Vísir - 27.11.1977, Page 7
7
VISIR Sunnudagur 27. nóvember 1977
læ, krakkar!
Birna, meö Nóru f fanginu, Kristrún og Úifar, »em kom til að sjá köttinn fyrir utan heimili
Kristrúnar. Vfsismyndir: Anna Kristin Brynjúlfsdóttir
„Kisan hennar ömmu
horfir mikið ó sjónvarp"
Birna og Kristrún eru
skólasystur og miklar vin-
konur. Þeir eiga báðar
heima í Kópavogi og eru i
átta ára bekk. Kristrún er
átta ára# en Birna verður
átta ára í desember.
Kristrún er búin að eiga
kisuna sína/ hana Snældu/ í
fjögur ár, en Birna fékk
Birna með Nóru.
kettling i sumar. Hann er
nú orðinn hálfvaxinn kött-
ur og heitir Nóra.
Við hittum stelpurnar og
kisurnar þeirra heima hjá
Kristrúnu. Kisurnar höfðu
aldrei hist fyrr og þeim
kom illa saman.
— Snælda min eignaðist einu
sinni kettlinga, segir Kristrún.
Þeir voru fjórir og ég sá, þegar
þeir fæddust. Tveir voru svartir
með pinulitlu hvitu, einn var
gulbröndóttur og einn var gulur,
svartur og hvitur, alveg eins og
Nóra.
— Snælda vill helst alltaf fá
nýjan fisk að borða og mjólk að
lepja. Svo finnst henni gott smjör.
Stundum þegar ég er að boröa
brauð, kemur hún og sleikir
smjörið.
— Amma min gaf mér Nóru,
segir Birna. Amma á heima fyrir
austan. Þar var kisa, sem vildi
alltaf horfa á sjónvarpið. Nóra er
voðalega sniðug, hún ætlaði að
fara að opna hurðina um daginn.
Og af þvi, að Birna þekkti kisu,
sem horfir mikið á sjónvarpið, þá
spurði ég þær Birnu og Kristrúnu
að þvi, hvað þær horfðu helst á i
sjónvarpinu.
Svarið kom fljótt.
— Undir sanra þaki. En endur-
sýningin er svo seint á kvöldin.
Við verðum að reyna að halda
okkur vakandi, þvi að við viljum
horfa á þáttinn tvisvar. En það er
stundum erfitt að halda sér
vakandi svo lengi. Ég held, að
mennirnir i sjónvarpinu hafi
gleymt þvi, hvað krakkar þurfa
að fara snemma að sofa.
— Við horfum lika á glæpa-
myndir og Stundina okkar, þegar
viö getum. Eskimóamyndin var
skemmtileg, líka Simon i Kritar-
myndalandi.
— Hvað er skemmtilegast að
læra i skólanum?
Birna: Reikning.
Kristrún: Ritæfingar og vinna i
vinnubók.
Þær vinkonurnar lesa mikið,
enda löngu orðnar læsar. Þær
lesa i skólabókasafninu og
Kristrún fær auk þess lánaðar
bækur i Borgarbókasafninu og
Birna i bókasafni Kópavogs.
Kristrún með Snæidu.
’Sjafovörur
Jólavörur
WWA
SPEGLAR (antik)
margapgerðir
SNYRTIVÖRUR
*\
LEIKFÖNG,
mikið úrval.
Heildverslun
PÉTURS PÉTURSSONAR
Suðurgötu 14
Simar 21020 — 25101
Hótel Borgarnes-
Ráðstefnuhótel
Gisti- og matsölustaður
Sendum út heitan og
kaldan mat.
Ennfremur þorramat.
30% fjölskylduafsláttur
af herbergjum frá
1/12 '77 - 1/5 '78.
Ódýrt og gott hótel í
sögulegu héraði.
Pantanir teknar
i sima 93-7119-721S
yttttjþ
@%ótei ($ovgameé
NESVAL
MELABRAUT 57
Seltjarnarnesi
Sími
20785
Opið alla daga til kl. 22.00
ATH. Einnig laugardaga
og sunnudaga
Brauð Mjólk
Kjötvörur
Nýlenduvörur
o. fl. o. fl.