Vísir - 04.12.1977, Side 5
vism Sunnudagur 4. desember 1977.
sem kvikmyndaunnendum voru
jafnmikils viröi og klassi'skir
sinfóniutónleikar, og svo nú
siðast Barry Lyndon, sem er
þeim töfrum gædd að hún
höfðar ekki siður til njótenda
klassiskrar tónlistar og
klassiskrar myndlistar heldur
en aðdáenda þess sem við
getum hiklaust kallað kvik-
myndalist. Það er næstum þvi
gefið mál að tónlistarunnandinn
á þess kost að sjá og heyra
margt i Barry Lyndon sem
kvikmyndaunnandinn er vis til
að fara á mis við. Barry Lyndon
erum leið kvikmynd, sem telja
má vist, að það fólk sem löngu
er hætt að fara i bió einfaldlega
vegna þess að þvi finnst það
ekkert hafa þangað að sækja,
fer á mis við. Hún er kvikmynd,
sem krefst mikils af áhorfand-
anum, en gefur þeim mun meir
af sér. Hún er sönnun þess að
mikil kvikmyndalist kallar á
alla listunnendur og hugsandi
fólk úr hvaða stétt sem er og
sker sig að vissu leyti úr öðrum
listgreinum hvað þaö snertir.
Samt verður hún einhæfni i
kvikmyndavali og skiptingu
áhorfenda eftir listgreinum og
aldri að bráð,og er sárt til þess
að vita. Barry Lyndon er ljós-
lifandi dæmi um það hve hlutur
áhorfenda er mikilvægur fyrir
þróun lista og þá einkum og sér i
lagi kvikmyndalistar, sem
óhugsandi er að geti orðið til án
stuðnings áhorfenda vegna
þeirra svimandi fjárhæða sem
þarf tilað endurskapa veröldina
á filmu eins og höfundurinn sér
hana og skilur.
Við þekkjum dæmi þess að
menn hafa starfað að listsköpun
alla sina ævi án þess aö hljóta
viðurkenningu samtiðar sinnar,
sbr. málarann Van Gogh. En ef
til vill má segja um kvikmynd-
irnar, að þær hafi umfram
aðrar listgreinar ekki getað
orðið til nema með óbeinu sam-
þykki áhorfenda. Van Gogh
málaði eins og hann ætti llfið að
leysa þrátt fyrir að hann seldi
enga mynd.Bruckner hélt
ótrauður áfram að skrifa sin-
fóniutónlist þrátt fyrir að hann
lifði aldrei að heyra sumar
sinfónia sinna fluttar og helm-
ingur starfsævinnar færi i að
endursemja verkin i þvi augna-
miði að þau yrðu aðgengilegri.
En Stanley Kubrick, sem varið
hefur stórfé til gerðar mynd-
arinnar um Barry Lyndon og á
að baki sér viðurkennd listaverk
eins og 2001 og A Clockwork
Orange, hann á þess ekki kost
nú að halda áfram sköpun eigin
kvikmynda og verður að láta
sér nægja að annast leikstjórn
kvikmyndar sem að öðru leyti
kemur honum ekkert við.
Ástæðan er sú að aðsóknin að
Barry Lyndon reyndist ekki I
samræmi við þann kostnað sem
gerð myndarinnar hafði I för
með sér. bað er vitað að
Kubrick hefur lengi langað til
þess að gera kvikmynd um
Napoleon Bonaparte, en það
verður þvi miður að skrifast á
reikning kvikmyndaáhorfenda
að sú mynd veröur ekki gerð I
bráð. Handritin að sinfóníum
Bruckners var hægt að gefa út
að honum látnum og nú getum
við keypt flutninginn á hljóm-
plötum og átt heima hjá okkur.
Málverk Van Goghs hanga á
söfnum út um allan heim. En
uppgötvað kvikmyndahandrit
að höfundi látnum verður aldrei
að kvikmynd.
Hrörnun eða blómstrun
Ekki svo að skilja að það hafi
ekki verið gerðar kvikmyndir
áður um Napóleon eða þá tima
sem Barry Lyndon gerist á, en
efnismeðferð Kubricks á for-
tlðinni opnar áhorfandanum
alveg nýja sýn inn i heim 18
aldar, sem að minnsta kosti tón-
listarunnandinn og málverka-
unnandinn finnst hann þekkja
svo vel gegnum list þess tima.
Hversu hrifandi er ekki að virða
fyrir sér plötualbúmin sem t.d.
geyma útgáfur Deutche
Grammophone á pianókon-
sertum Mozarts með Géza
Anda. Sérhvert albúm hefur að
geyma málverk af byggingum
og fólki frá þessum tima. Allar
þessar myndir lifna við i kvik-
mynd Kubricks um Barry
Lyndon og tónlistin sömuleiðis.
En Barry Lyndon gerir meira.
Hún bætir viö nýjum skilningi á
þessu timabili og dýpkar tilfinn-
ingu okkar fyrir þvi. Hún er
harmleikur þar sem aðalhlut-
verkin eru leikin af mannlegum
fullkomleika og mannlegum
ófullkomleika. 1 skjóli fegurðar-
innar dafnaði ofbeldið sem
dregur dám af fegurðinni i
formi skammbyssueinvig. a en
þeim eru gerö ýtarleg skil i
myndinni svo og i hinni miklu
hernaðarlist, sem sýnd er llkust
blóðugum ballett. Um leið er
þetta sá timi sem hin klassiska
tónlist okkar nærðist á. Hér væri
hægt að skrifa langt mál um efni
Barry Lyndon en þess skal látið
ófreistað enda sýningum
myndarinnar hætt. Hins vegar
skal farið nokkrum orðum um
einstök atriði i uppbyggingu
myndarinnar, vegna þess að
þessi kvikmynd umfram aðrar
kvikmyndir, gefur fyrirheit um
að kvikmyndirnar sem listgrein
eigi fyrir höndum vöxt og
blómaskeið sem einna helst
verður jafnað við það sem
gerðist i tónlistinni á 18. og 19.
öld en hefur tæpast siðan gætt i
listum I jafn rikum mæli.
Það er með listirnar eins og
lifið að þær ýmist vaxa, bera
rikulegan ávöxt eða hrörna. Til
að hrörnunin verði ekki algjör
þarf að koma til endurnýjun.
________________.........................................
( tt'iUtltílí Jtht tt ' '
MU/.AR I: KI.AVII: HKO.NZi RTl. • l'IANO CUNCI'KTOS
í> iM. RliN MAjpR'j KV -i5S \ lil. R|í\ A MAjOlUKV •> • ••
SOI.ÍST I. Ni> /\ANUA
,:.•} STEREO f.;
—C—..—..—.
fil li'IJ
Fegurð 18. aldar eins og hún birtist okkur á plötualbúmunum lifnar
við I Barry Lyndon, — fólk, vagnar, garðar, hallir, dýr. Eins og seg-
ir i lokatexta myndarinnar: ,,Nú hvlla þau öll jafnt, fátæk og rík,
ljót og fín, góð og iil.”
siðan Eisenstein leið, en skoöun
hans á möguleikum kvikmynd-
arinnar er um margt skyld
þanka Wagners um óperu-
formið. Kubrick hefur hins
vegar tekið af allan vafa um
möguleika þessa skilnings á
kvikmyndaforminu.
Músik og mynd
Notkun tónlistar i uppbygg-
ingu Barry Lyndon getur skýrt
nokkuð hvað hér um ræðir, en
hún er ráðandi fyrir alla hrynj-
andi myndarinnar auk þess sem
hún dýpkar merkingu einstakra
sem verið er aö undirbúa ein-
vigi. Þessi tónlist ris hæst i
dauða sonar Barry Lyndons,
Bryans og aðdraganda hans.
Auk þess má nefna hermanna-
músik, sem fylgir Ehglend-
ingum og önnur sem fylgir
Prússum. Músik sem kemur
upp eftir að 7 ára striðinu lýkur
og tengist þjóölifi og byggingum
18. aldar, að ógleymdri fjár-
hættuspilsmúsikinni. En bæði
hún og prússneska hermanna-
músikin er jafnframt sungin
innan atriðanna.
Hér með er ekki allt upptalið i
sambandi við notkun Kubricks á
tónlist i myndinni. Sú tónlist
sem hér hefur verið upp talin
giftingu Barrys og Lafði
Lyndon. Siðan heyrist þessi
Schubert músik, sem er sér-
spiluð inn fyrir myndina, þar
sem önnur tónlist er notuö af
hljómplötum, ekki fyrr en i
lokaatriöi myndarinnar. Barry
hefur misst fótlegginn fyrir
neðan hné i einvigi við uppeldis-
son sinn, Bullington lávarö.
Einvigi þeirra er reyndar efni i
heila ritgerð. 1 þvi ris myndin
hæst hvað hugsun og efni
snertir. Eftir að Barry hefur
náð sér eftir fótamissinn berst
honum tilboð fóstursonarins
þess efnis að honum verði séö
fyrir árlegri peninga-upphæð
framvegis, gegn þvi aö hann
fari úr landi. Nú kemur Schu-
bert músikin upp yfir mynd af
bænum þar sem Barry hafði
dvalist meðan hann var að jafna
sig eftir fótarmissinn. Við
sjáum Barry koma út á hækjum
sinum og stika að vagni sem
biður hans að flýfja hann úr
landi, slyppan og snauðan. Um
leið og hánn stigur upp i vagninn
frystist myndin, þ.e. verður
kyrr. Þvi næst sjáum við
yfirlitsmynd úr höllinni sem
hafði verið heimili Barrys i um
15 ár. Þar situr fyrrverandi
eiginkona hans og sonur hennar
af fyrra hjónabandi og eru að
gera upp reikninga eignarinnar,
\
þegar kemur að undirskrift
ávisunar þeirrar sem hin n
fyrrverandi eiginmanni og
stjúpföður hefur verið heitið.
Það er ekki mælt orð af munni,
— nærmyndir af þeim mæðg-
inum og Schubert segja það sem
sagt verður og hin músikalska
lausn trióþáttarins eftir Schu-
bert verður jafnframt lausn
lokakafla þessa mikla kvik-
myndaverks og kemur i staðinn
fvrir.samtal eða útlistanir
sögumanns.
1 samræmi við það, að sumt
verður ekki sagt með orðum
forðast Kubrick það eins og
heitan eldinn að svara fyrir-
spurnum blaðam. um þaö hvað
fyrir honum vakti.
.ý"-:
gfp Hl*|
Ofbeldi. Spilling.
Hún verður oft með þvi að tekin
eru upp eldri og frumstæðari
form. Um kvikmyndirnar gildir
það, að þær hafa ekki enn náð
fyrsta hrörnunarskeiðinu. En
myndir eins og Barry Lyndon,
og myndir einstaka kvikmynda-
höfunda eins og Fellinis,
Bunuels,og fyrri tima manna
eins og Eisensteins, benda til að
biómaskeið sé i nánd. Að þvi
leyti skera bestu kvik-
myndirnar sig úr öðrum lista-
verkum samtimans, að þær
skilja áhorfandann iðulega eftir
með þá tilfinningu að betur hafi
ekki verið gert á filmu. Hann
beinlinis finnur þróun kvik-
myndamálsins eiga sér stað. Að
auki sækir svo kvikmyndalistin
það besta úr öllum hinum list-
greinunum, þannig aö stöðug
endurnýjun á sér stað.
Þessi sameining allra lista i
einu formi kvikmyndarinnar
hefur ekki ætiö átt upp á pall-
borðið hjá kvikmyndahöfundum
KVIKMYNDA-
SP3ALL
eftir Erlend Sueineson
atriða og i vissu tilviki er henni
treyst fyrir þvi að koma
ákveðinni merkingu sem ekki
verður útskýrð með orðum til
skila. Það er ekki i fyrsta sinn
sem Kubrick reynir þannig á
tónlistina, sbr. notkun hans á
upphafi á tónaljóði Richards
Strauss Also Sprach Zarat-
hustra i kvikmyndinni 2001 A
Space Odyssey. Svipuðu hlut-
verki gegnir tónlist Schuberts i
Barry Lyndon.
Líkt og Kubrick notar mál-
verkin til stuðnings fyrir mynd-
bygginguna ljær tónlistin kvik-
myndinni ekki aðeins hrynjandi
og markar lengd einstakra
efnisþátta þannig að stundum
virðist með ólikindum, þá
skapar hún einnig blæ tima-
bilsins, — éinfaldlega vegna
þess að við vitum að hún er frá
þeim tima sem myndin fjallar
um; þaö er
meira að segja tvivegis
músfserað i myndinni Jafnframt
þes'su er tónlistin notuð sem
leiöistef, leitmótif. Myndin hefst
á Barry Lyndon-músikinni, sem
siðan kemur ekki upp fyrr en
eftir giftingu Redmonds Barry.
Siðan má nefna ástarmúsik, þ.e.
músik sem tjáir hina hreinu,
sönnu ást, dauðamúsik, sem er
notuð i margvislegri mynd en
kynnt fyrst undir nærmynd af
tveimur byssuhlaupum, þar
fellur öll að þvi timabili sem
myndin f jallar um en það gerir
hins vegar pianótrió Schuberts
op 100, 2. þáttur ekki. 1 þessu
sambandi reynir allmjög á
þekkingu og músikuppeldi
áhorfandans. Slik vitneskja ein
sér nægir til að búa mann undir
eitthvað sérstakt þegar að
þessari tónlist kemur^ enda
kemur i ljós að hún er ekki notuð
sem leiðistef heldur sem sam-
tal, samtal augna, tjáning þess
sem ekki verður sagt.
Þáttur Schuberts
Þeim sem ekki vita að Schu-
bert músikin er frá öðrum tima
er nokkur hjálp að Schubert
músikin er eina tónlistin sem
notuð er og er leikin á pianó.
Þessi músik kemur upp i
atriðinu þegar Redmond Barry
kemur i fyrsta sinn auga á frú
Lyndon, lýsir þvi hvernig kynni
þeirra verða, tjáir hugsanir
þeirra, og nær fram til þess
atriðis þegar Barry gengur til
fundar við eiginmann frú
Lyndon, Sir Charles sem er far-
lama og veikur. Samtal þeirra
leiðir siðan til dauða hr.
Lyndons. Um leið og hann deyr
er sleginn hljómur úr impromtu
eftir Schubert og kunngert með
skilti að það sé komið hlé. Siðari
hluti myndarinnar hefst siðan á
Hérgefst ekki tóm
né getur talist ástæöa til að fara
frekar út i efni og form Barry
Lyndon, sem verður þeim sem
nýtur ærið umhugsunarefni
enda þess konar mynd sem ekki
verðurséð i eitt skipti.
En þeirri hugsun verður ekki
varist þegar listaverk sem þessi
eru annars vegar, — áhrifa-
mikil, full af nýjungum i frá-
sagnaraðferð og efni, og fellir
efni og form saman i einhverja
dularfulla heild — , aö gerðar
séu áþekkar kröfur til áhorf-
enda slikra kvikmynda i dag og
til áheyrenda á tímum tón-
snillinganna sem uppi voru á
þeim tima sem myndin fjallar
um. Og ekki nóg með það,
heldur sé mynd eins og Barry
Lyndon umfram allt vitnis-
burður um það, að einmitt á
sviði k vikmy ndageröar
nútimans, séum við samtima
snillingum i listsköpun á borö
við tónsnillingana sem Barry
Lyndon styðst við. Sérhverrar
nýrrar kvikmyndar eftTr
Kubrick verður beðið meö sömu
óþreyju og spenningi og 18.
aldar áheyrendur jiýs pianókon-
serts eftir Mozart.
Abyrgð ahorfenda er að sama
skapi mikil og er þá jafnframt
skirskotað til þeirra sem ráða
kvikmyndauppeldi og- kvik-
myndamennt þeirra, t.a.m. á
Islandi. Hvorki listsköpun né
listneysla sprettur upp af engu.