Vísir - 23.10.1977, Qupperneq 7
VISIB Sunnudagur 23. október 1977
vera á efti hæö hússins ef kvikn-
aði i, en það væri enginn vandi að
bjarga sér á neöri hæðinni. Eitt
sinn þegar viö komum var búið að
setja brunastiga úr kaðli i her-
bergið okkar uppi. En það þótti
ekki nægilegt. Þau voru ekki i
rónni fyrr en nýtt gestahús hafði
verið byggt við konungshúsið. Þá
þurfti enginn að sofa uppi á lofti.
Þá átti öllu að vera óhætt”.
„Ég getsagt frá þvi hér”, bætir
Matthias við, ,,að Bjarni hafði
sagt okkur að þetta yröi siðasta
kjörtimabil hans. Hann ætlaði
ekki aftur i framboð. Hann hugs-
aði sér að snúa sér að ritstörfum
og skrifa minningar um merka
menn sem hann hafði kynnst, og
af nógu var aö taka, ekki bara af
innlendum vettvangi, heldur al-
þjóölegum”.
Bjarni og Velvakandi
„Þeir voru ólikir menn, Bjarni
og Ólafur Thors. En þeir bættu
hvorn annan upp með þeim hætti
að ég efast um aö nokkur flokkur
hafi átt sterkari leiðtoga en Sjálf-
stæðisflokkurinn þegar þeir voru
og hétu. Bjarni var meö eindæm-
um gáfaður maður. Menntun
hans, þekking og yfirsýn meiri en
gerist hér á landi, og ómetanleg
reynsla að kynnast ungur svo
mikilhæfum leiðtoga. Ég hef
alltaf haft dálitinn komplex útaf
mannfæð Islensku þjóðarinnar,
en Bjarni hafði aldrei áhyggjur af
slikum hlutum. Ég gleymi þvi
ekki þegar dómsmálaráðherrar
Noröurlanda voru eitt sinn heima
hjá honum og hver þóttist mestur
fyrir hönd sinnar þjóðar. Þá gekk
Bjarni allt I einu inn i miðjan hóp-
inn og sagði stundarhátt: „Þið
vitiö það allir, að islenska þjóðin
er merkasta þjóð á Norðurlönd-
um”. Þeir þögðu við, og næsti
hálftimi fór i að viðurkenna þetta.
Ég dáðist að þeim krafti og þeim
Bjarna, en það var i ætt við
Bessastaðafyndni Jónasar Hall-
grimssonar og gálgahúmor
þeirra félaga. í þeim húmor er
islenskt þjóðfélag i réttu per-
spektivi. Eftir þvi sem timi leið
kynntumst við með þeim hætti að
ég er forsjóninni þakklátur”.
Bjarni vildi Geir sem eftir-
mann
„Eins og fram kom áöan vorum
við Bjarni alls ekki alltaf sam-
mála og ég var stundum ósam-
mála þvi sem stóð i Morgunblað-
inu. Ég þoldi til dæmis önn fyrir
það hvernig Morgunblaðið skrif-
aði gegn Asgeiri Asgeirssyni þeg-
ar hann fór i forsetaframboð 1952
og hef reynt að koma i veg fyrir
að blaöið lenti i öðrum eins hild-
arleik aftur. Ég gagnrýndi
Bjarna þegar Morgunblaðið i
stjórnarandstöðu kynti undir
verkföllum gegn vinstri stjórn-
inni fyrri. Við ræddum þetta og
hann tók gagnrýni minni vel. En
ég man, að hann sagði um þessa
fyrri vinstri stjórn, að hann teldi
öryggi Islands beinlinis stafa
hætta að aðild kommúnista að
stjórninni. „Það er um lif og
dauöa að tefla fyrir Island að
þessi stjórn fari frá völdum”,
sagði hann.
Eftir að Bjarni Benediktsson dó
var okkur mikill vandi á höndum.
Morgunblaðiö tók þá forystu i
stjórnmálabaráttunni hér, og ég
held mér sé óhætt að fyllyrða að
upp úr þvi urðu mun lausari
tengsl milli Sjálfstæðisflokksins
og blaðsins. Siðan hefur gengið á
ýmsu, og við höfum farið okkar
fram. En þó ekki átakalaust. Að-
ur en Bjarni dó bað hann mig að
vinna að þvi öllum árum að Geir
Hallgrimsson yrði formaður
Sjálfstæðisflokksins. Ég þekkti
dómgreind hans og vissi að hún
brást honum ekki”.
JÓHANN: „Er sannfærður um,
— eða a.m.k. nær að halda —, að
Sjálfstæðisflokkurinn hefði
klofnaðef Jóhann Hafstein hefði
ekki orðið formaður hans á
þessari örlagastundu...”
Bóndinn
og
húskarlinn
En hvað um Jóhann Hafstein?
Af hverju minnistu ekki á hann?
„Það var bara af nærgætni við
hann”, segir Matthias. „Hann sit-
ur á friðarstóli aö loknu miklu
dagsverki og stórátökum við
bolsa. Auk þess vil ég ekki vera
aö tíunda störf Sjálfstæöisflokks-
ins, heldur halda mig viö þaö sem
að Morgunblaöinu snýr. En úr þvi
þú spyrð mig af alkunnri ýtni get
ég svo sem tekið fram, að ég tel
að Jóhann Hafstein hafi verið
nauðsynlegur, sögulegur tengilið-
ur milli fallinna foringja og nýs
tima. Hann var varaformaður
Bjarna Benediktssonar og þvi
eðlilegt að hann tæki við af hon-
um, enda öllum hnútum kunnug-
ur. Hann sagði eitt sinn við mig
eftir lát Bjarna: „Húskarlinn tók
við búinu þegar bóndinn féll frá”.
Þetta sýnir vel hógværð og lítil-
MEÐ BJARNA Á ÞINGVÖLLUM: „Það var yndislegur og ógleyman-
legur timi, og helst viidi ég geta vakið hann upp...”
persónuleika sem geröi Bjarna
fært að slá með þessum hætti á
hégómaskap frænda okkar”.
„Ég sagði áðan að kynni okkar
Bjarna hefðu ekki farið vel af
stað. Ástæðan var sú, að mér var
falin umsjá með Velvakanda i
blaðinu og var jafnframt i háskól-
anum. Bjarni var dómsmálaráð-
herra þá og taldi að Velvakandi
væri sýknt og heilagt aö pota ein-
hverjum tituprjónum I lögreglu-
stjórnina I Reykjavik. Hann var
viökvæmur á þessum árum, enda
nýkominn út úr hörðustu stjórn-
málaátökum siðari tima hérlend-
is, — aöild tslands að NATO, og
þá voru landráð borin á hann við-
stöðulaust, bæöi af músarindlum
og öðrum foglum. Auk þess stóö
ég i baráttu fyrir þvi i háskólan-
um aö Keflavikurútvarpinu væri
lokað og töldu ýmsir mig þá, eins
og nú, fremur eiga heima I her-
búðum kommilnista en ihaldsins.
Sem ritstjóri mat Bjarni mest,
fannst mér, sjálfstæð vinnubrögð
og skorinorða afstöðu, og spurði
þá ekki um skoðanir, heldur ein-
urð. Hann átti það sameiginlegt
meö Dean Acheson, að hann þoldi
ekki bjálfa, en hann gat lika séð
skoplegu hliðarnar á tilverunni,
enda er ólift á íslandi án einhvers
konar húmors. Þeir voru ekki
margir, sem þekktu skopskyn
//Hvaðhafa þeir
að gera
með skörung?"
„Ég fagna þvi að Geir tók viö
Sjálfstæðisflokknum, enda dreng-
skaparmaður með afbrigðum og
vel til forystu fallinn, þótt hægt
fari, eins og Jón Magnússon. Þú
manst hvaö þeir sögðu um Jón:
„En hann er enginn skörungur”,
og þá svaraði Jón: „Hvað hafa
þeir að gera með skörung?” Geir
minnir mig um margt á Jón
Magnússon. Hann var einn far-
sælasti stjórnmálamaður lands-
ins og átti einn mestan þátt i að
íslendingar tryggðu sjálfstæöi
sitt með fullveldinu 1918. Það er
kannski merkilegast að á sama
tima og stjórnarformaður útgáfu-
félags Morgunblaðsins verður
formaður Sjálfstæðisflokksins og
forsætisráðherra landsins tekst
blaðinu að verða sjálfstæöara en
nokkru sinni. Ein ástæöa þess að
unnt var að ná þessum mikilvæga
áfanga i sögú blaðsins er að minu
mati sú aö Geir Hallgrimsson
virðir störf annars fólks og reynir
ekki, svo mér sé kunnugt, aö setja
sjálfstæði þess skorður. Hann er
lýðræðissinni sem ég treysti vel
fyrir framtið þjóðarinnar”.
læti Jóhanns Hafstein. Dreng-
skapur hans, pólitiskt raunsæi,
samfara skáldlegri tilfinn-
ingu, sem m.a. kemur fram á ást
hans á ljóðlist, svo og manneskju-
leg viðbrögö voru gæfa okkar á
þessu viðkvæma skeiði. Og svo
má ekki gleyma kletti eins og
Ingólfi Jónssyni, — og ekki siður
Magnúsi Jónssyni, siðar vara-
formanni Sjálfstæöisflokksins.
Jóhann Hafstein bauð mér þá að
veröa fulltrúi flokksins hjá Sam-
einuðu þjóðunum, en ég kom þvi
ekki við. Hef þó séð eftir þvi. En
þetta lýsir vel hlýhug hans”.
„A örlagastundu, þegar Sjálf-
stæðisflokkurinn var tvilráður og
-reikull eftir slysið á Þingvöllum,
skrifaði ég samtal við Jóhann
sem birtist á forsiðu Morgun-
blaðsins, þar sem stutt var við
bakið á honum. Við töldum það
rétt og nauösynlegt, þvi ekki gat
Morgunblaðið stutt stjórnlausan
Sjálfstæðisflokk. Þessu var mis-
jafnlega tekið. Við Eyjólfur Kon-
ráð Jónsson vorum yfirleitt sam-
mála i okkar ritstjóratið þó við
tækjumst stundum á, og við vor-
um báðir sannfærðir um að hinn
væri frekasti maöur landsins.
Það mætti vafalaust til sanns
vegar færa, enda stjórnar enginn
Morgunblaðinu með elsku
mömmu að leiðarljósi. Við Eykon
GEIR: „Drengskaparmaður
með afbrigðum og vel til forystu
fallinn, þótl hægt fari...”
urðum svo sammála um fyrr-
greinda afgreiöslu á þessu máli.
En þú skalt spyrja hann hvaöa
ágreiningur var okkar á milli
fyrst I stað. Mér finnst hann muna
allt betur en ég þegar viö berum
saman bækur okkar. Þaö er
vegna þess aö hann er heldur
betra skáld en ég. I umræðunum
um stóriðjuna var honum eitt sinn
á fundi likt við Einar Benedikts-
son. Aldrei hef ég náð svo langt.
Mér hefur ekki einu sinni verið
likt við Úlfar Þormóðsson!”
Sjálfstæðisf lokkurinn
hefði klofnað/ ef....
„Svo ég snúi aftur aö foringja-
skiptunum, þá er ég sannfærður
um eða mér er a.m.k. nær að
halda að Sjálfstæðisflokkurinn
hefði klofnað ef Jóhann hefði ekki
orðið formaður hans á þessari ör-
lagastund og harkaleg átök hefðu
orðiö um eftirmann Bjarna Bene-
diktssonar. Gunnar Thoroddsen
var mjög umdeildur maður i
flokknum eftir aö hann studdi As-
geir i forsetakosningunum og
óþarft að fara meö það eins og
viðkvæmt leyndarmál. Enda kom
það berlega i ljós þegar hann
bauö sig fram til forsetakjörs að
margir Sjálfstæðismenn treystu
sér ekki til aö styðja hann, t.d.
nánir samstarfsmenn Ólafs
Thors, eins og Pétur Benedikts-
son, tengdasonur hans. Pétur var
einn helsti andstæðingur Gunnars
Thoroddsen og ákafasti stuðn-
ingsmaður Kristjáns Eldjárns.
Við Morgunblaðsmenn studdum
Gunnar vegna reynslu hans og
hæfni, en af einhverjum ástæöum
virtist hann ekki kunna að meta
þennan stuðning að kosningum
loknum. Við skrifuðum þó ekki
nema einn leiðara til stuðnings
Gunnari og það undir lokin. Það
var gert i samráði viö hann sjálf-
an, enda hárrétt hjá honum að
óska ekki eftir meiri stuðningi,
eins og þjóöin virðist hafa gaman
af að kjósa annað forsetaefni en
það sem Morgunblaðið styöur!
Annars skaltu spyrja Þorstein,
'ritstjóra þinn um þessi mál. Hann
er öllum hnútum kunnugur.”
Afvötnun
Getur reynsla I blaðamennsku
ekki auöveldlega afblekkt hug-
sjónamenn i pólitik?
„Jú”, segir Matthias,” og ekki
aöeins I pólitik. Það er mikil af-
vötnun i þvi fólgin aö taka þátt I
störfum dagblaðs. Ég tel aö menn
eigi að geta orðið raunsærri og
hégómalausari. Blaðamenn
veröa svo óskaplega mikið varir
við alls kyns blekkingar i þjóöfé-
laginu og þeir upplifa viöstöðu-
laust þennan mannlega breysk-
leika sem loðir við okkur öll, hé-
góma i margs konar mynd.
Blaðamaöur sem kynnist sæmi-
lega vel hégóma stjórnmála-
manna og listamanna svo viö tök-
um dæmi, hlýtur að fá ofnæmi
fyrir alls kyns tildri og blekking-
um. Blaðamaður sækist ekki eftir
orðum og skrauti og gerir sér
grein fyrir þvi að bak við viður-
kenningar og verölaun standa yf-
, irleitt hagsmunir þeirra sem út-
hluta þeim. Hann veit aö þeir sem
eru einhvers virði, eins og Menu-
hin, Auden og Louis Armstrong,
svo ég nefni nokkra sem ég hef
kynnst i minni blaðamennsku,
eru eðlilegastir allra i fasi og
framkomu. Þeir þurfa ekki á
GUNNAR: „Virtist ekki kunna
að mcta þcnnan stuðning að
kosningum ioknum...”
þessari sifelldu fjölmiðlaauglýs-
ingu aö halda, en hún gerir hvern
mann að viöundri þegar til lengd-
ar lætur.”
öskuhaugurinn
En hvernig liður þér yfirleitt nú
i faginu eftir 25 ára starf sem
blaðamaöur?
„Mér liöur vel úr þvi sem kom-
iö er. Astæðan er sú að ég hef það
frjálsræði sem ég óska mér. Ég
hefði ekki geð til þess að láta diri-
gera mér út og suður, og auk þess
fæ ég tækifæri til þess að full-
nægja meira og minna ^löngun
minni til ritstarfa. Kynni min af
fólki gegnum blaðamennsku hafa
ekki sist vori£ mér næring sem
skáldi, og þetta hefur tvinnast
saman i samfölum minum, eins
og þú veist. En ég er hræddur um
að samtöl eigi undir högg að
sækja á Islandi. Sjónvarpið geng-
ur fram fyrir skjöldu i atlögunni
gegn þessu listformi með alls
kyns umræöuþáttum þar sem
enginn hlustar á það sem annar
segir. Ég held það sparaði mikinn
tima að taka þessa umræöuþætti
upp á segulbönd og leyfa þeim
sem áhuga hafa að sækja böndin
niöri Gjaldheimtu!”
Verðuröu ekki stundum þreytt-
ur i þessu starfi?
„Jú, og ekkert fer i raun og
veru eins I taugarnar á mér og
Morgunblaðið. Vitaskuld er rit-
stjórastarfið oft mjög lýjandi, og
stundum finnst mér ég vera eins
konar öskuhaugur andlegrar lág-
kúru og taugaveiklunar. Ragnar i
Smára sagði, að lestur fyrstu
stóru skáldsögu Guðbergs Bergs-
sonar hefði verið eins og aö
drekka úr koppnum sinum. Mér
finnst ég hafa reynt þetta i blaða-
mennskunni, en einhvers staðar
verða menn að geta náð sér niðri,
og þvi þá ekki á ritstjórum Morg-
unblaðsins. Margtfer óskaplega i
taugarnar á mér, ekki sist alls
kyns hugsanavillur, brengl og
málglöp. Morgunblaðiö sagði til
að mynda nýlega að giraffi hefði
látist i Lundúnum. Nú bið ég i of-
væni eftir þvi að blaðið tiundi
hve margir þorskar hafi látist á
næstu vertið! Það hefur komið
fyrir að ég hafi átt þá ósk heitasta
þegar ég hef gengið niðri i miðbæ,
að ég væri ósýnilegur”.
Skrimslaf ræöin
„Magnús Kjartansson sagði
einu sinni viö mig aö ég væri
pragmatisti”, segir Matthias
þegar við kveðjumst. „Það var
þegar ég lagöi til að Hallgrims-
kirkja yröi nýtt sem söngleikahöll
fyrir utan guðþjónustur. Senni-
lega er það rétt hjá Magnúsi.
Hann sagðist sjálfur vera centr-
isti. Við Magnús höfum alltaf ver-
iö mestu mátar. Við hittumst einu
sinni i London og borðuöum sam-
an. Hann var að koma frá Prag,
og ég spuröi hvernig honum hefði
likaö þar. Þá sagði Magnús:
„Hvorugur okkar gæti nú búið
þar, Matthias minn”. — En fyrir
utan aö vera pragmatisti er ég
auövitað, eins og þú veist, mesti
maóisti á íslandi. Ég er mesti
maóisti á íslandi með sama rétti
og meistari Þórbergur var
skrimslafræðingur hennar há-
tignar Bretadrottningar”.
Og maóistinn brosir breitt. Eins
breitt og vinir hans i kinverska
sendiráðinu. —