Vísir


Vísir - 23.10.1977, Qupperneq 4

Vísir - 23.10.1977, Qupperneq 4
4 tíTnrnui —r GUFUGLEYPIR Ódýrir, hagkvœmir, stílhreinir. FYRIRUGGJANDI. Sendum í póstkröfu. RAFTÆKJAVERSLUN H.G. GUÐJÓNSSONAR Suðurveri, Stigahlið 45-57 Simar 37637 — 82088 |MM1 H DUSCHOLUX rennihurðir í sturtur og baðherbergi Auöhreinsað matteða reyklit- að obrothætt efni sem þolir hita. Rammar fást gull- eða silfurlitaðir úr áli sem ryðgar ekki. Þetta er lausnin þar sem rými er takmarkað. að baði loknu. Hægt er að fá þil, sem henta hverju baðher- bergi og sem auövelt og fljót- legt er að koma fyrir. Um fjórar gerðir er að veija. Til afgreiðslu strax: Söluumboð: Heildverslun Kr. Þorvaldsson og Co Grettisgötu 6, Rvik. Simar 24478 og 24730 Viðtal: Árni Þórarinsson Á tröppunum hjá Matthiasi var ég búinn að biða i fimm minútur eða svo. Enginn heima. Það var rétt byrjað að örla á þeirri hugsun að kannski hefði hann gleymt stefnumótinu. Annað eins hefur nú gerst. í þvi rennur rit- stjórabronkóinn upp að. „Ertu ekki nýkominn Árni minn?” segir Matthias glaðbeittur þegar þau Hanna koma inn gangstéttina. Jú, segi ég. Margur hefur mátt biða lengur eftir Matthiasi en i fimm minútur. Ég hafði gaman af þvi á Mogganum þeg- ar hann var i ham að stjórna blaðinu, að allskyns ráðherrar og toppar i sim- anum máttu veskú biða eins og aðrir þangað til röðin kom að þeim. Reynd- ar sagði Matthias einu sinni við mig að hann væri yfirleitt einum degi á eftir áætlun. Eftir hádegismatinn sitjum við inni i stofu og tökum upp þráðinn þar sem við hættum i fyrri lotu. Við höfðum verið að ræða um sálarástandið á is- lenskri menningu nú og Matthias hafði lýst áhyggjum sinum af þjóðlegum minnimáttarkomplex sem gjarnan birtist i alls kyns rembingi. Ég spyr hann hvort hann sé ekki samt mikill íslendingur i sér. ,út af fyrir sig leikrænt' .„Islenskt mannlif hefur sótt mjög á mig”, segir Matthias, ,,og þvi meir sem ég hef elst. Ég er vissulega sterkt tengdur þessu landi, eins og þú getur séö af ljóð- um minum. En á sama tima, og af þvi hve ég hef verið mikið er- lendis, hef ég getað horft á það úr fjarlægð. Meðan ég var úti i sum- ar fékk ég bréf frá Kristjáni Karlssyni, þar sem hann gerir svolitla úttekt á helstu atburðum sumarsins á Islandi. Viö gerum oft slikar úttektir. Það er nauð- synlegt, m.a. til þess að fá ekki mikilmennskubrjálæði. Mig langar til að vitna i bréf Kristjáns. Hann segir m.a.: „Aumingja Finnlandsforseti virð- ist hafa verið hérna i heimsókn, og yfirvöldin létu hann aldrei i friði... Á bingvöllum stóð maður af einhverjum ástæöum niöri i gjótu meðan hann lék lögsögu- mann i rigningu fyrir forsetann. Annar maður stóð með fótinn á öxlinni á hinum og það átti að tákna skort á framkvæmdavaldi i fornöld, sem var út af fyrir sig leikrænt. Siðan sást Kekkonen á laxveiðum i Kjós ásamt fylgdar- liði, sem var miklu finna en hann, eins og vænta má . Nema einhver sem var á gúmmiskóm og virtist vera meö beitu frá Hvalstöðinni, þvi að þetta vðru mjög stór flykki, nema það hafi átt að vera i lunch seinna. Þú mátt ekki skilja það svo að Islendingar séu ekki merkileg þjóð. Þeir eru miklu merkilegri að sinu leyti en landið, sem er leiðigjarnt fyrir minn smekk. En ég þreytist aldrei á að ihuga Islendinga og finnst þeir þvi merkilegri og stórfenglegri sem ég hugsa meira um þá”. — Þetta finnst mér góð lýsing hjá Kristjáni”, segir Matthias. „Ég verð þó að andmæla þessu um landið”, bætirhann viö. „Það er mér mesti leyndardómur sem ég þekki. Ekki sist jötunheimar öræfanna. Það hefur haft mikil áhrif á allt sem ég hef skrifað. Ég hugsa að ástæðan sé sú aö ég er fæddur og alinn upp i Reykjavik, og þegar ég kynntist ungur þess- um hrikalegu öræfum var eins og þau settust að i blóði minu. Við danska skáldið Thorkild Björnvig komum okkur saman um þaö i vor, að áhrifin frá auðnum ís- lands og mikilúðlegri, óspilltri feg- urð landsins væru okkur einhver óskilgreinanleg trúarbrögö.” „Afturámóti stóð mér ógn af smæö landsins þegar ég hugsaði til þess að utan i sumar, og sér- staklega þeirri miklu taugaveikl- un og stressi sem maður verður var við hér. Hér eru allir að reyna að sanna eitthvað sem þarf ekki að sanna. Helst þarf hver ein- staklingur hérna að vera heil heimsálfa útaf fyrir sig. Og heimsálfa sem ekki er heimsálfa verður náttúrulega taugaveikluö! Ég held þetta streð geti leitt til ógæfu. Hér er návigi manna of mikið. Það er margt i örlögum is- lensku þjóðarinnar sem minnir mig á Grettissögu. Það er eitt- hvað i Gretti sem loðir við okkur. Við erum alltaf að slást við ein- hver Glámsaugu án þess að þurfa þess. Grettir hefði getað orðið gæfusamur maður með alla þá hæfileika sem forsjónin hafði gef- ið honum. En hann gat ekki lifað nema i einhverjum útistöðum sem allt eyðilögðu. 1 athuga- semdum sinum um bókmenntir \

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.