Vísir - 17.10.1977, Qupperneq 5

Vísir - 17.10.1977, Qupperneq 5
Hua, formaður, (lengst th) gengur oft út á akrana með bændunum, enda lærður landbúnaðarsérfræðingur. Herflugvellir, þar sem orrustuþotur og sprengjuf lugvélar fara um með sína dularfullu farma, eru yfirleitt um- kringdir gaddavírsgirð- ingum og varðmönnum. Mennirnir, sem fljúga orrustuþotunum og sprengjuf lugvélunum, eyða yfirleitt frístundum sínum á góðum bar, eða við íþróttir og aðrar skemmtanir. 1 Kina eru herflugvellirnir umkringdir matjurtagöröum. Og i fristundum sinum fara orrustu- og sprengjuflugmenn- irnir út á akrana, til að sá eða uppskera, eða til þess að hlúa að græölingunum. Það var Mao, formaöur, sem kom af stað hinni almennu grænu byltingu i Kina. Og arf- . taki hans, Hua Kuo-Feng, hefur haldið áfram að hvetja til henn- ar. Þetta byrjaði fyrir tiu árum þegar Mao kom i heimsókn á herflugvöll. Hann sá stórt, ónot- aö, landflæmi umhverfis hann og sagöi að þetta land væri vert að nýta til matvælaræktunar. Mao þurfti sjaldan að tvitaka tillögur sinar og hann var varla kominn útfyrir völlinn þegar flugmennirnir hófust handa. Þetta var heldur ekki lengi að berast til annarra flugvalla og einnig þar tóku menn til óspilltra málanna. Árangurinn er sá að nú rækta margir herflugvellir allt þaö grænmeti sem þeir þurfa. Aðrir rækta kornmat til að fóöra svin og hænsni sem þeir ala upp. Umframframleiðsla Flugmennirnir hafa legið yfir bókum um landbúnað og notiö tilsagnar bænda sem hafa kom- ið I heimsókn til þeirra. Upp- skeran hefur þvi stöðugt farið batnandi og nú er svo komiö að flugmennirnir á sumum völlun- um megna ekki að borða allt sem þeir framleiða og selja þvi það sem umfram er.til rikisins. Sem dæmi má nefna herflug- völl i Shensi héraði, sem opnaöi 130 hektara lands til ræktunar. A siðasta^ári var framleiöslan 3.400 lestir af korni og 260 lestir af oliuauðugum jurtum. Hua Kuo-Feng, núverandi formaður kinverska kommún- istaflokksins, á auöveldara meö að feta i spor Maos i þessu efni en margir aörir. Hann er nefni- lega landbúnaðarsérfræðingur. Formaðurinn lætur sér þvi ekki nægja að koma með góðar til- lögur, heldur getur einnig gefið bændum og öðrum jaröyrkjend- um góð ráð um hvernig bestur árangur náist. Hungurvofan útlæg Hua Kuo-Feng sést þvi oft á ferli úti á ökrum eða i gripahús- um, spjallandi við bændur um lifið og uppskeruna. Ekki alls fyrir löngu heimsótti hann eldisstöð i útjaðri Peking, þar sem ræktuð eru svin og hænsni. Hann kom þar með ýmsar góöar ráðleggingar um nýtingu lands, um lýsingu og um fóður fyrir alidýrin. Þótt kúnstugt megi virðast hvatti hann mjög til einkaframtaks við allskonar ræktun. „Fyrir utan samyrkjubúin”, sagði hann, „ættu einstaklingar að rækta sitt eigiö grænmeti og ala sin eigin svin og hænsni”. Hann hvatti einnig fólk I verk- smiðjum og námum til aö rækta það land sem ekki væri notað undir aðra starfsemi og að nýta landiö vel. Þessar hvatningr formanns- ins eru liöur I þeirri stefnu að Kinverjar veröi sjálfum sér nógir með alla framleiðslu. Þetta hefur tekist á undraverð- an hátt með matvælin en það er samt haldið áfram með grænu byltinguna til þess að alltaf sé eitthvað aö hlaupa uppá ein- hversstaðar, ef illa árar. Kina er geysilega viðáttumik- ið og þótt uppskera sé góð I einu horninu getur hún algerlega brugðist i öðru. Fyrr á árum féllu menn úr hor þar sem upp- skeran brást. Nú eru alltaf til umframbirgðir einhversstaðar og þær eru notaöar til hjálpar þar sem þarf. Hungurvofan hef- ur verið gerð útlæg i Kina. Vantar vélar Þótt mikil áhersla sé lögð á landbúnaö i Kina eru „land- búnaöarvélarnar” frumstæðar viða. t kringum stórborgir eins Allir taka þátt i grænu byltingunni. og Kina er vélvæðing land- búnaðarins vel á vegi stödd, en ekki er hægt að segja sömu sögu um fjarlægar sveitir. Ef menn ferðast með lestinni frá Canton til Peking, sem er tvöþúsund milna vegalengd, sjá þeir mikið af ökrum, en litið af vélum. Flest verk eru unnin með handverkfærum, eða dráttardýrum. Leiðtogarnir gera sér fulla grein fyrir að þarna vantar mikið uppá og það hefur verið samin geysimikil áætlun um vélvæöingu landbúnaðarhéraða um landið allt, sem skal vera lokið árið 1980. Þetta er hrikalegt verkefni og óteljandi vandamál sem þarf að yfirstiga. Hundruð þúsunda bænda þurfa að leggja frá sér pálinn og læra að keyra traktor og fara með vinnuvélar sem fyrir hann eru þrælslega flókn- ar. Það þarf að mennta heilan her af vélfræðingum sem geta ann- ast viöhald og viðgerðir á þess- um tækjum. Og slðast en ekki sist kostar þetta mikla peninga. Kinversku leiðtogarnir segja að þeir geri sér fulla grein fyrir erfiðleikunum. En þeir hafa litl ar áhyggjur af þvi að þetta tak- ist ekki. Miðað við þau undra- verk sem unnin hafa verið i Kina siðustu áratugina, er það kannski skiljanlegt. „ Persónudýrkunin" Kinverjar hafa alltaf verið nægjusamir og nýtnir og Hua, formaður, er þar engin undan- tekning. Þegar hann heimsótti Hungshing býlið i útjaðri Pek- ing, sá hann stór, ónýtt svæöi á milli svinastianna og ibúðar- húsanna. „Þetta er illa farið meö gott land”, sagði hann. „Þið eigiö að vera hagsýnir og ekki láta gott land fara til ónýtis.” Fyrir bændur eru heimsóknir formannsins stórviðburður. Þeir hlýöa með athygli á orð hans og jafnvel gagnrýni hans er þeim gleðiefni, hún sýnir að hann hugsar um þá og ber hag þeirra fyrir brjósti. Það hefur oft, á Vesturlönd um, verið talað um persónu- dýrkun i Kína. Persónudýrkun er yfirleitt talin óholl. Það kann að vera rétt á Vesturlöndum, en á ekki við um Kina. Reyndar er mjög vafasamt að hægt sé að leggja þann skilning i þann hug sem Kinverjar bera til leiðtoga sinna. Virðing við hina eldri er rót- gróin i hjörtum Kinverja, nokk- uð sem vesturlandabúar mættu að skaðlausu temja sér. Fyrir þeim er formaðurinn aðeins þeirra „elstur” og þvi mestrar virðingar verður. Endurreisn Kina grund- vallaðist að mestu leyti á einum manni, Mao formanni. Óbilandi trú þjóðarinnar á honum og hugsjónum hans, gerði henni kleift aö gera hungurvofuna landræka og gera Kina aö stór- veldi, á ótrúlega skömmum tima. „Gamli” formaðurinn gerði stórkostlega byltingu. Nýi for- maðurinn er áhyggjulaus um að framhald hennar verði gott. Og það er þjóðin lika. — OT. í mótsetningu við öll önnur stereo-heyrnar- tæki getur þú á KOSS Technican/VFR stjórnað hljómburðinum alveg eftir þínu höföi. ístaðinn fyriraðþúhlustiráuppáhalds tónverkin eins og aörir heyra þau, nýtur þú þess að geta framkallað þann hljómburð sem er þér að skapi- aðeins meö því að færa til VFR-stillinn. Tæknilegar upplýsingar: 50 mm aflhátalarar • Mótstaða : 230 ohm/1 kHz • Tíðnisvið: 10-22000 Hz • Næmleiki: 95 V-r.ns/1 kHz • Bjögun: Minni en 0,4%/1 kHz/100 dB SPL • Hljóðstyrkur við 1% bjögun: 108 dB/1 khlz • 3 metra gormlaga aðtaug • „Pneumalite" eyrnapúðar. • Tenging fyrir gálgahljóönema • Þyngd: 483 g (u/aðtaug) Verð kr. 23.967 FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 __ —,——— Hljómburðurinn einmitt eins og þú óskar þé hann...

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.