Vísir - 23.10.1977, Qupperneq 3
Sunnudagur 23. október 1977
3
Viðtal:
Póll Stefónsson
Myndir:
Jens Alexandersson
ÚTOGSÚÐUR
„Það er svolitið einkennilegt
en allir halda að þegar maður
fer út & land að skemmta þá sé
það hreinn gullmokstur. En
þetta er sko ekkert sældar-
brauð. Það þarf að auglýsa
þetta meira og meira á hverju
ári. Og öll gjöld eru orðin það há
að það er á takmörkunum að
þetta borgi sig. Húsaleiga,
skattar og önnur gjöld taka 50-
60% af aðgangseyrinum, sem er
hreinn glæpur. Og þeir sem
standa að þessu — við vorum
t.d. niuí sumar — fá afganginn.
Og eigum þá eftir að borga
auglýsfngar, mat, hótel, og
flutning á milli. Það er lfka svo
komið að skemmtikraftar eru
farnir að sleppa stórum og
góðum húsum úr vegna þess að
það borgar sig enganveginn að
skemmta þar.”
„Gaman? Jæja, þetta er
þrælavinna. Þó skeður margt
skemmtilegt i svona ferðum. Ég
man meðal annars eftir þvi
þegar við vorum að skemmta
fyrir 2 árum á Skagaströnd.Það
var fyrir lokaatriðið á
skemmtuninni. Við höfðum sett
saman leikþátt sem við
kölluðum Linharð Ogeta, og
allir þurftu að hafa fataskipti.
Meðal manna þarna er Magnús
Jónsson óperusöngvari sem er
mjög karlmannleguri alla staði,
og það sem þykir einna flottast,
alveg kafloðinn á bringunni.
Hann litur á Karl Möller sem er
alger andstæða og segir: ,,Þú
erteins og eyðimörk”. Og Karl
sem er einstaklega orðheppinn
maður litur rólega á MagnUs og
segir: „Já, það er lika misjafn-
lega langt siðan mennirnir
komu niður Ur trjánum.”
„Annars er það alveg kostu-
legt aði eina skiptið sem ég man
til, að íslendingar hafi komið
timanlega á skemmtun bilaði
allt hjá okkur, og við komum
allt of seint. Billinn okkar bilaði
við Þingeyri og við þurftum að
fara á puttanum alla leið til
Hnifsdals. Það var hálfneyðar-
legt að bera inn tækin i gegn um
sal fullan af fólki. Og til að
kóróna þetta allt saman var
ekki hægtað draga fyrir, þannig
að við vorum eins og aular
þarna uppi á sviði.”
„Annars er gott að skemmta
úti á landi. Fólk kemur til þess
að skemmta sér. Það er lika allt
i lagi að skemmta hér á höfuð-
borgarsvæðinu til klukkan 11.
Eftir það eru allir orðnir svo
fullir, að einhver maður uppi á
sviði er bara truflandi.”
RÖDDIN
þessu. Það er eins og hann hafi
getið þessa dúkku sjálfur, — svo
mikill er hamagangurinn. Ef
það er hægt að kaupa einkaleyfi
á rödd, þá er eins gott fyrir
menn eins og mig að pakka
saman. Það er alveg merkilegt
hve mikið umstang ein dúkku-
tuðra getur valdið. Fyrir utan
þetta smá/stórmál er ágætt að
vinna hjá sjónvarpinu. Þó finnst
mér betri mórall niðri i útvarpi.
Þvi kynntist ég vel þegar ég
vann með Hrafni Pálssyni að
þættinum Allt i grænum sjó.”
„Nei, ég ruglast aldrei á
minni eigin rödd og einhvers
annars. Og ég held að það sé
enginn sem fettir fingur út í það
að ég sé að herma eftir honum.
Nema þá helst Gisli Hallddrsson
„primadonna”. Honum finnst
það ekki við hæfi að hans rödd
sé notuð i svona lagað. Stjórn-
málamönnunum okkar finnst
þetta bara góð auglýsing sem
gaman er að.”
„Annars er Palli sá erfiðasti
sem ég hef hermt eftir. Það að
herma eftir rödd sem annar
maður er höfundur að er mjög
erfitt. Ég fékk nokkurra daga
fyrirvara,svona tilprufu.0g hún
tókst. Þetta var skemmtileg
vinna.
NU,siðan hef ég notað Palla-
röddina inn á milli á
skemmtunum og gert mikla
lukku. En Jón Þórarinsson hjá
sjónvarpinu er alveg æfur út af
ALLTAF SAMA
TUGGAN?
^Maður heyrir það svona
útundan sér, að fólk er stundum
að tala um að þetta sé alltaf
sama tuggan sem maður er
með. Þar kemur bæði til, að
þetta land sem við búum á er
litið og fljótyfirfarið, og þess
vegna er maður tilneyddur að
endurnýja oft. Oft gerist eitt-
hvað spennandi i þjóðlifinu og
þá er þvi smellt inn i
prögrammið, og maður reynir
vissulega að vera sem fersk-
astur. En það væri ógjörningur
að endurnýja sig mánaðarlega.
Af smæð landsins leiðir lika að
varla er hægt að vera skemmti-
kraftur að aðalstarfiý
—P.Stef.
....Óli Jó...
.. .og Lúðvík
LÍF OG r ~~ i • HEILSA
Magasjúkdómar
Um það bil sjötti hver
maður á jafnaðarlega við
einhverja magakvilla að
stríða. Oftast er um að
ræða verki, þembu eða
hægðatruf lanir. Hvað
veldur, og hvað er til úr-
bata?
Fyrst af öllu skal tekið fram, að
rétt er að fara til læknis, verði
vart magakvilla, nema um sé aö
ræða smáseiðing, sem hverfur
eftir stutta stund. Læknirinn úr-
skurðar síðan, hvort hér sé á ferð-
inni sjúkdómur Í þörmum eða
einhver þeirra sjúkdóma, sem
rætt er um hér á eftir.
MAGABÓLGA
Margir hafa fengið brjóstsviða.
Hann lýsir sér oft sem sár
hungurtilfinning og kemur, þegar
maginn er tómur mörgum
klukkutimum eftir siðustu máltið.
Sársaukinn getur verið afleiðing
magasárs, en leiði röntgenskoðun
i Ijós, að um slíkt er ckki að ræða,
er oft unt magabólgu að ræða. Þá
getur lækningin einfaldiega verið
fólgin i þvi að borða reglulega og
draga úr kaffidrykkju og rcyk-
ingum. Oftast er unnt að draga úr
verknunt mcð þvi að borða dáiitið
eða eta töflur, sem slá á maga-
sýrurnar og fást án lyfseöils i
næstu lyfjabúð. Margt getur orðið
að gagni, en ódýrast er að leysa
svolitinn matarsóda upp I vatni.
Stundum verður vart maga-
verkja strax að lokinni máitið,
þ.e. þegar maginn er ekki tómur.
Orsökin getur verið .■'Hófleg
áfengisdreykkja eða ofneysla
verkjataflna.
Ýmsir, sem þjásfc af magahólgu,
baka sér óþörf óþægindi með þvi
að fasta. Auðvitaö skyldu menn
forðast að neyta matar, sem vitað
er að fer illa i maga, en að öðru
leyti á að vera óhætt að borða
ailan algengan mat.
Stundum kemst svolitil maga-
sýra upp i vélindað, og getur hún
vaidið brennandi brjóstsviða.
Sumir fá brjóstsviöa með löngu
millibiii, en aörir þjást stöðugt af
honum. Brjóstsviðinn er algengur
á nóttunni eða þegar menn eru
átútir. Þaö er hægt að draga úr
óþægindum aö næturlagi með þvi
að sofa með hátt undir höfðinu.
Við brjóstsviða er ágætt aö
drckka mjóik cöa taka inn lyf sem
draga úr sýrunum. Þeir sem
þjást af brjóstsviöa að staðaldri
ættu að teita læknis.
HARÐLIFI
er sennilega algengasti maga-
kvillinn. Það verður aldrei of
brýnt fyrir fólki að reyna að hafa
sem mesta reglu á hægöunum.
Harðlifi er mjög aigengt meðal
Við magaverk getur verið
gott að leysa sódatöflu
upp i vatni.
þeirra, sem geta ekki sinnt kalli
náttúrunnar vegna vinnu sinnar.
Það eru ekki aliir, sem gera sér
ijóst samhengi iikamshreyfingar
og mcltingar. Þeir sem starfa á
sjúkrahúsum vita, að meltingin
hægir á sér, þegar menn ieggjast
á sóttarsæng, og eins cr kyrrsetu-
fólki hætt við harölifi. Hjólreiðar
eða gönguferðir veröa flestum að
góðu liði.
Ekki er nauðsynlegt aö taka
upp sérstakt mataræði við harð-
lífi, en benda ntá á, að grænmeti
og heilhveitibrauö draga veru-
lega úr harðlifi. Flestir vita, að
sveskjur eru taidar góðar við
harðlifi. í flestum tilvikum ættu
ofangreind ráð að koma að not-
um. Betra þykir að þjást af vægu
harðlifi en að taka hægðalyf.
NIÐURGANGUR
Flestir hafa einhvern tima fengið
niðurgang. Hann getur átt sér
tnargar orsakir, og hér verða
ncfndar nokkrar þeirra. 1 sumt
fólk vantar efnahvata (ensým),
sem veldur þvi að sykurinn i
mjólk meltist ekki á eðlilegan
hátt. Þetta er ckki sjúkdómur i
venjulegum skilningi, en áhrifin
verða þau.aö mjólk orkar á sama
hátt og hægðalyf.
Læknismeðferðin er fólgin I þvi
að forðast mjólk. Vafalaust eru
margir stöðugt haldnir niður-
gangi án þess að þurfa þess. Ann-
ars er ntjólkin svo mikilvægur
liður i mataræöi manna að forð-
ast skyldi að hætta aö drekka
mjólk nema fyrir liggi úrskurður
læknis um, að það sé einmítt
mjólkin sem valdi niöurgangin-
um.
Aður en sagt er skilið við maga-
sjúkdóma, er rétt að benda á, að
starfsemi magans er mjög ein-
staklingsbundin. Suntir hafa
hægðir þrisvar á dag, og öörum
nægir að gera það þriðja hvern
dag. En það er Hka rétt að hafa I
huga að truflanir i meltingar-
starfseminni geta bent til alvar-
legra sjúkdóma, sem krefjast
þess, aö snöggt sé brugöiö við.
Það skal nokk vera allt í lagi með magann minn....