Vísir - 23.10.1977, Síða 2
Jörundur segir
frá eftirherm-
um, nýrri plötu
og öðrum
uppákomum
„Þegar ég var i sveitinni sem litill polli var þaö landlægur ósiöur
að herma eftir öörum. Það talaði enginn meö sinni eigin röddu. Ég
hafði alveg svakalega gaman af þessu. Sérstaklega ..þaö er vist
best aö nefna engin nöfn. Þaö var svolitið furðulegt aö vera I svona
umhverfi. Maður fór sjálfur aö herma eftir öllu og öilum, ekki bara
dýrum heldur einnig bændum I nágrenninu. En á veturna heima á
Akureyri voru það mest prakkarastrik sem maður stundaöi, ekki
endilega eftirhermur. Ég man sérstakiega eftir einu ... þaö var hel-
viti neyðarlegt. Ég held ég hafi verið tólf — fjórtán ára gamall, og
það var verið að sýna einhverja stórmyndina ....bíddu ....A Hverf-
anda hveli. — Við vorum þrir sem sátum á fremsta bekk og áður en
rnvndin byrjaði hafði einn okkar sett prumpufýlubombur á klósett-
ið. Siðan kórónuðum við þetta með þvl að sprengja litlar gler-
flöskur sem voru fullar af eins konar táragasi. Og það munaði ekki
um það, tárin flutu I striðum straumum. Það skapaðist algert öng-
þveiti. Hinir tveir voru hirtir i hléi, en ég var sóttur af tveim fll-
efldum lögreglumönnum þegar myndin var búin. Þetta var mjög
neyðarlegt þvi nær allir kvikmyndahúsgestirnir horfðu á þetta.
Annars hljóp lögreglan svolitið á sig, þvi hún kom heim og heimtaöi
húsrannsókn, —sem varð þó lítið tjón fyrir mig, þvl litli bróðir, sem
þá var nlu ára, átti þetta allt.”
PLATA
,,Ég lagði ekki alveg niður að
herma eftir þótt ég hafi hætt i
sveitinni. Ég gerði þetta mest
einn og þá helst inni i stofu. Ég
fór að fá þætti frá Benedikt
Viggós lánaða svona fyrir mig
sjálfan. Og tvö fyrstu árin sem
ég skemmti samdi hann fyrir
mig. Svo smá þróaðist þetta og
það fór að fréttast að ég gæti
hermt eftir. En opinberlega
kem ég fyrst fram i Lidó 1969.
Svo hefur þetta alltaf hlaðið
utan á sig og núna 1977 kemur út
með mér plata með eftir-
hermum. „Spói”, sem hefur
samið töluvert fyrir mig, samdi
efnið. Hún var tekin upp alger-
lega „live” niðrif útvarpssal að
viðstöddum 70 áheyrendum.
Það gefur plötunni mjög góða
stemmningu, sem ekki er hægt
að ná i stúdiói. Ahorfendurnir
höfðu ákaflega hvetjandi áhrif á
mig. Svavar Gests hefur það
mikla trú á þessu að hann lét
gera þrjú þúsund eintök - af
fyrstu sendingunni. Tvö þúsund
og fimm hundruð plötur og
fimm hundruð snældur. Siðast
þegar ég frétti hafði salan
gengið mjög vel. Annars á
gamanefni af plötum við
ramman reip að draga, þvi
okkar ástkæra hljóövarp er svo
sérlundað að það vill ekki flytja
gamanefni á plötum, ef það er
talað.”
■ .
Sunnudagur 23. október 1977
VISIR
Bi
....skáldið á Gljúfrasteini.
....Gisli Halidórsson, leikari...
... Geir forsætisráðherra vor...
Utgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Davíö Guömundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Páisson ábm.
ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúí: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð-
mundur G. Pétursson.
Umsjón meö Helgarblaöi: Árni Þórarinsson.
Blaöamenn: Anders Hansen, Edda Andrésdóttir/ Elías Snæland Jónsson, Guöjón
Arngrimsson, Jón Óskar Hafsteinsson, Kjartan L. Palsson, Magnús Ölafsson, Óli
Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylf j
Kristjánsson. Ljósmyndir: Einar Gunnar Einarsson, Jens Alexandersson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Auglýsingar: Síðumúla 8. Símar 82260, 86611.
Afgreiösla: Stakkholti 2-4 sími 86611
Ritstjórn: Síöumúla 14. Sími 86611 7 linur
Askriftargjald kr. 1500 á mánuöi
innanlands.
Verö i lausasölu kr. 80 eintakiö
Prentun: Blaðaprent hf.
Áskriftarsími Vísis er 86611
Hringið strax og tryggið ykkur eintak
af Vísi til lesturs hvern dag vikunnar
fyrir aðeins 1500 krónur ó mánuði
\
r