Vísir - 17.10.1977, Blaðsíða 8

Vísir - 17.10.1977, Blaðsíða 8
8 Mánudagur 17. október 1977 VIS Nauðungaruppboð sem auglýst var í :i5., 37. og 39. tbl. Lögbirtingablaðs 1977 á Lambastekk 10, þingl. eign Guðbjarts Þorleifssonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik og Veð- deildar Landsbankans á eigninni sjálfri miövikudag 19. október 1977 kl. 16.00. Borgarfógctaembættiö i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og siðasta á eigninni Arnarhrauni 16 3. hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Andra Heiöberg fer fram á eign- inni sjálfri fimmtudaginn 20. okt. 1977, kl. 4.30 e.h. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði Hófei Borgarnes' Nýja veitingabúðin er opin frá kl. 8.00—23.30. Við minnum ó okkar rúmgóðu og snyrtiiegu hótelherbergi. Pantanir teknar i sima 93-7119-7219 atttaji @%óUl ($orgameé SOLUBORN! Notið fríið til þess að selja VÍSI. Þið getið unnið ykkur inn vasapeninga og auk þess hafið þið möguleika á vinningi í söluhappdrœtti VÍSIS, úttekt úr TÓMSTUNDAHÚSINU fyrir kr. 150.000á mánuði AFGREIÐSLA Stakkholti 2-4 Simi 86611 VISIR HVAÐ SÖGÐU ÞINGMENN UM VERKFALLSRÉTT OPINBERRA STARFSMANNA? Þessa dagana reynir i fyrsta skipti á verkfalls- rétt opinberra starfs- manna, sem þeir fengu með lögum frá 17. mai 1976. Enn hefur ekki komið i ljós að hve miklu leyti opinberir starfs- menn fá kjör sin bætt með beitingu verkfalls- vopnsins umfram það sem þeir hefðu að öðrum kosti fengið. Það kemur þó vonandi i ljós innan tiðar. Hins vegar verður það æ greini- legra með hverjum deginum sem liður að verkfallopinberra starfs- manna hefur viðtæk áhrif á dag- legt lif fjölda fólks og að þeirra áhrifa er jafnframtfariöað gæta i rekstri nokkurra einkafyrirtækja. bað er þvi ekki úr vegi aö rif ja upp þær umræöur sem urðu á Al- þingi þegar þessi lög voru til af- greiöslu. Hér að neðan birtast nokkrar glefsur úr ræðum þing- manna varöandi þetta mál. Þess má geta að frumvarpið var af- greitt frá efri deild meö 13 at- kvæðum gegn einu og siðan var þaöafgreitti neðri deild sem lög frá Alþingi með 26 samhljóða at- kvæöum. -SJ „Er ekki samþykkur þessu frumvarpi" „Vegna þess að ég cr ekki saniþykkur þcssu frumvarpi og vegna þess aö þaö er frum- varp stjórnar sem ég styð, þá tel ég eðlilegt aö gera grein fyrir þvi hvers vegna ég get ekki stutt frumvarpið,” sagöi lngólfur Jónsson. Sagði hann aö segja mætti aö núverandi rikisstjórn geröi það scm vinstri stjórnin treystisérekki tilaö fá lögfest þrátt fyrir gefin loforö. Siöar i ræöu sinni sagöi hann:. „Starfsmenn rikis og bæja halda æviráöningu þótt þeir fái verkfallsrétt. Komiö hefur i ljós aö margir opinberir starfsmenn kæra sig ekki um að fá verkfallsrétt eins og stjórn BSRB hefur barist fyr- ir. Þeir vita aö fenginni reynslu aö kjör þeirra eru endurskoðuð hvcrju sinni i samræmi viö kjarasamninga Alþýöusambands tslands og aö möguleiki er fyrir þvi að bæta hlut þeirra, sem verst eru settir, án verkíalla... Ragnar Arnalds: „Ýmis ákvœði mjög ófullnœgjandi: „Alþýðubandalagið hefur lengi fylgt þeirri stefnu að opinberir starfsmenn ættu að fá samnings- rétt eins og aðrir launþegar, sagði Ragnar Arnalds formaður Al- þýðubandalagsins. „Viö höfum oft flutt tillögur þess efnis enda er það svo að i öll- um nálægum löndum þykir það sjálfsagt mál að opinberir starfs- menn njóti réttinda á vinnu- markaðinum á viö aðra launþega. Sú niöurstaða sem nú er fengin er að visu alls ekki i fullu sam- ræmi við kröfur opinberra starfs- manna og enn siður i samræmi við stefnu okkar alþýöubanda- lagsmanna. t þessu samkomulagi eru ýmis ákvæöi sem eru mjög ófullnægjandi... Þaö er þvi skoðun okkar al- þýöubandalagsmanna aö enda þótt menn hljóti aö lita á þetta samkomulag meö nokkurri tor- tryggni ef menn eru einungis aö lita á núverandi réttindi hinna al- mennu verkalýðsfélaga þá sé hitt miklu mikilvægara að hér er tvi- mælalaust um að ræöa mjög mikilvægt og stórt skref i rétta átt fyrir fjölmennan hóp launa- manna. „Takmarkað- ur réttur" „Hér er um aö ræöa býsna takmarkaöan rétt, sem opin- berir starfsmenn fá nú og er langt frá þvi aö vera sami réttur og hin almennu verka- lýðsfélög i landinu hafa áunnið sér og felst i vinnu- löggjöfinni,” sagði Eðvarð Sigurösson. ,,fcg ætla ekki aö fara aö telja hér upp þau atriði scm frábrugðin eru. Hins vegar óttast ég aö þessi tak- markaöi verkfallsréttur, sem opinberir starfsmenn fá nú, veröi notaður sem fyrir- mynd til breytinga á vinnu- löggjöfinni og muni ýta undir þærmjög háværu kröfur sem atvinnurekendur hafa gert um skertan rétt verkalýös- félaganna til verkfallsaö- geröa. Þaö þarf ekkert aö ef- ast um aö þeir muni sækja býsna mikil rök og fyrir- mynd i einmitt þann samning sem nú hefur verið geröwr...”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.