Vísir - 17.10.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 17.10.1977, Blaðsíða 4
c Mánudagur 17. október 1977 VISIR c Umsjón: óli Tynes J Stjórn Sómalíu vill taka vjð hryðju- verkamönnunum 13 Þýska farþegaþotan, sem ræningjar hafa á valdi sinu, lenti i Moga- dishu, höfuöborg Sóma- liu, í morgun. Útvarpið i Sóinaliu lýsti þvi yfir i gær að stjórn landsins væri fáanleg til að taka á móti hryðjuverkamönn- unum þrettán sem ræn- ingjar vilja fá lausa úr fangelsum i V-Þýska- landi og Grikklandi, i staðinn fyrir Schleyer og flugfarþeganna. Flugræningjarnir voru annars búnir að fá slæmar viðtökur i Miðausturlöndum. botan lenti i Mogadishu snemma í morgím, en þaðan kom hún frá Aden, þar sem hún hafði nánast orðið að nauð- lenda. Stjórn Suður-Yemen neitaði henni algerlega um lendingar- leyfi og lokaði flugbrautum með hertrukkum og öðrum tálmunum. begar vtílin var að verða elds- neytislaus tók flugstjórinn það ti! bragðs að lenda á sandræmu meðfram einni flugbrautinni. Stjórn Suður-Yemen sagði þá ræningjunum að þeir gætu farið norður og niður, það yrði ekkert rætt við þá og þeir fengju ekkert þarna nema eldsneyti, svo að þeir gætu hypjað sig á brott. EVEL KNIVEL VIÐURKENNIR LÍKAMSÁRÁS Mótorhjólakappinn Evel Knivel hefur játaó sig sekan um að hafa ráö- ist á fyrrverandi aö- stoðarmann sinn og barið hann með baseball kylfu. Knivel sagði fyrir rétti að hann hefði verið að hefna sin fyrir klámbók sem aðstoðarmaðurinn hefði skrifað um sig. ..Hann skrifaði vonda hluti um mig og fjölskyldu mina”, sagði Knivel, sem er 48 ára gamal! og nýbúinn að leika i kvikmynd um sjálfan sig. Aðstoðarmaðurinn fyrr- verandi var að koma út af veit- ingastofu þegar Knivel réðst að honum ásamt öðrum núverandi aðstoðarmanni Sá hélt fyrir- rennara sinum meðan Knivel lét kylfuna dynja á honum. Mótorhjólakappinn barði óvininn aðallega i hendurnar: ,,Af þvi að hann skrifaði vondu hlutina um mig með höndun- um.” Skribentinn var lagður inn á sjúkrahús með handleggsbrot og fleiri meiðsl, en Knivel getur fengið allt að 5000 dollara sekt og 4 ára fangelsi. Knivel varð heimsfrægur þeg- ar hann gerði misheppnaða til- raun til þess að stökkva á rakettuknúnu mótorhjóli fyrir Snákaárgil i Idaho. Jackie hœttir störf- um vegna bókarum morð á E. Kennedy Jacqueline Onassis hefur sagt upp starfi sinu hjá bókaforlaginu Viking Press i New- York vegna þess að það hefur gefið út skáldsögu um samsæri um að myrða mág hennar, Edward Kennedy, öldunga- deildarþingmann. Ritari frú Onassis sagði að hún tæki útgáfu bókarinnar mjög nærri sér og sæi sér ekki annað fært en að láta af störf- um. begar hún frétti fyrst um fyr- irhugaða útgáfu þessarar bók- ar, siðastliðið vor, reyndi hún i fyrstu að aðskilja lif sitt sem starfsmanns hjá Viking Press og ein af meðlimum Kennedy fjölskyldunnar, að sögn einka- ritarans. Siðan hafa ýmsir atburðir gerst sem gera þetta ókleift, meðal annars hefur verið gefið i skyn að það hal'i verið hennar vegna sem Viking Press fékk útgáfuréttinn. Bókin heitir „Eigum við að segja forsetanum það?” og er eftir breska höfundinn Jeffrey Archer. Hún fjallar um samsæri um að myrða Edward Kennedy, eftir að hann er orðinn forseti, árið 1980. Bandarisk blöð hafa farið hörðum oröum um bókina. New York Times, sagði: ,,Um svona bók er aðeins hægt að hafa eitt orð: „Oþverri”. Allir sem hafa komið nálægt útgáfu hennar ættu að skammast sin”. Undir hádegi i dag stóð vélin enn i Aden. Gislarnir 87 sem um borð i henni eru hljóta nú að vera orðnir þreyttir mjög og slæptir, þvi að flugvélinni var ræntsíðast- liðinn fimmtudag. Sióan hafa þeir mátt halda kyrru fyrir i sætum sinum að mestu og oft verið ofboðslegur hiti um borð. Ræningjarnir voru annars bún- ir að hóta þvi að myrða Schleyer kl. 8i gærmorgun og sprengja svo vélina upp á hádegi, ef ekki hefði þá verið orðið við kröfum þeirra. Auk fanganna ellefu i vestur- þýskum fangelsum, vilja þeir fá tvo hryðjuverkamenn lausa i Tyrklandi. Meðal þeirra sem þeir vilja fá lausa i' býskalandi er erkifólið Andreas Baader, sem hefur fjölmörg mannslif á sam- viskunni, ef hann þá hefur eitt- hvað slikt tilað bera, sem mjög er vafasamt. býska stjórnin lét ekki undan, eins og sjá má og vélin er enn i heilu lagi. Hinsvegar var i morg- un ekki vitað hvort Hans-Martin Schleyer sé enn á lifi. Síðustu fréttir Síðustu fréttir frá Sómaliu i morgun hermdu að flugræningj- arnir hefðu skotið einn gisla sinna og hótað að skjóta fleiri fljótlega ef ekki yrði orðið við kröf- um þeirra. Ekki er vitað hver var skotinn en talið er að það hafi veriö einn af áhöfn- inni. „SKJOTIÐ OKKUR FYRST" Um 250 Japanskir lög- reglumenn, skjótandi af skammbyssum, umkringdu i gær strætis- vagn þar sem tveir hryðju- verkamenn héldu sextán gíslum. Nokkrir lögreglu- mannanna ruddust um borð og skutu annan „fangavarðanna" til bana og særðu hinn. Enginn ann- ar meiddist. „Skjótið okkur fyrst, skjótið okkur fyrst,” hrópuðu lögreglu- mennirnir þegar þeir réðust um borð. Ræningjarnir voru vopnaðir tveimur tvihleyptum haglabyss- um, tveimur skammbyssum og þrem bensinsprengjum. Engum þessara vopna var við komið en hinsvegar tókst þeim að sprengja einhverja litla sprengju sem olli litlu tjóni. Ræningjarnir héldu gislunum i átján tima áður en lögreglumenn- irnir réðust gegn þeim. beir kváðust tilheyra Rauða hernum, en efast er um að þeir séu i nokkru sambandi við þá sem rændu farþegaþotunni á dögunum og fengu sex gisla látna lausa og milljónir dollara i lausnargjald. Bing Crosbv og Kathryn, kona hans á Lundúnaflugvelli á siðasta ári. Bing skemmti i Palla- diurn i tvær vikur, fvrir fullu húsi til að halda uppá fimmtiu ára söngafmæli sitt. Allir syrgja Bing ,,Bing skilur eftir sig mikið tóm i tónlist okkar og i lifi þeirra sem elskuðu hann, og það gerðu allir”, sagði Frank Sinatra, þegar hann frétti um lát söngvarans vinsæla. ,,Ég get varla afborið að hugsa til þess að hann sé ekki lengur á meðal okkar. Hann var min stjarna i æsku og yndislegur vinur þegar ég varð fullorðinn”. Og viðbrögðin við dauða Bings Crosbys voru öll á þennan veg um allan heim. bað var sama hvort rætt var við leikara, söngvara, stjórnmálamenn eða „manninn á götunni”, allir syrgðu þennan góðlátlega „raulara” sem gerði „White Christmas” að jafn þekktum jólasálmi og „Heims um ból”. James Callaghan, fœ-sætis- ráðherra Bretlands, sagði: „bað hryggir mig mjög að heyra að Bing Crosby skuli vera dáinn. t honum sameinuðust miklir hæfileikar og mikil hóg- værð. Við verðum honum ávallt þakklát fyrir mikið framlag hans til liknarmála bæði hér i Bretlandi og annars staðar i heiminum. Mestar þakkir kunn- um við honum þó fyrir þær ó- teljandi ánægjustundir sem hannhefurveittokkur á löngum og litrikum ferli”. Frá Hvita húsinu bárust fjöl- skyldu Crosbys samúðar- kveðjur og skýrt var frá þvi að Rosalynn Carter hefði fyrir fá- um dögum beðið hann um að koma i Hvita húsið um jólin, „A fyrstu jólunum okkar hérna, langar okkur Jimmy svo mikið að biðja þig að syngja dásam- legu jólalögin þin fyrir okkur”. Bob Hope, annar af bestu vin- um Crosbys sagði: „bað verður aldrei annar eins og Bing. Ég sakna hans óskaplega. Ég get ekki sagt meira núna”. Vond töðugjöld Hópur rússneskra land- búnaðarverkamanna varð kom múnistaflokknum til skammar með drykkju sinni þegar uppskeruhátiðin var liaidin, að sögn flokksblaðs- ins „Sovetskaya Byelo- russia”. Mennirnir voru fimmtíu og átta saman og þeir lögðu all- ir bónusinn sinn i brenni- vínspúkk. beir sátu svo að sumbli alla nóttina og þegar dagur rann voru þeir ófærir um að komast leiðar sinnar af sjálfsdáðum. Aðrir neyddust þvi til að fara akandi á staðinn, drösla vfðáttudrukknum vesaling- unuin upp á palla og í skott og keyra þá heim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.