Vísir - 04.12.1977, Qupperneq 10
10
Sunnudagur 4. desember 1977. VISIR
grundvöllur svona hljómsveitar
væri syndin. Eg meina hljóm-
sveitar sem eingöngu spilar á
dansleikjum. Það er annað með
hljómsveitir sem spila bara i
stúdióum.”
,,En það er ekki ætlunin að
hætta að spila. Reyndar hyllir
undirkristilega plötu. Það hefur
verið farið fram á það við okkur
Þorvald Halldórsson að við
söfnum efni á slika plötu. Við
vonum að af þvi geti orðið, en
það hefur verið litill timi enn
sem komið er.”
„Músikin hlýtur að vera besti
fjölmiðillinn fyrir trúna. Hún
spilar svo stóran þátt i lifi fólks,
og sérstaklega ungs fólks.”
,,Þetta er
endurfæðing”
Þau eru sammála um að lif
þeirra sé bæöi betra og meira
spennandi nú en áður. ,,Við er-
um eins og nyfædd'' segja þau.
..Þetta er endurfæðing, það er
alveg á hreinu.”
Guðfinna varð fyrri til. ,,Ég
lór i kristilegt partý af þvi að ég
var forvitin. En þetta hreif mig
og heillaði og ég vildi fara oftar
og fór að fara á samkomur. En
þeireru margir sem vilja koma
og kynnast þessu en treysta sér
ekki beint á samkomu. Þá er
þeim boðið heim til einhvers úr
hópnum, og það köllum við
kristileg partý.”
,,Ég heillaðist af þessu en Ingi
skildi migekki. Hann var óhress
yfir þessu til að byrja með”.
,,Já, ég hafði af henni stórar
ahyggjur”, bætirhann við. ,,En
það vildi svo til að Þorvaldur og
Gréta konan hans komu heim
ásamt Arnóri bróður minum.
Hann var kominn i þetta og það
var hann sem kom mér tii að
hugsa um þetta. Ég sá svo
mikla breytinguá honum, að ég
fór að velta þvi fyrir mig, hvort
þetta væri virkilega hamingj-
an.”
„Leitaði að
hamingjunni
ialls kyns veseni”
,,Ég heillaðist af þessu lika.
Núna finnst mér þetta stórkost-
legt. Ég hef fundið kærleik og
lifsgleði sem ég þekkti ekki áð-
ur”.
„Maður hiður fyrir þeim sem
áður nálguðust það að vera
óvinir manns.” skýtur Guðfinna
inn i. ,
Hermann Ingi: ,,Hér áður
byrjaði maður á einhverju, full-
viss um að maður væri að gera
rétta hlutinn. En allt fölnaði og
endaði i' sömu grámyglunni og
ég varð hundsvekktur og leiður.
Og auðvitað leitaði maður að
hamingjunni i alls kyns veseni.
En að hugsa sér að þetta hefur
verið manni opið alla tið!
„En auðvitað eru margir
ánægðir með sitt lif eins og það
er, en það lif getur orðið helm-
ingi betra ef fólk opnar það fyrir
Guði”, segja þau. ,,En það má
enginn misskilja okkur. Það er
ekki eins og við séum að troða
pólitik inn á fólk. Okkur langar
aðeins til að aðrir kynnist
þessu.”
Biðja borðbænir
„Lif okkar hefur breyst al-
gjörlega. Besta sönnunin og
staðfestingin á þvi að Guð er í
mér, er breytingin á mér sjálf-
um”, segir Hermann Ingi. „Hér
áður hafði ég ýmsar langanir,
mjög sterkar, en þær eru gjör-
samlega horfnar. Dagarnir
voru oft gráir áður en aldrei
núna.”
„Sambandið við börnin er
ekkert svipað. Maður einblfndi
á Mammon: ég fer út að vinna
og þú ferð út að vinna. Við þurf-
um þetta og við þurfum hitt. En
á börnunum var ekkert uppeldi.
Við höfðum ekki tima fyrir þau
nema á kvöldin og um helgar.
og sunnudagarnir voru oft
svona og svona. Maður ýtti
börnunum hreinlega til hliðar.”
Guðfinna tekur i sama streng.
,,Það er einmitt þetta sem ég
finn fyrst og fremst. Það er að
ég á börn. þrjú yndisleg börn.
Ég vann úti allan daginn en mér
finnst það rangt. Núna finnst
mér ég fínna börnin. En mér
finnst það of seint; ég hefði vilj-
að uppgötva þetta fyrr”.
,,Við finnum lika mikla breyt-
ingu á börnunum”, segja þau.
,,öll börn bera mikla virðingu
fyrir Guði. óafvitandi.”
„Það sem okkur hefur tekist á
þessum tveimur mánuðum, frá
þvivið frelsuðumst, er ótrúlegt.
„Það væri ekki dónalegt ef
lieilt band frelsaðist”! —
Ilermann Ingi liermanns-
son.
Samband okkar hefur breyst
ofsalega.”
Hermann fngi: „Ég var með
allan minn áhuga á músfkinni
og bandinu, en Finna ekki, og
var frekar á móti þessu. Nú eig-
um við allt sameiginlegt, hverja
einustu minútu i sólarhringn-
um.”
Þau biðja borðbænir og morg-
unbænir. „Við biðjum á öllum
timum. Ef okkur liður illa, biðj-
um við til Guðs og það bregst
ekki að okkur liður vel á eftir.”
Þau segjast ekki hafa horft a
sjónvarpið siðan þau hleyptu
Guði inn i lif sitt.aÉg settist nið-
ur eitt kvöldið og ætlaði að horfa
á mynd, en hafði engan áhuga
og stóð strax upp aftur”, segir
Hermann Ingi.
Nú tala þau saman á kvöldin,
syngja saman og lesa Bibliuna.
„Og við höfum nóg við timann
að gera. Þar er svo mikið að
gera siðan við frelsuðumst.”
Þau frelsuðust á samkomu
þegar Jónas Gislason predikaði.
Þau lýsa þvi svo að þeim hafi
hreinlega fundist Guð tala til
sin. Þau voru knúin til að standa
upp og láta frelsast. Um leið
frelsuðust sjö aðrir. Gúðfinna
sagði að þetta hefi verið svo
áhrifamikið að hún hafi hrein-
lega svitnað.
„Við sjáum ekki eftir að hafa
stigið þessi skref og vonum að
það geri fleiri.”
„Það er eitt sem mig langar
að láta kóma fram”, segir Her-
mann Ingi, „Það er i sambandi
við foreldrana og börnin. Það er
talað um unglingavandamál-, en,
það er ekki til. Þetta er
foreldravandamál. Vandamálið
er bein afleiðing af lifsgæða-
kapphlaupinu. Við. ýtum börn-
unum i 'burtu. Börnin þurfa
mest á ást og kærleik að halda,
ekki bara á kvöldin. Og það eitt
að fjölskyldan skuli geta gefið
sér tima til að sameinast, það
hlýtur að vera gott”. —EA
Við berum
ábyrgð á
okKar tíð"
— fylgst með einni samkomu hópsins í Eyjum
sem vill efla og glœða lífið innan kirkjunnar
Þau tóku vel i að viö kæmum og yröum viöstödd eina sam-
komu. Mónudagskvöld varð fyrir valinu. í rigningarsudda þetta
kvöld i síöustu viku, komum viö svo aö KFUM-húsinu i Vest-
mannaeyjum.
Húsið er eitt af þeim slapp naumlega viö aö veröa hraunfióðinu
að bráð á sínum tima. Það stendur við Vestmannabraut, rétt viö
hraunjaðarinn.
Viö mættum klukkan átta, klukkutima of fljótt. En komum
ekki að tómum kofanum samt. t sal hússins var samankominn
hópur unglinga á samkomu. En þau sem viö vorum aö sverma
fyrir mættu ekki fyrr en um nlu.
Þau mættu tólf þetta kvöld. Samkoman var haldin I rúmgóöu
herbergi i húsinu og stóluin raöaö þannig aö þeir mynduöu hring.
Það var létt yfir fólki þegar þaö tindist inn og menn settu þaö
ekkert fyrir sig þó Vlsismenn hygöust fylgjast með öllu.
Gítarinn gripinn....
Þorvaldur Halldórsson
(söngvarinn góðkunni) greip
fljótlega gitarinn eftir að hann
settist. „Hvar er nöglin” spurði
hann, en fékk hana fljótlega i
hendurnar, svo hann gat byrjað
slá á strengina.
Við fengum söngbók i hend-
urnar eins og hinir, og áður en
langt um leið upphófst hressi-
legur söngur. Þorvaldur sá um
gitarspilið og allir sungu:
„Frjáls og fagnandi þjóð — flyt-
ur lofgjörðaróð — Drottni Jesú
Sá litli, Rikharður örn, vaknaði upp og fékk að vera með pabba og
mömmu á samkomunni. Þau Þóranna og Steingrimur kynntust i
kristilegum félagsskap.
„Byggjum allt okkar líf
— Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving heimsótf
Þaö var stór bópur sem var aö hefja kvöldverö þegar viö bönk-
uöum upp á hjá Þorvaldi Halldórssyni og konu hans Margréti
Scheving. Fjölskyldan býr viö Vestmannabrautina, og komi
mönnum þaö á óvart aö allar þær fjölskyldur sem hér er rætt viö,
skuli búa viö eina og sömu götuna, er þaö hrein tilviljun, þvi
Vestmannabraut er meö lengstu götum I Eyjum.
Við borðstofuboröiö, sátu auk Þorvaldar og Margrétar þrjú
börn hennar, faöir hennar og svo þrjú börn önnur, sem eins og
þau komust aö oröi „Guö sendi þeim”. Þaö var beöin boröbæn
áöur en þau tóku til matar sins. Þorvaldur fór meö stutta bæn, og
allir spenntu greipar.
A þvi heimili er engin máltiö snædd án þess aö boröbæn sé beö-
in áöur. Og engin ákvöröun er tekin nema þau séu viss um aö sú
ákvöröun sé vilji Guös. En lif Margrétar og Þorvalds tók ekki
breytingum á einum degi.
„Upplifðum eitthvað
þann dag”
„Þegar við kynntumst ákváð-
um-við að hef ja nýtt lif saman”,
segir Þorvaldur. „Við höfðum
komist að þvi hversu fánýtt
þetta heföbundna skemmtanalif
Islendinga er og við vorum bæði
leitandi. Hvað sjálfan mig
snertir, þá hafði ég ekki hleypt
Guði inn i mitt lif um árabil,
ekki i nokkrum hlut. En innst
inni þráði ég réttlæti og ég held
að ungt fólk geri það”.
„Við fluttumst hingað ’74. Þá
var lif okkar smám saman að
breytast. Við skrúfuðum fyrir
ákveðnar venjur, tóbaksnotkun
ogvinneyslu og hættum að hafa
afskipti af almennum skemmt-
unum. Og við tókum upp á þvi
að fara i kirkju á sunnudögum.
Það gerðum við eftir að við gift-
um okkur en þá höfðum við búið
ár hér i Eyjum”.
„Þann dag upplifðum við eitt-
hvað sérstakt. Við fundum ná-
vist Guðs. Og ég varð fyrir þvi
láni að kvöldi þess dags, að kon-
an min gaf mér Bibliu”.
„Aður fannst okkur við lifa
alveg ágætis lifi. Við höfðum
fundið nokkuð fastan punkt, en
lifðum lifinu mest fyrir okkur
sjálf.Eneftir þetta fórum við að
leita meira i orðið. Við fórum að
lesa Bibliuna sem er nokkuð
hörð ræða oft, og hvetur mann
mjög”.
„í sumaráttum svo leið fram-
hjá KFUM-húsinu, þar sem
„Ungt fólk með hlutverk” var
með samkomu. Við fórum inn
og frelsuðumst á þessari sam-
komu. Viðhöfðum aldrei farið á
svona samkomu áður, en ég vil
hvetja alla til að prófa það. Hér
var greinilega heilagur andi að
verki, og þegar spurt var: Vilt
þú gefast Jesú Kristi i lifi þinu,
gátum við ekki annaö en sagt já.
Urðu vitni að lækning-
um
Margrét og Þorvaldur sóttu
ó kœrleika og san
siðan samkomur og voru þá
meðal annars vitni að lækning-
um. Margrét sagði að það hefði
farið þannig fram, að prédikar-
inn hefði mælt fram i salinn að
einhver sem þar sæti væri hald-
inn þessumkvilla eða öðrum. Sá
sem það átti við var beðinn að
standa upp, þar sem Guð vildi
lækna hann i kvöld. Og sá hinn
sami læknaðist.
— Var það varanlegt?
Þorvaldur: „Það varirlengur
en augnablik þegar Guð’læknar.
Á einni samkomunni var t.d.
maður sem hafði verið haltur.
Hann slasaðist á ökla og var
haltur eftir það. Hann gekk
haltur þetta kvöld upp til
prédikarans, en gat hoppað eftir
það, og hefur ekki verið haltur
siðan”.
Þau nefna fleiri dæmi, t.d.
konu sem var með hendina i
íatla, þar sem það hafði farið
vatn milliliða. Hún losaði sig við
fatlann á einu kvöldi og varð
heil heilsu.
Guð læknaði magasár-
ið
„Við höfum sjálf fengið að
Margrét Scheving:„Ég hlakka
til hvers dags. Hver dagur er
spennandi". Ljósmyndir Guöm.
Sigfússon.
upplifa bæði lækningu og bæn-
heyrslu”, segja þau.
Þorvaldur hafði verið maga-
sjúklingur lengi. „Ég var með
magasár fyrir ári. Ég var far-
inn að fá bata en var á sérstöku
mataræði og þurfti á meðulum
að halda. Og ákveðnar tegundir
af mat þoldi ég alls ekki. Svo
læknaðist ég. A fyrstu samkom-