Vísir - 17.10.1977, Blaðsíða 1

Vísir - 17.10.1977, Blaðsíða 1
Mánudagur 17. október 1977 — 256. tbl.67. árg. Sími Vísis er 86611 SAMIÐ VIÐ BORGARSTARFSMENN: Yfirgnœfandi meiríhluti samþykkti samninginn og verkfalli aflýst Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar sam- þykkti með yfirgnæfandi meirihluta samninginn sem undirritaður var á fimmtudaginn. Með samn- ingnum voru 1.131 eða 67,04% en á móti voru 545 eða 32,30%. Atkvæði greiddu 1.687 félagar eða um 78.14%, auðir seðlar voru 10 og ógildir einn. Allsherjaratkvæöagreiðsla um samninginn fór fram á laugardag inn og‘ í gær. Kjörfundi lauk klukkan 19 i gær og hófst talning skömmu slöar. Úrslit voru kunn klukkan lið- lega 20 og tilkynnti formaður fé- lagsins, bórhallur Halldórsson, borgarstjóra að verkfalli Starfs- mannafélags Reykjavikurborgar væri aflýst. Strætisvagnar hófu akstur i gærkvöldi, hafnsögu- menn komu til vinnu og þannig mætti halda áfram að telja upp þau hjól borgarinnar sem fóru strax að snúast og eiga nú öll að vera komin i gang. Samningurinn sem samþykktur var er i nokkrum atriðum frá- brugðinn þeim fyrri sem félags- fundur felldi. 1 stað 3% hækkunar 1. des. kemur 4% og 5.-9. launaflokkur hækkar um 1500 krónur 1. des. Launaflokkshækkun sem miðast við stöðuheiti i 3., 4. og 5. flokki kemur ári fyrr og loks kemur ný persónuuppbót eftir 15 ára starf sem nemur 75% af fullri uppbót og einnig er ný 50% eftir 12 ára starf. Frá atkvæðagreiðslunni segir nánar á bls 28. —SG Frá talningu atkvæða hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar í gærkvöldi. Vísismynd: JA. //Fagna þessum úrslitum" — segir borgarstjóri ,,Ég fagna þessum úrslitum iatkvæðagreiöslunni sem hafa orðið til að aflétta verkfalli og vinna þvi hafin á ný hjá borg- inni”, sagði Birgir isleifur Gunnarsson borgarstjóri i samtali við Visi i gærkvöldi. Borgarstjóri sagði úrslitin verulega traustsyfirlýsingu á forystumenn borgarstarfs- manna. beir hefðu staðið sterkir og rifið sig lausa frá ó- bilgjarnri stefnu forystu- manna og það fallið I _góðan larðveg. Aðspurður sagði borgár- stjóri að "kki lægi enn fyrir hve mikla útgjaldaaukningu þessir samningar hefðu i för með sér fyrir borgina. Hins vegar færi ekki hjá þvi að hún yrði talsvert umfram það sem gert er ráð fyrir i fjárhags- áætlun. __c(. HÆSTIRÉTTUR BÍÐUR Málskjöl varðandi úrskurði þá sem kveðnir voruupp i saka- dómi á föstudaginn og skotið var til Hæstaréttar höfðu enn ekki borist þangað i morgun. Var giskaö á aö ekki hefði verið unnt að vélrita skjöl vegna verk- fallsins. Annars vegar er um að ræða kæru vegna gæsluvarðhaldsúr- skurðar yfir Sigurði Öttari Hreinssyni sem dregið hefur framburð sinn til baka í Geir- finnsmálinu — og hins vegar kæra vegna úrskurðar um að lögreglurannsókn skuli fara fram vegna þessa, en ekki dómsrannsókn. —SG VILMUNDUR GEGN BENEDIKT Vilmundur Gylfason hefur ákveöiö að bjóða sig fram i fyrsta og annaö sætið iprófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjavik. Eru þar með komnir þrir fram- bjóðendur sem keppa við for- mann Alþýðuflokksins, Bene- dikt .Gröndal, um efsta sætið, þeir Vilmundur, Eggert G. og Sigurður E. Guðmundsson. beir sem gefið hafa kost á sér eru annars þessir, taldir upp i stafrdfsröð: Benedikt Gröndal býður sig fram I 1. sæti. Bragi Jósefsson býður sig fram I 2. og 3. sæti. Eggert G. borsteinsson býöur sigfram 11. og 2. sæti. Jó- hanna Siguröarddttir býður sig fram i 3. sæti. SigurðurE. Guö- mundsson býðursig fram i 1., 2. og 3. sæti og Vilmundur Gylfa- son í 1. og 2. sæti. Prdfkjörið fer fram dagana 12. og 13. ndvember næstkom- andi. —AH SÓLARLANDAFARAR SÓTTIR OG ÖÐRUM LEYFT AÐ FARA Arnaflug fór í gær og í dag tvær ferðir til Mall- orka til að ná í 245 far- þega, sem þar hafa dval- ið vegum Sunnu og Sam- vinnuferða. i þeim hópi var fjöldi gamals fólks, sem dvalið hefur þar syðra. bá fengu Flugleiðir leyfi til að flytja 204 farþega, sem hér hafa dvalist lengur en þeirætluðu, og fóru tvær vélar i gær með þá ut- an, önnur til Kauþmannahafnar og Glasgow, en hin til Lundúna og Luxemborgar. Flugleiðum var jafnframt heimilað að flytja heim liðlega 300 íslendinga frá Kaupmannahöfn, Lundúnum og Glasgow. Heimiluð var eðlileg tollafgreiðsla vegna komu flug- vélanna, sem undanþágu fengu. Verkfallsnefnd BSRB barst þakkarbréf frá útlendingunum eftir að undanþágan var veitt. Blaðamaöur Visis ræddi viö nokkra þeirra i gær, og eru við- tölin birt á baksiðu. —ESJ m--------------------► Aldraöir Spánarfarar úr Kópa- vogi komu til landsins með Arn- arflugsþotu laust fyrir miðnætti i gærkveldi meö leyfi verkfalls- nefndar BSRB, en vélin fór tóm utan. Visismynd: BP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.