Vísir - 27.11.1977, Qupperneq 3
Sunnudagur 27. nóvember 1977
Fl EKKI
IURÖK-
IIANN?"
Myndir: Jens Alexondersson
Þannig teiknar einn af nemendum Mynd-
lista- og handiðaskólans, Bárbur Leós,
Carmen.
one vestur-þýska sendiráðsritarann þar
en hann starfaði hér á landi i nokkur ár
áður en hann fór til Sierra Leone. Hann
hélt þvl fram að fólkið hér væri bæði
kuldalegt og leiðinlegt. Og það væri ekk-
ert hægt að hafa fyrir stafni. Ég bjóst
þess vegna ekkert við of miklu þegar ég
svo kom hingað. Ég vildi gjarnan hitta
hann aftur núna og segja honum minn
hluta sögunnar, þvi elskulegra og betra
fólki hef ég ekki kynnst. Það veltur samt
allt á atvinnu hvort ég verð hér til lang-
frama eins og mig langar til. Það er mjög
erfitt fyrir erlenda manneskju að fá hér
vinnu, sérstaklega ef hún er ekki
islenskumælandi. En maður lifir ekki á
loftinu einu saman og þegar ég frétti af
módelstarfi sló ég (11. Þetta var geysilega
erfið ákvörðun, þvi starfið samræmist
ekki beintminu spænska uppeldi. Fyrst I
stað var ég reglulega feimin og gat meö
engumótihorfsti augu viðþásem voru að
teikna mig. En ég verð að segja það að
nemendurnir hafa gert þetta eins auövélt
fyrirmig ogfrekastmá vera. Annars held
égaðég sékomin yfirþað versta núna, þó
alltaf sé grunnt á feimninni . En loks
þegar maður hefur komist yfir það versta '
tekur annað við. Nemendurnir neita að
tala við mig nema á Islensku. Þetta á vist
að vera einn liðurinn I að kenna mér mál-
ið, sem við fyrstu sýn viröist vera óyfir-
stiganleg hindrun,” segir Carmen.
„Þær myndir sem ég hef séð af mér
bera bara góðan þokka; alla vega get ég
séð að þetta er ég sem er verið að teikna.
HUn er allt annars eðlis kennslan sem
ég stunda i Hafnarfirði. Ég kenni þar eitt
kvöld þrjá tima isenn, og það erstarf sem
mér likar reglulega vel við. En baö er
ekki hægt að sjá sér farboröa með þvi.Og
hvað tekur við þegar módelvertiðinni
lýkur i upphafi næsta árs? Vera min hér
veltur á þvi, hvort mér tekst fyrir þann
tima að útvega mér vinnu. En ég virki-
lega finn mig hér og min börn sem eru sjö
og átta ára eru alveg yfir sig hrifin. Þau
vilja eins og ég hvergi annars staðar
vera.”
p.stef
Bandarískir körfuknatt-
leiksmenn með tslenskum
félagsliðum! — Slíkt hefði
einhverntima þótt saga til
næsta bæjar. En fyrir
þremur árum riðu þó tvö
félög á vaðið og fengu til
sín bandaríska leikmenn.
Þetta «roru KR og Ar-
mann/ og þau fengu til sin
blökkumennina Jimmy
Rogers og Curtis Carter
(eða „Trukkinn" eins og
hann var kallaður hér á
landi vegna stærðar sinnar
og fyrirgangs).
Koma þessara leik-
manna hingað til lands
vakti.mikla athygii á sínum
tima/ og varð til þess að
auka mjög aðsókn fólks á
leiki í körfuboltanum. En
þrátt fyrir það vöru ekki
allir ónægðir, og á ársþingi
Körfuknattleikssambands
islands vorið eftir þetta
keppnistimabil beittu full-
trúar tveggja félaga sér
fyrir þvi að settar voru
reglur um komu þarlendra
leikmanna hingað. Var
samþykkt að hér mættu er-
lendir leikmenn ekki leika
nema hafa haft hér búsetu
í 6 mánuði áður en keppnis-
tímabil hæfist.
Því fór svo/ að i fyrra
var hér aðeins einn erlend-
ur leikmaður, Jimmy Rog-
ers hjá Ármanni. Hann fór
þó af landi brott um jóiin
og kom ekki aftur.
En á ársþingi körfu-
knattleiksmanna s.l. sum-
ar var þetta mál tekið fyrir
á nýjan leik, og varð af-
greiðsla málsins þá sú að
hvert félag mætti hafa
einn erlendan leikmann
innan sinna raða.
m
Og nú i haust kom heldur
betur hreyfing á málin.
Menn voru gerðir út af
örkinni og sendir í æfinga-
búðir í Bandarikjunum,
þar sem þeim gafst tæki-
færi til að lita á og ræða við
fjölda bandarískra leik-
manna sem höfðu áhuga á
að leika körfubolta i
BANDA-
RÍSKIR
Evrópu.
Útkoman varð sú/ að nú
leika 5 bandarískir leik-
menn með félögum i 1.
deild. Þeir eru Dirk Dun-
bar hjá ÍS, Andrew Piazza
hjá KR/ Mark Christens-
sen hjá Þór, Michael Wood
hiá Ármanni og Rick
Hockenos hjá Val. — Þess-
ir menn gera meira en að
leika með meistaraf lokks-
liðum félaganna, þeir
þjálfa allir yngri flokka
félaganna og skiia því
mjög miklu starfi sem ef-
laust á eftir að skila á-
rangri er fram Ifða stund-
ir.
KORFU-
BOLTA-
MENN Á
Helgarblaðið brá sér af
stað fyrir stuttu, og ræddi
við þá fimmmenninga um
veru þeirra hér og annað i
þvi sambandi.
ÍSLANDI