Vísir - 27.11.1977, Qupperneq 13

Vísir - 27.11.1977, Qupperneq 13
VISIR 13 líif/í* II II stundum hafa sumir farið óþarflega sparlega með sann- girnina. En mér kemur bók Kennedys i hug nú, er ég fylgist með djarf- legri ákvörðun Sadats Egypta- landsforseta, sem tilkynnti skyndilega að hann myndi fara i opinbera heimsókn oni fall- byssukjaft óvinarins. Þetta gerði Sadat án þess að spyrja arabiskan Pétur eða Pál og kærði sig kollóttan, þótt þeir syngihonum bölbænir við sams- konar athafnir og við íslend- ingar notum til að biðja fyrir rikisstjórninni, með þeim árangri, sem allir þekkja. Hvað sem af ákvörðun þessari leiðir er hún mikilfenglegt dæmi um pólitiskt hugrekki, sem sjaldséð er á yfirborði stjórnmálanna. Úr islenskum stjórnmálum þekkjum við hins vegar menn, sem vilja baða sig i þeim dýrðarljóma sem hetjum einum ber, leitast gjarnan við að sann- færa kjósendur sina um það, að ' þeir láti ekki að stjórn flokks- forystunnar og leiki einleik, þegar þeim henti. Auðvitað er ekki tieyring gefandi fyrir slikt sjónarspil, ef ekki fylgir annað með. Hins vegar þarf dirfsku til þess að ganga gegn þeirri öldu almenningsálits, sem hæst ris á hverjum tima og láta ekki freistast til að fleyta sér stefnu- miðalaust á þeim öldutoppum. Minna ber á slikum hetjum, enda gengi þeirra valtara en hinna. Menn gætu spurt, hvort það væri ekki i andstöðu við trú skrifarans á lýðræðiö að láta sem það sé tækifærismennska og heigulsháttur hjá stjórn- málamanni að reyna að dansa eftir hljóðfalli þess dans, sem dunar úti I þjóðfélaginu. Þangað sæki hann umboð sitt, hvað sem öðru liður. Þvi er til að svara, að inntak lýðræðisins er, að þjóðin eftirlætur kjörnum fulltrúum þjóðfélagslegt vald sitt til skamms tima og endurnýjar það eða fellir úr gildi þegar þeim tima lýkur. Sú krafa verður ein gerð til kjörins full- trúa, að hann villi ekki á sér heimildir þegar hann tekur kosningu og vinni samkvæmt sannfæringu sinni meðan umboð hans varir. Honum ber að vinna i þágu almennings, en hann verður jafnframt að treysta á eigin dómgreind i þeim efnum. Þá fyrst bregst hann, þegar hverfult almenn- ingsálit liðandi stundar stjórnar gerðum hans. Aftaniossar almenningsálitsins geta iðulega státað af þvi, að þeir séu i and- stöðu við flokksforystuna i viðkomandi flokki, en reyndar er það einnig oft svo, að foryst- an öll heldur ekki höfði i þessum efnum. Ekki fer á milli mála, að á dögum siðasta landhelgisstriðs vildi stærsti hluti þjóðarinnar að forystan sýndi skeleggari afstöðu, steytti hnefann og sýndi Bretum i tvo heimana. Ég held að nokkurt pólitiskt hugrekki hafi þurft til að fara að með gát við rekstur málsins og fylgja þeirri heilbrigðu skynsemi sem sagði, að timinn væri sterkasta vopn þjóðarinnar, en ekki þær baunabyssur varöskipanna, sem svikist hefur verið um að setja á sjóminjasafnið I Hafnar- firði. Stundum vill vera mjótt á munum milli hugrekkis annars vegar og pólitisks dómgreindar- leysis hins vegar. 1 dæmum þeim sem Kennedy tekur i bók sinni leiddi pólitiska hugrekkið nánast ætið til þess, að viðkom- andi glataði pólitiskum frama sinum og náði oftast takmörk- uðum árangri i baráttu sinni. Mörg eru þau dæmi á mörkum hugrekkis og dómgreindarleys- is, þótt þau falli réttum megin markanna við nánari skoöun. Ég býst við að nefna megi fjöl- mörg íslensk dæmi sem falla röngum megin við þessi mörk. 1 þeim hópi er brottför Tryggva Þórhallssonar úr Framsókn, Pislarganga Hermanns Jónas- sonar fyrir ASÍ þingið forðum og tilþrif Bjarna Guðnasonar i sölum Alþingis á vinstri stjórn- arárunum siðar. Vinstri stjórnin siöari rak landhelgismál sitt. á margan hátt klaufalega. Einkum kom þar til framferði þáverandi blaðafulltrúa, sem kunni sér ekki hóf i störfum sinum. En hinu er ekki að neita, að Ólafur Jóhannesson sýndi pólitiskt hugrekki er hann brá sér til Lundúna og samdi við Heath um lausn málsins. Um það leyti var þjóðin i stórveldisham og kommúnistar sem áttu aðild að rikisstjórn nutu þess að geta notað málið til að sverta Atlantshafsbandalagið i augum þjóðarinnar. Samningur þeirra Ólafs og Heaths var rothögg i andlit þeirra, eða öllu heldur versta óæti og óþverri sem þeir höfðu augum litið, — en þeir átu það þó allt, og það i beinni út- sendingu sjónvarpsins frá Alþingi. Nú um hrið hefur þessi þjóö búið við meiri verðbólgu i mörg ár en forustuhagspekingar segja þjóð getalifað áf i fáa mánuði.. Það þarf stórkostlegt hugrekki til að búa við hana, en enn meira til að vinna bug á henni. Og nú gegnir öðru máli en i land- helgisdeilunni forðum, þvi að timinn tekur nú málstað óvinar- ins. u ^5 Smurbrauðstofan BJORNINIM Njálsqatu 49 — Simi 15105 ítrtbœv jólagtaðningur ! mm 2UlitsJjúnvarp (áfim) að vrrðnurtikr.íMtÍÍ/tús. III.JÖMDEIM) ^KARNABÆ -.AUGAVEGl 66 i/t i />#-fY//V) 20.des. Enn einu sinni. ein greidd smáaughjsing ogþú átt vinningsvon s/ fí/ nuuzz VISIR smáauglgsingahappdrtrlli Smáauglýsingamóttaka er i sima 86611 virka daga kl. a-22 Laugard. kl. 10-12 Sunnud. kl. 18-22 LÍIFIIÐ FR IlFIIKIJR og í JOKER gengur það sinn vanagang I leiktœkjasalnum Grensásvegi 7 f jöldinn allur af leiktœkjum sem stytta stundirnar M.a. Alls konar kúluspil, boxtæki, körfuboltatæki, vél- byssa, riffill, loftvarnarbyssa, karatetæki, gjafmildur fíll, þyrla og m.fl. Gos og sælgæti Lítið inn Opið alla daga frá kl. 12-23.30 Leiktœkjasalurinn Grensásvegi 7

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.