekki stunda þessar veiðar. Visir hafði samband við Jón B. Jónsson fulltrúa sjávarút- vegsráðuneytisins og spurði hvað margir bátar hefðu sdtt um leyfi. Hann sagði að 16 um- sóknir hefðu borist. Þrir bátar koma ekki til greina vegna þess að þeir eru yfir 30 tonn. Eftir standa þá fjórir bátar frá Kópa- skeri og niu frá Húsavik og er útlit fyrir að úthlutað verði leyf- um til 11-12 báta. Varðandi kröfu Kópaskersbúa sagði Jón að Húsvikingar hefðu orðið á undan Kópaskersbúum að nýta þessi mið. Stefnan væri sú að hleypa ekki fleirum þarna að en áður, en ekki væri hægt að gera upp milli manna með sam- bærilegar aðstæður. —SG ENN PÍLAGRÍMSFLUG HJÁ FLUGLEIÐUM: Flytja nœr 13 þús- und pílagríma í ór Flugleiðir hafa undirritað ) samning um að flytja 12.800 pila- grlma til og frá Jeddah i Saudi- Arabiu á næstu mánuðum. Um fimm þúsund þeirra koma frá Kanó i Nlgeriu, en 7.800 frá Aisir. Tvær DC-8-63 þotur verða notaðar til fiutningánna, sem hefjast 25. október n.k. og standa til 15. desember. Alls munu um lOOstarfsmenn Flugleiða og Loft- leiða taka þátt I flutningunum. A meöan á þessu stendur munu Flugleiðir taka á leigu DC-8-63 þotu, sem að mestu mun verða notuð til flugs milli Chicago, Reykjavikur og Luxemborgar. Tveggja mónaða Mallorca-ferð eftirlaunafólks Ferðaskrifstofan Sunna efnir i eftirlaunafólks til Mallorca. hausttil tveggja mánaða ferðar Mun 100 manna htípur fara þangað um miðjan október og koma heim aftur um miðjan desember. t frétt frá ferðaskrifstofunni segir, að sérstök dagskrá og sérstakir fararstjórar verði með þessum hópferðum til að annast fyrirgreiðslu og efna til skemmti- og skoðanaferöa. Þá verður islenskur iæknir með daglegan viðtalstima fyrir gest- ina og fylgist með heilsufari þeirra. Ferðakostnaðurinn fyrir þá, sém dvelja á höteli, er 129 þúsund krónur fyrir þetta tvo mánuði og er þá m.a. fullt fæði innifaliö, segir i fréttinni. — ESJ. Heildaraflinn mun meiri en í fyrra — en þar munar mest um loðnuveiðarnar Heildaraflinn það sem af er ár- inu er verulega meiri en i fyrra, og munar þar mest um aukningu loðnuaflans. Hins vegar hafa tog- ararnir einnig aflað meira en á sama tima i fyrra, en bátaflotinn aðeins minna. Þetta kemur fram i tölum Fiskifélagsins um heildaraflann fyrstu átta mánuði ársins. Heildaraflinn nú er nú 1035 þús- und lestir, en var á sama tima i fyrra rúmlega 757 þúsund lestir. Loðnuaflinn var nú tæplega 639 þús. iestir, en rúmlega 406 þúsund lestir i fyrra. Togaraaflinn var i ár tæplega 173 þúsund lestir, A svæðinu frá Vestmannaeyjum til Stykkis- hólms komu rúmlega 67 þúsund lestir á land. Næst efsti landshlut- inn var Norðurland með tæplega 49 þúsund lestir. Bátaaflinn var einnig1 lang- mestur á Suðvesturlandi, eða tæplega 126 þúsund tonn af 191 þúsund tonnum sem bátaflotinn fékk fyrstu átta mánuði þessa árs. —ESJ /

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.