Vísir - 17.10.1977, Page 27

Vísir - 17.10.1977, Page 27
Endur- sýnið kvik- myncfina með David Bowie S.R. hringdi: Eftir að hætt var að sýna þá ágætu mynd The Man Who Fell To Earth meö David Bowie i aðalhlutverki, komu fram til- mæli um að Háskólabfó hæfi sýningar á henni aftur. Nú hefur það ekki verið gert, og þvi langar mig endilega að hvetja þá sem ráða til að endur- sýna þessa mynd. Ég veit að það urðu margir fyrir vonbrigð- um þegar sýningum var hætt, þar sem þeir náðu ekki að sjá myndina. Myndin var sýnd stuttan tima, allt of stuttan, og ég veit lika um nokkra sem sáu mynd- ina einu sinni og ákváöu að sjá hana aftur. Þvi held ég að það yrði vel þegið ef hún yrði endur- sýnd. Veður og fréttir Sófus sendi eftirfarandi: Nú lækkar sólin og liður á haust en lægðirnar vaxa hjá Páli Yfirlit vikunnar hann enda- laust afgreiðir meö litríku máli. Veður og atburðir verður þá biand vandlega af málskrúði fægðir afgreiðir þá spotskur alheims stand innanum hæðir og lægðir. Hugfanginn alltaf ég hlusta áPál og hvernig sá veðrinu lýsir að tapa hans rabbi ég tek ekki i mál treysti að það birtist i Visi. Og þó að Páll ræði leikandi létt úm lægðir, Indiru og fleira þá kemur samt Vísir með furðu-frétt sem forvitnilegt er að heyra. Og vist er vandi spaklega að spá en spárnar þó kosta borgun samt þarf ég varla að veðrinu gá þvi vafalaust rignir á morgun. Hœgra megin! Þórarinn Hafsteinsson hringdi: Það sakar vist varla f Reykja- vikaðkomameðtillögureða ráði þá átt að bæta umferðarmenning- una. Viða i borgum erlendis eru uppi skilti sem á stendur einfaldlega: Keep right! Eða haldið ykkur hægra megin. Þessu er aö sjálf- sögðu beinttilökumanna sem aka eftir tveggja akreina götum. Okumennhalda sig hægra meg- in, en þurfi þeir að fara framúr vegna þess að þeim liggur á, nota þeir vinstri akreinina til þess. Þar á umferðin þvi að geta gengið hratt og vel fyrir sig án tafa. Hér nota menn hins vegar báð- ar akreinarnar jafnt, þannig að - menn verða að smeygja sér af einni akreininni yfir á aðra og beita lagni, þurfi þeir nauðsyn- lega aö komast fram Ur. Þetta skapar að sjálfsögðu óþarfa hættu. Með hinu fyrirkomulaginu gengi umferðin betur f yrir sig, og þvi ekki að koma upp skiltum hér sem benda ökumönnum á að halda sig til hægri, þar til þeir þurfa aö fara framúr? Bílasalan Höfóatuni 10 s.18881&18870 OPIÐ I DAG SELJUM I DAG: BAAW 1977 j AAerc. Bens280 SEL 1977 Toyota Landcrusier 1973 1975 1972 1971 1975 1970 1971 1974 Jeep AAazda 929 Bronco Bronco Toyota Corolia Chevrolet Impala Willys Wagoneer Volkswagen 1300 Ekinn. Kr. þús. 13 þús. km. 3.600 100 þús. km. 2.700 18 þús. km. 1.900 43 þús. km. 1.800 80 þús. km. 1.750 56 þús. km. 1.700 43. þús. km. 1.450 100 þús. km. 1.350 80 þús. km. 1.300 48. þús. km. 900 BILAR FYRIR ALLA KJÖR FYRIR ALLA SÍFELLD ÞJÓNUSTA Auglýsið í Vísi N0TIÐ TANGIR Kristín vildi koma kvörtun á framfæri: Ég er orðin langþreytt á leiðin- legum sið margra sem afgreiða i bakarium og sjoppum. Það er að taka brauð og annað sem i bakar- ium fæst og svo aftur sælgæti i sjoppum, með höndunum einum, en nota ekki þar til gerðar tangir. Mér finnst þetta sóðaskapur og það kemur oft fyrir að ég bið af- greiðslufólk vinsamlegast að nota tangir þarsem ég erað versla, ef varan er ekki innpökkuð. Afgreiðslumenn eru með pen- inga i höndunum allan daginn og þvi er það ekki þrifalegt að taka brauð og annað, sem maður borð- ar/ beint með höndunum einum og rétta manni. Annars væri það best að hafa sem flest, sérstaklega sælgæti, innpakkað i' t.d. plastumbúðir. DUSCH0LUX Baðklefar í sturtur og baðherbergi Auðhreinsað matt eða ^ ' reyklitað óbrothætt efni, sem þolir hita. Rammar fást gull- eða silfurlitaðir úr áli, sem ryðgar ekki. Hægt er að fá sér- byggðar einingar i ná- kvæmu máli allt að 3.20 metra breiðar og 2.20 metra háar. Duscholux baðklef- arnir eru byggðir fyr- ir framtiðina. TIL AFGREIÐSLU STRAX: Söluumboð: Heildverslun Kr. Þorvaldssottar og Co. Grettisgötu 6, Rvik. Símar 24478 og 24730 X Skodaeigendur Vió bjóöum yóur Ijósaskoöun án endurgjalds Ath. ef stilla þarf Ijós eóa framkvæma viögeró á Ijósabúnaói greiöist sérstaklega fyrir þaó Ath. LJÓSASKOÐUN LÍKUR 31. OKT. NK. JÖFUR hf AUÐBREKKU 44-46 - KÓPAVOGI - SÍMI 42600 Vi J

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.