Alþýðublaðið - 29.10.1969, Page 5

Alþýðublaðið - 29.10.1969, Page 5
Alþýðublaðið 50 ára — 21 HEITA OG OATIANDI ■ Mér er hann ennþá ærið minnisstæður, dagurinn, sem ég frétti lát vinar míns og gamals starfsfélaga, Vilhjálms S. Vilhjálmssonar, rithöfundar. Mér var hann hiarmdauði, en minnisstæðust eru mér við- brögð ýmissa samborgara af ýmsum stéttum og á ýmsum aldri, sumt karla og kvenna, sem þekktu mig aðeins í sjón og hann ekkert frekar. Það var eins og allt þetta fólk hefði misst traustan vin og djarfan málsvara. Þannig voru þau orðin ítök Vilhjálms í fjöl- mörgum Reykvíkingum og þá einkum vegna skrifa hans í Al- þýðublaðið undir höfundarheit- inu Hannes á hominu. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson var fæddur á Eyrarbakka 4. dag októbermánaðar árið ' 1903. Foreldrar hans voru Vilhjálmur Ásgrímsson, verka- maður, og kona hans, Gíslína Erlendsdóttir. Þau áttu við frekar kröpp kjör að búa, svo sem allt verkafólk í þann tíma, og það, sem ef til vill var verst: afkomuöryggið var ekk- ert, ekkert mátti á bjáta fyr- ir verkamanninum, án þess að heimili hans væri svo gott sem í hers höndum. Vilhjálm- ur ólst því upp við lífskjör, sem fólk þekkir vart lengur, þó að sitthvað þyki miður en skyldi, og ofan á þröngan kost bættist það, að hann átti á bernskuárum sínum við að stríða langvarandi og örðugan sjúkdóm. Þess beið hann aldr- ei bætur líkamlega, og þó að barátta hans við sjúkdóminn næði ekki að kefja lífsfjör hans, átti hún þátt í að móta ’ skap hans og viðhorf við til- verunni. Hún olli í skapi hans beiskju, sem gætti allmikið framan af ævinni og stundum mun hafa gert honum myrkt fyrir sjónum. En fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott: Sakir þess, hve skapgerð Vilhjálms var já- kvæð og frjó að fyrstu gerð, varð sjúkdómur hans til að herða hann, auka honum lífs- þorsta og stæla vilja hans til .lífsfyllingar. Og þegar leið á ævina og honum jókst reynsla, mannþekking og sjálfstraust, ' varð þetta æ minna bundið við hann sjálfan og jafnvel verka- lýðsstéttina, sem hann ávallt hafði borið fyrir brjósti og lét sér af hjarta annt um til hinztu stundar. Umhyggja hans og á- hugi tóku meir og meir til þjóðarinnar allrar og til raun- ar umheimsins. Ekki er og heldur nokkur minnsti vafi á því, að þegar hann, nokkram árum áður en hann lézt, varð fyrir slysi, sem við, vinir hans, töldum víst að mundi ríða hon- um að fullu eða að minnsta kosti gera hann að starfslaus- um harmkvælamanni, voru það hin þjálfaða seigla og hinn harðstælti lífs- og .starfsvilji, sem bjargáði lífi hans pg kröftum til nýrra átaka. Aðalstarf Vilhjálms var lengi vel blaðamennskan, en seinustu áratugi ævinnar lagði hann meiri áherzlu á önnur ritstörf. Hann skrifaði fjögurra binda skáldrit, sem lýsir líf- inu á Eyrarbakka á bernsku- dögum hans, og margt hef ég heyrt gamla félaga hans frá þeim árum segja um líf hans og þeirra frá þeim tímum. Hann var þá, þrátt fyrir sjúk- dóm sinn, óvenjulegur að fjöri, seiglu og hugkvæmni, og ekki aldeilis fjarri því, að hann fengist til að taka þátt í leikj- um, þar sem orrustur væru háðar og hart fram gengið. Hannes á horninu. Hann var hugmyndaríkur um herbrögð og forystu, og hjá honum ríkti þá þegar sú bar- áttugleði, sem stundum kom síðar fram í hvatlegum mála- sennum. En hann var og sem barn dreyminn njótandi nátt- úrunnar í kringum sig, :hafði unun af að sitja með nánustu vinum sínum og gefa ímynd- unaraflinu lausan tauminn, og hann drakk í sig .áhrif stór- brotinnar náttúru, sem gat verið undur mild og mjúkhent, en líka farið hamförum. Hann naut baráttu sjómannanna við brimið, þótt hann raunar vissi, hver háski þeim var bú- inn, ef nokkuð bar út af, því að brimið austur þar er bæði ógnþrungíð og ægifagurt, þá er það kemst í slíkan ham, að það rýfur jafnvel skörð í sjó- varnargarðinn. „Ho," sagði Vilhjálmur einu sinni við mig, þegar við horfðum út á sjó- inn af Arnarhóli, „fyrir austan maður, þegar brimið komst í essið sitt, þá fór um mig hroll- ur!“ Og svo hló hann sínum eftirminnilega og sérkennilega hlátri. Og víst er um það, að oft minnti skap hans á sjóinn, sem ýfist fljótt, þegar vindar blása, en speglar fagurlega Vilhjálmur S. Vilhjálmsson dýrð himinsins, þegar hið Ijúfa logn ríkir. Á unglingsárum Vilhjálms fluttist fjölskyldan til Reykja- víkur, og í Reykjavík, borg mikilla og margvíslegra breyt- inga á lífskjörum og lífshátt- um, átti hann því heima til ævilóka, að undanskildum stUttum tíma, sem hann var við ritstjórn í Vestmannaeyjum. Honum var Reykjavík mjög kær, en stundum setti að hon- um ugg út af hinum öra vexti hennar og næsta nágrennis. Hann hafði strax á bernskuár- um sínum tekið að hugsa um þjóðmál, og þá fyrst og fremst sjálfstæði íslendinga og lífskjör alþýðunnar, sem hann sá snemrha bráða nauðsyn á að breyttust til hins betra, ef þjóðin ætti að fá notið sín til aukins vegs og gengis. Hann í»S®STA íKRÖFUOANOAN. ;]L. IkvðltítC, varbútíS að snúa öllliænsn tn*í*fyítr^jdáttucojsrnín^áriMn. var,|in úr háisliSmnn ... Þetta er eins ^jaim«^.í»^»UáUtabcQaxirnir i qg. entíurt^min& A sögu allra nýrra einhw(a. þ*»r ***** jhreyfinga ,i KPóóati. Einkennin *eir ettilu.. ‘VtíHMttnmatjí «ácnmit jaeg*a AUtaf fttl sín. t fillttiT n«i1t»t,*~r ’WtÖRG iMRrBRCXIOlN. Ailt-er <KaH»tt,4ömBr.«r-fc*riar. IlnKitrbm *áöHw«ytt. ,KJorin hafa ,r*r mg afanttð #ott. Owíi VU&mbbjí betrb en nú er. Það var mikil óttefa fjrlr hJöðina í Jtcild i>egar JL*numónlsm inn ranf ejniDf-una. ÞaS iifeSJl.iian um atórei tckist heMii atntt hann tU skemmdtrvcrfcasaaa á brcjfinsru^ni — qg bar félaeinu ölln. • EF TII, VIIX er nú UátíS itía hlaut að verða einn af þeim, sem hin mikla bylting í Rúss- landi vekti vonir um nýjan og betri heim, og hann komst fljótt í kunningsskap við ýmsa þá menn í Reykjavík, sem tóku þá trú, að allsherjarsigur kommúnismans, heimsbylting af hans völdum og eins konar sæiuríki um veröld alla stæði fyrir dyrum í ekki ýkja fjar- lægri framtíð. En honum var meðfætt raunsæi, sem engir dýrðardraumar gátu unnið bug á til lengdar. Það setti að hon- um með hríðum, og sjaldan tókst honum að sjá það, sem átti að gerast í Rússiandi og síðan vítt um veröld, í sama dýrðarljóma og ýmsir félagar hans, eldri og yngri. Vilhjálm- ur stundaði nám í Samvinnu- skólanum og þar naut hann kennslu Jónasar Jónssonar frá Hriflu, sem fjallaði í fyrir- lestrum og ræðum um bók- menntir og félagsmál, og höfðu ræður hans mikil áhrif á Vil- hjálm, eins og raunar flesta nemendur samvinnuskólans frá þessum árum. Þá var Alþýðu- flokkurinn ennþá óklofinn, þótt mjög væru misjöfn við- horf manna innan hans við framvindunni í Rússlandi og ástandinu þar, og þá er Vil- hjálmur hafði lokið námi í Sam vinnuskólanum, gerðtist |hann blaðamaður við Alþýðubíaðið. En árið 1926 varð hann rit- stjóri Eyjablaðsins í Vestmanna eyjum, en ráðamenn þess voru allbyltingarsinnaðir. Hann fylgdi trúlega stefnu þeirra, en það sagði hann mér nokkrum árum síðar í löngu samtali, að einmitt meðan hann stjórnaðí Eyjablaðinu, hafi oft sótt hart á sig efi um, hvort það mundí íslenzkri verkalýðsstétt á sjó og landi og þar með raunar þjóðinni allri til blessunar, að hér yrði kommúnistísk bylt- ing. Mundi þar ekki of miklum verðmætum fórnað, og mundi ekki bylting slíta tengsl ís- Eramhald á bla. 53

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.