Vísir


Vísir - 28.10.1977, Qupperneq 10

Vísir - 28.10.1977, Qupperneq 10
10 Föstudagur 28. október 1977 VISIR VÍSIR utgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davíö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. óiafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð- mundur G. Pétursson. Umsjón meö Helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Anders Hansen, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrímsson, Jón Oskar Hafsteinsson, Kjartan L. Pálsson, Magnús Olafsson, Öli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylf i Kristjánsson. Ljósmyndir: Einar Gunnar Einarsson, Jens Alexandersson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Askriftargiald kr. 1500 á mánuöi Auglýsingar: Síöumúla 8. Símar 82260, 86611. innanlands. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Verö i lausasölu kr. 80 eintakiö Ritstjórn: Siðumúla 14. Sími 86611 7 línur Prentun: Blaöaprent hf. Hugmyndir, sem þarf að framkvœma Verktakasamband Islands hefursent frá sér athyglis- verða greinargerð, þar sem því er haldið fram, að rikið geti sparað2000 milljónir króna á ári, ef opinberar fram- kvæmdir væru boðnar út í rfkari mæli en gert hefur ver- ið. Að sjálfsögðu er erfitt að meta staðhæfingar sem þessar. Tölulega hljóta þær ávallt að vera fremur óná- kvæmar. En hitt er alveg Ijóst, að umtalsverðar fjár- hæðir má spara með því að bjóða út verklegar fram- kvæmdir. Það hefur verið gert á ýmsum sviðum, en því fer víðsfjarri að nógu langt hafi verið gengið. En þaðeru ekki einvörðungu verklegar framkvæmdir, sem ríki og sveitarfélög geta boðið út. I mörgum tilvik- um á þetta einnig við um ýmiskonar þjónustustarfsemi. Því hefur ekki verið sinnt sem skyldi að bjóða út slík verkefni á vegum hins opinbera. Vegagerð ríkisins og Vita- og hafnarmálaskrifstofan eru með stærstu framkvæmdaaðilum á vegum ríkisins. Engum vafa er undirorpið að þessar stofnanir hafa gengið alltof skammt i þá átt að bjóða út verk. Stofnanir af þessu tagi hafa tilhneigingu til þess að vaxa án tillits til þess, að hinn frjálsi markaður getur í flestum tilvik- um leyst verkefnin á ódýrari hátt en kerfisstofnanir. Þetta er þekkt lögmál. Kerfisstofnanirnar vilja þenj- ast út smám saman án sérstakra ákvarðana þar um, ef stjórnvöld eru ekki á verði gegn óeðlilegri þróun í þessa átt. Opinberar framkvæmdastofnanir hafa því bólgnað út að mestu án tillits til þess, hverjir hafa setið við stjórnvölinn. Stjórnvöld hafa í gegnum tíðina látið það að mestu átölulaust að kerfisstofnanirnar standi í framkvæmdum upp á eigin spýtur. Full ástæða er því til að bylta ríkjandi hefðum í þessu efni og færa verkefni frá rikisstofnunum til fyrirtækja á hinum frjálsa markaði. Markvissar aðgerðir á þessu sviði gætu haldist í hend- ur við þau áform, sem uppi eru, að færa ýmiskonar op- inbera starfsemi yfir til einstaklinga og félaga þeirra. Fjármálaráðherra skipaði síðastliðið vor nefnd í þvi skyni að gera tillögur um slíkan uppskurð á opinbera kerfinu. Inn í þá mynd þarf að draga f jölmörg fyrirtæki sem rikið á eða er aðili að. Hin gífurlega sala spariskirteina rikissjóðs sýnir svo að ekki verður um villst, að einstakl- ingar ráða yfir nægjanlegu f jármagni til þess að festa i atvinnufyrirtækjum, ef skilyrði væru fyrir hendi. Hug- myndir um sölu hlutabréfa ríkisins í ýmsum fyrirtækj- um eru því vel framkvæmanlegar. Samhliða slíkum uppskurði á ríkiskerfinu þarf að búa svo um hnútana að almenningur sjái sér hag í því að leggja peninga i atvinnufyrirtæki. En eins og mál hafa skipast er ríkissjóður eini aðilinn, sem getur boðið sóma- samlega ávöxtun á sparifé. Við slíkar aðstæður er útilok- að að viðhalda heilbrigðu peninga- og efnahagskerfi. Rikið rekur þjónustustarfsemi á mörgum sviðum, sem miklu eðlilegra væri að fela fyrirtækjum á frjálsum markaði að annast. Það þarf t.d. enga stof nun til þess að annast almenna öryggisskoðun bifreiða. Það geta bif- vélavirk jar um land allt gert á sama hátt og þeir annast Ijósaskoðun. Á sama hátt þarf ekki ríkisstofnun til þess að gefa út skólabækur. Óskir Verktakasambands Islands lúta þannig að alls- herjar uppskurði á opinbera kerfinu, sem nauðsynlegur er. Hugmyndir af þessu tagi munu venju samkvæmt mæta andstöðu í kerfinu, en það breytir ekki nauðsyn þess að koma þeim í framkvæmd. S -Ö fc' M i« áfi- ifl|t 11 *« Irf7! SíSuálfcli - mm slr yjj Landleiðir hafa séð um ferðir á milli Hafnarf jarðar og Reykjavíkur í rösk 27 ár. Þannig verður áfram, en frá og með n.k. laugardag verður ný akstursleið tekin í notkun þegar i Hafnarfjörð er komið. Ljósmynd JEG. BETRI FERÐIR I FJÖRÐINN! ,,Höf uðkostir þessa nýja kerfis eru þeir, að samhliða því að byggt er upp heildar strætisvagna- kerfi innanbæjar í Hafn- arfirði, batnar mjög þjónusta fyrir þá sem nota vagnana til að ferð- ast milli Hafnarfjarðar og annarra bæja". Þetta sagði Agúst Hafberg forstjóri Landleiða hf er hann ásamt fleiri forráðamönnum fyrirtækisins kynntu nýtt leiðar- kerfi vagna sem aka daglega á milli Reykjavikur og Hafnar- fjarðar'. Þetta nýja leiðarkerfi tekur gildi n.k. laugardag. Kerfið er i helstu atriðum fólgið i þvi, að á hverri klukkustund munu tveir vagnar aka hvor á móti öðrum um eftirtaldar götur: Reykjavikurveg, Fjarðar- götu, Strandgötu, Suðurgötu um Hvaleyrarholt, Hringbraut, Alfaskeið og Flatahraun. Hafnfirðingar og aðrir hafa notið þjónustu Landleiða á leið- inni Reykjavik/Hafnarfjörður i rösk 27 ár. A þessum árum hafa verið gerðar breytingar á akst- ursleið vagnanna, en þessi sem tekur gildi á laugardaginn er ein sú stærsta og veigamesta sem gerð hefur verið. íbúar ofan Hamars fá nú t.d. i fyrsta sinn vagn um sitt hverfi, og mikil fjölgun verður á ferð- um um Alfaskeið. Þá er i athugun að hefja akst- ur inn i Norðurbæinn og tengja hann betur nýja kerfinu. Af þvi getur þó ekki orðið álveg i bráð, enda þarf fyrst að gera ýmsar lagfæringar á akstursleiðinni og ýmislegt annað. — klp Núverandi flokkaskipulag og nýir flokkar, sem skotið hafa upp kollinum siðan þvi var komið á fót, hafa átt sinar hugsjónalegu rætur, mismunandi viðfeðmar og giftudrjúgar. Aðalflokkarnir hafa verið Sjálfstæðisflokkur, Fram- sóknarflokkur, Alþýöuflokkur og sá sem nú heitir Alþýðubandalag, en hefur heitið a.m.k. tveimur nöfnum frá þvi hann var stofnað- ur áriö 1930. Samhliða fyrr- greindum flokkum hafa ýmiskon- ar flokksbrot skotið upp kollinum, og hafa sum hver átt einn og tvo menn á þingi skamma hrið þegar best hefur látiö. Enginn þessara smáflokka, allt frá Bændaflokkn- um og til Samtaka vinstri manna og frjálslyndra hefur fundið var- anlegan hljómgrunn meðal kjós- enda, og ber margt til, svo sem eins og það, að hagsmuna- og hugsjónahópar i þjóðfélaginu hafa fundið sér stað i gömlu flokkunum, og fráhvarfið frá þeim hefur aldrei orðið svo fjöl- mennt að það dygði nýjum flokki til langlifis. Jarðvegur hefur ekki verið fyrir Glistrup-flokk í stjórnmálum höfum við dreg- ið mjög dám af Bretum og Norð- urlandabúum. Hins vegar hefur ekki veriö fyrir hendi jarðvegur hér á landi fyrir flokk á borð við Glistrup-flokkinn i Danmörku, sem er eiginlega eini nýi flokkur- inn á norðurhvelinu, sem ein- hverju fjöldafylgi hefur átt aö fagna. Gamalgrónum pólitiskum hetj- um i Danmörku svellur svo móð- ur yfir vexti og viögangi Glistrup- flokksins, að við liggur að þeir froðufelli þegar hann ber á góma viö umræður á norrænum mál- skrafsþingum. Ekkert af þeim pólitiska nýgróðri, sem við höfum séð skjóta upp kollinum hefur valdið sllkum áhyggjum hér á landi, enda hafa kosningasigrar Glistrup-flokksins og flokksbrot- anna islensku ekki verið sam- bærilegir. Neðanmáls Fjármálahliðin Nú er vitað mál, að erfitt er að halda úti pólitiskri starfsemi til lengdar ööruvisi en hafa nokkurn fjármunalegan bakhjarl. Til- raunir til að koma á umtalsveröu opinberu framlagi til flokka hafa mætt mikilli andstöðu, þó að með þvi móti mætti að einhverju leyti tryggja lengra lif nýrra flokka en verið hefur. Aöalflokkarnir Is- lensku hafa sina fjármunalegu aðstandendur, og skal ekki fariö frekar út I þá sálma hér, á meðan nýju flokksbrotin deyja úr fjár- hagsskorti hvert á fætur öðru. Fjármunamálin, eins og þeim er háttað nú, veikja yfirleitt traust almennings á flokkunum, sem telur þá aö nokkru vera i hers höndum, og svo mun veröa þangað til augu stjórnmála- manna opnast fyrir þvi að það er þó aðskömminni til skárra að lifa á framlögum af opinberu fé en lifa viö vantraust og dylgjur um / ----v— ------> Indriði G. Þorsteinsson segir, oð fimmti flokkurinn hafi aldrei verið óhrifameiri en um þessor mundir og staða hans þvert i gegnum alla flokkana gerir þaðað verkum, að upp komi samstöður um menn og mól, sem engan hafi órað fyrir. .

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.