Vísir - 04.12.1977, Side 4
Sunnudagur 4. desember 1977.
Barry Lyndon sem sýningum
er nú lokið á fyrir skemmstu er
þess konar kvikmynd. Reyndar
er upphaf þessa vetrar þegar
orðið eftirminnilegt hvað
óvenjulegar kvikmynda-
sýningar snertir. Fyrst kom
Norræna kvikmyndavikan með
hinni ógleymanlegu Jörðin er
syndugursöngur, þá Hitchcock-
dagarnir 10 hjá Háskölabiói,
Jafnokar — Bach, Schubert, Kubrick, Eisenstein.
Það gæti verið fróðlegt rann-
sóknarefni, að kanna hvenær og
af hvaða sökuni áhorfendur á
öllum aldri hættu að sækja kvik-
myndasýningar og áhorfenda-
hópurinn smám saman tak-
markaðist við ,,ungt fólk”. Það
mun sönnu næst að hér fyrr á
árum hafi fólk á öllum aldri sótt
kvikmyndasýningar af kappi og
svipaði áhorfendum kvikmynda
þá mjög til áhorfenda leik-
húsanna i dag.
Auðvitað er ekki nema eðli-
legt, að áhugi áhorfenda/áheyr-
enda skiptist milli listgreina, en
kvikmyndasýningar verða
ón'eitanlega fátæklegri heldur
en aðrir listviðburðir, þegar þar
er hætt að sjást fólk á öllum
aldri.
Einhverjum kann að virðast
þetta væmiltituleg athugasemd-
þegarþessergættað hér á landi
er kvikmyndaaðsókn með
endemum góð og hlutfallslega
betri heldur en gengur og gerist
i heiminum. Svo er þó ekki,
vegna þess að þessi þróun hefur
bein áhrif á kvikmyndavalið og
þá kvikmyndamenningu sem
hér þróast.
Kynslóðaskipti áhorfenda af
Sssu tagi eru margfalt óæski-
jri heldur en skipting i flna og
ófina, snobbaða og einlæga list-
njótendur. Hafi sá sem aðhyllist
andstöðu við snobb og svokallað
fint fólk, aðstöðu til að njóta
þess listviðburðar sem gripur
hann hugfanginn,á það eitt að
skipta hann máli. Enda er mest
allt tal um snobb og fina list-
njótendur oftast runnið undan
rifjum þeirra sem standa utan
við þá list sem um ræðir. Menn
geta verið býsna óragir við að
dæma heilan hóp áhorfenda/-
áheyrenda og þá list sem þeir
aðhyllast óþarfa með öllu.
Þannig hefur verið skammt
öfganna á milli i reyndar mjög
gágnlegri umræðu um stöðu
sinfóniuhljómsveitar íslands að
undanförnu. Aberandi er hve
fólk getur verið óvægið þegar
það hefur ekki áhuga á þvi, sem
það leggur dóm á. Margur
skirrist til að mynda ekki við að
láta i ljós þá skoðun að það eigi
ekki að styrkja sinfóníuhljóm-
sveit af almannafé, vegna þess
að viðkomandi hefur ekki áhuga
á sinfónium og þá er, að hans
dómi ekkert sem mælir með þvi
að aðrir eigi að njóta þeirra á
þeirra eigin kostnað. Sumir
áhangendur sinfóniunnar hafa á
sama hátt lýst poppmúsik sem
skrilmúsik og orðið berir af ekki
minni þröngsýni heldur en sá
sem vill sinfóniuna feiga.
Sjaldnast hvarflar að
mönnum að lita til baka og átta
sig á þvi að sinfóniuhljóm-
sveitin, svo dæmi sé tekið, er
ávöxtur af áratuga löngu þrot-
lausu starfi, þar sem unnið
hefur verið af hugsjón og ást á
málstaðnum. Það er auðvitað
ekki öll sagan. En sú var reynd-
ar tiðin að engin sinfóniuhljóm-
sveit var til hér á landi og . þá
þótti það með meiri háttar við-
burðum r menningarlifinu að
það skyldi vera hægt að fá tii
landsins sinfóniuhl jðmsveit
Hamborgar, sem lék hér árið
1926, við mikinn fögnuð áheyr-
enda.
Kvikmyndir
á fjárlögum
A þeim árum virtust jafnvel
meiri likur á þvi að Islendingar
myndu hasla sér völl á sviði
kvikmyndagerðar heldur en
sinfóniunnar, þar sem Isiend-
ingar höföu þegar hafist handa
um kvikmyndagerð og út-
lendingar sýnt kvikmyndun
islenskra bókmenntaverka á
Islandi mikinn áhuga. Siðan
hefur hins vegar saga is-
lenskrar kvikmyndagerðar
verið harmsaga á meðan tón-
listinog aðrarlistirlandsmanna
hafa eflst. Nú, þegar lögfesting
rekstrargrundvallar sinfóníu-
hljómsveitarinnar hefur komið
til kasta Alþingis með þeim
hætti að miklar umræður og
bollaleggingar hafa hlotist af i
blöðum og útvarpi, hefur stefna
fjármálaráðuneytisins varðandi
sjálfstæða islenska kvikmynda-
gerð ekki komist i hámæli.
Það kann vel að vera að ekki
oeri að skoða afgreiðslu fjár-
laga sem stefnu rikisins til
þeirra mála sem heyra undir
fjárlög. Hvað sem þvi liðursitja
kvikmyndagerðarmenn nú uppi
með þau tiðindi að mennta-
málaráðuneytið hafi mælst til
þess að veitt yrði 10 milljónum
af fjárlögum næsta árs til kvik-
myndagerðar á meðan verið er
að biða eftir að unnt reynist að
taka fyrir tillögur sem unnar
hafa verið á vegum ráðu-
neytisins um kvikmyndasjóð og
safn til eflingar islenskri kvik-
myndalist. Slikan hug ber
Menntamálaráðuneytið til þess-
arar greinar.
Fjármálaráðuneytið hefur nú
skorið þessa upphæð sem
kynm að nægja til gerðar
tveggja stuttmynda, eða einnar
heimildarmyndar, niður i 500
þúsund. Ef viljiværifyrir hendi
hjá fjárveitingarnefnd, gæti hún
hækkað þessa upphæð eitthvað
en það breytir ekki svo miklu
gagnvart svo afgerandi niður-
skurði.
Ahorfendum finnst alltaf tölu-
vert púður i þvi, þegar Islensk
kvikmynd hefur komið á
markað. Þannig hefur það verið
öll árin siðan slikt tók að gerast.
Hins vegar hafa ekki verið uppi
neinar raddir áhorfenda sem
hvatt hafa til innlendrar fram-
leiðslu á kvikmyndasviðinu.
Það ræður eflaust nokkru um
aðgerðarleysi umboðsmanna
þeirra á þingi til þessa máls.
Það er ef til vill ein skýring þess
að kvikmyndaáhorfendur eru
takmarkaðir við ákveðinn
aldurshóp, en vekur hins vegar
um leið þá spurningu hvers
vegna kvikmyndasýningar eru
vinsælasta menningarneyslan
hér á landi og meiri en gengur
og gerist erlendis. Hér á landi
eru kvikmyndasýningar eini
listviðburðurinn, sem er með
öllu úr tengslum við islenskan
raunveruleika.
Það er staðreynd að kvik-
myndasýningar hér miðast
fyrst og fremst við að fullnægja
draumþörf áhorfenda. Þess
konar þörf fólks hefur verið
fyrir hendi frá örófi alda og
hefur fengið kærkomna útrás i
kvikmyndaformum allt frá
fyrstu árum kvikmyndanna.
Það væri fáránlegt að áfellast
það. En þegar slik draumþörf
ræður mestu um það hvaða
kvikmyndir eru teknar til sýn-
ingar hindrar hún gengi kvik-
mynda, sem standast saman-
burð við hvaða listviðburð sem
er. Slikur viðburður átti sér stað
nú fyrir skemmstu en hefur án
vafa farið framhjá mörgum
vegna þess hve sjaldgæfir slíkir
atburðir eru.
Þegar kvikmyndir eru hvað
framsæknastar I hugsun og list-
rænni útfærslu, skarta þær
gjarnan þeim eiginleika sinum
sem gerirkvikmyndaformið svo
hrifandi, að það kallar á áhorf-
endur.-ekki aðeins kvikmynda-
unnendur heldur og unnendur
allra listgreinanna og hugsandi
fólk yfirleitt, þ.e. samruna allra
listgreina I kvikmyndalistinni,
eins og rússneski kvikmynda-
höfundurinn Sergei Eisenstein
orðaði þaö. Sem betur fererenn
ekki loku fyrir skotið, að slikar
kvikmyndir séu framleiddar og
jafnvel berist hingaö til lands.
Hlutskipti
Barry Lyndon
og Stanley Kubrick