Vísir - 27.11.1977, Síða 10
10
Sunnudagur 27. nóvember 1977
hendi, er eins og allt sé hægt a&
gera. Hérna áður var lika hægt að
fá stúlkur frá Þýskalandi til að
vinna á heimilinu og það bjargaði
miklu.”
Jafnvel skemmtilegra aö
vinna viö leikstjórn
Siðustu árin hefur Herdis unnið
nokkuð að uppsetningu leikrita i
leikhúsum og i sjónvarpinu.
„Ég byrjaði i sjónvarpinu og
setti þar upp leik eftir son minn,
Hrafn Gunnlaugsson, Sögu af
sjónum. Hann var i Sviþjóð og
stóð til að hann setti það upp
sjálfur, en gat það svo ekki vegna
námsins. Þá var ég beðin um aö
gera það. Það fannst mér mjög
skemmtileg reynsla.
Siðan fór ég upp á Akranes og
setti upp Gisl fyrir Skagaleik-
flokkinn og i fyrra setti ég upp
leikritið Sölumaður deyr með
Leikfélagi Akureyrar. Það var
sérstaklega ánægjulegt að vera
þar.
Ég veit ekki nema mér þætti
ennþá meira gaman að vinna viö
leikstjórn en að vera á sviðinu. Þó
er skemmtilegast að geta haft
þetta hvað með öðru.
Núna siðast vann ég útvarps-
efni, sem ekki er búið að senda út,
og ég vildi gjarnan geta haldið
þessu áfram.”
— Fyrir hvern þessara fjöl-
miðla finnst þér skemmtilegast
að vinna?
,,Ég held nú leiksviðið. Þar hef
ég mesta reynslu og kann mitt fag
best. Sjónvarpið krefst alls ann-
ars og það þurfa helst að vera
fagmenn sem vinna við það. Við
höfum bara ekki átt þá fyrr en nú
alveg á siðustu árum”
Leikhúsið spegilmynd
af lífinu
— Heldur þú að leikhúsið hafi
sama hlutverki að gegna i dag,
eins og þegar þú hófst þinn leik-
feril?
,,Já, svo sannarlega. Þjóð-
leikhúsið er alltaf spegilmynd af
lifinu eins og það er, var og
verður. Það getur verið að sjón-
varpið hafi haft einhver áhrif.
Fólk situr jú mikið heima og horf-
ir á það. En þau áhrif eru varla
merkjanleg til hins verra, þvi
aðsókn að leikhúsum er alveg
eins mikil i dag og var áður en
sjónvarpið byrjaði. Kannski hef-
ur sjónvarpið einmitt örvandi
áhrif á leikhúsið. Fólk fær áhuga
fyrir leikritum og finnur muninn
á þvi að fara i leikhús eða sitja
heima við skjáinn.”
Meö Geirlaugu Þorvaldsdóttur og Gunnari Eyjólfssyni I leikriti
Þórðar Breiðfjörð: Ég vil auðga mitt land.
þær eru taldar falla inn i vissan
ramma, hvað varðar útlit og
rödd. Svo fá þær aldrei að komast
út úr þessum ramma aftur.
— Eru kvenhlutverkin ékki
eins spennandi og karlahlutverk-
in?
„Nei, yfirleitt eru þau það ekki.
Það eru oftast miklu fleiri karl-
mannahlutverk i leikritunum.
Það eru til einstaka lgikrit þar
sem konan er eitthvað sérstakt,
en i flestöllum leikritum eru það
karlmennirnir sem eru
gerendurnir i verkinu og konan er
Kemst upp i vana
— Er vinnutimi leikara ekki
ákaflega óhentugur?
„Að mörgu leyti er hann
skemmtilegur. Ég hugsa nú að
margir mundu óska þess.ef þeir
gætu ráðið, að vinna svolitið i
skorpum og eiga fri á milli, i stað
þess að hafa nákvæmlega sama
vinnutima upp á hvern dag.
Þetta með kvöld og helgar-
vinnu, það kemst upp i vana, en
oft er margt sem maður þarf aö
láta á móti sér. Þegar eitthvað
„Einhvern tima munuö þiö öll lita ná-
kvæmlega svona út....”
„En þaö veröur ekki hægt að taka f hönd-
ina á ykkur þvi þaö veröur búið að grafa
ykkur....”
„Þessi herramaöur leit aldrei svona
út...."
„Ef kona hans og vintr kemu hingaö, þá
mundu þau ekki hrópa upp yfir sig: „Nei
ert þetta þií, Róbert?”
þá meira til uppfyllingar. Auðvit-
að hefur konan ekki tekiö svo
mikinn þátt i þjóðfélaginu.
Hennar starfssvið og áhugamál
hafa verið mest innan heimilis-
ins. En þetta er nú vonandi að
breytast i dag.”
— Búa leikkonur þá við meiri
samkeppni um hvert hlutverk?
„Mikið meiri og þær fá mun
færri tækifæri. Þó eru það yfir-
leitt fleiri konur sem fara i leik-
skóla og hingað til hafa karlmenn
fengið meir en nóg að gera um
leið og þeir hafa útskrifast. Það
hefur verið frekar vöntun á ung-
um mönnum. En þvi miður hafa
allt of margar leikkonur ekki
nærri nóg að starfa.”
mikið er um að vera i fjölskyld-
unni til dæmis, þá er oft sýning
einmitt það kvöldið og hún verður
að ganga fyrir.
Ég hugsa að vinnutimi leikara
bitni meira á heimilunum en
reglubundinn vinnutimi gerir.
Æfingar standa yfir hádegið og
þegar sýningar eru, þarf maður
að vera kominn niður eftir ekki
seinna en klukkan 7 og þá verður
einhver annar að sjá um mat-
inn.”
Börn Herdisar eru fjögur, en þó
hefuraldrei fallið niður leikár hjá
henni.
„Það hefur oft verið erfitt að
skipta sér svona i tvo hluta, en
þetta hefur allt gengið, með góðri
hjálp. Þegar áhuginn er fyrir
Feröalög efst á blaöi
— Gefst nokkur timi til áhuga-
mála með öllu þessu starfi i
leikhúsinu og utan þess?
„Já, já, við eigum alltaf
tveggja mánaða sumarfri og það
hef ég oftast notað til að komast
til útlanda. Ferðalög eru mitt
uppáhald. 1 þessum ferðum
reyni ég að sjá eitthvað af
leikhúslifinu. En yfirleitt eru
leikhúsin lokuö i júli og ágúst,
nema þá helst i Bretlandi, svo
leiðin hefur legið þangað ákaflega
mikið.
Það er frekar núna seinni árin,
sem ég hef leyft mér að slappa
alveg af og þá hef ég farið sunnar
i álfuna, til dæmis til Grikklands.
t sumar fór ég i Kerlingarfjöll og
lærði þar aftur á skiðum. Ég var
mikið á skiðum sem unglingur, en
svo lagöist það alveg niður i mörg
ár. Það var afskaplega skemmti-
legt að rifja það upp aftur og ég er
að hugsa um að fara að stunda
skiðaiþróttina aftur, þaö er að
segja ef það er ekki of hættulegt.
Mér er sagt, að i sumum löndum
standi i samningum leikara að
þeir megi ekki fara á skiði. Það
þykir of mikil áhætta fyrir
leikhúsið.”
Meiri list
„Nú svo hef ég satt að segja
ekki bara áhuga á leiklist. Mér
finnst mjög gaman að málaralist
og eyði oft miklum tima i aö fara
á málverkasýningar. Þaö er fróð-
legt aö fylgjast með öllum þeim
nýju stefnum sem þar eru uppi i
dag, en þar á móti kemur að ekki
er eins auðvelt að þekkja hvern
listamann eins vel og var i gamla
daga. Það eru orðnir svo margir i
þessu og sifellt koma nýir lista-
menn fram á sjónarsviðið.
Auk þessara áhugamála minna
hef ég afskaplega gaman af að
rækta. Við höfum ræktað heilan
hektara af skógi við sumarbú-
staðinn við Elliðavatn. Og i sund
fer ég á hverjum degi. Ég hef nú
stundað það i ein 10 ár og það er
orðið mér hrein nauðsyn.”
Átti bara aö vera heima
— Var það ekki gagnrýnt þegar
þú varst að leika meðan börnin